Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10; JÚNÍ1982 15 Námsflokkar Akureyrar: Sex húsmæður fyrstar til að ljúka verzlunar- prófi úr öldungadeild Akurejri, 5. júní. FYRSTU nemendurnir með al- mennu verslunarprófi úr öldunga- deild Námsflokka Akureyrar bafa nú lokið námi og prófum og tóku við skírteinum sínum í dag úr hendi skólastjórans, Bárðar Halldórsson- ar. í ávarpi, sem hann flutti við þetta tækifæri, fór hann mjög lofsamlegum orðum um árangur nemendanna, sem eru sex hús- mæður, og kvað það ekki síst að þakka kappi þeirra og áhuga, að tekist hefði að halda uppi kennslu á verslunarbraut með öldunga- deildarsniði á Akureyri. Námið er í áfangakerfi og námsefni hlið- stætt því, sem kennt er til al- menns verslunarprófs í fram- haldsdeildum Gagnfræðaskóla Akureyrar. Á myndinni eru, taiið frá vinstri: Bárður Halldórsson, skólastjóri, Ester Einarsdóttir, Helga Theódórsdóttir, Eva Ing- ólfsdóttir, Ágústa Ólafsdóttir, Guðlaug Jóhannesdóttir og Ellen Pálsson. SV.P. 7. dagur: Frjáls. 8. dagur: Heimsókn í Canada Wonder- land, „Disneyland" Torontobúa. 9. dagur: Frjáls. 10. dagur: Dýragarðurinn heimsóttur. 11. dagur: Brottför. Ódýrara en þig grunar Gisting í íbúðum á Town Inn Verð fyrir fullorðna kr. 8.980.- Börn 2ja-12 ára kr. 4.490.- Gisting á Neill Wycik College Verð fyrir fullorðna kr. 7.700.- Börn 2ja-12 ára kr. 3.850.- Innifalið: Flug, gisting, flutningur til og frá flugvelli erlendis, skoðunar- ferðir og íslensk fararstjórn. Verð miöast vlð flug og gengi 1. júnf 1982 Brottfarardagar Kynntu þér ótal spennandi ferðamöguleika okkar í tengslum við Toronto-flugið Og nú býður Samvinnuferðir-Landsýn fjölskyldufólki upp á sérstakar hópferðir með íslenskri fararstjórn. Börn á aldrinum 2ja-12 ára fá 50% afslátt og dagskrá hópferðanna er sérstaklega miðuð við sameiginleg áhugamál hinna ólfku aldurshópa. fyrir börnin Það er leitun að amerískri stórborg á borð við Toronto, þegar sameiginlegir ævintýrastaðir barna og fullorðinna eru annars vegar. Tivolí, Disneyland, Dýragarðurinn og Sædýrasafnið eru á meðal fjölmargra stórkostlegra staða sem öll fjölskyldan heimsækir, glæsi- legar sundlaugar eru víða, leikvellir og og skemmtigarðar fjölmargir og sjálf- sagt er að bregða sér á ströndina. AMERIKU Ferðadagskrá 1. dagur: Hreiðrað um sig á gististað. 2. dagur: Skoðunarferð um Toronto, C.N. Tower o.fl. 3. dagur: Frjáls. 4. dagur: Ontario Place- undraheimur bama og fullorðinna. 5. dagur: Frjáls. 6. dagur: 1/1 dags ferð til Niagara- fossanna og komið er við á hinu stór- kostlega Sædýrasafni heimamanna. 50“ afsláttur Florida Hawaii Fjölskyldupakki 1 1 daga pakki Húsbílar O.fl. o.fl. Júní: 14,24. Júlí: 5,15,26. Ágúst: 5,16,26. Toronto- hárrétti staðurinn fyrir „öðruvísi” sumarfrí Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.