Morgunblaðið - 23.03.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982
39
Kristján Friðþjófur
Sigurjónsson - Minning
Fæddur 30. september 1905
I)áinn 13. tnarz 1982
Laugardaginn 13. marz síðast-
liðinn lézt Kristján Friðþjófur
Sigurjónsson á Borgarspítalanum
í Reykjavík eftir stutta sjúkdóms-
legu þar. Um nokkurra mánaða
skeið hafði Kristján fundið fyrir
sjúkdómi, sem að lokum dró hann
yfir landamæri lífs og dauða.
Kristján var fæddur á Bíldudal
30. september 1905. Foreldrar
hans voru, Sigurjón Kristjánsson
frá Hagaseli í Staðarsveit á Snæ-
fellsnesi og Hjálmfríður Marsibil
Kristjánsdóttir frá ísafirði. Tvö
yngri systkini átti Kristján, sem
bæði lifa bróður sinn. Þau eru
Guðríður Kjartanson, húsfrú í
Reykjavík og Sigurgeir Sigur-
jónsson, hæstaréttarlögmaður í
Reykjavík.
Foreldrar Kristjáns slitu sam-
vistum er Kristján var 13 ára að
aldri. Það kom því í hlut móður-
innar að vera börnum sínum bæði
móðir og faðir. Báðum hlutverk-
unum skilaði hún með mikilli
sæmd, en Kristján sem var elztur
sinna systkina, studdi móður sína
með ráðum og dáð. Móðir Kristján
hvatti hinn unga son sinn til náms
og frama, lagði honum lífsregl-
urnar og innrætti honum guðstrú
og góða siði. Kristján reyndist
móður sinni góður sonur og sinni
barnatrú hélt hann til æfiloka.
Kristján fór oft hlýjum orðum um
móður sína og hann gleymdi aldr-
ei þeirri umhyggju er hún í fátækt
sinni og umkomuleysi sýndi þeim
systkinum við þessar erfiðu að-
stæður.
Kristán var tvíkvæntur. Fyrri
konu sinni, Sigríði ísleifu Ág-
ústsdóttur frá Vestmannaeyjum,
kvæntist hann 19. september 1931.
Hún dó 16. september 1961. Þau
eignuðust tvö börn, sem bæði eru
á lífi. Fríðu, búsett í Garðabæ, gift
Rögnvaldi Bergsveinssyni, skip-
stjóra hjá Hafskip og Ágúst vél-
virkja, búsettur í Kópavogi, giftur
Heklu Þorkelsdóttur.
Kristján giftist seinni konu
sinni, Ástu Einarsdóttur frá
Reykjavík 7. október 1962 og lifir
hún mann sinn. Þau áttu engin
börn saman, en Kristján ól upp
ungan son Ástu, Einar Guð-
mundsson, frá fyrra hjónabandi
hennar. Einar var fimm ára er
Kristján giftist Ástu. Fóstursyni
sínum reyndist Kristján góður
uppalandi. Hann hvatti hann til
náms og hefur þá haft í huga
hvatningarorð móður sinnar í
bernsku.
Kristján nam rennismíði í
vélsmiðjunni Hamri frá 1921—25.
Árið 1927 útskrifaðir hann frá
Vélskóla íslands. Prófi í raf-
magnsfræðum lauk hann frá sama
skóla 1936. Meistarabréf í renni-
smíði fékk hann 1949.
Að loknu vélskólaprófi var
Kristján vélstjóri á ýmsum togur-
um. Eftir þá frumraun sigldi hann
til Kaupmannahafnar og vann um
tíma hjá Burmeister & Wain við
smíði og samsetningu dísilvéla.
Frá 1929—62 starfaði hann ósiitið
sem undir- og yfirvélstjóri hjá
Skipaútgerð ríkisins og Landhelg-
isgæzlunni. Frá 1962—70 starfaði
hann sem eftirlitsmaður með
skipum Landhelgisgæzlunnar.
Eftir seinni heimsstyrjöldina lét
Skipaútgerð ríkisins byggja tvö
strandferðaskip í Skotlandi og
hafði Kristján yfirumsjón með
niðursetningu vélanna í bæði skip-
in.
