Morgunblaðið - 23.03.1982, Page 28

Morgunblaðið - 23.03.1982, Page 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982 GJERNES-SKOFLUR Norsk framleiösla í háum gæðaflokki. Skóflur á flestar gerðir af gröfum og hjólaskóflum. Umboö á íslandi: G. Aagestad, Birkivöllum 25, Selfossi, sími 99-1630 og 99-1650. Minning: Ingunn Eggerts- dóttir Thorarensen í dag verður gerð frá Fossvogs- kapellu útför Ingunnar Eggerts- dóttur Thorarensen. Hún lést á Landspítalanum 12. þ.m. 86 ára að aldri eftir langvarandi vanheilsu og erfiða sjúkdómslegu, lengst af heima hjá sér á Fjölnisvegi 1 en af og til á sjúkrahúsi til rannsókna og lækninga. Ingunn var fædd 7. jan. árið Hinir vinsælu sænsku skór með korksóla komnir aftur. Stærðir 35—46 GEíSiB Aóalfundur Vinnuveitendasambands íslands 1982 veröur haldinn miövikudaginn 24. mars í Kristalsal Hótels Loftleiða. Dagskrá: Kl. 10.00 Fundarsetning Ræöa: Páll Sigurjónsson, formaöur VSÍ. Pallborösumræöur um stjórnmálin og vinnu- markaöinn. Þátttakendur: Geir Hallgrímsson, formaöur Sjálfstæöisflokksins, Kjartan Jóhannssön, for- maöur Alþýöuflokksins, Steingrímur Hermanns- son, formaöur Framsóknarflokksins, Svavar Gestsson, formaöur Alþýöubandalagsins. Stjórnandi: Jón Baldvin Hannibalsson, ritstj. Kl. 12.00 Hádegisverður aöalfundarfulltrúa og gesta. Kl. 13.15 Skýrsla framkvæmdastjóra oq framlaqnina reikninga. Stefnumörkun fyrir kjarasamning, ályktanir, um- ræöur, afgreiðsla. Tilnefning í sambandsstjórn. Kjör formanns. Kjör 15 manna í framkvæmdastjórn og endur- skoöanda. Kl. 17.00 Fundarslit. 1896 á Breiðabólstað í Fljótshlíð, einkabarn hjónanna Eggerts Páls- sonar prests og alþingismanns og Guðrúnar Hermannsdóttur sýslu- manns á Velli og Ingunnar Hall- dórsdóttur konu hans. A prests- setrinu Breiðabólstað ólst Ingunn upp á mannmörgu myndarheimili, augasteinn foreldra sinna, sem ólu hana upp í ástríki og aga að þeirra tíma sið. Prestsdóttirin unga og fríða varð ekki skemmd af dálæti og dekri eins og stundum vill verða hlutskipti einkabarna. Upp- lag og uppeldi hjálpuðust þannig að við mótun persónuleika hennar, sem alla tíð einkenndist af þokka- fullu látleysi og hógværð. Hvers- konar yfirborðsmennska, prjál og hégómaskapur var henni að sama skapi eitur í beinum. I uppvexti sínum deildi hún líka ást og um- hyggju foreldra sinna með tveim- ur náfrænkum sínum, sem ólust upp með henni á Breiðabólsstað, þeim Ástríði Kjartansdóttur frá Þúfu í Landeyjum, sem var jafn- aldra Ingunnar og varð seinna svilkona hennar, og Guðrúnu Ein- arsdóttur, bróðurdóttur Sr. Egg- erts, er giftist síðar Gísla Sveins- syni, sýslumanni Skaftfellinga og alþingisforseta. Með þessum frænkum og fóstursystrum og fjölskyldum þeirra var alltaf mjög svo kært og náið samband frænd- semi og vináttu, sem var Ingunni og hennar fólki mikils virði. Guð- rún er látin fyrir tveimur árum. Ingunn giftist árið 1920 Oskari Thorarensen, Þorsteins bónda á Móeiðarhvoli, sem reyndist Ing- unni traustur og elskulegur lífs- förunautur. Þau ungu hjónin tóku þá við búsforráðum á Breiða- bólstað og bjuggu þar næstu 7 ár- in. Óskar var þá hreppstjóri í Hlíðinni. Á „Staðnum" eignuðust þau tvö fyrstu börnin, Eggert og Guðrúnu. Faðir Ingunnar, sr. Egg- ert, Iést árið 1926 rúmlega sextug- ur að aldri. Það var henni þungur missir. Þau feðginin höfðu alla tíð verið einkar samrýnd og hún dáði hann og elskaði umfram alla aðra menn. Hún fékk hinsvegar að njóta langra samvista enn við Guðrúnu móður sína, sem dvaldi alla tíð á heimili dóttur sinnar, þar til hún lést í hárri elli í Reykjavík 1959. Ári eftir fráfall föður síns, fluttist Ingunn með fjölskyldu sinni frá Breiðabólstað að Móeið- arhvoli, föðurleifð Óskars eigin- manns hennar. Þar fæddist þeim þriðja barnið, Þorsteinn. Á Móeið- arhvoli bjuggu þá fyrir Skúli bróð- ir Óskars og Haraldur hálfbróðir. Skúli var þá kvæntur Ástríði fóst- ursystur Ingunnar. Ég þykist viss um, að þær