Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1982 25 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuði innanlands. í iausasölu 8 kr. eintakið. Hrunadansinn Goðsögnin um stöðugleika á vinnumarkaði þegar Al- þýðubandalagið á aðild að ríkisstjórn hefur reynzt hin örgustu öfugmæli. Launaórói hefur verið hvað mestur þar sem Alþýðubandalagið hefur haft tögl og hagldir í stjórn- sýslu, eins og t.d. í heilbrigðiskerfinu, og launaþróun þar kallað á hliðstæð viðbrögð annarsstaðar í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir versnandi viðskiptakjör og rýrnandi þjóðar- tekjur af þeim sökum, sem og veiðibrests á loðnu og óhagstæðari samsetningar sjávarfangs, stefnir allt í harðnandi stéttaátök, þar sem hver starfshópurinn af öðr- um gerir kröfu til stærri hluta af lækkandi þjóðartekjum. Ef fram heldur sem horfir um tilkostnaðarhækkanir út- flutningsframleiðslu, umfram söluverð erlendis, verður þrautalendingin „enn og aftur" gengislækkun, smærri krónur með minna kaupgildi. Niðurstaðan verður allra tap en engra ávinningur. Hér verður ekki reynt að meta stöðuna í samningavið- ræðum ASÍ og VSÍ, enda það margir endar lausir, að erfitt er í að spá. Ljóst er þó að alvarleg&sti þröskuldur í vegi samninga er sá rökstuddi ótti láglaunafólks, að Benedikt Davíðsson, formaður launamálaráðs Alþýðubandalagsins, hyggist bíða átekta, meðan ASÍ gengur frá samningum, en koma síðan aftan að láglaunafólki með hagstæðari samn- inganiðurstöður fyrir sína umbjóðendur. „Sagan endurtek- ur sig,“ segir máltækið. Samningar á vinnumarkaði eru að sjálfsögðu frjálsir. Viðsemjendur geta samið um hvaðeina, sem báðir aðilar sættast á. Hinsvegar er það velsæmisspursmál í hugum fólks, hvort rétt sé að beita láglaunahópum fyrir kjarbar- áttu, sem endar í hlutfallslega meiri kjarabótum til hinna betur settu. Það er og talandi dæmi um hræsni Alþýðu- bandalagsins þegar Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, lætur Þjóðviljann hafa eftir sér í gær, að kjör láglauna- fólks þurfi að hafa forgang, á sama tíma sem Benedikt Davíðsson, formaður launamálaráðs flokksins, stendur í „neðanjarðarsamningum", sem koma eiga í bakið á lág- launafólki, enda er flokkurinn að verða að pólitísku við- undri í augum alþýðu manna. Eftir þriggja ára stjórnarsetu Alþýðubandalagsins er „stöðugleikinn á vinnumarkaðinum" sá, að hagsmunahópar þjóðfélagsins dansa hrunadansinn umhverfis lækkandi þjóðartekjur af meira kappi en nokkru sinni. Og formaður verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins stýrir sáttaum- leitunum — með baktjaldamakki — í strand, að því er virðist. Verkföll virðast því framundan næstu tvo daga — og ótímasett allsherjarverkfall í næstu viku, sem verður að skrifast á reikning Alþýðubandalagsins. — Engin sam- staða er milli aðila í ríkisstjórn um efnahagsviðbrögð. — En „heimavarnarlið" Alþýðubandalagsins leikur undir hrunadansinn af miklu kappi — og hefur ekki áhuga eða áhyggjur af öðru en spaugilegum innanflokksdeilum um skipun flokksfulltrúa í hafnarnefnd Reykjavíkurborgar! Landssamband iðnaðar- manna 50 ára Landssambandi iðnaðarmanna, sem sameinar félög, ein- staklinga og fyrirtæki á sviði byggingariðnaðar, fram- leiðsluiðnaðar og þjónustuiðnaðar í ein heildarsamtök, er 50 ára um þessar mundir. Á þessum tímamótum leggur sambandið höfuðáherzlu á, að sögn Sigurðar Kristinsson- ar, forseta þess, að öll löggjöf varðandi nútíma iðnrekstur verði tekin til heildarendurskoðunar