Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 12
12 ISíORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1982 Náttúrugripasafnið í Valhúsaskóla. N áttúrugr ipasafn í Valhúsaskóla Stjórn Lista- og menningarsjóós Seltjarnarness lauk störfum á þessu kjörtímabili þann 18. maí síðastlið- inn með opnun náttúrugripasafns í Valhúsaskóla. Gripirnir sem nú eru til sýnis í skápum safnsins eru komnir úr einkasafni Sigurðar K. Arnasonar og eru ýmist erlendir náttúrugripir, íslenskir steinar eða steingervingar. Björn Jónsson skólastjóri bauð gesti velkomna. Magnús Erlends- son forseti bæjarstjórnar þakkaði stjórn Lista- og menningarsjóðs fyrir gott framlag til menning- armála á Nesinu. Sigurgeir Sig- urðsson bæjarstjóri þakkaði stjórn sjóðsins fyrir gott starf og Ólafur H. Óskarsson skólastjóri lýsti ánægju sinni með að hýsa safnið í Valhúsaskóla. Athyglisverðir náttúrugripir eru vel þegnir í náttúrugripasafn- ið og geta velunnarar safnsins sett sig í samband við stjórn Lista- og menningarsjóðs. Stjórn sjóðsins var á síðasta kjörtímabili skipuð Birni Jónssyni, Sigurði K. Árna- syni og Garðari Ólafssyni. "NÚ VEIT É6 NOKKUB SKIPSTJÚRI. VIÐ VERPUM RP <3ERH EITrHVfiP11 — segir m.a. í ályktun fulltrúaþings kennara Eyjafjörður: Orlofsheimili reyk- vískra húsmæðra Orlofsheimili reykviskra húsmæðra sumarið 1982 verður að Hrafnagils- skóla i Eyjafirði. Rétt til að sækja um dvöl á heim- ilinu hafa húsmæður í Reykjavík, sem veita eða hafa veitt heimili for- stöðu. Eins og sl. sumar mun hver hópur dvelja þar í eina viku. Fyrsti hópur- inn fer laugardaginn 3. júlí. Flogið verður með Flugleiðum til Akureyr- Frá og með 14. júní verður tekið á móti umsóknum á skrifstofu Orlofs- nefndar í Traðarkotssundi 6 í Reykjavík kl. 15—18 mánudaga til föstudaga. Harðlega er mótmælt síendur- teknum töfum á launaleiðrétting- um og greiðslu launa til einstakl- inga og einstakra hópa. Krefst þingið þess að ráðuneyti fjármála og menntamála komi þeim málum í viðunandi horf og að fullir van- skilavextir verði greiddir á öll vangoldin laun frá gjalddaga til greiðsludags. 40. þing röntgen- lækna á Norður- löndum í Rvík 9.—12. júní nk. SAMTÖK röntgenlækna á Norður- löndum halda 40. þing sitt í Reykjavík dagana 9.—12. júní. Iþessum samtök- um eru læknar sem hafa geislagrein- ingu sem sérgrein og Iteknar sem eru sérfræðingar í krabbameinslækning- um, en að auki eðlisfræðingar á geislasviði. Þetta er í annað sinn sem samtök þessi halda þing sitt í Reykjavík. Þingið hefst með formlegri setn- ingu í Háskólabíói að morgni 10. júní. Viðstaddir ráðstefnuna verða m.a. forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, sem er verndari þings- ins, forstöðumenn heilbrigðismála á Islandi, fulltrúar Reykjavíkur- borgar og aðrir gestir. Dagana 10., 11. og 12. júní verða fyrirlestrar um nýjungar í geisla- greiningu og krabbameinslækning- um, auk þess fyrirlestrar í eðlis- fræði sem þessu tengist. Einnig verður fjallað um nýjungar í lyfja- meðferð krabbameins og undirbún- ing geislameðferðar. Þrír erlendir sérfræðingar munu í dag flytja fyrirlestra um helstu nýjungar, eft- ir að setningu líkur. Þeir eru pró- fessor Isherwood frá Manchester, Englandi, prófessor Whorthington frá Nottingham, Englandi, og dr. Bach frá Núrnberg, Þýskalandi. Hrafnagilsskóli í Eyjafirði, þar sem reykvískar húsmæður dvelja í sumar. Þingið sækja um 350 þátttakendur. Fremsta röð frá vinstri: Elísabet Waage, Guðrún Th. Sigurðardóttir, Þórunn Ingvadóttir, Sigríður H. Þorsteinsdóttir, Svava Bernharðsdóttir. Önnur röð: Þórdís Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Signý Sæmundsdóttir, Magna Guðmundsdóttir, Inga Huid Markan, Daði Þór Einarsson. Þriðja röð: Gróa Hreinsdóttir, Aslaug Ólafsdóttir, Björk Jónsdóttir, Þóra Vigdís Guðmundsdóttir. Fjórða röð: Vilberg Viggósson, Guðni Franzson, Andrés Helgason, Halldór Víkingsson, Hjálmur Sighvats- son. Á myndina vantar Helgu Brynjólfsdóttur Tulinius. 21 nemandi lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Rvík Tónlistarskólanum í Reykjavík var sagt upp við hátíðlega athöfn í Háteigskirkju miðvikudaginn 26. maí. Við skólaslitin lék Strengjasveit skólans undir stjórn Mark Reed- mans og kór Tónlistarskólans söng undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar. Skólastjórinn Jón Nordal flutti skólaslitaræðu og skýrði frá því markverðasta úr skólastarfinu á liðnu ári. Brautskráðir voru 21 nemandi og var þeim afhent burtfararskírteini. Skiptust þeir þannig eftir deildum: 7 tón- menntakennarar, 3 blásarakenn- arar, 3 fiðlukennarar, 4 píanó- kennarar, 4 luku burtfararprófi í hljóðfæraleik og einn lauk einleik- araprófi. f ÁLYKTUN fulltrúaþings Kennara- sambands íslands um kjaramál seg- ir meðal annars, að það sé til van- sæmdar fyrir þjóðfélagið, að kennar- ar séu orðnir láglaunahópur. Heitir þingið á alla kennara að standa þétt að baki stjórnar og samninganefnd- ar í kjarabaráttunni í haust. Segir i ' ályktuninni að berjast þurfi fyrir stórauknum kaupmætti launa kenn- ara. Náist það ekki fram í samning- um verði Kennarasambandið að grípa til áhrifaríkari aðgerða. Því er beint til samninganefnd- ar KÍ, að sérstök áhersla verði lögð á eftirfarandi atriði meðal annars í komandi samningum. Laun kennara og skólastjórn- enda hækki verulega. Þessu verði m.a. náð með hækkun grunnlauna, samræmingu launastiga BSRB við laun á almennum launamarkaði og tilfærslu milli launaflokka. Staðfestur verði nýr vísitölu- grundvöllur sem gefi sem réttasta mynd af neyslu launafólks. Vísi- talan mæli jafnan að fullu þær verðhækkanir sem eiga sér stað og afnumdar verði allar skerðingar á verðbótavísitölu launa. 2. Fulltrúaþing KÍ felur stjórn KI að kanna möguleikana á því að Kennarasamband íslands fái verkfalls- og samningsrétt. Til vansæmdar að kennarar séu láglaunahópur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.