Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ1982 - + Elskulegur eíginmaöur minn, faöir, fósturfaöir, tengdafaðir og afi. KRISTBERG ELÍSSON, Hólagötu 41, Ytri-Njaróvík, lést í Landakotsspítala 8. júnf 1982. Jaröarförin auglýst síöar. Elín Sæmundsdóttir, Kristberg Ells Kristbergsson, Jónína Guöbjartsdóttir, Jóhann Sævar Kristbergsson, Jóhanna Árnadóttir, Guöný Elíasdóttir, Ólafur Jónsson. Svandís Elín Kristbergsdóttir, Jóhanna Elín Halldórsdóttir. + SIGRÍOUR JÓHANNESDÓTTIR, Tjarnarbraut 19, Hafnarfiröi, veröur jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju, föstudaginn 11. júní kl. 15.00. Jóhanna Sigurjónsdóttir, Bergþór Jónsson, Vilborg Sigurjónsdóttir, Erlingur Steingrímsson, Vífill Sigurjónsson. + Eiginkona mín, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR BLÖNDAL, veröur jarösungin frá Oómkirkjunni, föstudaginn 11. júní kl. 1.30. Lérus H. Biöndal. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, KRISTINN J. GUÐJÓNSSON, Hringbraut 136 D, Keflavík, veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju kl. 2, laugardaginn 12. júni. Gyöa Hjálmarsdóttir og börn. + Eiginmaöur minn, ÓSKAR GfSLASON, múrarameistari og ökukennari, Skeggjagötu 5, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju kl. 3 e.h., föstudaginn 11. júní. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Ingileif S. Guömundsdóttir. + Þökkum af alhug auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, HENRY HENRIKSEN, Grénufélagsgötu 33, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks lyfjadeildar Fjórö- ungssjúkrahúss Akureyrar. Árdís Henriksen, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför JÓHÖNNU ÁSGEIRSDÓTTUR, Ferjubakka 6. Gústaf A. Gestsson, Ása b. Gústafsdóttír, Sturla Jóhannesson, Fríða G. Gústafsdóttir, Svanur Rögnvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug öllum j>eim mörgu sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför HJÁLMARS ÞORSTEINSSONAR fré Hofi, og sérstaklega öllum á Sólvangi i Hafnarfiröi fyrir frábæra umönn- un og vinsemd. Börn, barnabörn, fósturbörn og tengdabörn. + Alúöarfyllstu þakkir færi ég öllum þeim sem auösýndu mér samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, SNORRA ÓLAFSSONAR, klæöskera, Ólöf Ólafsdóttir, Sólheimum 23, Reykjavík. Ingibjörg Þórðar- dóttir - Kveðjuorð Fædd 27. nóvember 1904 Dáin 1. júní 1982 Það var á unglingsárum, sem Ingibjörgu föðursystur okkar dreymdi þann draum, að hún þótt- ist finna fjóra unga í hreiðri. Draumspakir menn réðu þennan draum á þann veg, að hún ætti eftir að giftast ekkjumanni með fjögur börn. En þótt hún frænka okkar gift- ist aldrei, þá kom þessi draumur engu að síður fram. Örlögin hög- uðu því svo til, að fjóra unga í hreiðri fann hún. Það vorum við systkinin fjögur. Hún kom á heim- ili bróður síns, föður okkar, í veik- indum móður okkar fyrir þrjátíu árum og átti síðan verulegan þátt í uppeldi okkar. Ingibjörg var vel greind kona og óvenju vel að sér. Hún las allt sem hún komst yfir og heimur bók- menntanna var sá heimur, sem henni var hugstæðastur og kær- astur. Sérstaklega hafði hún ánægju af ljóðum. Hún kunni ógrynni af þeim og alltaf hafði hún tiltæk ljóð um það sem rætt var hverju sinni. Ingibjörg var einstaklega já- kvæð og glaðvær að eðlisfari. Hún sá alltaf björtustu hliðarnar á hverju máli og oft lá við að hún neitaði að trúa að til væru skugga- hliðar á tilverunni. Hún naut alls þess sem fallegt er, hún unni leik- list, dansi og tónlist, því að þar sem fegurð og gleði var að finna, leið henni vel. Lífsviðhorf hennar einkenndist mjög af því að taka öllu með jafnaðargeði og gera sér ekki rellu út af smámunum, og það veitti sannarlega ekki af, því að það gekk á ýmsu hjá okkur á þess- um árum, þegar í hönd fóru ár veikinda og hjónaskilnaðar og alls sem því fylgir. Eftir að foreldrar okkar skildu stóð hún áfram við hlið móður okkar og æ síðan reyndist hún móður okkar einstök hjálparhella. Það hlýtur að hafa