Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1982 33 Ljósm: Ragnar Axelsson. Þær hafa báðar þurft að flýja föðurlandið af pólitískum ástæðum, og báðar eiga þær Island að framtíðarlandi. — Víetnamska flóttakonan Hanna heldur hér á lítilli stúlku frá Póllandi, sem kom með foreldr- um sínum frá Austurríki fyrir nokkru, eftir mánaða dvöl í flótta- mannabúðum þar. Símamenn: Kjaramálin efet á baugi Ágúst Geirsson endurkjörinn formaður AÐALFUNDUR Félags íslenskra símamanna var haldinn 25. maí sl. Formaður félagsins, Ágúst Geirsson, flutti skýrslu fram- kvæmdastjórnar fyrir árið 1981. Veigamestu þættir í félagsstarfinu voru launa- og kjaramál, auk þess sumarbúðamál, erlent samstarf og ýmis réttindamál félagsmanna. Gjaldkeri, Bjarni Ólafsson, skýrði reikninga og er fjárhagur félagsins góður. Á aðalfundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun: Aðalfundur FÍS krefst þess, að í komandi kjarasamningum verði launakjör opinberra starfsmanna leiðrétt til samræmis við kjör annarra starfsstétta. Fundurinn vísar á bug hlunn- indamati fjármálaráðherra og tel- ur það sett fram sem yfirklór til að neita að framfylgja skýru samningsákvæði um að við röðun í launaflokka skuli miðað við kjör launþega er vinna við sambærileg störf skv. öðrum kjarasamningum. Skorar fundurinn á samninga- nefndir félagsins og BSRB að standa fast á þessari kröfu jafn- framt því markmiði að vinna upp kjaraskerðingu undanfarinna ára. Aðalfundurinn styður eindregið kröfu BSRB um breytingu á samn- ingsrétti opinberra starfsmanna og minnir á fyrri kröfur FÍS um Hreinsunar- dagur í Arbæ ALMENNUR hreinsunardagur verð- ur í Árbæ og Selási næstkomandi laugardag, 12. júni. Félagasamtök í hverfinu ætlast ti! að þessi hverfi skarti sínu feg- ursta á þjóðhátíðardaginn 17. júní og hvetja þeir íbúa til þátttöku. Ruslapokar verða afhentir í Árseli fyrir hádegi. að allur samningsrétturinn verði í höndum hvers félags fyrir sig. Jafnframt var samþykkt álykt- un um eindreginn stuðning við kröfur talsímavarða um leiðrétt- ingu á röðun þeirra í launaflokka. Þá var ítrekuð krafa um náms- braut fyrir skrifstofu- og símaaf- greiðslufólk og taldi fundurinn óviðunandi þann drátt, sem orðið hefur á framkvæmd tillagna skólanefndar Póst- og símaskól- ans þar að lútandi. Einnig var samþykkt ályktun varðandi deilur símvirkja og sam- gönguráðherra um læsingu á kosningasímum stjórnmálaflokk- anna og mótmælt afstöðu ein- stakra yfirmanna í þeirri deilu. Félag íslenskra símamanna er landsfélag með um 1200 félags- menn. Félaginu er skipt í margar deildir, sem kjósa 19 manna fé- lagsráð. Að loknum aðalfundi var hið nýkjörna félagsráð kvatt saman. Fór þar fram kosning á fram- kvæmdastjórn félagsins til tveggja ára og er hún þannig skip- uð: Ágúst Geirsson formaður, Jó- hann L. Sigurðsson varaformaður, Ragnhildur Guðmundsdóttir rit- ari, Bjarni Ólafsson gjaldkeri, Sig- urbjörg Haraldsdóttir meðstjórn- andi, Alexander Guðmundsson 1. varamaður og Anna Einarsdóttir 2. varamaður. Kostnaður sjúkrasamlaga vegna blóðþrýstingsmeð- ferðar um 40 millj. FÉLAG íslenskra heimilislækna stendur fyrir ráðstefnu um háþrýsting laugardaginn 12. júni. Gestur ráð- stefnunnar verður sænski aðstoðarpró- fessorinn Calle Bengtsson, en hann er þekktur vísindamaður á þessu sviði og hefur skrifað fjölmargar greinar um þetta efni. Hann mun flytja fyrirlestra sína á íslensku, þar eð hann hefur lært málið með þessa ráðstefnu fyrir aug- um. í fyrri rannsóknum hefur verið sýnt fram á að langvarandi háþrýst- ingur veldur aukinni tíðni ýmiss konar sjúkdóma frá hjarta, æðum og nýrum og minnkuðum lífslíkum. Með góðri meðferð og eftirliti má minnka tíðni sjúkdóma og dauðs- falla af þessum orsökum. Of hár blóðþrýstingur er eitt algengasta vandamálið sem læknar fást við og er talið, að um það bil 20.000 íslend- ingar hafi of háan blóðþrýsting og þarfnist einhvers konar meðferðar, og eftirlits. Blóðþrýstingsmeðferð er í flestum tilfellum ævilöng og mjög dýr frá þjóðhagslegu sjónarmiði og ætla má, að beinn kostnaður sjúkrasam- laga vegna lyfja nemi um það bil 40 milljónum króna árlega. Nýjar rannsóknir á Norðurlöndum benda til, að einhver hluti þeirra sam fái meðferð vegna háþrýstings, þurfi hennar ekki með, þar sem ekki var nægilega vandað til greiningar og eftirlits í upphafi. Þar sem hér er um mjög stóran útgjaldalið að ræða árlega fyrir þjóðarbúið, er mjög mikilsvert að þeir einir njóti meðferðar, sem örugglega þurfa á henni að halda. Það er mikilsvert að haft sé í huga, að sum blóðþrýstingslyf geta valdið ákveðnum aukaverkunum og þannig minnkað lífsgæðin og lífs- nautn, þótt lífið lengist. Á seinni ár- um hafa komið fram ný lyf, sem margir sjúklingar þola betur en eldri tegundir, og auk þess hafa skammtastærðir breyst með það fyrir augum að auka vellíðan þess fólks, sem þarf á ævilangri lyfja- meðferð að halda. Þessi vandamál og mörg fleiri, sem upp koma við meðferð þessara sjúklinga, er fjallað um á þessari ráðstefnu í fjölmörgum fyrirlestr- um og umræðuhópum. Matti er líka fluttur Matti hárgreiðslumeistari erflutturfrá Þinghólsbraut 19, Kópavogi að Hótel Esju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.