Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1982 Myndlistarskóli íslands Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er kunnara en frá þurfi að segja, að miklar umræður hafa verið um Myndlista- og handíða- skóla Islands á liðnum vetri, bæði opinberlega og þó einkum innan skólans. Nemendafélagið gekkst m.a. fyrir ráðstefnu um framtíð skólans nú í vor. Hugðist ég taka þátt í henni að hluta, en var for- fallaður þennan dag. í stað þess vil ég koma sjónarmiðum mínum á framfæri opinberlega. Aðalinntakið í umræðunum og það, sem kom þeim af stað, var, að stjórnun skólans héngi í lausu lofti og það kallaði á betra skipu- lag. — Þetta þótti mér góð upp- götvun, en hún kemur nokkuð seint, og undirritaður hefur þrá- faldlega bent á þessa staðreynd í gegnum árin bæði innan skólans og á opinberum vettvangi. Gömlu lög skólans (frá 1965) og um leið þau fyrstu, er hann fékk, voru frá upphafi meingölluð og benti ég á það strax eftir samningu þeirra, en á það var ekki hlustað og rök- semdir mínar léttvægar fundnar. Þótti máski aðalatriðið að fá ein- hver lög og treysta þar með grundvöll skólans og tilveru. degi. Þannig er ekki einu sinni far- ið eftir þeim nema þurfa þyki til málamynda. — Hér má minna á það, að blómatími íslenzku þjóðar- innar til forna var, er hún hafði einungis lög til að fara eftir og þau voru allt í senn fursti hennar, kóngur og keisari. Reisn íslenzku þjóðarinnar á þjóðveldisöld byggðist þannig á markvissum lögum, sem ekki var vikið frá nema að viðlagðri grimmilegri refsingu. Þess má geta, að hvorki nem- endur skólans né kennarar stóðu dyggilega á bak við nefndina og sýndi kennarafélagið hér ótrúlegt andvaraleysi, eftir að ég var geng- in úr stjórn þess, nema í því að gagnrýna þann mann, sem ötul- legast leitaðist við að reka á eftir störfum nefndarinnar. í slíku stórmáli, er sköpum getur skipt um framtíð skólastofnunar, þarf þó margt fólk að vinna saman, til þess að góður árangur náist. Vegna gallaðra laga hafa skóla- stjórar jafnan einhvernveginn getað komið sínu fram, hvort sem það hafi verið skólanum til heilla eða ekki. Með slíkri allsherjar- forsjá hafa afdrifaríkar ákvarðan- ir verið teknar, sem skaðað hafa stöðugrundvöll skólans. En lista- skólar eru nú hvergi heimavist- arskólar né leikskólar kaffihúsa- örðugleika í þessum löndum hafa slíkar framkvæmdir forgang, en hérlendis eiga þær að mæta af- gangi, sem oftast er enginn, hvort sem vel árar eða ekki. Það hefur nefnilega þýðingu til úrslita fyrir þjóðir að rækta skapandi atriði á örtölvuöld, og hér má enn einu sinni vísa til þess, sem höfuðpaur- ar örtölvubylgjunnar og frægustu núlifandi vísindamenn veraldar hafa látið eftir sér hafa, er rætt er um framtíðina: „Að listaskólar og skapandi kenndir muni gegna for- ystuhlutverki í kennslukerfinu, — mikilvægi listaskóla muni marg- faldast og upp renni gullöld skap- andi listamanna." — Þetta ætti máski að undir- strika ótvíræða þýðingu Mynd- lista- og handíðaskóla íslands inn- an skólakerfisins og stóraukna þýðingu hans á komandi arum. Hann er þegar viðurkenndur sem þakið á íslenzkri myndlistar- og listiðnaðarfræðslu, en þó er ekki gerð úttekt á núverandi þörfum hans né framtíðarþörfum af öðru en dauðri hönd fjármálavaldsins. Hins vegar hefur verið reynt að sveigja hann undir íslenzkt fram- haldsskólakerfi bók- og almenns verknáms í stað þess, að það eru einmitt