á næsta Alþingi. Til- gangur þeirrar endurskoðunar skal vera að koma starfs- skilyrðum íslenzkra iðnfyrirtækja í það horf, að þau verði ekki lakari en annarra höfuðatvinnuvega þjóðarinnar. Um leið og Mbl. þakkar Landssambandi iðnaðarmanna farsælt forystustarf og árnar því framtíðarheilla skal sterklega tekið undir þá áskorun, að skipulega verði hafizt handa um endurskoðun viðkomandi löggjafar til að styrkja starfsskilyrði íslenzkra iðnfyrirtækja. Bolívar í Þjóðleik- húsinu annaö kvöld Þrjátiu manna leik- flokkur frá Rajatabla í Venezuela sýnir tvö verk á Listahátíð ÞRJÁTÍU manna leikflokk- ur frá Rajatabla-leikhúsinu er kominn til landsins til að koma fram á Listahátíð í Reykjavík. Rajatabla sýnir tvö leikrit í Þjóðleikhúsinu, Bolívar, sem frumsýnt verð- ur á föstudagskvöld og endursýnt á laugardags- kvöldið, og Forseta lýðveld- isins, en það leikrit verður fyrst sýnt 14. júní og síðan endurtekið þriðjudagskvöld 15. júní. Rajatabla-leikhúsið hefur starfað í rúm tíu ár, en það er með leiksmiðjusniði. Aðalleik- stjóri Rajatabla er Carlos Gim- énez, en hann átti upptökin að því að þetta tilraunaleikhús var stofnað. Rajatabla-leikhúsið er þekkt víða um lönd. Fyrstu árin náði starfsvettvangurinn ekki út fyrir Suður-Ameríku en frá því á árinu 1975 hefur leikhúsið verið á ferð og flugi og m.a. tekið þátt í helztu leiklistarhátíðum sem haldnar eru austan hafs og vest- an. Bolívar fjallar eins og nafnið bendir til um Símon Bolívar, sem á öndverðri síðustu öld lagði allt undir til að ná rómönsku Ameríku frá Spánverjum. Bol- ívar er í hávegum hafður hjá þeim ellefu einræðisstjórnum sem eru við völd í Suður-Amer- íku nú á dögum, en rauði þráður- Atriði úr Bolívar. inn í leikritinu er annars vegar draumur Bolívars um einingu og frelsi rómönsku Ameríku og hins vegar sú mynd sem blasir við nú. Höfundur leikritsins um Bolívar er José Antonio Rial, en um verkið segir hann m.a.: „Bol- ívar er pólitískt leikrit þar sem andlát, jarðarfarir, uppvakning persóna sem aldrei voru til eða eru dauðar, ólík tímaskeið, and- stæð tungumál, samfélags- árekstrar, fatnaður eða skrúðar, tónlist, tákn o.s.frv. er notað í þeim tilgangi að fjalla um lífið í rómönsku Ameríku í dag.“ Carlos Giménez, leikstjóri og stjórnandi Rajatabla. Bolívar var frumsýndur í Ven- ezuela í byrjun marz sl. en svo vill til að Island er fyrsta landið sem Rajatabla fer með sýning- una til, en í framhaldi af heim- sókninni hingað verður leikurinn sýndur í tíu Evrópulöndum. — Á.R. Ivo Pogörelich — nýstárlegur Chopin-túlkandi í Laugardalshöll Forráðamenn Listahátíðar í Reykjavík hafa fengið júgóslavneska píanóleikarann Ivo Pogörlich til að koma hingað til lands og leika með Sinfóníuhljómsveit íslands í Laugardalshöll nk. mánudagskvöld, 14. júní. Svo sem kunnugt er af fréttum varð flautuleikarinn James Galway fyrir slysi þannig að hann gat ekki komið á Listahátíð og leikið með sinfóníu- hljómsveitinni í kvöld, svo sem ráð var fyrir gert, og var þá brugðið á það ráð að útvega í skyndi aðra tónlistarstjörnu í hans stað. Ivo Pogörlich er 24ra ára að aldri. Hann varð heimsþekktur fyrir tveimur árum þegar hann tók þátt í Chopin-keppninni í Varsjá en þá klofnaði dómnefndin vegna Pogörlichs. Helmingur dómnefndarinnar gaf honum hæstu einkunn fyrir frammistöð- una í keppninni en hinn helming- urinn taldi að hann ætti skilið að fá lægstu einkunn. Lyktaði þess- um átökum svo að sá hluti dóm- nefndarinnar sem stóð með