Morgunblaðið - 23.03.1982, Side 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982
Óli S. Runólfs-
son — Fimmtugur
Sjónþjáirunartæki afhent. Frá vinstri: Ragnheióur Hansdóttir, tannlæknir og
formaður Zontaklúbbsins, Hilmir Jóhannsson, héraðslæknir, Ragnar Sig-
urðsson, augnlæknir, Loftur Magnússon, augnlæknir, og Jónína Hreinsdótt-
ir, sjónþjálfi. Ljósm. Páll.
Zontakonur á Akureyri
gáfu sjónþjálfunartæki
Ilér verður engin æfisaga rituð,
aðeins örstutt afmæliskveðja og
minnzt nokkurra atriða í lífi
velgjörðarmanns míns, minnzt
sérstaklega ánægjulegra sam-
skipta og verður þó vissulega
margs ógetið í stuttri grein.
Pingan sem kynnist Ola S. Run-
ólfssyni furðar, þó að hann sé
vinsæll og njóti virðingar manna.
P'ramkoma hans er þannig, að
hann laðar alla að sér með föður-
legri ástúð.
Hann er einn af þeim fáu
mönnum, sem vekja það besta hjá
öðrum með návist sinni.
Ekkert óhreint eða ljótt getur
þrifist nærri honum. Að því, er
mér er sagt, að staðfest mun vera
í prestþjónustubókum Trölla-
tungirprestakalls í Strandasýslu,
er Oli fæddur á Húsavík í Tungu-
sveit 23. marz 1932 og voru for-
eldrar hans hjónin Stefanía Guð-
rún Grimsdóttir í Húsavík
Stefánssonar og Runólfur Jón Sig-
urðsson frá Skerðingsstöðum í
Rí'ykhólasveit Runólfssonar.
Hjónin Stefanía og Runólfur
hófu búskap í Húsavík 1928, en
móðurætt Ola hafði þá búið þar
frá 1867, eða í 61 ár.
Oli er yngstur fjögurra alsystk-
ina auk hálfbróður sammæðra, en
þau eru Sigfríður, Ragnheiður,
Agnar, Grímur og Stefán. Óli bjó í
foreldrahúsum til 1956.
Heimilið í Húsavík var alla tíð
fremur veitandi en þurfandi, og
hafa margir karlar og konur
minnst heimilisins með hlýjum
orðum.
Óli og systkini hans hlutu ágætt
uppeldi, svo ekki varð á betra kos-
ið.
I nærri 25 ár, eða frá árinu 1957
er hann hóf rennismíðanám, hefir
Óli starfað hjá fyrirtækinu Agli
Vilhjálmssyni, og gegnir þar
starfi aðstoðar-verkstjóra.
l \stm
Óli er mikill félagsmálamaður
og gegnir trúnaðarstörfum í
Járnsmíðafélagi Reykjavíkur og
er formaður foreldrafélags Alfta-
mýrarskóla.
Árið 1963 kvæntist Óli Guð-
björgu Vilhjálmsdóttur, hinni
ágætustu drengskaparmanneskju.
Guðbjörg er kona fríð sínum,
fíngerð, og létt í bragði. Hún er
þrifin og nýtin húsmóðir, sem
kann vel að hlúa að heimilisfólki
sínu. Dæturnar eru þrjár. Guðrún
Heiður og tvíburarnir Ragnheiður
og Stefanía.
Heimilisfólkið að Háaleitis-
braut 15 eru einlægir vinir mínir
og barna minna, og er þeim hér
með færðar alúðarþakkir fvrir
einstaklega mikla vinsemd, fyrir
alla hlýjuna og tryggðina, sem þau
öll hafa veitt mér og mínum frá
því eiginkona mín Guðríður Kar-
ólína Eyþórsdóttir (Kæja) lézt,
það drenglyndi verður aldrei full-
þakkað.
Hjartanlegar hamingjuóskir til
Óla í tilefni dagsins.
Jón H. Hraundal
ÞANN 13. þ.m. afhontu félagar í
Zontaklúbbi Akureyrar, Ileil.su-
verndarstöð Akureyrar að gjöf
sjónþjálfunartæki af fullkomn-
ustu gerð. Veitti Hilmir Jóhann-
esson, héraðslæknir þeim viðtöku
fyrir hönd Heilsuverndarstöðvar-
innar, en Ragnheiður Hansdóttir,
formaður Zontaklúbbsins, afhenti
þau.
Tækjunum er komið fyrir í
húsnæði augnlæknanna á Akur-
eyri, en Jónína Hreinsdóttir,
sjónþjálfi, sem tækin notar,
vinnur í nánu samstarfi við þá.
Eðlileg samsjón augna er öll-
um mikils virði. Sé henni ábóta-
vant á fyrstu árum einstakl-
ings, er hætta á sjóndepru á
öðru auga og að þrívíddarskyn
verði skert. Aðstoð sjónþjálfa
við greiningu og meðferð þessa
ágalla er nauðsynlegur þáttur í
nútíma augnlæknisþjónustu.
Sjónþjálfunartækin eru af-
rakstur þriggja ára fjáröflun-
arstarfs Zontaklúbbsins fyrir
sjónskerta og er því verkefni nú
lokið, en í Zontaklúbbi Akureyr-
ar eru 36 félagskonur. Nú á ári
aldraðra hefur Zontaklúbbur-
inn ákveðið að styrkja „Systra-
sel“, en þar á að koma upp
hjúkrunardeild fyrir aldraða.
Fyrsta fjáröflunin í þessu skyni
verður Páskabasar í Gildaskála
Hótels KEA þann 1. apríl kl. 20,
en þar verður á boðstólum alls
kyns páskaskraut, kökur og
brauð. Sömuleiðis verður
Nonnahús opið dagana 5.-8.
apríl frá kl. 5—6.
