Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ1982 27 Borgarspítalinn: 30 meinatæknar og 20 röntgentæknar segja upp UPPSAGNIR 30 meinaUekna og 20 röntgenttekna á Borgarspítalanum voni lagðar fram á fundi borgarráðs á þriðjudag, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Davíð Oddssyni borgarstjóra. Uppsagnirnar taka gildi þann 1. efnisleg afstaða til uppsagnanna á september. Ekki var tekin nein borgarráðsfundinum. Kjaradeila tæknimanna útvarpsins: Tilboð frá fjármálaráðu- neytinu kannað nú í dag Fjármálaráðuneytið lagði fram samningstilboð í deilu þess og tæknimanna útvarpsins á samningafundi í gær. Ekki fékkst uppgefið í hverju tilboðið væri fólgið, en það verður lagt fyrir starfsmenn rikisútvarpsins í dag. Morgunblaðið hafði samband við Þóri Steingrímsson, talsmann tæknimanna útvarpsins, og sagði hann, að í framhaldi samkomu- lagsins hefði verið haldinn samn- ingafundur á mánudag og annar í gær. Á fundinum í gær hefði fjár- málaráðuneytið lagt fram ákveðið samningstilboð, en ekki væri hægt að segja að svo komnu máli í hverju það væri fólgið. Það yrði lagt fyrir Starfsmannafélag út- varpsins í dag og þá kæmi í ljós hvernig mönnum líkaði það. Eins og kunnugt er af fréttum hófu tæknimenn útvarpsins aftur vinnu við útvarpið um helgina eft- ir stutta vinnustöðvun. Varð það að samkomulagi að Starfsmanna- félag útvarpsins tryggði vinnufrið þar til samningstímabilið væri út- runnið, en þegar skyldi hefja samningaviðræður að nýju. Þá gætu þeir starfsmenn, sem sagt höfðu upp störfum, hafið vinnu að nýju, þrátt fyrir að stöður þeirra hefðu verið auglýstar. Leikfélag Akureyrar: Treystum á ríki og bæ til að halda þessu gangandi — segir Þórey Aðalsteinsdóttir gjaldken LEIKÁRI Leikfélags Akureyrar er nú lokið og gekk rekstur þessa eina atvinnuleikhúss utan Reykjavikur vel, ef frá er skilin siðasta sýning þess. Að sögn gjaldkera LA, Þóreyjar Aðalsteinsdóttur, á leikfélagiö því í erfiðleikum eins og stendur, en góðar líkur væru þó á áframhaldandi starfi ef styrkir rikis og bæjar hækkuðu nokkuð. Þórey sagði, að styrkir á árinu 1982 næmu 654.000 krónum frá ríki og 950.000 frá Akureyrarbæ. Langt væri komið að eyða þessum styrkj- um, en þó ekki meira en svo að hægt væri að hefja starf aftur í haust. Gengi fyrsta verkefni haustsins vel og styrkir hækkuðu, myndi þetta bjargast, en ekki meira en svo. Þórey sagði ennfrem- ur, að fjögur verk hefðu verið sýnd í vetur, Dýrin í Hálsaskógi, sem hefðu gengið framúrskarandi vel, Rúmum og dýnum stolið á Garði Jómfrú Ragnheiður, sem gengið hefði vel, Þrjár systur hefðu gengið þokkalega, en Eftirlitsmaðurinn kolfallið og því orðið leikfélaginu þungur í skauti. Næsta leikár yrðu níu og hálfur fastráðinn starfs- maður og nú væri gengið frá ráðn- ingu leikhússtjóra, sem er Signý Pálsdóttir og unnið væri af kappi að undirbúningi fyrir næsta vetur. „Við erum bjartsýn," sagði Þórey að lokum, „og treystum því að bær og ríki hjálpi okkur að halda þessu gangandi. Því það er alveg bráð- nauðsynlegt að hafa eitt atvinnu- leikhús úti á landi, hafa þau ekki öll á Stór-Reykjavíkursvæðinu.“ & Husqvarna Gunnar Asgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 Simi 9135200 Akurvík, Akureyri KQMDU SK0ÐAÐU 0GREYNDU nýju 4ra gíra eldavélina Hvergi er meira úrval af rúmum 10 til 15 rúmdýnur og um 5 rúm hurfu af Gamla Garði síðastliðna helgi. Ekki er ljóst með hvaða hætti þessir hlutir hafa horfið, en á þess- um tíma var unnið við að undirbúa rekstur sumarhótels á Gamla Garði og enn bjuggu nokkrir stúd- entar á garðinum. Verið var að fjölga rúmum á herbergjum og því nokkuð af dýnum og rúmum á ein- um gangi hússins. Eftir því sem næst verður komizt, að sögn for- ráðamanna sumarhótelsins, áttu útidyr að vera læstar og þykir allt benda til þess, að þarna hafi kunn- ugir verið á ferð. Málið hefur enn ekki verið kært til rannsóknarlögreglunnar. Leiðrétting Þau mistök urðu í blaðinu sl. miðvikudag, að rangt var farið með nafn manns. í myndatexta með frétt um aðalfund Flugfélags Austurlands stóð að Guðmundur Sigurðsson væri í ræðustól, en það er ekki rétt. Myndin er af Þorst- eini Sveinssyni kaupfélagsstjóra, en hann var fundarstjóri á aðal- fundinum. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. HUSCACNASOLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK SÍMAR: 91-81199 81410 Geföu þér góöan tíma þegar þú lítur inn í stærstu húsgagnaverslun landsins. Því það er svo margt að sjá bps/wi > Hwm MIÐBÆJARMARKADNUM ObJwi % HSlMI 27620 Bps/wi % Ht+JLwt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.