aðrir skólar, sem eiga að taka tillit til starfandi sérskóla á listasviði hverju nafni sem þeir finna sig sjálft og ákveða svo, hvaða braut skyldi síðan lagt út á eða jafnvel hætta í tíma, ef for- sendur framhaldsnáms reyndust ekki fyrir hendi. Þá er farsælla að hætta í tíma en að leggja út í nám, sem gefur ekki viðkomandi nægi- lega lífsfyllingu. Myndlistin er þó svo rík af möguleikum, að flestir finna þar eitthvað við sitt hæfi. Menn geta t.d. orðið frambæri- legir listamenn, þótt ekki sé tekin stefna á svið lista svo sem mál- verks, höggmynda- eða grafíklist- ar. Eitt er þó öllum greinum sjón- lista sameiginlegt, og það er að vera harður húsbóndi iðkendum sínum og enginn kemst áfram, sem leggur út í listnám með hang- andi hendi. Þess vegna er svo mikilvægt að kenna fólki að beita réttum, skipulögðum vinnubrögð- um strax í upphafi og skiptir í raun ósjaldan sköpum um fram- vinduna. En hér má margt á sig leggja, því um er að ræða hluti, sem eru auganu hátíð. Þeir, er leggja út á listabrautina í ná- grannalöndunum, eru oft í undir- búningsskólum árum saman áður en þeir þreyta inntökupróf í æðri stofnanir svo sem listaháskóla. Máski teiknar þetta fólk gipsstytt- ur daglangt frá 9—5 í tvö ár í ein- hverju stóru safnanna, og geta menn séð þetta fólk að vinnu, öllu betur en margur kennarinn. í sambandi við könnun í vor um stofnun sérdeildar í almennum myndmenntum til dýpkunar grundvallarnámi, áður en fram- haldsnámsbraut er valin, þá vildu 31 af 46 nemendum halda slíku námi áfram og hefðu innritað sig í þá deild. Lýsir þetta betur en nokkuð annað þörfinni á mark- vissri kennslu grundvallaratriða myndlistar, sem myndi þýða stór- vandaðri vinnubrögð í fram- haldsdeildum og betri undirbún- ing undir lífsstarfið. Það má ekki verða að skólinn, sem hefur mik- inn áhuga á að stofna nýjar og nýjar deildir, setji þeim nemend- um stólinn fyrir dyrnar, er áhuga hafa á slíku námi. Þyrfti að stofna sérdeild, er gæfi nemendum kost á að þrautþjálfa sig í teiknun, mál- un, myndmótun ásamt öllum fræðilegum hliðargeirum, t.d. formi, myndbyggingu og litafræði. Þá myndum við fljótlega eignast listiðnaðarfólk á heimsmæli- kvarða, er myndi skila sér í bein- hörðum peningum, hundrað eða þúsundfalt. Að mínu mati eiga all- ir, er inn í þennan skóla koma, að ganga í gegn um fyrsta árið og einungis þeir, er ná tilskildum lág- marksárangri inn í einstakar deildir, að komast inn í þær. Svo virðist komið vegna óskipu- Vegna mikillar útþenslu skólans næstu árin og vegna þess, að kenn- arar voru vanbúnir á allan hátt og nutu ekki einföldustu réttinda kennara gekkst ég fyrir stofnun kennarafélags árið 1970. Á stefnu- skrá félagsins var öðru framar að fá samin ný lög, sem tækju einnig tillit til framtíðarþróunarinnar. Síðan komu almenn réttindi kenn- ara, sem tókst að ná í gegn á furðuauðveldan hátt, enda hér um andvaraleysi stjórnar og kennara skólans að ræða. Við gengum fljótlega tveir úr stjórninni á fund þáverandi menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, er tók mála- leitan okkar vel, en kvað full fljótt að breyta svona nýlegum lögum. En er hann hafði hlýtt um stund á röksemdir okkar, var hann inni í málinu og sýndi lofsverðan skiln- ing og áhuga. Skipaði fljótlega nefnd til að breyta lögunum og skipaðist svo, að ég varð einn nefndarmanna. Dr. Gylfi vildi, að hraðað yrði samningi laganna, svo að þau gætu