Pog- örlich sagði af sér og þar með var píanóleikarinn kominn á forsíður blaðanna. Viðbrögð hans við úr- slitunum voru þau að hann fór beint til Deutsche Grammophone og lék þar inn á plötu með verkum eftir Chopin en á plötuumslagi bað Pogörlich fyrir kæra kveðju til Varsjár. Ivo Pogörlich lærði píanóleik í Moskvu. Hann sigraði í Casa Grande keppninni á Ítalíu 1978 og í Alþjóðlegu tónlistarkeppninni í Montreal 1980. Hann hefur vakið athygli fyrir nýstárlega túlkun á verkum Chopins, en á tónleikun- um í Laugardalshöll á mánudags- kvöld leikur hann annan píanó- konsert Fredérics Chopins. Einn frægasti dansari Indlands í íslenzku óperunni: Hún segir sögur meö dansandi líkama Shovana Narayan, sem er einn frægasti dansari Indlands og hefur dansað víða um heim sígildan indverskan dans, Kathak, sem er einn af sex danstegundum af trúarlegum toga í Indlandi, mun dansa á fjölum íslenzku óperunnar nk. laugardagskvöld. Shovana mun dansa þar bæði hraða og taktfasta dansa og rólega dansa sem byggja á frásögn með hreyfingum, en á fundi með blaðamönnum Morgunblaðsins sagði hún eins auðveldlega sögur með hreyfingum og svipbrigðum eins og landan- um er tamt að segja frá með orðum. Shovana er ávallt fengin til að dansa fyrir erlenda þjóðhöfð- ingja þegar þeir heimsækja Ind- land og meðal þeirra, sem hún hefur dansað fyrir, eru Carter, forseti Mexico, Karl Bretaprins, forseti Bangladesh og oft hefur hún dansað fyrir Indiru Gandhi. Þetta er í fyrsta sinn sem Shov- ana dansar á Islandi og reyndar í fyrsta skipti á Norðurlöndum, en hún hefur dansað all víða um heim. Hún vann fyrir nokkrum árum alþjóðlegan titil á vegum Sameinuðu þjóðanna þar sem miðað var við gáfur og fegurð. Hinn sígildi dans Shovana er list sem ekki hefur áður verið sýnd á íslandi og tilþrifamikil tónlist er undirtónninn. Kathak er sígildur trúardans sem hefur þróast á 2000 árum í Norður-Indlandi. Venjulega er 4 manna hljómsveit með Shovana en hérlendis hefur hún tónlist- ina á tónbandi. Shovana kom til landsins í gær frá Vínarborg þar sem hún dansaði í fyrrakvöld. Hún dans- aði í fullum skrúða fyrir frétta- menn í gærkvöldi, en fóta- búnaður hennar inniheldur 400 bjöllur sem skipta miklu máli í hljómfallinu þegar hinn austur- lenzka fegurð og mýkt tjáir sög- una með hinum ótrúlega mörgu möguleikum líkamans í þeim efnum án orða. Kathak þýðir saga og hinir margbreytilegu dansar segja sögur úr ýmsum áttum. um ökklana. l.jÓNm. Mbl. (íuðjó % Kjarvalsstaðir á Listahátíð: Verk John Speights á kammertón- leikum í kvöld Þriðju kammertónleikarnir í röð á Kjarvalsstöðum á Listahátíð verða í kvöld klukkan níu, en á þessum tón- leikum verða kynnt verk eftir John Speight. Á efnisskrá eru tvö verk, Verses and Cadenzas og Strengja- kvartett nr. 2. í tónleikaskrá segir um fyrra verkið að það sé grundvallað á John Speight fyrsta samspilskaflanum. Að hon- um afloknum kemur einleikskafli fyrir klarinett. Á eftir næsta sam- spilskafla leikur fagottið einleik. Þriðji samspilskaflinn sem er fyrir fagott og klarinett er mjög stuttur og við tekur einleikur á pí- anó. í síðasta samspilskaflanum leika öll hljóðfærin einleik sam- tímis. Þetta verk var samið fyrir þremur árum handa flytjendum sem eru Sveinbjörg Vilhjálms- dóttir píanóleikari, Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari og Einar Jóhannesson klarinettleik- ari. Strengjakvartettinn skiptist í tólf kafla. Það var tileinkað Þor- katli Sigurbjörnssyni og frumflutt fyrir