Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ1982 19 I 1 1\ "^ljÍ á Jr ' ; 1 SíB 1 ■ j JJ i 1 f jy'lÉk Éw* : m r WÆ r r f m Fjölbrautaskólinn á Akranesi brautskráði 88 nemendur Fjölbrautaskólanum á Akranesi var slitið í fimmta sinn föstudaginn 21. maí. Nemendur skólans voru á 7. hundrað en þar af voru um 100 í öldungadeild og um 90 nemendur í 9. bekk grunnskóla, en sú bekkjar- deild var starfrækt undir stjórn fjöl- brautaskólans. í ræðu skólameistara, Ólafs Asgeirssonar, kom m.a. fram að gerð hefur verið áætlun um upp- byggingu skólans næsta áratug. Hefur væntanleg uppbygging skólans verið miðuð við þessa áætlun, og er nú gert ráð fyrir að um 4000 m2 þurfi að byggja af kennsluhúsum, en að auki þarf að ljúka byggingu heimavistar og þjónustumiðstöðvar. Við skólaslit- in var tekinn í notkun hluti fyrsta áfanga verknámshúss, sem hafist var handa um að reisa í ágúst- mánuði 1981. Verður húsið full- smíðað um 850 m2 og hýsir málm- iðna- og rafiðnaðardeildir skólans. Skólameistari greindi frá því að skólinn hefur nú á fimm árum tekið við því hlutverki, sem honum var ætlað í áætiunum um fram- haldsnám á Vesturlandi, sem gerðar voru á árunum 1973—1976, og fullyrða megi að framhaldsnám á Vesturlandi sé nú skipulagt sem ein heild og að nemendur eigi greiða leið milli skóla. Fjölbrautaskólinn á Akranesi starfar á sjö námssviðum, samfé- lagssviði, raungreinasviði, heil- brigðissviði, viðskiptasviði, tækni- sviði, matvælasviði og listasviði. A skólaárinu brautskráðust 88 nem- endur frá skólanum, þar af luku 32 stúdentsprófi, 17 verslunarprófi, 3 sjúkraliðaprófi, sveinsprófi í húsasmíði luku tveir, vélvirkjun 1, 6 nemendur luku 2. stigs vélstjóra- prófi. Margrét Þorvaldsdóttir stúdent á uppeldisbraut hlaut verðlaun úr Minningarsjóði Elínar írisar Jón- asdóttur fyrir ágætan árangur í íslensku. Sigríður Sigurðardóttir stúdent og Hugrún O. Guðjóns- dóttir sem lauk verslunarprófi fengu verðlaun fyrir ágætan námsárangur. Áslaug Rafnsdóttir nemandi í öldungadeild hlaut við- urkenningu fyrir ágætan náms- árangur á verslunarprófi. Eyrún Þórólfsdóttir nemandi í 9. bekk hlaut viðurkenningu úr Minn- ingarsjóði Ingunnar Sveinsdóttur og Sigríður Skúladóttir hlaut við skólasiitin sérstaka viðurkenn- ingu fyrir ástundun og prúð- mennsku. Kór skólans söng við skólaslita- athöfnina og barst honum við það tækifæri gjöf frá Kvenfélagi Akraness, ferðastyrkur, en kórinn er um þessar mundir á tónleika- ferð í Noregi. Stofnað Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis NEYTENDAFÉLAG Reykjavíkur og nágrennis var stofnsett þriðjudaginn 18. maí síðastliðinn. Ákveðið var að starfssvæði félagsins yrði Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes, Garða- bær, Hafnarfjörður, Bessastaða- hreppur, Mosfellssveit og Kjósar- sýsla. Félagsmenn í Neytendasam- tökunum, sem nú verða félagar í þessari nýstofnuðu deild heildar- samtakanna, eru nú 2447. Markmið Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis er að gæta hagsmuna neytenda á fé- lagssvæðinu. Hyggst félagið veita félagsmönnum almenna ráðgjöf og upplýsingar sem lúta að verð- og vöruþekkingu. Félagið mun veita félagsmönnum leiðbeiningár um rétt sinn í viðskiptum og ennfremur fyrirgreiðslu, ef þeir verða fyrir tjóni vegna kaupa á vöru og þjónustu. Nýkjörin stjórn Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis væntir þess að neytendur á félagssvæðinu geri þetta félag að sterku afli sem standi vörð um hagsmuni neyt- enda. Þeim sem óska að gerast fé- lagsmenn, en árgjald er 150 krón- ur, er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins í Austurstræti 6 sem er opin virka daga milli klukkan 15 og 17. Stjórn Neytendafélags Reykja- víkur og nágrennis skipa: Jóhann- es Gunnarsson formaður, Erna Hauksdóttir varaformaður, Lára V. Júlíusdóttir gjaldkeri, Jón Ás- geir Sigurðsson ritari, og með- stjórnendur: Anna Kristbjörns- dóttir, Bergþóra Gísladóttir, Björn Hermannsson, Gyða Jó- hannesdóttir, Jóhanna Thor- steinsson, Sigrún Ágústsdóttir, Sigurður Sigurðsson og Teitur Jensson. (FrétUtilkynning.) Efnalaugin Vesturgötu 53 veröur lokuð frá og meö 24. júní til 12. ágúst. Viö- skiptavinir vinsamlega sækiö fatnaö ykkar. Opið þriöjud. og fimmtudag frá 9—18. Ath.: Engin móttaka fram aö lokun. VALDAR enskar og amerískar vasabrotsbækur. M.a. nýjustu bækur eftir metsöluhöfundana Alastair Maclean, Arthur Hailey, Adam Hall og Desmond Bagley. Verslunin Örk, Verslunarmiðstöðinni Miövangi, Hafnarfiröi. Sími 54333. LAWN-BOY GARÐSLÁTTUVÉLIN SÍMI 81500-ARIVIÚLA11 Það er leikur einn að slá með LAWN-BOY garðsláttu vélinni, enda hefur allt verið gert til að auðvelda þér verkið. Hafeindakveikja. sem tryggir örugga gang- setningu. Grassafnari, svo ekki þarf að^raka. 3,5 hö, sjálfsmurð tvi- gengisvél, tryggir lág- marks viðhald. Hljóðlát. Slær út fyrir kanta og alveg upp að veggjum Auðveld hæðarstilling Ryðfrí. Fyrirferðalitil, létt og meðfærileg. VELDU GARÐSLÁTTUVÉL, SEM GERIR MEIR EN AÐ DUGA. Ein frægasta og virtasta dansmær Austurlanda, hin indverska SHOVANA NARAYAN dansar á nýja sviðinu í Gamla Bíói laugardaginn 12. júní kl. 14. Þessi frábæra listakona hefur hlotiö einróma lof áhorfenda jafnt sem gagnrýnenda, en í Evrópu hefur hún sýnt list sína í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu og Sviss. Hún hlaut titilinn „Ungfrú Sameinuöu þjóðirnar“ í hinni svokölluðu „Brain & Beauty“-keppni stofnunarinnar 1974. ÍÍALÖ'G í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.