Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1982 35 sagði meiningu sína og skoðanir, hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. Hún var einörð og vilja- sterk, en þó ör og heit í skapi og gekk stundum hratt um gleðinnar dyr. Skap hennar minnti um margt á hafið, sem oft er blítt, lygnt og milt, en þar sem öldurnar rísa einnig hátt og brimið svarrar. Hún var tilfinninganæm og til- finningarík, átti gott og göfugt hjarta, sem gat elskað og fundið til. Vissuiega fann hún oft til á þeim árum, sem ég þekkti hana bezt og var sérstakur trúnaðarvin- ur hennar, sem hún trúði fyrir vonbrigðum sínum, óhamingju og erfiðleikum. Sársauki hennar var þó mikiu meiri síðar, er hún árum saman barðist við banvænan sjúkdóm. Hamingjusól þeirra Halldórs og Renötu var skammvinn. Þau skildu eftir sjö ára sambúð. Við skilnaðinn rofnuðu einnig að miklu leyti tengsl hennar við okkur vini þeirra frá skólaárun- um. Ég sá hana ekki mörg hin síð- ustu ár og mun því ekki rekja nán- ar æviatriði hennar hér, enda veit ég, að það munu aðrir gera. Ég fylgdist þó með lífi hennar og sjúkdómsstríði og hversu mikið sálarþrek, kjark og hörku hún sýndi til hinztu stundar. Þegar ég i dag fylgi elskulegri skólasystur til grafar, þá er mér sár söknuður í huga, en einnig heilög þökk og bæn. Líf hennar og örlög minna mig á það, að lífið er stutt — Vita nostra brevis est —, að við mennirnir sjáum skammt áleiðis, erum vanmáttugir og vit- um lítið um áfangana í lífinu, sigra þess og ósigra, ljós þess og skugga. Við erum alltaf að finna það og reyna, að vonir fæðast og vonir deyja, ljós koma og hverfa. Vorblómin bera sína fegurð og birtu, en fölna síðan og deyja. Renata Kristjánsdóttir var eitt fegursta og bezta blómið á akri þess mannlífs, sem ég þekkti, og var mér kær á skólaárunum. Og nú, þegar blómið fagra er fölnað og að foldu hnigið, vil ég hefja huga minn í þökk og bæn, þökk fyrir æskuárin góðu og allt, sem þau gáfu, og i bæn um blessun Guðs og náð henni til handa í nýj- um og fegurri heimi. Börnum hennar, foreldrum og ástvinum öllum votta ég mína dýpstu samúð og bið þann Guð, sem lífið gefur og lánið blessar, að styrkja þá, græða og hugga. Minning góðrar og elskulegrar móður, dóttur, systur og vinkonu mun bera birtu, fegurð og hlýju inn í lífið til hinzta ævikvölds. Kærleikurinn og fegurðin lifá og gróa að lokum inn í eilífð Guðs. „GráU skal barn góda móður hún er ímynd (.uAs elsku, en huggasi skal Guós bnrn því á himni lifir (•uó þess góðu móóur.“ Jón Einarsson, Saurbæ. Hún fæddist inn í Akureyri, þann sérstæða umdeilda stað, og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún var hálfur Deutscher — af þýzku bergi í móðurlegg, nánar tiltekið frá Prússlandi. Móðir hennar, Ur- sula Beate Guðmundsson, fædd Piernay, var að langfeðgatali komin af frönskum Húgenottum, sem flúðu Frakkland í trúar- bragðastyrjöldinni miklu og ílent- ust eins og fleiri samlandar í Prússlandi innan um „vonana" (framber fonana) og júnkarana (júngherrana) og blönduðust Prússum með þeirra hernaðar- anda, þrautþjálfaðan og fastmót- aðan gegnum margar kynslóðir, allt frá dögum Germananna. Þá er franskar kúltúrhefðir blönduðust strangleik og sjálfsaga og heraga