Morgunblaðið - 23.03.1982, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982
35
Framlag Morgunblaðs-
ins til reyklauss dags
eftir Svein H.
Reykfells
Það vakti töluverða athygli, þá
haldinn var reyklaus dagur 9.
mars sl., hversu hljóðlátt Morgun-
hlaðið var um markmið dagsins,
samanborið við ríkisfjölmiðlana,
Dagblaðið & Vísi, Tímann og Þjóð-
viljann.
Því er ekki að neita að vissar
tungur, að sumra mati illar, sögðu
að ekki væri von á góðu úr Morg-
unblaðsátt, þar sem blaðið gengi
erinda ákveðinna hagsmunaafla.
Hversu illar voru þessar tungur?
Ef til vill er svarið að finna í
framlagi blaðsins til reyklauss
dags, sem birtist reyndar daginn
eftir undir yfirskriftinni: „Að
reykja eða ekki reykja," en fram-
lag þetta er eignað Hrólfi Sveins-
syni, tóbaksmálaráðunauti blaðs-
ins. Framlagið birtist til hliðar við
ritstjórnargreinar, fyrir miðju
blaðsins, innrammað. Hér þurfti
greinilega mikið við og ekki minna
en öndvegi.
Vart verður sagt að þetta fram-
lag Morgunblaðsins sé tóbaks-
varnastarfi til framdráttar, þar
sem fjallað er um fræðslustarf-
semi á þpssu sviði af lítilli alvöru
og því haldið fram að áróður hafi
komið fyrir lítið og sé því gagns-
laus. Ekki veit ég hvaðan blaðinu
koma þessar upplýsingar. Rétt er
að geta þess, að skipulögð afskipti
hins opinbera af tóbaksvörnum
hófust hér miklu síðar en í ná-
grannalöndunum. Það var ekki
fyrr en 1969, að löggjafinn sá
ástæðu til afskipta, en í reynd
hefjast afskipti ekki fyrr en 1971,
þegar ákveðið var með lögum að
banna tóbaksauglýsingar utan-
dyra, í kvikmyndahúsum og fjöl-
miðlum, en í kjölfar þess var sam-
starfsnefnd um reykingavarnir
komið á fót á árinu 1972. Það eru
því aðeins 10 ár síðan farið var að
vinna að skipulögðum tóbaksvörn-
um af hálfu hins opinbera hér á
Athugasemd rit-
stjóra Morgunblaðsins
I meðfylgjandi grein, “Framlag
Morgunblaðsins til reyklauss
dags“, reynir höfundur að gera lít-
ið úr afstöðu Mbl. til vágests sem
herjar á alla heimsbyggðina, reyk-
inga. Ritstjórar Morgunblaðsins
mótmæla því harðlega, að það hafi
_ekki haft áhuga á baráttu gegn
vágesti þessum, og dylgjum um að
blaðið eigi einhverra hagsmuna að
gæta eða „gangi erinda ákveðinna
hagsmunaafla" er hér með vísað á
bug. Grein Hrólfs Sveinssonar er
ekki skrifuð af starfsmönnum
Morgunblaðsins, heldur er hún að-
send eins og fjöldi slíkra greina og
afstaða blaðsins er engan veginn
mörkuð í henni. Mbl. hefur fagnað
allri baráttu gegn reykingum —
og þá ekki sízt reyklausum dögum
— enda eru allir sérfræðingar nú
sannfærðir um, að reykingar geta
verið lífshættulegar og leiða oft til
dauða vegna hjarta-, æða- og
krabbameinssjúkdóma. Blaðið
hvetur alla til að reyna að hætta
að reykja og vill benda á að þvi
niiður er það íslenzka ríkið, sem
græðir mest á þessu eitri. Það er
mikill tvískinnungur í því hjá
hinu opinbera, að banna að aug-
lýsa tóbak, t.a.m. með varnaðar-
orðum um hættuna, sem af því
stafar, en stjórna svo innflutningi
og sölu á því. íslenzka ríkið stór-
græðir á tóbaksfíkn landsmanna
og ber siðferðilega ábyrgð á henni,
þar sem það hefur einkaleyfi á
tóbakssölu, eins og kunnugt er.
Hitt er svo annað mál að gróðinn
fer í vinnutap og sjúkrakostnað.
Varnaðarorðin í greininni um
„Framlag Morgunblaðsins til
reyklauss dags" eiga fullan rétt á
sér og er ástæða til að taka undir
þau, en árásunum á Morgunblaðið
skal hins vegar enn mótmælt
harðlega — og þá ekki sízt dylgj-
um um hagsmuni eða hagsmuna-
öfl, sem stjórni stefnu blaðsins.
Það er einnig siðferðisbrestur í
slíkum dylgjum.
