Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ1982
Hvemig Gull & Silfur-málið upplýstLst:
/■
I lopavettlingi fundust 68
hringir og 3 gullarmbönd
RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins upplýsti um helgina innbrotið í
skartgripaverslunina Gull & Silfur, svo sem fram hefur komið í fréttum.
Þrír menn voru handteknir, þar af einn á Keflavikurflugvelli er hann
hugðist fara úr landi með hluta þýfisins. Rannsóknarlögreglumenn hand-
tóku manninn, en þeir voru í svokallaðri eftirgrennslan. Rannsóknarlög-
regla ríkisins hefur um nokkurt skeið sent rannsóknarlögreglumenn út af
örkinni til þess að svipast um eftir eftirlýstum brotamönnum um helgar
og á síðkvöldum. Þessi eftirgrennslan um helgina varð til þess að stór-
þjófnaðurinn í Gull & Silfur upplýstist.
Aðfaranótt laugardagsins
voru tveir rannsóknarlögreglu-
menn á eftirlitsferð á Laugavegi
og komu þeir að þar sem lög-
reglumenn voru að handtaka
kunnan bílaþjóf, sem fyrr um
nóttina hafði brotist inn í versl-
un á Selfossi og stolið þaðan út-
varps- og kassettutækjum og var
auk þess á stolnum bíl. Þeir
veittu lögreglunni aðstoð við
handtökuna.
Þá kom að leigubifreiðarstjóri,
sem kvaðst hafa séð kunnan af-
brotamann á reiðhjóli með
barnastól og taldi líklegt, að
hjólið væri stolið. Þetta var um
klukkan fjögur um nóttina.
Skömmu síðar var óskað eftir
því, að rannsóknarlögreglu-
mennirnir kæmu á lögreglustöð-
ina og fóru þeir þangað. Þar var
þeim skýrt frá því, að leigubif-
reiðarstjóri hefði tilkynnt að af-
brotamaðurinn hefði sést á Hót-
el Loftleiðum og veifað þar far-
seðli til Kaupmannahafnar. RLR
hafði þennan mann grunaðan
um aðild að þjófnaðinum í Gulli
& Silfri.
Manninum var veitt eftirför
til Keflavíkurflugvallar og hand-
tekinn. Við leit fundust tvær
hasspípur og farangurstaska.
Maðurinn var fluttur í Síðu-
múlafangelsið í Reykjavík. Við
leit í töskunni fannst lopavettl-
ingur og í honum 68 gullhringir
merktir Gulli & Silfri og 3
gullarmbönd. í kjölfarið fékkst
húsleitarheimild í tveimur hús-
um í miðbænum.
Við yfirheyrslur yfir þeim,
sem tekinn var á Keflavíkur-
flugvelli, uppiýstist málið. Mað-
ur sá, sem úrskurðaður var í
gæsluvarðhald á sínum tíma
vegna rannsóknar málsins en
hélt statt og stöðugt fram sak-
leysi sínu, braust inn í Gull &
Silfur og hafði á brott skartgripi
fyrir um 800 þúsund krónur.
Þriðji maðurinn var viðriðinn
málið með þeim hætti, að hann
geymdi hluta þýfisins.
„Afl vort og æra“
eftir Nordahl Grieg
ARNARTAK hefur gefið út leikrit Nordahl.s Grieg; „Afl vort og æra“ ■ þýðingu
Jóhannesar Helga, sem ritar formála um höfundinn og verkið, sem á frummálinu
heitir: „Vár ære og vár rnakt." Bókin er gefin út með tilstyrk Norræna þýðingar-
sjóðsins.
I formálanum segir Jóhannes
Helgi, að Grieg hafi samið leikritið
1935, þá nýkominn frá Rússlandi
heim til Bergen. Hann hafi þá verið
búinn að kynna sér Mein Kamp, eftir
Adolf Hitler og hafi sú bók endan-
lega sannfært hann um að önnur
heimsstyrjöld væri ekki langt und-
an. „Og er Afl vort og æra örvænt-
ingarfull tilraun hans til að opna
augu manna fyrir viðurstyggð styrj-
alda. Hann gerði það með því að
draga upp sem víti til varnaðar
myndir af þátttöku norskra sjó-
manna í heimsstyrjöldinni fyrri. Og
það voru einmitt myndirnar frá
hinni svokölluðu „Jobbetid", gróða-
brallstímabili Norðmanna frá þeim
árum, sem mest áhrif höfðu á þjóð-
ina,“ segir m.a. í bókarkynningu út-
gefanda. Og ennfremur: „Það var út
af lýsingu Griegs á útgerðarmönn-
unum að átök hófust um verkið áður
en það var fært upp og kalla þurfti
út öflugt lögreglulið þegar það var
frumsýnt.
Ekkert leikrit á Norðurlöndum á
þessari öld hefur valdið öðru eins
fjaðrafoki."
Nordahl Grieg var mikill ís-
Nordahl Grieg. 1943.
landsvinur, dvaldi m.a. hér á landi á
stríðsárunum. Síðustu ljóð hans;
Friheten, voru frumútgefin hér á
landi í sama mánuðinum og hann
féll, en hann barðist með banda-
mönnum og var flugvél hans skotin
niður á jólaföstu 1943 í loftárás á
Berlín.
Allar rúður pressuklippu voru mölbrotnar.
