Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ1982
„Þetta hefiir ekki
verið létt ganga“
— sagði Friðrik Ólafsson í samtali við Morgunblaðið
„ÞETTA hefur ekki veriö létt ganga. En mér fannst í mínu starfi, sem
forseti EIDE, að mér bœri skylda til þess aö leysa þetta mál — vandamál
sem hefur háð starfsemi FIDE og eitrað andrúmsloftið. Auðvitað voru
ýmsar hliðar ekki beinlínis sléttar eða felldar. Ég trúði, að ég væri að gera
rétt — reyna að leysa vanda sem ekki bara var brýnt að finna lausn á
heldur nauðsynlegt," sagði Friðrik Ólafsson, forseti Alþjóðaskáksam-
bandsins, FIDE, í samtali við Mbl. í gærkvöldi.
„Sovétmenn gáfu fyrirheit,
bæði í Atlanta og Amsterdam, um
að lausn mundi finnast á málefn-
um Korchnoi-fjölskyldunnar. Að
umsókn yrði tekin til jákvæðrar
athugunar þegar Igor losnaði úr
fangelsi og beiðni um fararleyfi
bærist. Ég taldi ekki ástæðu til að
leggja mikið upp úr fréttum þess
efnis, að sonurinn hefði verið
kvaddur aftur í herinn."
— Finnst þér þessi niðurstaða
sigur fyrir þig?
„Ég gekk ekki í þetta mál með
það í huga að vinna sigur — held-
ur eingöngu með það í huga að
leysa aösteðjandi vanda. Það er
annarra að meta hvort ég hef
unnið sigur eða ekki. Ég gerði mér
þegar í upphafi grein fyrir því, að
ákvörðun mín félli í misjafnan
jarðveg."
— Hvaða áhrif telur þú, að
þessi niðurstaða í Korchnoi-mál-
inu hafi á forsetakjör FIDE í
haust? Nú hefur það komið fram,
að Florencio Campomanes frá Fil-
ippseyjum mun bjóða sig fram
gegn þér. Þá hugleiddi Austurrík-
ismaðurinn Jungwirth framboð
og haft hefur verið á orði, að Sov-
étmenn mundu styðja Júgóslava
gegn þér.
„Þessi niðurstaða getur varla
haft neikvæð áhrif á möguleika
mína til þess að hljóta endurkjör
sem forseti FIDE. Margir telja, að
líta beri á þessi tvö mál sem óað-
skiljanleg. Um það skal ég ekki
dæma. Hins vegar sýnir Korch-
noi-málið ljóslega, að hægt er að
koma fram málum án hávaða og
gauragangs og það er góð lexía
fyrir þá, sem hafa gagnrýnt mína
framgöngu í málinu," sagði Frið-
rik Ólafsson.
Slegiö á létta strengi — Viktor Korchnoi kom hingaö til
lands fyrir röskum tveimur árum og ræddi við Friðrik
Ólafsson um lausn á fjölskyldumálum sínum.
Eldur í Guðsteini
út af Skotlandi
Fjórir skipverjar fluttir í sjúkrahús með brezkri þyrlu
NOKKRU fyrir hádegi í gær kviknaði í skuttogaranum Guðsteini GK frá
Grindavik, en þá var togarinn á siglingu undan Skotlandi, á heimleið úr
söluferð til Hull. Skipverjar réðust strax til atlögu við eldinn og við slökkvi-
starfið fengu fjórir skipverjar reykeitrun. Var þá kallað á björgunarþyrlu frá
brezka flughernum og flutti hún mennina á sjúkrahús í Dundee, þar sem
mennirnir liggja nú. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði
sér í Skotlandi í gærkvöldi, eru mennirnir ekki i lifshættu og er reiknað með
að þeir fái að fara af sjúkrahúsinu í dag.
Guðsteinn komst fyrir eigin vél- skemmdir, sem ekki eru taldar
arafli til Aberdeen um klukkan miklar.
16.45 í gær og verður þar gert við
Albert Guðmundsson, forseti borgarstjórnar, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður, og Þóra Kristinsdóttir,
forstöðumaður Kjarvalsstaða, ásamt aðilum úr þingnefndum Evrópuráðsins i hádegisverðarboði borgarstjórnar að
Kjarvalsstöðum.
Kosningakæran á Sauðárkróki:
Ekki efni til að taka til
greina kröfu kærandans
segir í álitsgerð lögfræðinga
„EKKI eru efni til þess að taka til greina kröfu kærandans, Jóns Karlssonar,
um það að ógilda beri kosningar þær til bæjarstjórnar Sauðárkrókskaup-
staðar, sem fram fóru 22. maí sl.,“ segir m.a. í álitsgerð frá lögfræðingunum
Eiríki Tómassyni og Þórði Gunnarssyni, en álitsgerð þessi verður til umfjöll-
unar i bæjarstjórn Sauðárkróks á fundi hennar i dag, fimmtudag. Þessar
upplýsingar fékk Mbl. hjá Jóni Ásbergssyni bæjarfulltrúa.
Tvær þingnefndir Evrópuráðsins þinga hér á landi
Eins og kunnugt er var fram-
kvæmd kosninganna kærð til bæj-
arstjórnar, vegna meintra galla á
utankjörfundaratkvæðagreiðslu
sem fram fór á sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki.