Prússanna hlaut að koma eitthvað út úr dæminu. Beztu liðsforingj- arnir í þýzka hernum voru margir hverjir með þessa fransk-þýzku blöndu í blóðinu — hið listræna og glæsimennskulega og heims- mannslega frá Frakkanum og her- mennskuandann og stílinn frá Prússunum. Faðir Ursulu, afi hinnar látnu, var hátt settur og hátt skrifaður sjóliðsforingi í hin- um keisaralega sjóher þýzka stór- veldisins með aðalbækistöð í Kiel. Hann var um skeið starfandi í ný- lendum Vilhjálms keisara í Afríku og víðar. Hann sagði sig úr hern- um, þegar Weimar-lýðveldið komst á. í föðurkyn var hin látna alís- lenzk af sterkum stofnum. Faðir- inn, Kristján P. Guðmundsson, sonur þekkts manns að norðan, Guðmundur Péturssonar, mikils athafnamanns og máttarstólpa, lagði ungur stund á verzlunar- og viðskiptafræði í Þýzkalandi á síð- ustu árunum fyrir stríð. Þar var hann svo lánsamur að kynnast hinni föngulegu Fraulein Piernay, sem um þær mundir lagði stund á læknisfræði við Háskólann í Berl- ín og starfaði auk þess um skeið í flugmálaráðuneyti þriðja ríkisins undir stjórn stríðshetjunnar og flugkappans fræga, General Udet, sem í fyrri heimsstyrjöldinni barðist í sömu flugdeild og annar „ásinn“, þ.e. Rauði Baróninn, von Richthoven. Þau Ursula Beate Piernay og sá ungi verzlunarnemi norðan frá íslandi felldu hugi saman og gengust undir festar og síðar í það heilaga, og brúðurin unga með nýtt líf í skauti sér og hinn glæsilegi íslendingur, mað- urinn hennar, sigldu eins og vík- ingapar á fleyi heim til Fróns og settust að í heimabæ Kristjáns, Akureyri, og hafa lifað þar og starfað æ síðan. Þetta var 1938 skömmu fyrir harmleikinn mikla, þá er stórþjóðirnar tóku að berast á banaspjót. Dóttirin fæddist 1938 og var skírð Renata Brynja — sem merkir hin endurfædda. Hún varð snemma lífmikil telpa og síðar forkunnarfögur og glæsileg ung stúlka, sem geislaði af orku eins og heil herdeild. Og nú er þetta mikla líf slokknað að öllu. Og maður spyr út í tómið: Hvers vegna? Hvers vegna svona snemma á ævi, mitt í blóma lífs- ins, þá mikið, nærri allt, virtist varðveitast, þrátt fyrir bardaga- glettur á lífsleiðinni, mótlæti og töluverðar sorgir, sem flest fólk verður að upplifa fyrr eða síðar samkvæmt Stóradómi þess, sem öllu ræður. Renata háði hetjulega baráttu, eins og henni var lagið og hennar var von og vísa. Hún beitti öllum herskörum lífsorku sinnar - og öll- um varaliðssveitum sínum gegn sjúkdómi þeim, sem hafði heltekið hana allmörgum árum áður, og barðist og barðist með slíkri hetjulund og reisn að nálgað- ist fegurð. Hún stóð alltaf jafn keik, varði hvert vígi lífs síns eins og hún væri að verja föður- landið í blóðugri styrjöld unz yfir lauk. Hún dó Drottni sínum á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir langa legu — í návist tveggja dætra sinna, sem hún átti með fyrri manni sínum, Halldóri Blöndal alþingismanni. Hún á auk þess einn son, Harald, með Frið- geiri Guðmundssyni, iðnrekanda á Akureyri, og sveinninn ungi á nú um sárt að binda sem hálfsystur hans, þær Ragnhildur, myndlist- arnemi, og Kristjana, stud.art. Þungur harmur er að kveðinn, er þau systkinin sjá á bak móður sinni, sem reyndist þeim góð í hvi- vetna og vildi veg þeirra sem mestan. Renata