fjórum árum, en flytjendur á tónleikunum að Kjarvalsstöðum í kvöld eru fiðluleikararnir Helga Hauksdóttir og Rut Ingólfsdóttir, Pétur Þorvaldsson sellóleikari og Sesselja Halldórsdóttir, sem leik- ur á víólu. Elliðaárnar opnaðar í dag ELLIÐAÁRNAR voru opnað- ar klukkan 7 í morgun og fyrstur átti að renna Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík. Átti hann að hefja veiðar í Fossinum, sam- kvæmt gamalli hefð. í samtali við Morgunblaðið í gær, sagði Friðrik Stefánsson framkvæmdastjóri SVFR, að auk borgarstjóra myndu Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri og Gunnlaugur Pétursson borgarrit- ari veiða í ánum fyrir hádegi, frá klukkan 7—13. Eftir hádegi, frá klukkan 15—21, verða við veiðar þeir Haukur Pálmason yfirverk- fræðingur Rafmagnsveitna Reykjavíkur, Þórður Þ. Þorbjarn- arson borgarverkfræðingur, Gunnar Eydal skrifstofustjóri borgarstjórnar og Ragnar Júlíus- son formaður veiði- og fiskirækt- arráðs. •Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er laxinn farinn að ganga í Elliðaárnar, þó seinna sé en oft áður, og voru í gær komnir 6 laxar upp fyrir teljara. Tíðindamaður Mbl. sagðist í gær hafa séð nokkra laxa í neðsta veiðistaðnum, Eld- húshyl, og ennfremur sáust laxar bylta sér í ósnum. Hvað sprengdi vióræóur ASÍ og VSÍ? í fyrrinótt slitnaöi upp úr samningaviðræöum ASÍ og VSÍ og sögöu vinnuveitendur, aö ástæöan væri „leynisamningur", sem Meistarasam- band byggingarmanna og byggingarmenn heföu gert meö sér, en sá samningur geröi ráö fyrir mun meiri hækkunum, en gera mætti ráö fyrir aö yröu upp á teningnum í viöræöum ASÍ og VSÍ. Morgunblaðið innti deiluaöila eftir áliti þeirra á málinu. Fara svör þeirra hér á eftir: Ásmundur Stefánsson: „ÞAÐ, SEM gerðist við upphaf sáttafundar í gær, var að Vinnuveitendasambandið gerði okkur grein fyrir hugmyndum eins af forystumönnum Meistara- sambands byggingarmanna, um það hvernig mætti leysa deilu byggingarmanna,“ sagði Ásmundur Stef- ánsson, forseti ASI, i samtali við Mbl. — Vinnuveitendur bentu þar á, að í þessum hugmyndum byggingarmanna væri um að ræða mun meiri hækkun en búast mætti við að fengist í samningum ASÍ og VSÍ. Spurning Vinnuveit- endasambandsins var því sú, hvort landssam- böndin, sem væru í samfloti Alþýðusambands- ins, treystu sér til að ganga frá samningum fyrr en ljóst væri, hvort þessar hugmyndir bygg- ingarmanna yrðu að raunveruleika. Svarið, sem gefið var af hálfu þeirra Alþýðu- sambandslandssambanda, sem eru í samflotinu, var það að þau teldu óhjákvæmilegt að reyna að ná samningum og flýta því, en jafnframt hlyti þeim samningum að fylgja fyrirvari þess efnis, að ef samið yrði um meiri kauphækkanir í öðrum samningum, hlytu samningar þeirra að verða teknir til endurskoðunar til samræmis. Vinnu- veitendasambandið hins vegar neitaði alfarið á þessum grundvelli, að ræða við landssamböndin, sem fæst hafa fengið efnislegar umræður hingað til. Vinnuveitendasambandið neitaði ennfremur að ræða við Alþýðusambandið eða heildarsamn- inganefnd okkar um þær almennu kröfur sem þar eru á borðinu um grunnkaupshækkanir, vísi- tölu og fleira. Málið fór því í harðan hnút í nótt. Það er því óhjákvæmilegt, að þau verkföll, sem boðuð höfðu verið 10.