í álitsgerðinni segir ennfremur
að gallar á kosningu þurfi að vera
þess eðlis að þeir hafi áhrif á úr-
slit kosningarinnar og að um vís-
vitandi misferli þurfi að vera að
ræða. Lögfræðingarnir komast að
þeirri niðurstöðu að gallarnir, sem
hugsanlega hafa verið á atkvæða-
greiðslunni, hafi ekki haft áhrif á
úrslit kosninganna.
„HÉR Á landi eru nú staddir rúmlega 60 manns á
vegum tveggja þingnefnda Evrópuráðsins, Landbúnað-
arnefndar og Vísinda- og tækninefndar. Nefndir þess-
ar halda fund sinn árlega í einhverju aðildarríkja
Evrópuráðsins og varð ísland fyrir valinu nú. Þingað er
um áríðandi þingmál Evrópuráðsins sem þessum
nefndum er ætlað að fjalla um. Nefndirnar munu hafa
samband við íslenska vísindamenn og fagmenn til að
bera saman bækur sinar við og kynnast hér landi og
þjóð.
Bæjarútgerð Reykjavíkur:
Fastafólki sagt upp frá 21.
júní að óbreyttum aðstæðum
SAMÞYKKT var á fundi í útgeröarráði BæjarútgerÖar
Reykjavíkur í gær aö segja upp öllu starfsfólki, sem er á
kauptryggingu, frá og með mánudeginum 21. júní næstkom-
andi, ef samningar hafa ekki tekist fyrir þann tíma og verk-
föll verða.
við borgarendurskoðanda. Jafn-
framt verður gerð greiðsluáætl-
un til ársloka yfirstandandi árs.
Heildarafli landsmanna:
200 þúsund tonna
minnkun milli ára
HEILDARAFLI landsmanna var nærri 200 þúsund tonnum minni fyrstu fimm
mánuði þessa árs en sömu mánuði í fyrra. Aflinn er nú 367.600 tonn á móti
567.272 tonnum i fyrra. í maímánuði var aflinn samtals 59.112 tonn en í sama
mánuði í fyrra var aflinn 81.079 tonn. Þorskafli báta í maí var 14.875 tonn á
móti 27.676 tonnum í fyrra. Þorskafli togara er nú 3.589 tonn, en var i maí í
fyrra 24.067 tonn.
í skýrslu Fiskifélags íslands um
heildarafla landsmanna kemur
fram að heildarþorskafli bátaflot-
ans er 151.284 tonn fyrstu fimm
mánuði þessa árs, en var 181.099
tonn fyrstu fimm mánuði síðasta
árs. Þorskafli togaranna er 60.036
tonn fyrstu fimm mánuði þessa
árs, en var 100.244 tonn í fyrra.
Heildarafli togaranna er nú frá
áramótum 149.702 tonn á móti
177.080 tonnum í fyrra og heildar-
afli báta er nú 198.5% tonn á móti
215.331 tonni í fyrra.
Fyrstu fimm mánuði síðasta árs
var loðnuaflinn 157.821 tonn, er í ár
er aflinn 11.676 tonn, hörpudiskafli
hefur dregist saman úr 4.641 tonni
í 1.971 tonn, humaraflinn hefur
dregist saman úr 264 tonnum í 253
tonn og kolmunnaaflinn hefur
dregist saman úr 7.100 tonnum í
ekki neitt. Rækjuafli hefur hins
vegar aukist nokkuð, úr 3.904 tonn-
um í 4.641 tonn. .
Ragnar Júlíusson formaður út-
gerðarráðs sagði í samtali við
Morgunblaðið að allir útgerðar-
ráðsmenn hefðu verið samþykkir
þessari ákvörðun. Sagði Ragnar,
að ákveðið væri að binda Bjarna
Benediktsson, en togarinn er nú í
höfn, þá kæmu Ottó N. Þorláks-
son og Hjörleifur inn eftir helgi
og færu ekki út eftir löndun að
óbreyttum aðstæðum. Þá stendur
til að Jón Baldvinsson og Ingólf-
ur Arnarson selji í Englandi og
Snorri Sturluson er ennfremur á
veiðum. Ef ekki verður af verk-
falli, þá er líklegt að Snorri
Sturluson komi inn til löndunar
föstudaginn 18. júní, þánnig að
ekki komi til hráefnisskorts í
frystihúsi.
Á útgerðarráðsfundinum í gær
var samþykkt tillaga frá sjálf-
stæðismönnum um að gerð verði
úttekt á fjárhagsstöðu BUR hinn
30. júní næstkomandi í samráði
HM í knattspyrnu:
Bein útsending
á setningarathöfn
og fyrsta leiknum
SJÓNVARPIÐ sýnir í beinni út-
sendingu á sunnudaginn setn-
ingarathöfn heimsmeistarakeppn-
innar í knattspyrnu og fyrsta leik-
inn milli Argentínu og Belgíu,
sem fram fer í Barcelona á Spáni.
Útsendingin hefst klukkan
17.15 og stendur óslitið fram að
fréttaágripi á táknmáli, þannig
að sunnudagshugvekja, barna-
myndir og enskukennsla falla
niður.
Halldór Halldórsson, dag-
skrárritstjóri sjónvarpsins,
sagði í samtali við Mbl., að enn
væri unnið að þvt að koma á
beinni útsendingu úrslitaleiks-
ins 11. júlí og sagði hann, að ef
tækist að leysa tæknileg vanda-
mál, þá yrði starfsfólk kvatt úr
sumarleyfi vegna útsendingar á
leiknum.