hefur ótvírætt verið uppalandi af guðs náð. Þar hefur ekkert undandrag ráðið viðhorfi né lífsstefnu, sem er allt of algengt á íslandi meðal fólks, sem á að kallast foreldrar. Þrátt fyrir oft á tíðum hispurs- leysi í framgöngu og andlega djörfung í hverju, sem hún gekk að í lífi og starfi og leik, var hún ekki auðveld í viðkynningu, frem- ur seintekin heldur en hitt. En þá er hún batzt vináttuböndum héldu þau naglfast með hörðum skráð- um sem óskráðum lögum eins og í stríðsfélagsskap — og að því leyti ólík þeim hálfkeyptu illa slæmdu mannlegu samskiptum og kunn- ingsskap, sem oftlega gengur und- ir nafninu vinátta meðal fólks á íslandi. Renata var gædd ólgandi temp- eramenti — miklu óstýrilátu geðslagi, sem lét aldrei undan neinu nema sanngirni og réttum lífstón. Hún var engin hvers- dagsmanneskja og engin mínúta leiðinleg í návist hennar, hvernig sem hún var í stakk búin í það og það sinnið. Hún var gædd ein- hvers konar aukanæmleik á fólk og umhverfi, sem gerði það að verkum, að hún átti það til að láta sverfa til stáls og tala alveg út um hlutina, þrátt fyrir það að hún væri „dama“ alveg út í fingur- góma, ein sú mesta sem greinar- höfundur hefur kynnzt á lífsleið- inni — „une femme continental typique" með það til að bera, sem Þýzkarinn nefnir „fingerspitz gefúhl“ og þá vitaskuld í sálrænni merkingu. Hennar skaphöfn var sterk — sterk eins og stál, hert í eldi — og hún hafði nóg af eldin- um, sem gat á stundum breytt kuldalegu veðrinu, sem breiddist utan um gamla MA á hörðum norðlenzkum vetri í sól og yl eins og í Suður-Frakklandi, t.a.m. í Toulouse. Það féll í hlut þess, sem þetta skrifar, að kenna henni ensku í þriðja bekk. Hún var þá nýkomin úr skólanum á Laugarvatni fyrir sunnan, þar sem hún bjó hjá þeim skólameistarahjónunum frú Þór- unni Havsteen og dr. Sveini Þórð- arsyni vegna vinfengis þeirra við foreldra hennar, Ursulu og Krist- ján. Það var ekki laust við, að í þá daga hafi eimt töluvert eftir af þeim gamla ríg, sem ríkti löngum milli norðanskólans og skólanna sunnan heiðar. Og þá þessi Laug- arvatnsnámsmær, að vísu áður skóluð á Akureyri, tróð inn í bekk- inn með hálfgerðu hergöngulagi, líkast því, að kembdi af makka gæðingshests — stríðshests — svona hnarreist og innilega þótta- full, en afar glæsileg ung stúlka með framandlegan blæ, sem stakk í stúf við hin „börnin" í bekknum, er þó var hið hugnanlegasta ung- viði hingað og þangað að á landinu — já, þá hún leit til heyrarans, læriföðurins, hálf storkandi eins og bjóðandi honum byrginn, eins og hann væri óbreyttur liðsmaður en hún „der offizier" — þá var kennara í heilmikilli varnarstöðu nóg boðið. Viðbrögð hans urðu þau, að hann tók námsmeyna upp við níðsvarta töflu og lét hana standa þar án þess að hafa sleitur á, og spurði hana svo í þaula um efni lexíunnar og þá er í harð- bakka sló ákvað hann að spyrja hana utan við efni lexíunnar sem hann raunar og gerði. Og það var um skólauppeldið á Laugarvatni. Annað þeirra varð að hafa örlítið betur í fyrsta skákeinvíginu. Hún stóð sig vel, æði vel, þrátt fyrir ójafnan Ieik. Þetta var snarpt ein- vígi, jaðrandi við návígi, en lengst af beitt ískaldri kurteisi, sem orkaði tvímælis. Og nú verður fyrrverandi