Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 48
ttgunfcliifeifc pg AUGLYSINCASIMINN ER: ^22480 JMvreunbUbib FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1982 33—35 þúsund félagar ASÍ í verkfalli í dag og á morgun Flestar verzlanir lokaðar Benzínstöðvar eru lokaðar Innanlandsflug liggur niðri Á MIÐNÆTTI skall á tveggja daga verkfall liðlega 60 aðild- arfélaga og sambanda innan Alþýðusambands Islands, eftir að viðræður ASÍ og VSÍ sigldu í strand í fyrrinótt. í þessum félögum og samböndum eru 33-35 þúsund félagar af þeim liðlega 60 þúsund, sem eru í liðlega 160 félögum og sambönd- um innan ASÍ. Þess má geta að verkalýðsfélögin á Vestfjörð- um eru ekki með í aðgerðum. Áhrif verkfallanna eru mjög víðtæk og er aðalreglan sú, að verkalýðsfélögin hafa neitað að verða við beiðnum um undan- þágur. Þó var veitt undanþága til félaga í Verzlunarmannafé- lagi Reykjavíkur, sem starfa á dagblöðunum, þannig að blöðin koma út þrátt fyrir verkfallið. Það er hins vegar ljóst, að flestar verzlanir verða lokaðar, nema í þeim tilfellum, sem eig- endur og fjölskyldur þeirra verða við störf. Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur hafn- aði undanþágubeiðni beggja stóru flugfélaganna, Flugleiða og Arnarflugs, og leggst innan- landsflug þeirra því niður. Þá hafnaði VR ennfremur undan- þágubeiðnum frá kvikmynda- húsum og lyfjaverzlunum, en neyðarþjónustu lyfjaverzlana verður haldið uppi. Samkvæmt upplýsingum frá skipafélögunum, verður lítil sem engin röskun á áætlana- siglingum skipanna, því ferðum þeirra hefur verið hagað með hliðsjón af aðstæðum. Bcnzíd- stöðvar verða lokaðar vegna verkfallsins. Strætisvagnar Reykjavíkur aka samkvæmt laugardagsáætlun, eða á hálf- tíma fresti. Seint í gærkvöldi var sam- þykkt á félagsfundi í Verzlun- armannafélagi Suðurnesja að veita undanþágu vegna milli- landaflugs, en bæði Arnarflug og Flugleiðir höfðu sótt um slíkt. Millilandaflug verður því með eðlilegum hætti. Þau verkalýðsfélög, sem nú eru í verkfalli, og þó nokkur til við- bótar hafa síðan boðað allsherj- arverkfall frá og með 18. júní nk. hafi ekki náðst samningar í kjaradeilu ASÍ og VSÍ. Iðnaðarráðuneytið: | «.Wi* 4 Breska popphljómsveitin Human League kemur til landsins i dag. Hljóófæri flokksins komu hins vegar til landsins í gærdag með Elektra-vél Arnarflugs, sem verið hefur í leiguflugi í Afríku undanfarið, frá þvi hún var keypt af íscargo. Hljóðfærin komu hins vegar frá Bandaríkjunum þar sem hljómsveitin hefur verið á tónleika- ferðalagi. Þau eru ekki nein smásmiði og vegur útbúnaðurinn á tólfta tonn. Hljómsveitin setur það skilyrði að lofthæðin í þeim sölum sem hún leikur í, sé helst 10 metrar. Eitthvað hlýtur að ganga á. íslenskir poppunnendur fá úr því skorið annað kvöld og laugardagskvöld til hvers öll þessi lofthæð er nauðsynleg. Sjá í miðopnu frásagnir af Listahátíðarviðburðum. Ræður ráðgjafa til endurskoðun- ar á samningunum við Alusuisse IÐNAÐARRAÐUNEYTIÐ hefur ráðið bandariska lagaprófessorinn Charles Lipton sem ráðgjafa þess við skoðun á samningsstöðu ríkisstjórnarinnar við Alusuisse. Sérfræðigrein Liptons er samningar er varða nýtingu náttúru- auðlinda þjóða og samningar í þvi til- efni við fjölþjóðafyrirtæki. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í iðnaðar- ráðuneytinu, verður meginviðfangs- efni Liptons að gefa ráðgjöf varð- andi lögfræðilega stöðu ríkisins gagnvart Alusuisse og hvernig megi breyta samningum við fyrirtækið. Er tíðinda að frá sáttanefnd „ÞAÐ hafa engar ákvarðanir verið teknar og þær verða alls ekki teknar fyrr enn í fyrsta lagi seinnipartinn í dag,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissátta- semjari, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á stöðu mála í deilu ASÍ og VSÍ, en viðræður aðila sigldu í strand í fyrrinótt og tveggja daga verkföll meirihluta félagsmanna ASI hófust á miðnætti sl. Vinnuveitendur héldu því fram á sáttafundi í fyrradag, að Meistara- samband byggingarmanna og bygg- ingarmenn hefðu gert með sér „leynisamning", sem gerði ráð fyrir mun meiri launahækkunum bygg- ingarmönnum til handa en gera mætti ráð fyrir að myndu verða upp á tengingum í viðræðum ASÍ og VSI. Þegar þetta var komið upp á borðið lýstu forystumenn Alþýðu- sambandsins því yfir, að þeir myndu ekki gera samninga nema með þeim fyrirvara, að þeir yrðu endurskoðaðir, ef byggingarmenn eða aðrir semdu um meiri hækkan- ir. Þetta gátu vinnuveitendur ekki vænta í dag? fallizt á og töldu sig með því fram- selja samningsrétt sinn í hendur byggingarmeisturum. Aðilar, þ.e. ASÍ og VSÍ, voru því sammála um, að ekki þýddi að halda viðræðum áfram og vísuðu málinu til sáttanefndar, sem ákvað að taka sér umhugsunartíma. Þess er því beðið með nokkurri eftir- væntingu hvað kemur frá sátta- nefnd í dag. Sjá bls. 25: „Hvað sprengdi við- ræður ASÍ og VSÍ?“ Það sé mjög eindregin krafa og ósk íslenzkra stjórnvalda að ná fram leiðréttingum á samningum við Alu- suisse og sé það í framhaldi af árangurslausum viðræðum við Alu- suisse að Charles Lipton hafi verið ráðinn. Kom Lipton hingað til lands fyrir skömmu er gengið var frá ráðningu hans og hélt hann þá fyrirlestur á vegum iðnaðarráðu- neytisins um störf sín og viðfangs- efni og sóttu hann um 20 lögfræð- ingar. Lipton er mjög þekktur lögfræð- ingur á sviði sínu víða um heim og auk þess hefur hann verið fyrirles- ari við ýmsa háskóla vestan hafs. Þá hefur hann starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar, meðal annars í miðstöð þeirra um fjölþjóðafyrirtæki um nokkurn tíma og jafnframt verið lögfræðilegur ráðgjafi Alþjóða- bankans. Þá hefur hann starfað fyrir fjölþjóðafyrirtæki og veitt ráðgjöf ríkisstjórnum í 39 löndum. Morgunblaðið reyndi að ná tali af Hjörleifi Guttormssyni, iðnaðar- ráðherra, vegna ráðningar Liptons, en án árangurs. 1—0 fyrir Fram í leiknum gegn Fortuna Dússtldorf. Sjá frásögn á íþróttasíðu. ___________________________________________________ Liimn. Mbl. KÖE. Hundar fundu 650 gr af hassi í pósti FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík tók fyrir skömmu 650 grömm af haasi, sem send voru til landsins í pósti. í framhaldi af því var tvennt handtekið og úrskurðað í gæzluvarðhald þann 27. maí siðastlið- inn. Maðurinn situr ennþá inni, en losnar á morgun. Konan var laus úr gæzluvarðhaldi í fyrstu viku júní. Skötuhjúin fóru fyrir skömmu til Amsterdam og festu þar kaup á hassinu. Þau sendu það síðan í pósti til landsins stílað á annan aðila. Fikniefnahundar lögregl- unnar þefuðu hassið uppi í póst- inum. Pakkinn var sóttur og far- ið með hann á annan stað en heimilisfangið hljóðaði upp á og var hassið rakið til skötuhjú- anna. Andvirði hassins nemur á svörtum markaði hérlendis eitthvað um 130 þúsund krónum. Þetta er mesta magn sem tekið hefur verið í einu í langan tíma. Á síðastliðnu ári voru tekin rúm 2 kg af marijúana í Keflavík og fyrir nokkrum árum um 3 kg af hassi, sem mun vera mesta magn sem tekið hefur verið af fíkniefnum í einu hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.