frænkurnar hefðu hvor fyrir sig unað hið besta áframhaldandi sambýli, svo mikil eindrægni, sem jafnan ríkti á milli þeirra — sem bestu systra. En jörðin, þótt stór væri og landgóð, hefur tæpast þótt veita þeim bræðrum þremur nægilegt svig- rúm til framtíðarbúskapar, svo að Ingunn og Óskar ventu sínu kvæði í kross og fluttust ári síðar til Reykjavíkur, þar sem þau áttu heima síðan, lengst af á Fjölnis- vegi 1. Fljótlega eftir komuna hingað hóf Óskar rekstur leigu- bifreiðastöðvar Reykjavíkur, BSR, sem hann starfaði við til dauða- dags árið 1953. En það var langt í frá að tengsl- in við heimahagana „fyrir austan" slitnuðu, þótt flutt væri í bæinn. Móeiðarhvolsheimilið stóð fjöl- skyldu Ingunnar jafnan opið, og börn hennar áttu þar árum saman vissa sumardvöl undir verndar- væng „Ástu frænku", er reyndist þeim sem besta móðir. Veit ég að þau systkinin öll eiga margar sín- ar hugljúfustu bernskuminningar frá þessum góðu dögum hjá frændfólki sínu fyrir austan. Breiðabólstaður og Fljótshlíðin voru Ingunni hjartfólgin til hinstu stundar. Ung hafði hún af óvenju miklum næmleik drukkið í sig náttúrufegurð umhverfisins í öll- um sínum margbreytileika. Hún mundi Markarfljótiö og Þverána er hún byitist eins og ótemja um undirlendið, Aurana, neðan Hlíð- arinnar og olli búendum oft ómældum hrellingum og land- spjöllum. Þríhyrningurinn og Tindafjöll og sjálfur fjallakóngur- inn Eyjafjallajökull, tignarlegur og ægifagur, — Vestmannaeyjar eins og blátt perluband við hafs- brún. Þessi fagra mynd var sterk- lega greypt í minningu hennar frá bernsku- og æskustöðvunum. Ógleymanlegur verður mér heið- ríkur sumardagur á ferð um Hlíð- ina með Ingunni tengdamóður minni og Björgu móður minni fyrir allmörgum árum. Betri og skemmtilegri leiðsögumann á þessum slóðum hefði ég ekki getað hugsað mér en einmitt tengda- mömmu, sem af þekkingu og nær- færni kynnti okkur þarna fyrir fornvinum sínum. Allt sem fyrir augun bar og okkur mæðgum að vestan var ný upplifun, var henni gamalkunnugt og nákomið. Ég minnist þess jafnframt, er Ingunn eitt sinn að sumarlagi ferðaðist með okkur Þorsteini um Vestfirði. Hrifning hennar var mikil og óseðjandi áhugi á að kynnast öllu, fræðast um allt sem bar fyrir augu. Það vefst fyrir mörgum, sem í fyrsta skipti koma vestur, að henda reiður á öllum þeim fjölda af fjörðum, víkum og nesjum, sem leið ferðamannsins liggur um. Ég undraðist hve Ingunn var opin og næm fyrir öllum sérkennum landsins og ótrúlega minnug á ör- nefni — og röð fjarðanna allra, sem henni þótti mikið furðufyr- irbæri af landslagi að vera. Við töluðum oft síðar um þessa vest- urferð og skemmtilegar voru líka ferðalýsingar hennar frá Evrópu- ferð, er hún á sjötugsaldri fór með Rúnu dóttur sinni og talaði jafnan um sem sjölandasýn. Þetta var hennar eina utanlandsferð og há- tindur ferðarinnar þótti henni listaborgin Flórens á Ítalíu. En það gilti einu, hvort farið var skemmra eða lengra. Ferð á ókunnar slóðir var Ingunni ætíð lærdómur og lífsreynsla, sem hún hélt áfram að enduriifa með sjálfri sér til hins síðasta. Er það ekki einmitt þannig, sem fólk á að ferðast? Ingunn var um margt óvenjuleg kona, — já, eiginlega engri ann- arri lík. Ékki af því að hún vildi vísvitandi skera sig úr fjöldanum og enn síður vegna þess að hún viidi láta á sér bera. Ekkert var henni fjær skapi. Hún var að eðl- isfari ákaflega hlédræg, viðkvæm og í senn tiifinningarík og stór í lund. Hún vildi öllum gott gera, en var, að mér fannst, oft óþarflega óvægin við sjálfa sig. Stórvel var hún gefin til munns og handa, gædd listrænum hæfileikum í rík- um mæli. I Kvennaskólanum í Reykjavík hlaut hún á unglingsár- unum tilsögn í teikningu hjá Þór- arni B. Þorlákssyni listmálara. það var hin eina listmennt í skóla, sem hún fékk um ævina, en kúnst- bróderí lærði hún einnig um skeið á þeim árum hjá nunnunum í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.