—11. júní, komi til fram- kvæmda. Við vonumst hins vegar til þess, að sáttanefnd taki einhver skref í málinu til að koma viðræðum af stað að nýju. Það liggur hins vegar ekkert fyrir um slíkt. Sáttanefndin tók sér tíma og frá henni höfum við ekki heyrt ennþá, sagði Asmundur Stefánsson ennfremur. Asmundur sagði, að Alþýðusambandsmenn hefðu ekki farið í neinar efnisumræður um þess- ar hugmyndir umrædds forystumanns Meistara- sambandsins. — Þær eiga betur heima í viðræð- um Meistarasambandsins og byggingarmanna, sem við þá semja. Hins vegar er rétt að árétta, að þessi forystumaður og þeir fulltrúar sem þarna voru af hálfu byggingarmanna voru á því máli, að engar tillögur hefðu verið lagðar fram í þessu máli gagnvart félögunum, sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, ennfremur. Benedikt Davfðsson: „VIÐ höfum verið að tala um hækkanir á svipuðum nótum og aðrir, nema hvað rætt hefur verið um ein- hverja leiðréttingu á reiknitölunni, sem hefur ekki hækkað í samræmi við aðrar launahækkanir í landinu á undanförnum árum,“ sagði Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingarmanna, í samtali við Mbl. — Menn verða hins vegar að hafa það hugfast, að það er einungis verið að tala um leiðréttingu á þessu ákveðna launakerfi, sem aðeins hluti bygg- ingarmanna starfar eftir. T.d. eru aðeins 20—30% félaga í Trésmiðafélagi Reykjavíkur, sem starfa samkvæmt þessu kerfi, en félagið er stærst þeirra félaga, sem aðild eiga að sambandinu. Hins vegar starfar meginþorri félaga í Múrarafélaginu sam- kvæmt þessu kerfi, en þeir standa utan okkar sam- bands, sagði Benedikt ennfremur. — I mörgum undanförnum samningum hafa laun verið skert verulega í þessu ákveðna launa- kerfi, þegar breytingar hafa verið í aðra átt í öðr- um kerfum. Annars hefur það komið í ljós í þeim könnunum, sem gerðar hafa verið, að reiknitalan hefur verið skert um 24 —40%, mismunandi eftir stéttum, frá árinu 1971. Hugsanleg leiðrétting er því eitthvað til mótvægis við þetta. Við reiknum ekki með, að þarna verði eitthvað stórt stökk held- ur verið eitthvað komið til móts við okkar menn, sagði Benedikt ennfremur. — Þegar það er haft í huga, að aðeins hluti bygg- ingarmanna starfar samkvæmt ákvæðisvinnukerfi, þá er ljóst að sú hækkun sem kann að koma til mun ekki virka nema hlutfallslega, sagði Benedikt. Benedikt bætti því við, að vinnuveitendur hefðu sett dæmið mjög ýkt upp. — Það er greinilega gert til að finna góða áróðursstöðu á þessum slita- punkti. Það er hins vegar rétt, að við höfum stefnt að, og okkar viðsemjendur hafa viðurkennt, að leið- rétting á þessu kerfi væri nauðsynleg, sagði Bene- dikt Davíðsson að lokum. Þorsteinn Pálsson: „ÞETTA gerist þannig, að á mánudagskvöldið á sátta- fundi fengum við upplýsingar um, að Meistarasam- band byggingarmanna teldi sig hafa upplýsingar um það hvernig Ijúka mætti samningum við byggingar- menn, að loknum heildarsamningum við Alþýðusam- bandið,“ sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, í samtali við Mbl. — Við óskuðum þá þegar eftir því, að sátta- nefndin hlutaðist til um, að við fengjum í hendur efnisatriði í þessu hugsanlega samkomulagi, sem Meistarasambandið taldi, að ná mætti samningum um. Sáttanefndin gerði þetta og formaður Meistarasambands byggingarmanna gaf fulltrúa Vinnuveitendasambandsins munnlega skýrslu um þessi efnisatriði. Hún var skrifuð niður og síðan lesin upp fyrir formann Meistarasambandsins og hann staðfesti, að hún væri rétt niður skrifuð. Þegar hér var komið sögu, var ljóst að þarna voru komnir á flugstig samningar við þá sem eru í hæstu flokkum launakerfisins, sem gerðu ráð fyrir verulegum hækkunum fram yfir það sem aðrir aðil- ar innan Alþýðusambandsins