Myndir Mbl. RAX
Skemmdarvargar
á ferð í Sundahöfn
SKEMMDARVARGAR brutu í fyrri-
nótt yfir 20 rúður i þremur gröfum
og þrjár stórar rúður voru brotnar í
stjórnhúsi klippupres.su Sindrastáls í
Sundahöfn, en í henni eru daglega
um 150 bílar klipptir og pressaðir.
„Tjónið er verulegt, auk þess að
þetta tefur mjög vinnu," sagði Ás-
geir Einarsson, hjá Sindrastáli í
samtali við Mbl.
„Allt i kring eru bílhræ, mörg
hver með heilum rúðum en skemmd-
arvargarnir litu ekki við þeim. Þeir
létu skemmdarfýsn sina bitna á
vinnutækjunum. Þetta er ekki í
fyrsta sinn að ráðist er á tæki okkar
í Sundahöfn og stórtjón unnið,“
sagði Ásgeir Einarsson.
Sveinn Ásgeirsson, verkstjóri, sýnir
Ijósmyndara brotnar rúður úr gröfu.
Blönduvirkjun:
Hrepparnir hafa valið
fulltrúa í samráðs-
nefnd til þriggja ára
NÚ HAFA allir hreppar, sem aðild eiga að Blönduvirkjun, tilnefnt fulltrúa í
samráðsnefnd, sem fjalla mun að einhverju leyti um tilhögun virkjunarfram-
kvæmdanna. Svínavatnshreppur og Bólstaðarhlíðarhreppur tilnefna einn full-
trúa hvor, Torfalækjarhreppur og Blönduóshreppur einn saman og Seylu-
hreppur og Lýtingsstaðahreppur einn saman.
ENN AUKUM VIÐ
ÞJÓNUSTUNA!
Við höfum fiutt norður yfir götuna og I Sólvallagötu (Áöur bílaskemmur Stein-
opnað eina glæsilegustu byggingavöru- dórs). Komiö og kynniö ykkur úrvaliö og
verslun landsins á horni Hringbrautar og | ótrúlega hagstæóa greiösluskilmála.
ATH: Aökeyrsla og bilastæði er nú aó
norðanveróu frá Sólvallagötu.
Jk>*
Hjá okkur fáiö þió
úrval af:
AÐKEYRSLA
OG
BÍLASTÆÐI
Gólfteppum og
byggingavörum
Golfdukum
Flisum
Hrainlætistækjum
Auk þess:
Spónaplötur
Viðarþiljur
Harðvið og
Spón-
Vióurkennda
einangrun
Millfveggjaplötur
Utveggjastein
Þakjárn
|lliH ILM ■ tf ■ ■ j * **—=—/ v®r m n * unri o.n.
c 19 BYGGINGAVÖRUR
HRINGBRAUT120, SÍMI 28600.
Að sögn Ingvars Þorleifssonar,
hreppstjóra á Sólheimum í Svína-
vatnshreppi, voru fulltrúarnir til-
nefndir til þriggja ára, samkvæmt
ósk iðnaðarráðuneytisins og áður
undirrituðum samningum þar að
lútandi. Nokkurrar óánægju hefði
gætt hjá ýmsum vegna þessa og
voru uppi raddir um það að fresta
tilnefningu fulltrúa fram yfir
hreppsnefndarkosningar eða kjósa
þá til styttri tíma. Menn eru því
ekki enn á eitt sáttir hvað virkjun
Blöndu snertir og kemur það með-
al annars fram í listaframboði til
hreppsnefndarkosninga þann 26.
þessa mánaðar. I tveimur hrepp-
um, Svínavatnshreppi og Lýt-
ingsstaðahreppi eru tveir listar í
framboði og skiptast eftir skoðun
frambjóðenda á virkjunarmálum.
í einum hreppi, Blönduóshreppi
var kosið 22. maí og voru þar póli-
tískir listar, en í öðrum hreppum,
sem aðild eiga að Blönduvirkjun,
verður óhlutbundin kosning.
Þá kom það fram hjá Ingvari, að
öll gögn frá iðnaðarráðuneytinu
væru nú komin norður, en fram-
kvæmdir að litlu leyti hafnar. Þó
væri byrjað á vegagerð og væru
þau mál komin í einhvern hnút
vegna tilfærslu vegarins í landi
Höllustaða. Skildist honum að
Páll vildi ekki samþykkja vegar-
lagninguna að svo stöddu, en ekki
væri ljóst hvers vegna.
Nýja bíó frumsýnir Meistaraskotið
Nýja bíó frumsýnir í dag kvikmyndina „Title Shot“ eða „Meistaraskotið**
með Tony Curtis, Richard Gabouire og Susan Hogan. Leikstjóri er Les Rose.
Myndin fjallar um Frank nokk-
urn Renzetti, undirförulan gróða-
brallara í Toronto í Kanada. Hann
hefur útbúið tölvu, sem segir hon-
um fyrir um líklegustu úrslit
kappleikja og hefur hann oft
grætt vel í veðmálum. Renzetti og
aðstoðarstúlka hans, Sylvía,
ákveða að græða vel á fyrirhuguðu
heimsmeistaraeinvígi í hnefaleik-
um og um það fjallar myndin.
Verður ekki nánar farið út í sögu-
þráð hér.
N/ JVJ | _t li « |r V/ ^ % W-1
« % ''Vf I * IV« I Ul U M »» « » :» 1» «W-I Ullít