Mbl. hefur ávallt barizt harka-
lega gegn ríkisafskiptum — og þá
ekki sízt alls kyns einkasölum —
og væri af þeirri ástæðu einni
hvað minnst tilefni til að væna
blaðið og stjórnendur þess um að
hafa sérstakan áhuga á ógeðfelld-
um gróða ríkisins af tóbakseinka-
sölu. „Léttar“ sígarettur og þær,
sem eru með sérstökum síum, eru
engin lausn á þessu vandamáli, að
dómi þeirra, em gerzt þekkja —
nema síður sé. Hér dugar ekkert
minna en að fólk hætti að reykja
og lengi lífslíkur sínar, sem því
munar. Og á það skal bent, af
þessu gefna tilefni, hvort áfram
skuli heimila reykingamönnum að
nota eitur sitt á almanna færi, nú
þegar svo margt bendir til þess, að
þeir, sem reykja, geti mengað loft-
ið fyrir þeim, sem reykja ekki,
með þeim hætti að þeir geti beðið
heilsutjón af. Kolsýringurinn og
tjöruefni, sem myndast við brun-
ann og fara út í loftið, sem fólk
andar að sér, eru heilsuspillandi.
Talið er að unnt sé að koma í veg
fyrir mikinn hluta af lungna-
krabba með því að menn hætti að
reykja.
Á hitt verður þó einnig að
benda, að Morgunblaðið tekur að
sjálfsögðu ekki þátt í því að banna
fólki að reykja. í þeim efnum eins
og öðrum verður hver að velja og
hafna. Blaðið fagnar hverri þeirri
grein, sem bendir á hættuna af
reykingum, ekki sízt ef hún á ræt-
ur í sérfræðilegri þekkingu. Sú
hefur verið stefna blaðsins og hún
hefur ekki breytzt.
Ritstjórar Morgunblaðsins eru
og hafa verið reiðubúnir til að
leggja sitt lóð á þá vogarskál að
hefta úthreiðslu reykingafarald-
ursins eins og annarra drepsótta,
sem hafa í för með sér örkuml eða
dauða. Blaðið hefur þannig ávallt
viljað hafa gott samstarf við
Hjartavernd og Krabbameinsfé-
lag Islands og dótturfélög þess og
alla aðra aðila, sem berjast gegn
útbreiðslu þess bölvalds, sem
reykingar eru. Þess má geta, að
annar ritstjóri blaðsins á sæti í
stjórn Krabbameinsfélags íslands,
en hvorugur þeirra stjórnar ríkis-
kassanum.
Og loks — Mbl. tók harða af-
stöðu með þeim, sem á sínum tíma
vildu banna tóbaksauglýsingar, og
einn ritstjóra þess þá, Eyjólfur
Konráð Jónsson, sem sat á Al-
þingi, var ákveðinn stuðningsmað-
ur þess að slíku banni yrði komið
á. Um árangur þess má að vísu
deila, eins og að er vikið hér að
frarpan og nú þarf nýja herferð til
að upplýsa almenning um sorgleg-
ar afleiðingar tóbaksreykinga.
I þeirri herferð verða menn að
vera raunsæir og horfast í augu
við staðreyndir, t.a.m. þá að ár-
angur hefur því miður ekki orðið
nógu góður í baráttunni gegn
reykingum, þó að sitt hvað hafi
áunnizt, eins og þegar góður ár-
angur varð af herferðinni í skólum
ekki alls fyrir löngu. Við eigum að
leggja höfuðárherzlu á, að bjarga
íslenzkri æsku undan tóbaksböl-
inu. Sú barátta helzt í hendur við
herferðina gegn öðrum fíkniefnum
og lífshættulegum vímugjöfum.
landi og í byrjun og reyndar enn
eftir ófullnægjandi lögum, þótt
viss þáttaskil hafi átt sér stað
1977, er ný lög um tóbaksvarnir
voru sett, en helsta nýmæli þeirra
var fortakslaust bann við hvers
kyns tóbaksauglýsingum.
Að halda því fram að ekkert
hafi unnist síðan opinber afskipti
hófust á ekki við rök að styðjast.
Á það skal bent að á sl. ári var
tóbakssala á hvern landsmann 15
ára og eldri, mæld í grömmum,
minni en árin 1974—1976. Sam-
kvæmt könnun, sem framkvæmd
var nýlega á vegum Hjartavernd-
ar á reykingavenjum fulltíða
karlmanna hafa reykingar þeirra
minnkað töluvert á síðasta áratug.
Ekki bendir þetta til þess að reyk-
ingar hafi farið sívaxandi að und-
anförnu eins og blaðið heldur
fram.
Stórmannlegt er þakklæti
blaðsins í garð Krabbameinsfélags
Reykjavíkur, þar sem því er haldið
fram að árangur af reykinga-
varnastarfi í skólum virðist jafn->»
vel minni en enginn. Ég held að
þessi starfsemi Krabbameinsfé-
lagsins hafi skilað verulegum ár-
angri á undanförnum árum ekki
síst þegar haft er í huga, að hér er
um að ræða einkaframtak félags-
ins, en fræðsluyfirvöld virðast
ekki hafa hér neinum skyldum að
gegna.
