Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ1982 Hermenn í friöargæzluliði Sameinuöu þjóðanna líta undan þegar ísraelskur skriðdreki nálgast stöðvar þeirra á gæzlusvæðinu. Friðargæzlusveitirnar veittu ísraelsku innrásarherjunum mótspyrnu. símimynd — AP Israelar reyna að loka eina opna veginum M Beirút Beirút, 9. júní. AP. ísraelsku innrásarherirnir bjuggu sig undir að loka þjóð- veginum rnilli Beirút og Dam- askus í dag til þess að hefta ferðir leiðtoga PLO á sama tíma og Sýrlendingar sendu nýjar sveitir til Líbanon. Skriðdrekasveitir ísraela sveigðu til austurs af leið sinni í morgun og lögðu undir sig hæðir austur af Beirút, í aðeins tveggja kílómetra fjarlægð frá hraðbraut- inni, sem er hernaðarlega mikil- væg, og um hana fara flutningar Sýrlendinga í mið- og austurhlut- um Líbanon. I nótt fóru langar lestir sov- ézkra skriðdreka, brynvagna, fær- anlegra eldflaugaskotpalla og fall- byssuvagna um þjóðveginn inn í Bekaa-dal og fjöllin þar í kring. Sýrlendingar sendu þyrlur búnar vélbyssum og eldflaugum á undan lestunum til að kanna framgang ísraelska liðsins við þjóðveginn, sem er eina opna landleiðin til Beirút. ísraelar hafa lagt alla aðra vegi til borgarinnar undir sig. Bandarískir embættismenn sögðu að Bandaríkjastjórn hefði í undirbúningi umfangsmikið hjálparstarf fyrir fólk, sem flúið hefði á brott frá átakasvæðunum í Líbanon. Philip Habib, sendimaður Bandaríkjastjórnar í Miðaustur- löndum, kom í dag til Damaskus til viðræðna við ráðamenn þar um möguleika á vopnahléi í Líbanon, þar sem gengið yrði út frá því að Israelar drægju herlið sitt til baka. Argentínumenn vöruðu olíuskip- ið við loftárás London, 9. júní. AP. OLÍUSKIPIÐ „Hercules“, sem laskaðist í loftárás á Suður- Atlantshafi á þriðjudag, fékk viðvörun frá argentínskri stöð um að ráðizt yrði á það 15 mínútum áður en árásin var gerð að sögn talsmanns brezka landvarnaráðuneytisins, Ian MacDonald. Kallmerki stöðvar í Ushuaia á suðurodda Argentínu var notað áð- ur en skilaboðin voru flutt, þannig að MacDonald sagði að Argentínu- menn hefðu vitað fullvel að skipið var olíuskip skráð í Líberíu. Skip- inu var skipað að sigla til hafnar í Argentínu og sagt að ella yrði ráð- izt á það innan 15 mínútna. Skila- boðin heyrðust í tveimur brezkum spítalaskipum. Skipstjórinn á „Hercules", sem er 220.000 lestir, tilkynnti að fjög- urra hreyfla skrúfuflugvélar, sem flugu hátt, hefðu ráðizt á skipið 772 km austur af Falklandseyjum. Halli er kominn á skipið, sem reyn- ir að sigla til Brazilíu. Þrjátíu manna ítölsk áhöfn er á skipinu og ekki er vitað til þess að nokkurn hafi sakað. Bretar telja að árásarflugvélarn- ar hafi verið C-130 Hercules-flutn- ingaflugvélar argentínska flug- hersins. Ein slík réðst á BP-olíu- skipið „Wye“, 25.000 lestir, við Falklandseyjar 2. júní. Sprengjum var velt út um farmdyr flugvélar- innar, en þær sprungu ekki. MacDonald lagði áherzlu á að engin brezk flugvél hefði á nokkurn hátt verið viðriðin atburðinn og að Hercules-flugvélar hefðu ekki verið notaðar til að aðstoða brezka leið- angursflotann. Skipið, sem var á leið frá Jómfrúreyjum til Alaska að taka hráolíu, var langt fyrir utan brezka hafnbannssvæðið. Leifar sigraðs herliðs. Hér má sjá hjálma og nestisbauka argentínskra hermanna, sem gáfust upp fyrir brezkum sveitum við Goose Green. Myndina tók Ijósmyndari brezku fréttastofunnar Press Association, Martin Cleaver. W4 Stökk til manna