Morgunblaðið - 10.06.1982, Page 45

Morgunblaðið - 10.06.1982, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ1982 45 Margir verða illa fyrir barðinu á verðbólgunni (•jaldmiAilsbreytingin hefur orðið til ills, að mati bréfritara. Heiðraði Velvakandi! Fyrir nokkru ritaði maður einn pistil í Velvakanda um verðlagsþróunina á undanförn- um áratugum. Málið var það, að fyrir löngu voru litlum dreng gefnar 40 krónur, sem voru látnar til ávöxtunar. í sparisjóðsbók. Á þeim tíma jafngilti þessi upp- hæð verðmæti fjögurra lamba, en eftir öll þessi ár, með rentum og renturentum, jafngilti upp- hæðin fáeinum grömmum af kjöti. Þetta er lærdómsríkt dæmi, en hefur einnig aðra hlið. Hefði drengurinn haft aðstöðu, hjálp, til að kaupa 4 gimbrar, í stað þess að leggja þetta í spari- sjóðsbók, og sett upp vísi að fjár- búi, þá væri hann e.t.v. orðinn fjárríkasti bóndi landsins. En síðan kemur annað dæmi, sem aðeins hefur eina hlið (einn- ig úr Velvakanda). Maður einn erfði skuldabréf í Byggingar- sjóði verkamanna, að upphæð 2.000 kr. frá 1942, með 4% árs- vöxtum og til 42 ára. Við mynt- breytinguna varð þetta bréf að 20 kr. og ársvextir, sem verið höfðu 80 kr. urðu nú að 80 aur- um! Á sínum tíma, tók það þann sem keypti bréfið upphaflega, 4—6 mánuði að vinna fyrir þess- um 2.000 kr. Nú var sagt við myntbreyting- una, að enginn tapaði og enginn græddi, maður fengi einungis hundrað sinnum verðmætari krónur. En athugum málið svo- lítið nánar. Maðurinn sem keypti þetta bréf var ca. 5 mánuði að vinna fyrir þessum 2.000 kr., þ.e. upphæðinni sem bréfið kostaði. Fiskverkunarkonur t.d. á Vest- fjörðum, tæki það aðeins 40 mín- útur (og hafa þær þó ekki hátt kaup). Hvað skipstjóra á „togara sem tekur trollið inn að aftan“, tæki það langan tíma, ja, því get ég ekki svarað, hef ekki aðgang að micro-sekúndureiknivél. Að sönnu er þetta ekki einung- is að kenna myntbreytingunni, heldur fyrst og fremst fjár- mála(ó)stjórninni okkar. Hver kannast ekki við „íslenska fjármálaundrið"? En hefur al- menningur nokkuð leitt hugann að umsögn ráðandi manna um myntbreytinguna, sem hafa reynst einhver almestu ósann- indi (fyrirgefðu orðið sem mér var hugsað til) sem nokkurn tíma hefur verið troðið upp á ís- lensku þjóðina. Eimskipafélag íslands hf. gef- ur út jöfnunarhlutabréf til að tryggja hag hluthafa og vextir eru 10% og þetta er „óskabarn þjóðarinnar" og einnig mitt. Ríkissjóður gaf út verðtryggð bréf vaxtalaus, a.m.m. til 10 ára, síðan til 5 ára, einnig verðtryggð og með 1% vöxtum, svo til 3 ára með 3 % % vöxtum og er nú kom- inn í samkeppni við bankana um sparifé landsmanna, sem ávaxta sparifé m.a. í 6 mánaða reikn- ingum með 1% vöxtum og verð- tryggð að fullu og eftir fyrsta sinn eru þeir lausir í einn mán- uð, þ.e. raunverulega fastir að- eins í 5 mánuði, mjög hagkvæmt. Við, aldamótafólkið, sem á undanförnum áratugum höfum reynt að safna fyrir jarðarför- inni, eigum ekki fyrir henni lengur. Hver ætlar að moka yf- ir? Sæúlfur. „Helgi dæmalausi“ „Hr. Velvakandi! Ég er einn af þeim, sem sit við eldhúsborðið og þusa við mig og mína um landsins gagn og nauð- synjar, en svo fer það yfirleitt aldrei lengra. í þessu dægurþrasi hefur fréttaritarann okkar í Washington, Helga Pétursson, oft borið á góma, enda ekki að ófyr- irsynju, þar sem maðurinn hefur flutt okkur sem heima sitjum oft á tíðum alveg frábæra yfirsýn um gang heimsmálanna, séð frá hin- um vestræna heimi. Og þó að lesn- ar séu fréttir vel og skilmerkilega, þá er það nú einhvern veginn svo, að Helgi kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum með þær út- skýringar, sem framhjá runnu við fréttalesturinn, og bætir þá yfir- leitt punktinum yfir það sem um var fjallað hverju sinni. Mér dett- ur í hug strákur sem var í Tíman- um og hét Denni dæmalausi. Hann er hreint dæmalaus hann Helgi, hvernig hann getur sífellt haldið okkur við þá atburði sem eru að gerast hverju sinni. En þeg- ar hann kom með þáttinn í kvöld- fréttatímanum 3. þ.m., gat ég ekki stillt mig og greip pennann. Þegar hann fjallaði um fjölmiðlana, og hvernig hann næði útsendingum okkar á stuttbylgjum og aflaði þannig efnis til hins vestræna heims. Þessi sterka þjóðerniskennd, að það væri ekki nóg að afla okkur frétta heldur yrðu hinir að fá eitthvað líka. Þátturinn hjá Helga var sérlega hlýlega unninn, bæði í upptöku og útsendingu, og maður fékk á til- finninguna að það væru ekki alltaf forsetarnir og ráðherrarnir, sem skiptu mestu máli, heldur værum við líka til, þessi örsmáa þjóð á norðurhveli jarðar. Þegar ég færi Helga Péturssyni bestu þakkir fyrir vel unna og vel lesna fréttapistla, veit ég að talað er fyrir hönd þorra þjóðarinnar, sem fylgist yfirleitt með af áhuga hverju sinni. Ég sendi Helga og öllu hans fólki bestu kveðjur og þakkir fyrir það sem hann hefur gert og á ógert." Gissur Geirsson, Selfossi. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þeir litu til hvors annars. Rétt væri: Þeir litu hvor til annars. BENIDORM BEINT LEIGUFLUG GÓÐIR GISTISTAÐIR BROTTFARARDAGAR: ^ 23/6, 14/7, 4/8, 25/8, 15/9 ATH.: OKKAR VERÐ FERD ASKRIFSTOFAN NOATUNI 17 SIMAR 29830 og 29930 Þingvellir í júní Hvaö er hægt aö hugsa sér skemmtilegra en aö skreppa á Þingvöll meö alla fjölskylduna og gefa fólk- inu frí frá eldhússtörfum, bregöa sór í Valhöll og njóta íslenzkrar náttúrufeguröar, eins og hún gerist best. Því hvaö er fallegra en júnídagur á Þingvöllum. Munið bátaleiguna — minigolfið — gufubað- ið — líkamsræktaraðstööuna. Solarium og nudd um helgar. Fyrir börnin er sérstakur barnaleik- völlur. Sértilboðin okkar eru gisting, kvöldverður, morg- unverður og hádegisverður. Aðeins kr. 390 per. mann aem er ekkert verð. Alltaf nýlagað kaffi á könn- unni og kökurnar okkar stórgóöu. Danska kúrekastúlkan KIRI PERU sýnir listir sínar föstudag, laugardag og sunnudag. Njótiö góðra veitinga í fögru umhverfi. Verið ávallt velkomin. sími 99-4080.- I EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ £ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.