haft samflot með Kennaraháskólalögunun á Al- þingi. Yrðu þau sennilega ekki samþykkt, en þá væri allt komið í gang. Svo undarlega vildi til, að formaður nefndarinnar kom í veg fyrir, að af slíku gæti orðið, með undarlegum röksemdum. Hófst nú áralangur barningur við saman- tekt laganna, en með einhverju móti tókst formanni að teygja lop- ann ár eftir ár, og lögin voru fyrst fullunnin 8 árum seinna og þá vegna elju starfsmanns Mennta- málaráðuneytisins. Enn hafa lög- in þó ekki verið lögð fram á Al- þingi, og skólinn er því gjörsam- lega án laga og reglugerðar, vetna þess að gömlu lögin eru löngu úr- elt og voru það í raun frá fyrsta spekinga, nema ef um einkaskóla sé að ræða — en hér er um skóla að ræða, sem er kostaður af ríkinu að 55%, en af borginni að 45%. Nýjar deildir hafa verið stofnaðar og skólinn þanizt út og er nú orð- inn að miklu bákni, sem erfiðlega gengur að ráða við vegna síauk- inna útláta. Og það gefur augaleið, að sífellt verður erfiðara að sinna þörfum einstakra deilda, eftir því sem fleiri deildir eru stofnaðar, er draga til sín ómælt fé til viðbótar. Ekki er þó rétt, að skólinn sé alfarið hornreka í þjóðfélaginu, því að skilningur á stöðu hans og þýðingu hefur stóraukizt á undan- förnum árum, sem sést á vexti hans og viðgangi. En þó er stór- aukins átaks þörf og þó ekki bein- línis hvað varðar stækkun skól- ans, heldur í formi sérhannaðs húsnæðis, nýrra laga og mark- vissrar reglugerðar. Þetta með skilninginn ætti að vera eðlilegur hlutur, því að menn uppgötva hvarvetna fyrir á ferðum sínum erlendis álit manna á gildi og þýð- ingu skapandi atriða. Hver menn- ingarmiðstöðin rís upp af annarri í stórborgum heimsins og í ljós kemur, að þetta eru ekki einangr- uð fyrirbæri sérvitringa, heldur streymir fólk að í margfalt ríkara mæli en nokkurn óraði. Má hér nefna Pompideu-menningarmið- stöðina í París, Barbican-menn- ingarmiðstöðina í London og hin- ar mörgu og glæsilegu menning- armiðstöðvar, er hafa jafnvel risið upp í Kanada á síðustu árum, landi sem lítið orð hefur hingað til haft á sér fyrir menningarást. Við bætast ótal stærri og smærri menningarmiðstöðvar um alla jarðarkringluna. Þrátt fyrir mikla efnahagslega nefnast. Svona mikil stofnun á að halda í sérkenni sín og efla á þeim tímum sem tilhneiging er til að steypa alla skóla í sama ófrjóa mótið. í umfangsmikilli könnun, sem gerð var á skólakerfinu í Þýzka- landi og birtist í „Der Spiegel", kemur það fram, að fjölbrauta- skólar hafa sannað gildi sitt, en þeir hafa einnig sannað og undir- strikað að ekki megi varpa gamla kerfinu fyrir róða heldur viðhalda sem mestri fjölbreytni í menntun- armöguleikum. Engin allsherjar- lausn væri til. Þetta var niður- staðan á mikilli úttekt og hörðum opinberum umræðum, þar sem sitt sýndist hverjum. Menn eiga sem sagt að vera opnir fyrir nýj- ungum og sýna þeim fyllstu virð- ingu en hinu gamla og gróna engu síður... — Hér vil ég aðeins fara inn á afleita reynslu af hugmyndum, er virtust ágætar, er þær voru reifað- ar og sýndust mikil framför. Þó grunaði mig sterklega, að þær stæðust ekki í reynd vegna mis- munarins á eðli listaskóla og t.d. listabrauta við almenna skóla. Al- mennir skólar áttu sem sagt að taka við því hlutverki, sem hinn svonefndi „Forskóli" gegndi innan Myndlista- og handíðaskólans og átti að leggja hann niður með tím- anum. En hér kom einnig fram meinlegur