gátu átt möguleika á í samningum. Vinnuveitendasambandið taldi við þessar aðstæður óhjákvæmilegt, að gera viðræð- unefnd Alþýðusambandsins og formönnum lands- sambanda þess grein fyrir þessum nýju upplýsing- um. í því sambandi er alrangt, að nokkur trúnaður hafi verið brotinn. Þær grófu ásakanir eiga ekki við nein rök að styðjast. Það hefur ekki eitt einasta efnisatriði í þessari skýrslu, sem formaður Meist- arasambandsins gaf Vinnuveitendasambandinu, verið upplýst opinberlega. Einungis rætt á sátta- fundinum. Við lögðum þessi efnisatriði fyrir viðræðunefnd Alþýðusambandsins og spurðum hvort hún teldi, að þessar upplýsingar myndu breyta afstöðu hennar til væntanlegra samninga. Svar Alþýðusambands- ins var það, að þetta myndi breyta stöðunni og setja yrði skilyrði fyrir væntanlegum samningum, þannig að þeir yrðu að gera fyrirvara um uppsögn, eða endurskoðun hugsanlegs samkomulags, ef byggingarmenn semdu á eftir. Þetta gat Vinnuveit- endasambandið auðvitað ekki samþykkt. Með því hefði það framselt samningsrétt sinn gagnvart meginþorra launþega í landinu í hendur bygg- ingarmeisturum. Þannig voru samningarnir komnir í sjálfheldu og þannig er staðan í dag. Við lítum svo á, að báðir meginsamningsaðilar séu í miklum vanda, eftir að þetta upplýstist og niðurstaða sáttafundarins í gær var sú, að það væri eðlilegt að sáttanefndin fengi umþóttunartíma til að íhuga núverandi stöðu máls- ins, sagði Þorsteinn Pálsson. Gunnar S. Björnsson: „EG ER meira en lítið undrandi á Vinnuveitendasam- bandinu, að halda því fram, að við höfum sprengt þessar viðræður, þó þarna hafi farið fram einhverjar viðræður milli manna innan okkar raða og þeirra, þar sem menn hafa verið að ræða stöðu mála og hvernig staðan sé á hverjum stað fyrir sig, þá eru samningar okkar ekkert komnir á veg og við höfum alfarið neitað okkar viðsemjendum um þær kröfur, sem þeir hafa verið með,“ sagði Gunnar S. Björnsson, formaður Meistarasambands byggingarmanna, í samtali við Mbl. — í okkar huga hefur aldrei verið annað en að fylgja því, sem annars staðar kann að verða ofan á. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því, að við höfum enga stöðu til annars. Við höfum aftur á móti mjög lítið getað fylgzt ’ með því, sem verið hefur að gerast niðri í Karphúsi, þar sem við erum ekki innan Vinnuveitendasam- bandsins og flestir okkar viðsemjenda eru ekki inn- an raða Alþýðusambandsins. Þær ásakanir vinnu- veitenda um að við höfum sprengt upp viðæðurnar í gær, eru því gersamlega úr lausu lofti gripnar. Og þær upplýsingar, sem þeir leggja á borð innan veggja í Karphúsinu í gær, sem að þeirra mati hafa sprengt þetta upp, eru gersamlega úr lausu lofti gripnar að mínu mati og affluttar og vitlaust fram- settar ef þær eru byggðar á því einkasamtali, sem ég átti við ákveðinn starfsmanna Vinnuveit- endasambandsins. Auk þess sagði Þorsteinn Páls- son, að þetta blessað skjal hefði verið lesið upp yfir mér og ég staðfest það. Það hefur aldrei verið gert. Ég sá þetta plagg fyrst þegar ég var kallaður inn á fund til formanna landssambanda Alþýðusam- bandsins í gær, sagði Gunnar S. Björnsson. Gunnar sagði, að engar hugmyndir hefðu verið settar fram af hálfu meistara til lausnar deilu að- ila.—Þó að við höfum að sjálfsögðu verið að velta fyrir okkur ýmsum hlutum til lausnar þessari deilu, þá hafa þeir ekki verið framsettir við við- semjendur okkar, sagði Gunnar S. Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.