Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 124. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hörðustu loftbardagar, sem um getur í Miðausturlöndum Tel Aviv og Beirút, 9. júní. AP. GEYSILEGIR loftbardagar, þeir mestu sem um getur í Miðaustur- löndum, urðu í dag yfir Beirút í Líbanon. Börðust um 150 flugvélar ísraela og Sýrlendinga yfir borginni þegar átökin urðu hörðust. ísraelsmenn segjast hafa skotið niður 22 flugvélar Sýrlendinga, sem á móti segjast hafa skotið niður 19 flugvélar þeirra af F-15- og F-16- gerð. Sjálfir segjast Sýrlendingar hafa misst 16 vélar, en Israels- menn segjast enga vél hafa misst í átökunum. í orrustunni eyðilögðu ísraelsmenn fjölda loftvarnaflauga Sýrlendinga. „Þetta er vendipunkturinn 1 styrjöldinni," sagði varnarmála- ráðherra ísraela, Ariel Sharon. Israelsmenn náðu í sókn sinni í dag bænum Damour, um 13 km suður af Beirút, sem til þessa hef- ur verið sterkt vígi Palestínu- skæruliða. Fylgdi fregninni, að upprunalegum íbúm bæjarins, kristnum Líbönum, yrði gert kleift að setjast að þar á ný. Sharon sagði ennfremur að sig- urinn í orrustunni í dag gerði það að verkum, að nú gætu Israels- menn einbeitt sér að eldflauga- og vopnabirgðageymslum í austur- hluta landsins. Sagði hann enn- fremur, að her landsins væri að hrekja Sýrlendinga burt af þeim svæðum, sem þeir lögðu undir sig. Sýrlendingar segjast á hinn bóg- inn hafa stöðvað framrás ísra- elsmanna. „Við reyndum allan tímann að gera Sýrlendingum það skiljan- legt, að ekki væri ætlun okkar að ráðast á þá, en þeir virtu yfirlýs- ingar að vettugi og drógust inn í deiluna strax í byrjun," sagði Sharon. Talið er að nú séu einhvers stað- ar á bilinu 20.000 til 60.000 ísra- elskir hermenn í Líbanon. Her þeirra telur um 170.000 manns og án teljandi erfiðleika er hægt að auka þá tölu í 400.000. Herafli Sýrlendinga er um 250.000 manns og geta þeir að auki gripið til 100.000 manna liðs ef þörf krefur. Allt frá 1976 hafa 30.000 hermenn Sýrlendinga haft aðsetur í Líban- on. ísraelar eiga að því að talið er 3.050 skriðdreka og Sýrlendingar litlu færri. Talsmenn PLO í Lundúnum segja útilokað að framrás Israel- anna sé sú, sem þeir segja sjálfir. Segir PLO að upplýsingar ísra- elsmanna séu lygar og þvættingur að meginhluta til. Þá hafa æðstu menn PLO lýst því yfir, að bana- tilræðið, sem sendiherra ísraels hafi verið sýnt í Lundúnum, hafi verið jafn mikil ögrun við samtök- in, ísrael og Bandaríkin. & *_ •' — * « * ísraelskur skriðdreki á ferð um óhrjálegan borgarhluta í Nabatiye i suðurhluta Líbanon eftir töku borgarinnar á mánudag. Bresku liðsflutningaskipi sökkt og þrjú önnur löskuð London, 9. júní. AP. írakar bjóða „friðarpakka“ Manama, Bahrain, 9. júní. AP. HELSTU leiðtogar íraka komu sam- an til fundar í Baghdad í kvöld til að setja saman „friðarpakka", sem þeir ætla að bjóða írönum. Hljóðar til- boðið upp á tafarlaust vopnahlé og að írakar dragi allt herlið sitt til baka frá íran innan tveggja vikna. FJÖGIJR bresk herskip urðu fyrir hörðum loftárásum Argentínumanna við Falklandseyjar í gær og er talið fullvíst að liðsflutningaskipið „Sir Galahad" hafi sokkið eftir að gífur- legur eldur braust út í skipinu. Talið er að um 250 hermenn hafi verið um borð í skipinu. I fréttum, sem bárust seint í kvöld, er skýrt frá því, að 39 af 68 manna áhöfn skipsins sé saknað. Er óttast, að flestir þeirra hafi far- ist. Er þetta þá versta manntjón Breta í einni og sömu orrustunni í Falklandseyjadeilunni til þessa. Verið var að undirbúa landgöngu hermannanna í Fitzroy er árásin var gerð. Annað liðsflutningaskip, „Sir Tristram", og freigátan „HMS Plymouth" urðu einnig fyrir árás og skemmdust bæði. Ekki var getið um fjórða skipið. Landvarnarráðuneytið breska vildi ekki staðfesta neinar af þeim fregnum, sem bárust heim frá fréttariturum, en viðurkenndi þó, að manntjón hefði orðið í árásinni á Sir Galahad. í orrustunni skutu Bretar niður 7 argentínskar flug- vélar og jafnvel er talið að