Mikið hefur verið klifað á því,
að tóbakssala hafi aukist um 7% á
sl. ári og er það af þannig þenkj-
andi mönnum talið tákn um
gagnsleysi fræðslustarfsemi. Hér
er hallað réttu máli, þar sem um
er að ræða aukningu á sígarettu-
sölu, en sala annars tóbaks hefur
hins vegar dregist saman. Hér er
ekki um ánægjulega þróun að
ræða, en væri ekki rétt að velta
því fyrir sér, hvernig á henni
kunni að standa? Áróður gegn
reykingum var með minna móti á
sl. ári, miðað við undanfarandi ár
og þann áróður, sem rekinn var í
sambandi við reyklausan dag 9.
mars sl. Viss skýring kann að fel-
ast í því. Tóbaksframleiðendur
hafa í auknum mæli slegið á þá
lævíslegu áróðursstrengi, að svo-
kallaðar „léttar" sígarettur séu
miklu skaðminni en hinar og
fjallalofti líkastar. Virðist áróður
þessi, sem hingað berst helst í er-
lendum blöðum, hafa borið veru-
legan árangur. Nú er t.d. ekki
lengur farin sú leið að skipta yfir í
vindla eða pípur, þegar menn
æltla sér að draga úr áhættum
samfara reykingum. „Létta" síg-
arettan er lausnin. Oftar en ekki
leiðir þetta til þess eins að menn
reykja fleiri sígarettur en áður,
einfaldlega til þess að ná sama
nikótínmagni. Bæti maður, sem
reykti pakka af sígarettum á dag
við sig einni sígarettu á dag vegna
þessa er um að ræða 5% aukningu,
svo ekki er kyn þótt keraldið leki.
Ég er þeirrar skoðunar, að það séu
ekki síst „léttu" sígaretturnar og
það falsöryggi, sem tóbaksfram-
leiðendum og skósveinum þeirra
hefur tekist að læða inn í hugi
reykingamanna, sem eiga þátt í
aukinni sígarettusölu. Hér þarf
greinilega að herða gagnáróðurinn
og þá helst með aukinni fræðslu
um falsöryggið.
I nýlegri skýrslu Alþjóða heil-
brigðismálastofnunarinnar um
reykingavarnir, stimplar stofnun-
in reykingar sannkallaða farsótt
og telur óverjandi að viðurkenna
það, að reykingar komi einstakl-
ingnum einum við, þ.e.a.s. að um
frjálst val hans sé að ræða.
Mönnum er kunn sú sjúkdóma-
hætta, sem tengja má reykingum,
þannig að hér er um læknisfræði-
legt vandamál að ræða fyrst og
fremst. Reykingasjúkdómar, eink-
um hjartá-, æða- og lungnasjúk-
dómar, valda gífurlegum skaða í
heiminum, ekki síst með ótíma-
bærum dauðsföllum og örorku, svo
ekki sé minnst á þann fjárhags-
bagga, sem þeir binda heilbrigðis-
þjónustunni og almannatrygg-
ingakerfinu. í nýlegri könnun, sem
gerð var í Ástralíu kemur fram að
kostnaður tengdur reykingasjúk-
dómum hefur á undanförnum ár-
um aukist 10 sinnum meira en
skatttekjur ríkisins af tóbaki. Á
þingi Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar vorið 1980 var
samþykkt ályktun, þar sem þeirri
eindregnu áskorun var beint til
allra þátttökulanda, að þau beiti
sér af heilum hug og af alefli gegn
tóbaksvágestinum, sem stofnunin
telur þann einstaka þáttinn, sem
hinum siðmenntaða heimi, eins og
við leyfum okkur stundum að
kalla hann, stendur hvað mest
hætta af og það svo að líkja megi
við farsóttir fyrri alda. Varla fer
þessi viðurkennda stofnun með
fleipur, þótt ályktun hennar hafi
greinilega ekki komist til vitundar
Morgunblaðsins. Leggur stofnunin
áherslu á það, að einkum verði
unnið að þessu með forvarnar-
starfi og þá sérstaklega með
fræðslu og ráðgjöf.
Mikið er ógert á sviði tóbaks-
varna og öllum ljóst að árangur er
ekki sem skyldi. Væri því nær, að
allir legðust á eitt og reyndu að
vinna saman að þessu markmiði í
stað þess að ramma inn greinar
skrifaðar í hálfkæringi og alvöru-
leysi um einn þann alvarlegasta
heilsufarsvanda, sem við stöndum
frammi fyrir í dag. Að fordæma
fræðslustarf vegna þess að það
hefur ekki skilað þeim árangri
sem vænst var sæmir engum,
jafnvel ekki ráðþrota manni. Um
nauðsyn umferðarfræðslu efast
enginn. Árangur er ekki sem
skyldi. Á þá að leggja árar í bát og
leyfa mönnum að aka sem þá lyst-
ir?
GRUflDIG
GOÐ KJOR- EINSTOK GÆÐI
u
n
LAUGÆ/EGIÍO, SIMI27788