sinna úr 25 þús. feta hæð David Chaundler ofursti, sem tók við stjórn annars herfylkis brezku fallhlifahersveitanna eftir fráfall H. Jones ofursta, kom með óvenju- legum hætti til Falklandseyja. Hann stökk út úr flugvél í 25 þúsund feta hæð yfir Falklandseyjum og sveif niður á fjallið Kent í fallhlíf. Rok var og svartaþoka grúfði yf- ir eyjunum þegar Chaundler varp- aði sér út úr Herkúles-flugvél, sem flogið hafði með hann 3500 sjómíl- ur frá Ascension. Flugmaðurinn fann Kent með aðstoð lítils stefnu- sendis, sem sveitirnar á fjallinu komu fyrir. Þegar flugvélin átti eftir eina sjómílu að vitanum hljóp Chaundler aftur úr flutninga- flugvélinni, sem flaug upp í vind- inn. Hann lét sig síðan falla 21 þúsund fet, eða rúma sex kíló- metra, og opnaði ekki svörtu silki- fallhlífina fyrr en hann var í fjög- ur þúsund feta hæð yfir jörðu. Lætur nærri að hann hafi fallið til jarðar með um 200 kílómetra hraða á klukkustund þar til hann opnaði fallhlífina. Var hann með súrefnisgrímu fyrir andlitinu á meðan. Chaundler hafði meðferðis lít- inn sendi, svo hægt væri að miða hann út, og leiðbeindu sveitirnar á fjallinu honum að lendingarstaðn- um. Aðeins örfáum mínútum eftir að hann sveif til jarðar tók hann að blaða í kortum og upplýsingum, í stjórnstöð sveitarinnar, um stöðvar Argentínumanna við Stanley. David Chaundler var náinn vin- ur ofursta H. Jones, sem féll í árás á vélbyssuhreiður Argentínu- manna við Goose Green. Chaundl- er starfaði í varnarmálaráðuneyt- inu í London, og þegar fregnir bár- ust um fall H. Jones fékk hann 24 stunda frest til að gera sig kláran fyrir flug til Ascension. Chaundler er 39 ára og tveggja barna faðir. Faðir hans, Bob, var einnig ofursti í brezka hernum, hætti þjónustu 1962. Hann var í sveitum sem lentu á svifflugum í Hollandi í seinni heimsstyrjöldinni. .Hvív/lC/ 23 TIL ÍSLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH Mare Garant 14. júní Hofsjökull 17. júní Santiago 1. júlí Mare Garant 12. júlí NEW YORK Mare Garant 16. júm' Hofsjökull 18. júní Santiago 2. júli Mare Garant 14. júlí HALIFAX Hofsjökull 21. júni Vessel 17. júli BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Álafoss 14. júni Eyrarfoss 21. júni Álafoss 28. júni Eyrarfoss 5. júli ANTWERPEN Álafoss 15. júní Eyrarfoss 22. júni Álafoss 29. júní Eyrarfoss 6. júli FELIXSTOWE Álafoss 16. júní Eyrarfoss 23. júní Álafoss 30. júni Eyrarfoss 7. júli HAMBORG Alafoss 17. júní Eyrarfoss 24. júní Álafoss 1. júli Eyrarfoss 7. júli WESTON POINT Helgey 22. júni Helgey 6. júli NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 21. júní Dettifoss 5. júli KRISTIANSAND irafoss 23. júni Lagarfoss 7. júli MOSS Mánafoss 15. júní irafoss 22. júní Mánafoss 29.'júní Lagarfoss 6. júli TRONDHEIM Laxfoss 14. júní GAUTABORG Mánafoss 16. júni Dettifoss 23. júni Mánafoss 30. júni Dettifoss 7. júli KAUPMANNAHÖFN Mánafoss 17. júní Dettifoss 24. júni Mánafoss 1. júli Dettifoss 8. júli HELSINGBORG Mánafoss 18. júní Dettifoss 25. júni Mánafoss 2. júli Dettifoss 9. júli HELSINKI irafoss 16. júni Lagarfoss 30. júni GDYNIA irafoss 18. júní Lagarfoss 2. júli HORSENS irafoss 21. júni Lagarfoss 5. júli THORSHAVN Mánafoss 24. júní VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR - framog til baka frá REYKJAVIK alla mánudaga frá ISAFIRDI alla þriöjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SlMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.