fjórar til viðbótar hafi ekki náð að kom- ast til lands eftir að hafa orðið fyrir skotum. Fréttamaður bresku fréttastof- unnar ITN, Michael Nicholson, fylgdist grannt með atburðarás- inni. Segir hann, að Sir Galahad hafi orðið fyrir mikilli skothríð og hafi eitt skeyta Argentínumann- anna hæft skotfærageymslu skips- ins og við það hafi orðið gífurleg sprenging og skipið breyst í „log- andi víti“ á svipstundu. Sagðist hann hafa séð, þar sem breskir her- menn stukku í ískaldan sjóinn til að forðast logana. Þyrluhermenn sýndu mikið hugrekki við björgun- arstöf við nánast vonlausar að- stæður. „Hefði árásin verið gerð klukku- stundu síðar hefðu allir komist heilu og höldnu í land,“ sagði Nich- olson. Hins vegar minntist hann ekki á, að flugvélar Argentínu- manna hefðu verið skotnar niður, eins og landvarnarráðuneytið skýrði frá. „Þetta var sorgardag- ur,“ sagði Nicholson, en bætti við, að um leið hefðu hetjudáðir verið drýgðar við björgunarstörf. Fundur æðstu manna NATO Bonn, 9. júní. AP. „ÉG VEIT, að þúsundir manna munu mótmæla fundi bandalagsins, en það er skoðun min, að það fólk beini spjótum sínum í ranga átt,“ sagði Josef Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í ræðu, sem hann hélt í dag. Fjöldi manns var þá saman kominn til að mót- mæla fundi æðstu manna banda- lagsins og gert var ráð fyrir að á morgun myndu allt að 150.000 manns safnast saman til mótmæla. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, auk þeirra Hannesar Hafstein frá utanríkis- ráðuneytinu, Jóns Orms Halldórs- sonar, prófessors Gunnars Schram og Péturs Eggerz, sendi- herra í Bonn, sitja fundinn fyrir íslands hönd. Bella og Igor Korchnoi fá heimild að flytjast úr landi: „Ég er himinlifandi“ sagði Bella Korchnoi í samtali við Mbl. „Mér þykir vænt um að heyra þessi tíð- indi“ sagði Friðrik Ólafsson forseti FIDE „ÉG ER himinlifandi; ég ól þá von í brjósti að við fengjum að flytjast frá Sovétríkjunum; — von sem virtist þó svo fjarri að rætast þegar Igor fékk herkvaðningu fyrir skömrau. Nú eru sex ár frá því ég sá Viktor síðast; sex löng og erfið ár og fang- elsun Igors bætti ekki úr skák. Eg hlakka mikið til að hitta mann minn aftur," sagði Bella Korchnoi, eiginkona sovéska útlagans og stórmeistarans Viktors Korchnoi, í samtali við Mbl. í gærkvöldi, en þá var hún stödd á heimili sinu í Len- ingrad. Bella hefur ásamt syni sín- um, Igor Korchnoi, fengið leyfi til þess að flytjast frá Sovétríkjunum fyrir 27. júní næstkomandi. „A mánudag fengum við heim- ild til þess að flytjast frá Sovét- ríkjunum. Ég hringdi þá til Vikt- ors og sagði honum tíðindin. Hann var ákaflega ánægður. Nú þurfum við vegabréfsáritun og síðan munum við kaupa farseðla til Sviss. En það eru bara forms- atriði. Við Igor munum flytjast úr landi fyrir mánaðamótin. Ég þakka Friðriki Ólafssyni innilega hans framgöngu í málinu," sagði Bella Korchnoi. „Mér þykir vænt um að heyra þessi tíðindi. Þetta hefur ekki verið opinberlega staðfest en ekki er ástæða að ætla annað en þetta eigi við rök að styðjast. Ég hefi aldrei haft ástæðu til að ætla annað en við það yrði staðið, að þau fengju að flvtjast úr landi," sagði Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, Alþjóðaskáksambandsins, í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Ákvörðun mín að setja lausn fjölskyldumála Korchnois á oddinn beindist ekki gegn einum eða neinum. Þetta var gert með góðum vilja; til þess að finna Bella Friðrik Korchnoi Ólafsson lausn á vandamáli, sem olli mikl- um erfiðleikum í starfsemi FIDE og eitraði andrúmsloftið. Ef fjöl- skylda Viktors Korchnoi fær að flytjast úr landi, eins og allar lík- ur benda til, þá sýnir það glögg- lega að hægt er að koma fram málum án hávaða og gauragangs og er góð lexía fyrir þá, sem hafa gagnrýnt mig fyrir framgöngu mína í málinu," sagði Friðrik Ólafsson. Sjá bls. 2: „Þetta hefur ekki verið létt ganga“ — viðtal við Friðrik Olafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.