Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ1982 47 • Sigurvegararnir i Vouge-keppninni isamt aðstandendum mótsins: F.v. Áffústa Dúa, Guðmundur S. Guðmundsson, Jóhanna Ingólfsdóttir, Guðrún Eiríksdóttir, Guðrún B. Madsen, Lóa Sigurbjörnsdóttir, Kristín Svein- björnsdóttir, Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Guðjón Einarsson. Ljósmynd: Óskar Sœm. Guðrún og Hannes sigruðu Opna Vouge-golfkeppnin fór fram á Grafarholtsvcllinum á laugardag- inn, en það er kvennakeppni. Keppni var hörð og spcnnandi, en úrslit urðu sem hér segir: Flokkur forgjöf 0—21 pt 1. Guðrún Eiríksdóttir GR 30 2. Jóhanna Ingólfsdóttir GR 29 3. Ágústa Dúa Jónsdóttir GR 29 Flokkur forgjöf 22—36 pt 1. Guðrún B. Madsen GK 23 2. Lóa Sigurbjörnsd. GK 19 3. Hrafnhildur Þórarinsd. GK. 16 Næst holu á 2. braut var Kristín Sveinbjörnsdóttir, 4,37 m. MK-keppnin fimmtud. 3. júní (Múlakaffi). 18 holu höggleikur með og án forgj. ÚRSLIT án forgjafar högg 1. Hannes Eyvindsson 68 2. Ragnar Ólafsson 73 3.-4. Sigurður Hafsteinss. 74 3.-4. Sigurður Péturss. 74 Með forgjöf högg netto 1. Hannes Eyvindsson 66 2. Magnús Steinþórsson 68 3.-4. Guðmundur Vigfúss. 70 3.-4. Gunnar Finnbjörnss. 70 Verðlaunasófasett frá Ítalíu Aklæði eftir eigin vali. Smiöjuvegi 6. Sími 44544. Fimleikar: 4 tóku alþjóðapróf DÓMARANÁMSKEIÐ í keppnis- fímleikum kvenna var haldið hér á landi dagana 19.—23. april sl., kenn- ari var Eva Örrensjö frá Gautaborg. 19 íslenskir dómarar tóku próf og þar af voru 4 sem náðu prófí sem alþjóðlegir dómarar: Margrét Bjarnadóttir, Berglind Pétursdóttir (18 ára), Anna Kr. Jóhannesdóttir, Áslaug Óskars- dóttir (16 ára). Þetta er stór áfangi í sögu ís- lenskra fimleika, með þann sam- anburð að Danir eiga tvo alþjóð- lega dómara og Finnar 3, í keppn- isfimleikum kvenna. Tekið var próf á Unglingameist- aramóti Norðurlanda í Laugar- dalshöll. Dunlop-mót i golfi OPNA Dunlop-mótið í golfí fer fram á Hóimsvelii við Leiru um helgina. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar, en þeir fá einungis að keppa sem hafa 23 í forgjöf eða minna. Skráningu lýkur í kvöld klukkan 20.00, en hámarksþátttöku- fjöldi er 120 manns. Sovéskir íþróttamenn keppa í Peking KANNSKI AÐ eitthvað sé að rofa til í samskiptum Kína og Sovétríkj- anna, en fyrir nokkru buöu Kínverj- ar Sovétmönnum að senda hóp frjálsíþróttafólks á stórmót mikið í Peking sem haldið verður í Peking daganna 18.—20. júní. Risaveldin tvö hafa árum saman átt í landa- mæraútistöðum, en boð Kínverja kom aðeins tveimur dögum eftir að kínversk viðskiptasendinefnd lauk boðsferð til Moskvu. Sovéska frjáls- íþróttasambandið fékk svo til strax grænt Ijós hjá ríkisstjórninni og er því að sjá að slökunartímabil sé í fæðingu. Ekki leið á löngu þar til að Rússarnir tilkynntu lið það sem þeir hygðust senda til Peking. Er það ekki flokkur af lakara taginu, fjórir gullverðlaunahafar frá síð- ustu Olympíuleikum og einn silf- urverðlaunahafi. Fjöldi þjóða mun taka þátt í mótinu í Peking, Tékk- oslóvakía, Finnland, Austur- Þýskaland, Indland, Japan, Rúm- enía, Thailand og Trinidad/Tob- ago. 15 bátar kepptu í siglingamóti Þyts í Hafnarfirði Síðastliðinn laugardag fór fram í Hafnarfjarðarhöfn, fyrsta siglinga- keppni barna og unglinga á optim- ist-seglbátum, á vegum siglinga- klúbbsins Þyts. Keppt var um farandbikar og verðlaunapeninga í yngri flokki (9—12 ára), sem Regluboðinn, fræðslu- og fréttablað siglinga- manna hafði gefíð. f eldri flokki var keppt um verðlaunapeninga. Keppt var í góðu veðri, en rigningarsudda, framan við Herjólfsgötuna, þannig aö mjög gott útsýni var yfír keppn- issvæðið. 15 optimist-bátar tóku þátt í keppninni, frá þremur siglinga- klúbbum og tókst hún í alla staði vel. Úrslit urðu þessi: í yngri flokki 9—12 ára hlaut: fyrstu verðlaun Magnús R. Rík- harðsson, Þyt, Hafnarfirði, önnur verðlaun Jón Eiríksson, Þyt, Hafnarfirði, þriðju verðlaun Sig- urður Gylfason, Vogi, Garðabæ. í eldri flokki 13—15 ára hlaut: fyrstu verðlaun Baldvin Björg- vinsson, Ými, Kópavogi, önnur verðlaun Óttar Hrafnkelsson, Ými, Kópavogi, þriðju verðlaun Sævar M. Magnússon, Ými, Kópa- vogi. Hjólreiðafólk • Stuttbuxur • Síöar buxur • Peysur og jakkar 27*13 S|»nr« Ti iiin KH4IU Xvrn Remt-Komhi 5- y A UTIUF Glæsibæ, simi 82922.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.