súsp- enderaður kennari við norðlenzka skólann að lýsa vígi á hendur sér seint og síðar meir. Hann leyfði sér sem sé að skjóta hressilega yf- ir markið, sem hitti þó allt of vel í mark. Þetta var spursmál um aga og spursmál um skilyrðislausa hlýðni við kennara upp á gamlan móð eins og hlýðni við kaptein á skipi. Hlýðni að minnsta kosti í kennslustund á meðan kennarinn reyndi að sinna því hlutverki og ætlunarverki að troða lærdómi á ákveðnu kröfustigi inn í kolla ung- mennanna með öllum tiltækum ráðum og leiðum upp á heiður og vinnusiðferði. Þetta virtist Þjóð- verjinn í Renötu skilja hraðar en ýmsir aðrir eftir þessa stund. Það þurfti ekki að gefa henni skýr- ingar á því atriði upp frá því. Hún varð einn af eftirlætisnemendun- um. Ekki brást þessari framand- legu námsmeyju, nýkominni úr Laugarvatnsskóla, kunnátta í enskri tungu. Hún var frábærlega vel að sér í þvi fagi sem og í öðrum tungumálum eins og sagt er, að einkenni svokölluð „tveggja heima börn“, en svo eru þau börn kölluð, sem eru af tveim þjóðernum. Hún misskildi ekki viðleitni og ábyrgð kennara síns um gramm, og jafn geðrík og hún var, lét hún vel að stjórn í enskutímum upp frá því án þess að láta svínbeygja sig, gott, ef hún gerðist ekki tiltölu- lega fljótlega vinur í anda, enda Sl. föstudag gekkst félagsráð- gjafadeild Kleppsspítala fyrir námsstefnu um fjölskyldumynstur og sifjaspeil. Til námsstefnunnar var boðið fulltrúum frá Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar, Útideild, Borgarspítala, Barnageð- deild v/Dalbraut, Kvennadeild Landspítalans, Landspítalanum, Landakotsspítala, Unglingaráðgjöf, Sálfræðideild skóla, Styrktarfélagi vangefinna, Fræðsluskrifstofu Reykjanesumdæmis, Geðdeild Landspítalans, Félagsmálastofnun Kópavogs og Kleppsspítala. Námsstefnan var mjög vel sótt og þátttakendur yfir 50. Sigrún Júlíusdóttir, yfirfélags- ráðgjafi Kleppsspítala, setti náms- stefnuna. Kvað hún námsstefnu þessa svo sem fyrri námsstefnur deildarinnar árangur af fræðslu- starfi vetrarins. Tilganginn kvað hún tvíþættan, þ.e. að vera aðhald og hvata fyrir félagsráðgjafadeild Kleppsspítala í fræðslustarfinu annars vegar og efla tengslin við aðra félagsráðgjafa og samstarfs- aðila, sem nauðsyn væri á að hafa sem best samstarf við. Sigrún gat þess einnig að í þetta skipti hefði verið valið efni, sem lítt hefur verið til umræðu á opinberum vettvangi, efni sem er vissulega umdeilt og jafnvel afneitað sökum þess hversu viðkvæmt og ógnvekjandi það er. Sagði Sigrún ennfremur að sifja- spell væri efni, sem fjalla mætti um út frá ótal mörgum sjónarhólum, svo sem menningarlegum, lögfræði- legum, siðfræðilegum, geðfræði- legum og félagslegum. Hrefna Ólafsdóttir og Kristín Kristmundsdóttir félagsráðgjafar við Kleppsspitala fluttu síðan fræðsluerindi um sifjaspell. Þær gátu þess m.a. að sifjaspell er brot á lögum í flestum löndum í hinum vestræna heimi og er sá fullorðni, sem framkvæmir verknaðinn alfar- ið talinn ábyrgur. Þessi staðreynd, auk annarra, á sinn þátt í því að stór hluti sifjaspellamála kemur þótt undarlegt mætti þykja eftir þessa fyrstu snerru, sem vakti tðluverðan aðhlátur í bekknum. Sem nemandi var hún óvenju- lega skemmtileg, af því að hún var svo