„Litla sæta
rauða skýlið“
í UMRÆÐUM um málefni Stræt-
isvanga Reykjavíkur, fimmtudag-
inn 18. mars kom fram í ræðu
Guðrúnar Ágústsdóttur (Alþýðu-
handalagi) stjórnarformanns SVR,
að hún taldi „litla sæta rauða skýl-
ið“ eins og hún kallaði það, sem
risið hefur fvrir neðan Landspítal-
ann, ekki eina afrek vinstri meiri-
hlutans á kjörtímabilinu. Meiru
skipti, að unnið væri að endur-
skoðun leiðakerfisins frá 1970.
Elín Pálmadóttir (Sjálfstæð-
isflokki) spurði að því, hvað
„litla sæta rauða skýlið“ hefði
kostað og samkeppnin um ný
skýli. Kom fram hjá Guðrúnu
Ágústsdóttur, að skýlið hefði
kostað 64.400 krónur, en sam-
keppnin um 15 milljónir gamlar.
Hins vegar teldú sérfróðir
menn, að yrði farið að setja upp
fleiri slík skýli yrði kostnaður-
inn við hvert þeirra rúmar 30
þúsund krónur.
Kornakúnst
- ný lína frá Glit hf.
GLIT hf. er nú að setja á markaðinn nýja
línu i blómapottum og vösum. I’essi nýja
lina hefur hlotið nafnið Kornakúnst.
Kornakúnst er unnin í steinleir
blönduðum muldu vikurhrauni af
Reykjanesi, sem hefur svipað brennslu-
stig og leirinn, og samlagast honum því
mjög vel. Vikurinn bráðnar og verður
að glerungi sem gefur þessa skemmti-
legu kornóttu áferð.
I Kornakúnst eru fáanlegir blóma-
pottar af öllum stærðum, veggpottar,
hengipottar svo og vasar og skálar.
Höfundar Kornakúnstar eru þau Þór
Sveinsson, leirkerasmiður, og Eydís
Lúðvíksdóttir, myndlistarkona.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Kópavogur Kópavogur
Spilakvöld
Sjálfstaeöisfélag Kopavogs auglýsir:
Okkar vinsælu spilakvöld halda áfram þriöjudaginn 23. mars í Sjálf-
stæöishúsinu kl. 21.00 stundvíslega. Glæsileg kvöld- og heildarverö-
laun Allir velkomnir. Kaffiveitingar.
Stjórn Sjálfstæöisfélags Kópavogs.
Spilakvöld
Sjáltstæðisfelag Arbæjar- og Selásshvertis heldur spilakvöld. þriðju-
daginn 23. mars kl 20.30 í húsi félagsins, Hraunbæ 102, viö hliöina á
Skalla Aögangur ókeypis.
Heimdallur —
Ræðumennska
Heimdallur gengst fyrir framhaldsnámskeiöi í
ræöumennsku í vikunni 21.—27. mars. Sér-
staklega eru hvattir til þátttöku þeir sem áöur
hafa hlotiö byrjendaþjálfun á vegum félags-
ins. Upþl. og skráning á skrifstofu Heimdall-
ar, sími 82900.
Hvöt
Námskeið í
ræðumennsku
veröur haldiö á morgun, þriöjudag og miö-
vikudag 24. þ m. kl. 20.30—22.30 í Valhöll,
kjaltara.
Lelöbelnandl Bessi Jóhannsdóttir.
Innritun á skrifstofutíma í sima 82900 og
82779, ekkert gjald.
Félagsmala- og fræösiuskrifstofa Hvatar.
Fella- og Hólahverfi —
Bakka- og Stekkjahverfi —
Skóga- og Seljahverfi
Rabbfundur
Félög sjálfstæöismanna í Breiöholti halda fund um borgarmál fimmtu-
daginn 25. marz kl. 20.30 aö Seljabraut 54, (hús Kjöts og tisks).
Frambjóöendurnir Sigurjón Fjeldsted og Július Hatstein koma og
spjalla viö fundarmenn. Mætum og höfum áhrif.
Stjórnirnar
Félag sjálfstæðismanna í
Austurbæ, Norðurmýri
Miövikudaginn 24. marz nk. veröur haldinn fundur meö umdæma-
fulltrúum felagsins Fundurinn veröur í Valhöll, Háaleitisbraut 1 og
hefst kl. 20 30
Gestir fundarins veröa Ragnar Júlíusson og Júlíus Hafstein.
Umdæmafulltrúar hvattir til aö fjölmenna.
Stjórnin.
Spilakvöld
Félag Sjálfsfæöismanna í Hlíöa og Holtahverfi, heldur spilakvöld í
Valhöll, Háaleifisbraut 1, fimmtudaginn 25. mars kl. 20.30. Góö verö-
laun.
Stjórnin.
Keflavík
Aðalfundur Sjálfstæöisfélags Keflavíkur
veröur haldinn miövíkudaginn 24. mars og hetst kl. 20.30 í Sjáltstæö-
ishúsinu Keflavík.
Dagskrá:
1 Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Bæjarmál og kosningaundirbúningur.
3. Önnur mál.
Félag Sjálfstæðismanna í
vesturbæ — miðbæ
Fimmtudaginn 25. marz veröur haldinn fundur meö umdæmafulltrúm
félagsins. Fundurinn veröur í Valhöll, Háaleitisbraut 1 og hefst kl.
20.30.
Gestir fundarins veröa Markus Örn Antonsson og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson. Umdæmafulltrúar hvattlr til aö fjölmenna.
Stjórnin.
Stjórnin