Að loknum löngum starfsdegi
til sjós, réðist Kristján til starfa
sem dyravörður hjá utanríkis-
ráðuneytinu, en þar starfaði hann
um 6 ára skeið. Það var eins og
þetta starf hefði alltaf beðið eftir
honum, þarna var réttur maður á
réttum stað. Fljótlega breyttist
þetta starf í höndum Kristjáns úr
einföldu dyravarðarstarfi í starf
móttökustjóra og það var eins og
ráðuneytið hefði fengið andlits-
lyftingu. Kristján tók öllum, sem í
ráðuneytið komu með alúð og
hlýju. Hann hjálpaði fólki úr yfir-
höfninni og leiddi það síðan inn til
réttra aðila. Að lokum var öllum
fylgt að lyftudyrunum og kveðju
kastað á kurteislegan hátt. Ef-
laust hafa starfsmenn ráðuneytis-
ins kunnað að meta þennan ein-
staka starfsmann, reglusemi hans
í hvívetna og diplómatískt yfir-
bragð. Gestir sem sóttu ráðuneyt-
ið heim á þessum tíma fóru ekki
leynt með ánægju sína yfir þess-
um frábæru móttökum.
Kynni okkar Kristjáns hófust
fyrir 28 árum, er við vorum sam-
skipa á varðskipinu Þór, sem lá í
vélaviðgerð úti í Álaborg í Dan-
mörku. Þessi góðu kynni héldust
alla tíð á meðan Kristján lifði.
Kristján var hár maður, fríður
sýnum og bauð af sér góðan þokka.
Hann átti gott með að samlagast
fólki og um borð var hann hrókur
alls fagnaðar. Kristján var gædd-
ur mörgum góðum eðliskostum.
Honum reyndist einkar auðvelt að
mæla falleg orð til hins veika
kyns, án þess að slíkt ylli neinum
efasemdum, svo einlægur var
hann. Vissulega mun margt fljóð-
ið minnast ljúfra orða hans á
þessari stundu.
Ekki má gleyma hans aristó-
kratíska yfirbragði og fágaðri
framkomu, sem leiddu fljótlega til
þess að hann hlaut einskonar
heiðursnafnbót til sjós frá skips-
félögum sínum. Um borð var hann
alltaf ávarpaður maskinsjef eða í
daglegu tali sjeffinn.
Kristján var sæmdur ýmsum
viðurkenningum fyrir störf sín.
Hann hlaut heiðurspening úr
silfri og viðurkenningarskjal fyrir
för til Petsamó á m/s Esju. Fyrir
störf sín hjá Landheigisgæzlunni
hlaut hann fálkaorðuna 1976 og
finnsku þjónustuorðuna úr gulli
fékk hann í starfstíð sinni hjá
utanríkisráðuneytinu.
Kristján var einn af máttar-
stólpum Frímúrarareglunnar á Is-
landi. Löng vera í þeim félagsskap
lyfti honum til vegs og virðingar
meðal sinna félaga.
Eftirlifandi eiginkonu, fóstur-
syni, börnum Kristjáns og systk-
inum flyt ég innilegar samúðar-
óskir og bið þeim guðs blessunar.
Garðar Pálsson
Nú er horfinn af sjónarsviðinu
kær vinur og samferðarmaður,
Kristján F. Sigurjónsson yfirvél-
stjóri, en hann lést á Borgarspítal-
anum 13. þ.m. eftir nokkurra
missera veikindi.
Eg, sem þessar fátæklegu línur
skrifa, átti því láni að fagna að
kynnast Kristjáni fyrir nokkrum
árum, en þá hóf hann starf sitt
hjá okkur í utanríkisráðuneytinu,
eftir að hafa skilað giftudrjúgu
starfi fyrir Landhelgisgæsluna.
Kristján var starfsmaður gæsl-
unnar í yfir 40 ár og var lengst af
yfirvélstjóri á skipum hennar, en
þar voru honum falin ýmis trún-
aðarstörf t.d. yfirumsjón með
byggingu nýrra gæsluskipa.
Kristján var fæddur vestur á
Bíldudal 1905. Hann flutti suður
ásamt foreldrum sínum og tveim-
ur systkinum, en þau ólust upp að
mestu í Reykjavík.
Þegar Kristján var 13 ára slitu
foreldrar hans samvistum og kom
það í því í hans hlut að vera móður
sinni stoð og stytta við uppeldi
systkina sinna, en þau eru Sigur-
geir lögfræðingur og Guðríður
húsmóðir, bæði búsett hér í
Reykjavík.
Kristján fór ungur til náms og
varð strax vélstjóri að loknu námi.
Hann var t.d. á togurum og flutn-
ingaskipum áður en hann gerðist
starfsmaður gæslunnar. Hann
kvongast ungur fyrri konu sinni,
Sigríði Ágústsdóttur frá Vest-
mannaeyjum. Þau áttu saman tvö
börn, Ágúst, sem er vélsmiður og
býr í Garðabæ, og Fríðu, en hún er
húsfreyja og býr einnig í Garða-
bæ.
