Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1982 iiecAAttrí » »982 UnlvtrMt Prw Sywdtcf yiann -fór' bara í eina vei&fferb." ... að sýna blíöu- hót. TM Rog U.S Pat Off — alt rigtits rcserved c 1961 Los Angdes Times Syndrcate AuðvitaA er það öllykt, þvi ekki hef ég ráð á að fá mér viskísjúss. Með morgunkaffirtu Ég held að við séum að ná vinsæld- um, þvi tómatarnir eru óskemmdir °g eggin nýsoðin. HÖGNI HREKKVÍSI K£ ANAV/ATNIV £TT/ A& VEZA NÓ60 (áorr '' „Aburðarverksmiðjan gerð að hálfgerðri kjarnorkusprengju“ Kæri Velvakandi! „Engin von er víst til þess, að hægt sé að birta í dagblöðunum okkar allt það efni sem hægt er að senda og segja má að sé nokkur þörf að komi fram, til skýringar og andsvara á ýmsum greinum í blöðum, viðtölum í sjónvarpi og útvarpi og margt fleira. Hér lang- ar mig samt að segja frá nokkuð skrítnum málflutningi og er það í tilefni af viðtali, sem fór fram í þættinum „Á vettvangi" í útvarp- inu þann 25. maí nýliðinn. I þessum þætti var Áburðar- verksmiðjan gerð að hálfgerðri kjarnorkusprengju. Mikil hætta að hún gæti sprungið í loft upp, kviknað í áburðarbirgðum og eit- urefni breiðst yfir borg og bý, sér- staklega þó Keldnasvæðið. Þetta fannst mér ný og merkileg fullyrð- ing, hrein fáviskuleg þvæla og rakalaus vitleysa. í fyrsta lagi hefur þetta ekki heyrst fyrr en sjálfstæðismenn í borgarstjórn hyggjast byggja á Keldnasvæðinu, í öðru lagi hefur það þá verið ábyrgðarlaus verknaður að byggja Áburðarverksmiðjuna svo nálægt borginni, sem gert var, og stofna lífi þúsunda manna í hættu, engin haldgóð rök eru heldur fyrir því að Keldnasvæðið sé í mikilli hættu af þessu áburðareiturskýi, ef svo mætti segja. Norðvestanátt er aldrei ríkjandi hér nema stutta stund í einu. Allt er þetta uppdikt- ur og þvæla. Enginn mun heldur byggja heim í hlað hjá Áburðar- verksmiðjunni. Margfalt meiri lík- ur eru á því að þéttbyggðasta svæði borgarinnar verði fyrir þessum eiturstraumi, en sem sagt, þetta er illkvittnislegur áróður. Mig langar til að fá þetta birt, svo fólkið í borginni geti hugleitt þessa gífuriegu hættu sem á að vera yfirvofandi. Áburðarverk- smiðjan er búin að starfa í um 40—50 ár og aldrei neitt komið fyrir. Með kveðju til borgarbúa og fullvissu um það, að þeim stafar ekki meiri hætta af því að búa á Keldnasvæðinu þótt byggt verði þarT Þorleifur Kr. Guðlaugsson „Ráðamenn í djúpri lægð“ Heiðraði Velvakandi! Þjóðinni gafst á að líta að kvöldi hvítasunnudags, er sjónvarpið bauð almenningi að horfa á kvikmynd af falli Hitlers og enda- lokum „þúsund ára ríkis" nasism- ans. Margar hryllingsmyndir hef- ur þessi menningarstofnun haft á boðstólum fyrr og síðar. En aldrei hafa ráðamenn hennar lent í svo djúpri lægð eins og á hvíta- sunnudagskvöld árið 1982. Hugg- un er þó, að varla geta þeir sokkið dýpra. Ekki verða þeir kyrrstæðir í þessari lægð. Verður því að vona að þeir hefji sig til einhverrar við- reisnar er stundir líða. Mér er spurn: Hvers vegna var þessi hræðilega mynd sýnd á hinni miklu hátíð kristinna manna? Var það kannski gert til að sýna börn- um umhyggju, sjúklingum og gamalmennum samúð? Ég held að fleiri en einn þjóðfélagsþegn harmi þetta óhapp — og er vægt til orða tekið, að nefna fyrirbrigð- ið því nafni. Ég geri mér ekki miklar vonir um að fyrrgreindum spurningum verði svarað; áhrifin verði svipuð og þegar vatni er skvett á gæs. Eins og kunnugt er hristir hún dropana af sér samstundis. — Ennþá nýtur almenningur mál- og ritfrelsis. Þessir hringdu . . . Kann einhver gátuna? Kona á Langholtsvegi hringdi. „Mig langar til þess að vita hvort einhver kann gátu sem móðir mín kenndi mér þegar ég var lítill krakki. Gáta þessi er í vísuformi og þar eru taldir upp aldurshóparn- ir, æskan, ellin o.s.frv. Ráð- ningin á gátunni er „glugg- ar“. Ég man ekki eftir nema litlum hluta úr vísunni og hann hljóðar svona:“ „l*ar Nem a-skan á sér ból í þeim speglast vor og 8ÓI.““ Ofrágengin gangstétt Kona, sem býr við Dverga- bakka 18, hringdi og kvartaði yfir því að steypuafgangar hefðu verið skildir eftir fyrir utan húsið, eftir að gert hafði verið við símabilun. Nánari málavextir eru ann- ars þeir, að í fyrravetur, vet- urinn 1981, bilaði síminn og þurfti að grafa upp gangstétt til að lagfæra bilunina. Síðan kom maður og steypti upp stéttina, en hann skildi þannig við, að hann setti steypuafgangana í hrúgur upp á grasflöt, og þar hafa þeir verið síðan. Þegar talað hefur verið um þetta, þá hef- ur verið sagt að þetta skuli athugað, en ekkert hefur gerst enn, og sagði konan, að hún og aðrir íbúar hússins væru vægast sagt orðnir þreyttir á þessu ástandi. Lítið fyrir unnendur léttr- ar tónlistar Kona á fimmtugsaldri hringdi og kvaðst óánægð með hvað forkólfar Listahá- tíðar veldu lítið af efni fyrir unnendur léttrar tónlistar. „Ég ásamt fleirum væri til- búin að greiða háan aðgangs- eyri til þess að geta hlýtt á hljómsveitir á borð við Pink Floyd, Delta Blues Band, Er- ic Clapton og fleiri í þeim stíl. Human League er ekki það góð að vert sé að greiða svo háan aðgangseyri fyrir, sem krafist er. Ekkert virðist hugsað til þess stóra hóps sem líkar, þung rokktónlist, pönk eða blues. Væri ekki þess virði að gera bragarbót hér á.“ 9585—2998

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.