misskilningur á hinu tveggja ára námi á grundvallar- reglum myndlista, er var kjarni þessarar deildar. Nafnið var hins vegar misvísandi, — hefði frekar mátt nefna deildina „Almenna myndmenntadeild" eða eitthvað í þá áttina. Deildin var byggð upp með það fyrir augum að hjálpa fólki til að heimsæki þeir söfnin á virkum dögum. Þetta fólk á sína drauma og vonir um framtíðina, og það vill athuga sinn gang og þreifa fyrir sér, áður en það tekur ákvörðun um geira í listaskóla. Menn skoða einnig söfnin, lesa og skoða lista- verkabækur, sækja fyrirlestra listsagnfræðinga og leitast við að þroska sjálfsþekkingu sína og sjálfrýni á þessi flóknu en heill- andi atriði. Þetta er afskaplega mikilvægt, og það á hvorki né má loka þessum sömu möguleikum fyrir listspírur hérlendis, heldur miklu fremur auka þá með tilliti til einangrunar landsins. Það er einfaldlega úti- lokað að setja listnám undir eitt- hvert harðsoðið kerfi og láta óþroskað fólk, jafnvel neyða það til að taka ákvörðun strax í upp- hafi listnáms, er það hefur ekki gert upp hug sinn, en er sennilega fullt af léttvægum grillum um sig sjálft og viðamikla hæfileika sína. Erlendis þurfa allir, er æskja inntöku í listaháskóla, að ganga undir hæfnipróf í einhverri mynd, og engir aðrir skólar gefa sjálf- krafa rétt til setu í þeim — slíkt væri óréttlæti gagnvart öllum hinum. Þar eru 10 upp í 50 manns um hvert sæti, sem losnar. Engum dettur í hug að stækka deildirnar vegna sveiflukennds áhuga byrj- enda á listabrautinni, heldur marka þeim ákveðna stærð í upp- hafi og henni verður ekki hnikað, nema að til komi sérstakar ástæð- ur. Framhaldsdeildir Myndlista- og handíðaskólans eru nú þegar farn- ar að kenna á styttingu grundvall- arnámsins, og það sem mikil- vægast er og um leið gleðilegast, þá sjá nemendur þetta sjálfir og legrar útþenslu skólans, að nem- endur eigi að gjalda þess að smala eigi inn í tómar deildir og þá um leið gera minni námskröfur, svo það takist. Það er gefið, að um leið tekur skólinn á sig ábyrgð á, að fjöldi nemenda lendi á rangri hillu í lífinu sjálfu sér og þjóðfélaginu til tjóns. Grundvallað listnám hef- ur lengi verið viðurkennt sem ágætur stökkpallur inn á önnur svið þjóðfélagsins, og þannig eru t.d. flestir almennir háskólar í Bandaríkjunum með sérdeildir í frjálsri listsköpun. Undantekn- ingarlítið hafa nemendur þannig ótvíræðan ávinning af því að nema í listaskólum, þótt ekki verði þeir svo endilega starfandi list- eða listiðnaðarmenn. Að mínu mati er skólinn á góðri leið með að verða alltof kerfis1- bundinn, og ég hef lengi verið á móti þeirri þróun að einangra kennslu alfarið við fögin — úr því verður ekkert annað en „fag- ídjótí", sem er afskaplega vond þróun í listaskóla. List er ekki hægt að setja í kerfi eins og þurrt bóknám ... Kennarar skólans hafa fjar- lægzt nemendur á undanförnum árum vegna fjölda nemenda í deildum og hjákátlega stuttra anna í mikilsverðum og erfiðum námsgreinum. Slíkt er mikil öfug- þróun í listaskóla, þar sem kenn- arinn þarf að geta sett sig í spor hvers einstaks nemanda og helzt gjörþekkja, til að kennslan komist fullkomlega til skila. Nemandinn er lifandi einstaklingur en ekki tölva, sem mata þarf, og því er of fastmótað kerfi listfjandsamlegt. Nemandinn á að læra að vinna og hugsa sjálfstætt, þora að taka eig- in ákvarðanir, má þannig alls ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.