þurft alveg einstaka þolinmæði, umburðar- lyndi og gott skap til að umbera okkur systkinin á þessum árum og allt þetta átti hún í ríkum mæli. Það var sérkenni hennar að hún var aldrei vör við neitt kynslóðabil og enginn heldur, sem umgekkst hana. Hún tók þátt í vandamálum okkar systkinanna frá fyrstu dög- um og engu breytti þegar vanda- málin urðu vandamál fullorðinna. Það var ekki aðeins hægt, heldur nauðsynlegt, að sækja til hennar ráð og aðstoð, en ef til vill umfram allt fordómalausa áheyrn. Ingibjörg Þórðardóttir fæddist á Ljósalandi í Vopnafirði 27. nóv- ember 1904, og var því 77 ára þeg- ar hún lézt í Borgarspítalanum 1. júní sl. eftir tæpra tveggja sól- arhringa sjúkrahúsvist, þá fyrstu og síðustu á hennar ævi. Foreldrar hennar voru hjónin Albína Jóns- dóttir frá Ljósalandi og Þórður Jónasson, bóndi þar. Hún ólst upp í föðurhúsum, fjórða í röðinni af ellefu systkinum. Af þeim eru nú sjö á lífi. Á unga aldri vann Ingi- björg við ýmis störf til sjávar og sveita, var í vist á vetrum og kaupavinnu á sumrin, eins og títt var um ungar stúlkur á þeim ár- um. Árið 1930 flutti hún til Reykja- víkur. Það ár kom Jóhanna systir hennar heim frá Kanada eftir 8 ára dvöl og setti hún á stofn saumastofu ásamt Ingibjörgu. Þriðja systirin, Fríða, bættist í hópinn 2 árum seinna, og ráku þær saumastofu allt til ársins 1969 er Jóhanna lézt. Þær bjuggu lengi á Óðinsgötu 4 og Þórsgötu 1, en sl. 20 ár hafa þær systur búið í Stigahlíð 28. Ingibjörg starfaði lengst af á saumastofu með systrum sínum, en einnig vann hún um tíma í Iðnó og árin 1967—77 vann hún í Múla- kaffi. Þó að Ingibjörg dveldi langdvöl- um á okkar heimili, hélt hún alltaf heimili með systrum sínum, Jó- hönnu, Fríðu og Guðrúnu, en tvær þær síðastnefndu lifa hana. Hjá þeim var samofinn vinnu- staður og heimili, oft glatt á hjalla og gestagangur mikill. Hefur heimili þeirra systra að vissu leyti verið miðpunktur fjölskyldunnar, því að þar hafa allir verið vel- komnir og þangað hafa allir getað leitað allt frá því að þær komu fyrst til Reykjavíkur. Það er margs að minnast að leiðarlokum, þegar við nú kveðjum Ingibjörgu föðursystur okkar. Við sjáum á bak skemmtilegum og ráðagóðum félaga. En efst í huga okkar nú er þó fyrst og fremst þakklæti, þakklæti fyrir allt það sem hún var okkur. Hallveig, Guðfinna, Jón Örn og Albina Thordarson. Jón Guðmunds- son - Kveðjuorð Kveðja frá Mennta- skólanum í Reykjavik Þegar verktakinn, er smíðaði eina húsið, sem íslenzka ríkið hef- ur reist fyrir Menntaskólann í Reykjavík, Iauk því verki árið 1964, jukust umsvif við húsvörzlu svo mikið, að einn af starfs- mönnum verktakans var fenginn Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morg- unblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, SVEINS AÐALSTEINS GISLASONAR. Hulda Guðmundsdóttir, Ásdts Svainsdóttir, Guömundur Sveinsson, Reynir Sveinsson, Siguröur Sveinsson, Aöalsteinn Sveinsson, Sólveig Sveinsdóttir, og barnabörn. Guölaugur Guöfinnsson, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Guömundína Kristjónsdóttir, Sigríöur Þórhallsdóttir, Margrét Högnadóttir, Hallbjörn Heiömundsson. til að láta af fyrri störfum, vera um kyrrt og taka að sér vörzlu hins nýja húss, enda gjörkunnug- ur því. Þessi maður var Jón Guð- mundsson, sem kvaddur er í dag. í átján ár hefur hann verið tengdur skólanum og sinnt sínum störfum af einstakri kostgæfni og samvizkusemi. Hann vann ýmis önnur störf fyrir skólann en þau ein að líta eftir nýhúsinu, og öll voru þau rækt af sömu natninni og trúmennskunni. í stórri stofn- un, sem býr við stöðug þrengsli, er það ómetanlegt að hafa starfsfólk, sem kemst vel af við aðra. Jón Guðmundsson lauk löngu lífsstarfi sínu á útmánuðum, er hann fór héðan til vistar á elli- heimili. Dvölin þar varð ekki löng, en þar mun hann einnig hafa áunnið sér vinsældir fyrir ljúf- mennsku. Honum eru hér með þökkuð löng og vel unnin störf. Guðni Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.