lifandi. Greinarhöfundur hafði það alltaf á tilfinningunni, að honum gengi betur að kenna í bekk hennar, vegna þess að hún væri þar og gæfi örvun á alla lund, sem orkaði eins og ferskt flugveð- ur yfir fjallatindum. Hún gaf sál- ina inn í kennslustílinn. Það var einhvern veginn alltaf hreint loft í kringum hana Ren- ötu, þrátt fyrir orrustugnýinn, sem fylgdi henni. Hún var langt- um, langtum hlýrri stúlka en í fljótu bragði hefði mátt telja, þús- und sinnum sannari en mátti greina fyrst í stað. Hún var góð stúlka, en skapmikil, og skilaði orku og lífstíðni inn í andrúms- loftið, hvar sem hún fór. Hins veg- ar var hún ekki allra, engin lág- kúra eða undirlægja, engin vælu- skjóða eða grátkerling, eins og sumar manneskjur eru eins og að atvinnu. Og hún verzlaði ekki með neitt andlega eða líkamlega — hvorki sinn sjarma — sína per- sónutöfra — né vináttu, sem var ekta. Hún sagði alltaf eins og henni bjó í brjósti í það og það sinnið. Óg hún gerði það hnitmið- að og með stíl — sínum persónu- lega stíl. Stíllinn er maðurinn sjálfur, segir Frakkinn. Og það var ekki nema ein Renata til í þessum heimi. Far vel, hjartans vinkona, og hvíl í friði. stgr aldrei fram í dagsljósið. Þær sögðu ennfremur að því hafi löngum verið haldið fram, að sifjaspell eigi sér aðeins stað í lægri stéttum þjóðfé- lagsins auk þess sem misnotkun vímugjafa spili þar oftast inn í. Þessar fullyrðingar kváðu þær eng- an veginn einhlítar, alveg eins og með annars konar ofbeldi á heimil- um. Ennfremur sögðu þær Hrefna og Kristín að einn af erfiðustu þátt- um í meðferð sifjaspellamála væri að fá fjölskyldumeðlimi til að skilja að sifjaspell eru einkenni á trufluð- um samskiptum innan fjölskyld- unnar og að hæpið er að gera ein- hvern einn að sökudólgi. Að loknu erindi þeirra Kristínar og Hrefnu var sýnd klukkustundar löng kvikmynd um sifjaspell, sem fengin var að láni frá sænska sjón- varpinu. Var þar rætt við börn og fullorðna, sem hafa verið á einn eða annan hátt dregnir inn í sifja- spellamál. Var þetta mögnuð mynd sem vakti hjá flestum þátttakend- um námsstefnunnar áleitnar spurningar. Loks var svo hópvinna og hóp- umræður. Verkefni þau, er tekin voru fyrir, voru: 1. Sifjaspell og réttarstaða barna. 2. Sifjaspell og kvennakúgun. 3. Viðbrögð og viðhorf starfsfólks í sifj aspellsmálum. 4. Viðhorf almennings og löggjöfin. 5. Úrræði og meðferðarleiðir. I umræðunum í lok námsstefn- unnar, þar sem ræddar voru niður- stöður hópvinnunnar, komu fram mörg og ólík sjónarmið og skoðanir. Flestir virtust sammála um að sifjaspell eru síður en svo óalgengt fyrirbæri á íslandi jafnt sem í nágrannalöndum okkar, og að trú- lega eru þau að koma meira fram í dagsljósið hér á landi sem og á Norðurlöndunum og í N-Ameríku. Ýmsar tilgátur voru ræddar, sem varpa mættu Ijósi á vandamálið. Síðast en ekki síst voru ræddar leið- ir til úrræða eða möguleikar til úr- bóta. Dúddi og Matti starfa nú saman f Dúddi og Matti hafa opnað nýja glæsilega hárgreiðslustofu í hinum nýuppgerðu húsakynnum i . , að Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, sími 83055 lljd L )úddci Kiclttd Ráðstefna um fjölskyldu- mynstur og sifjaspell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.