Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ1982 37 I ráði að stofna upp- eldisbraut við MI SKÓLASLIT Menntaskólans á ísa- firði fóru fram laugardaginn 29. maí 1982 kl. 14.00 i Alþýðuhúsinu. Við upphaf athafnarinnar lék Kamm- ersveit Vestfjarða fimm stutt lög eft- ir Kurt Weill. I ræðu skólameistara, Björns Teitssonar, kom fram, að níu fast- ir kennarar hefðu starfað við skól- ann á vetrinum, og 11 stundakenn- arar kennt meira eða minna. Nú eru 3—4 hinna föstu kennara á förum, og hafa störf þeirra verið auglýst. Þá hefur brytinn í mötu- neyti heimavistarinnar, Valmund- ur Árnason, sagt starfi sínu lausu. í hinum hefðbundna mennta- skóla, dagskólanum, voru í vetur við nám 129 nemendur, og þar að auki 27 í nýstofnaðri öldungadeild. Sé öldungadeildinni sleppt komu 62 nemendur við sögu á 1. ári, 30 á 2. ári, 16 á 3. ári og 21 á 4. ári. Af fyrstaársnemum voru 15 á við- skiptabraut. Á 2.—4. ári voru 38 á félagsfræða- eða málasviði en 29 á raungreina- eða náttúrufræða- sviði. Sem fyrr voru stúlkur í tals- verðum meirihluta í skólanum. Undir vorpróf gengu 110 nem- endur í dagskólanum, og hafa 94 staðist þau eða náð rétti til fram- haldsnáms. Af nemendum öld- ungadeildar hafa 20 náð upp á vorprófum. Skólameistari nefndi það, að afföllin á 1. ári hefðu verið heldur meiri í vetur en stundum áður, enda árgangurinn óvenju fjölmennur. Undir stúdentspróf gekkst 21 nemandi, 11 af félagsfræðasviði og 10 af náttúrufræðasviði. Hæstu fullnaðareinkunn af nýstúdentum hlaut Eygló Aradóttir frá Pat- reksfirði, 1. einkunn 8,25, en hún var af náttúrufræðasviði. Næst- hæst varð Heiðdís Hansdóttir frá Isafirði. Hæstu einkunn fyrir vetrar- námið í skólanum öllum hlaut Birgir Þórisson frá Hvalskeri í Rauðasandshreppi, 9,1, en hann var nemandi á 2. ári. Skólameistari sagði, að öld- ungadeildin við skólann hefði far- ið vel af stað, enda væri þar um góða nemendur að ræða. Hann sagði að kannað yrði á næstunni, hvort grundvöllur væri fyrir starfrækslu öldungadeildar á 1. ári aftur á næsta vetri, en til þess að svo gæti orðið þyrfti að fást lágmarkstala nemenda. — Nú er auglýst eftir nemendum á uppeld- isbraut 1. árs við skólann, en menntamálaráðuneytið hefur heimilað skólanum að hefja starf- rækslu slíkrar brautar í haust, ef þátttaka verður næg. Gert er ráð fyrir að hér verði um tveggja ára braut að ræða, sem einkum gefi réttindi til fóstru- og þroska- þjálfanáms, svo og náms við íþróttakennaraskóla. Skólameistari ræddi um bygg- ingamál skólans, en þau hafa lítið gengið í vetur. Nú alveg nýlega var þó boðinn út verkáfangi við hið nýja kennsluhúsnæði, og á það allt að verða tilbúið undir tréverk fyrir 15. mars 1983. Fulltrúi fimm ára stúdenta, Svandís Kristjánsdóttir, flutti ávarp fyrir hönd síns árgangs og árnaði skólanum heilla. Að lokinni afhendingu próf- skírteina og verðlauna beindi skólameistari máli sínu til nýstúd- enta, þakkaði þeim fyrir góð kynni og ræddi nokkuð um tilganginn með uppeldi og menntun yfirleitt. Við lok athafnarinnar lék einn úr hópi nýstúdenta, Björk Sigurð- ardóttir frá ísafirði á píanó, verk eftir Chopin. (FrétUtilkynning) Þorlákshöfn: Stefnt að vígslu kirkjunnar að ári HINN 28. apríl 1979 var tekin fyrsta skóflustunga að Þorlákskirkju í Þorlákshöfn. Það ár var lokið við að steypa hana upp, og um síðustu áramót var hún fokheld. Þá var búið að kaupa allt efni til einangrunar o.fl. án þess að stofnað hefði verið til nokkurra skulda. 2. mars 1974 var stofnaður á vegum Kvenfélags Þorlákshafnar Kirkjubyggingarsjóður til minn- ingar um Hlyn Sverrisson, sem fórst af slysförum 5. janúar sama ár. Síðan hafa Þorlákskirkju borist ótal gjafir bæði í formi vinnu og peninga. Um síðustu áramót höfðu henni verið færðar 15.994,- gamlar krón- ur og 123.733,- nýjar. Þá höfðu eig- endur vörubíla og vinnuvéla gefið kirkjunni vinnu fyrir kr. 867.759,- gamlar krónur og 74.393,- nýkrón- ur auk þess sem 150 manns höfðu gefið 3.251 vinnustund og raf- tæknifræðingur allar raflagna- teikningar i húsið. Nú er farið að vinna inni í kirkj- unni og er það von þeirra, sem fyrir þeim framkvæmdum standa, að það geti orðið óslitið þar til hún stendur fullbúin og vígð til þeirrar þjónustu, sem henni er ætlað að inna af hendi. Standi Þorlákshafnarbúar sam- an af jafnmiklum myndar- og rausnarskap hér eftir sem hingað til — sem raunar þarf ekki að efa — þá verður hægt að vígja Þor- lákskirkju á næsta ári. Sóknar- og byggingarnefndir þakka þann óhemju stuðning og velvilja sem kirkjubyggingin hefir notið og vænta sama áhuga og ein- ingar um lokaáfangann, sem nú er hafinn. GODA álegg á brauðid V? - bragðgott og hollt G0ÐI 1 1 I |Sgr=a VANTAR ÞIG VINNU (nj W/l\ VANTAR ÞIG FÓLK g M Al'GLÝSIR l M AI.LT LANT) ÞEGAR Þl AIG- 1 I.YS1R 1 MORGl'NBLAÐIM’l Einnig ný snyrtistofa Erla Gunnarsdóttir og Ólöf Wessmann snyrtifræöingar opna nýja snyrtistofu og snyrtivöruverslun í hinum nýju húsakynnum aö Hótel Esju Suðurlandsbraut 2, sími 83055 þær bjóða upp á sólarium og alhliða snyrtingu. Sólogsnyrting

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.