EFtir nokkurra ára sambúð missti
hann konu sína en kvongast
ht*l er forljald
hinum megin birtan er.
Sig. Kr. Pélursson.
Kristján B. Þórarinsson
Það er undarleg tilfinning að
frétta andlát manns sem hefur
verið sterklega tengdur manni og
vita að ekki munu fleiri tækifæri
gefast til að heyra og sjá hann í
þessu lífi. Sú tilfinning er bundin
tómleika og söknuði eins og hluti
af manní sjálfum sé numinn brott.
Þannig varð tilfinning mín er ég
frétti um andlát stjúpföður míns,
Kristjáns Sigurjónssonar.
í mínum huga hefur Kristján
skipað sér þann fasta sess að vera
fyrst og fremst maður gæddur
miklum heiðarleika sem varð til
þess að fjölskylda hans lifði ætíð í
miklu öryggi í hans umsjá. Hef ég
orðið fyrir miklum áhrifum af
þessum gæðum sem uppeldissonur
hans.
Þó auðvitað megi finna það
innra með sér, að margt hefði ef
til vill mátt fara betur í samskip-
um við hann, með þá vitnesku að
hann var ekki alltaf ánægður með
árangur uppeldisins og ég af hans
aðferðum til að ná þeim árangri.
Þá met ég kærast þá miklu löngun
hans að gera mig hæfari að manni
með góða siði sem gæti gengið inn
í lífið reynslunni ríkari. Því gleðst
ég innilega yfir því tækifæri að
hafa átt hann sem stjúpföður og
vona að hann hafi kvatt þennan
heim með þann hug að eitthvað af
því markmiði hafi náðst.
Það verða þó að lokum alltaf
góðar minningar tengdar Krist-
jáni.
Megi guð ávallt fylgja honum.
Finar Guðmundsson
nokkrum árum síðar núlifandi
konu sinni, Ástu Einarsdóttur, en
hún átti fjögur börn af fyrra
hjónabandi. Ásta og Kristján áttu
engin' börn saman.
Eg veit að Kristján reyndist
börnum Ástu eins og sínum sem
besti faðir, enda hygg ég að þau
hafi þegið af honum mörg holl ráð
sem hafa komið þeim vel á lífsleið-
inni.
Eins og að framan getur, hófust
kynni okkar Kristjáns fyrir
nokkrum árum, en þau kynni hafa
orðið mér til mikillar gæfu. Eg
hygg að á engan sé hallað, er ég
segi að kynni mín af honum hafi
orðið mér til meiri gæfu en margt
annað.
Kristján var eitt hið mesta
snyrtimenni sem ég hef kynnst.
Framkoma hans öll og kurteisi
var með slíkum fá dæum að ég
þekki ekki annað betra, auk þessa
var hann orðvar og gætinn. Ég
hygg að hann hafi aldrei lagt illt
til neins manns.
Ég trúi því að við nafni eigum
eftir að hittast handan landa-
mæra sem nú skilja okkur að, en
þangað til vil ég biðja algóðan Guð
að gæta hans. Einnig bið ég þess
að Guð sem öllu ræður, aldrei
spyr, en allt skilur, megi vera
Ástu, ástkærri eiginkonu hans,
börnum, fósturbörnum og barna-
börnum styrk stoð í söknuði þeirra
yfir horfnum vini og þau minnast
þess að
„þi'gar awirödull ronnur
rökkvar fyrir sjónum þér.
11 ra-ósiu eigi
Áhugahópar — íþróttafélög
Höfum lausa nokkra tíma í stóra íþróttasalnum. Til
leigu strax, í lengri eöa skemmri tíma.
Einnig höfum viö annan
minni sal til leigu (64 fm)
hentugan fyrir ýmsa starf-
semi. í salnum eru stórir
speglar á veggjum, mjúkar
dýnur á gólfi (sem hægt er
aö fjarlægja). Sér inngang-
ur, snyrtileg aöstaða og síö-
ast en ekki síst er gufubaö
á staönum.
Hafiö samband og fáiö nánari upplýsingar í síma
félagsins eöa hjá Jóni í síma 15435.
íþróttafélagið Gerpla,
Skemmuvegi 6, Kópavogi.
Sími 74925.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Al (ILYSINGA-
SÍMINN ER:
22480
ORUnDIG
GÓÐ KJÖR- EINSTÖK GÆÐI
LAUGfíÆGI D, SÍMI27788