Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ1982 Þeir lifa á svikum Erlendar bækur Björn Bjarnason BRESKUR vinur minn, gagnkunn- ugur stjórnkerfi lands síns, orövar og hófsamur í dómum um menn og málefni, átti eitt sinn ekki nægi- lega sterk orð til að lýsa fyrirlitn- ingu sinni á landa sínum. Það var haustið 1979, þegar skýrt var opinberlega frá njósnum Anthony Blunt og þjónustu hans við Sovét- ríkin og breska svikara. Eftir að hafa lesið bókina Their Trade is Treachery sem mætti kalla á ís- lensku Þeir lifa á svikum og rituð er af ('hapman Pincher, skil ég betur en áður fyrirlitningu vinar míns. Anthony Blunt var fjórði mað- urinn úr hópi stúdenta frá Cam- bridge-háskóla, sem gengu á fjórða áratug aldarinnar i þjón- ustu Sovétmanna vegna aðdáun- ar á kommúnismanum og störf- uðu síðan lengur eða skemur gegn eigin þjóð í þjónustu sov- ésku njósna- og öryggisstofnun- arinnar KGB. Þrír úr hópnum höfðu flúið til Sovétríkjanna, þegar komst upp um Blunt (1964); Guy Burgess og Donald Maclean, sem báðir störfuðu í bresku utanrikisþjónustunni, flúðu 1951 og Kim Philby, sem var starfsmaður bresku leyni- þjónustunnar (MI6), flúði 1963. í bók Chapman Pinchers eru leiddar líkur að því, að þeir hafi verið 5 í Cambridge-hópnum, án þess að bent sé á „fimmta mann- inn“. Hins vegar gefur höfundur sterklega til kynna, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að Sir Rog- er Hollis, sem starfaði í bresku gagnnjósnastofnuninni, MI5, í 29 ár, frá 1936 til 1965, hafi verið í þjónustu KGB, en Sir Roger Hollis var yfirmaður MI5 síð- ustu 9 árin, áður en hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Þegar 1. útgáfa Their Trade is Treachery kom út í mars 1981, gaf Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra, yfirlýsingu í breska þinginu og tilkynnti, að sett yrði á fót nefnd til að rannsaka varn- ir öryggis- og leyniþjónustunnar gegn ágangi njósnara. Hér fæst m.a. í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar endurskoðuð út- gáfa af bókinni frá því i febrúar 1982 og las ég hana. Þar er fjall- að um þessa yfirlýsingu breska forsætisráðherrans og önnur viðbrögð við fyrstu útgáfu bók- arinnar. Chapman Pincher er kunnur blaðamaður í Bretlandi og ritaði til dæmis um varnarmál og stjórnmál í Daily Express. Hef- ur hann oftar en einu sinni hlot- ið viðurkenningu fyrir störf sín sem blaðamaður. Nú segist hann hafa snúið sér alfarið að ritun bóka um samtimaatburði og skáldsagnagerð. Kemur fram í Their Trade is Treachery, að næsta bók höfundar muni fjalla um valdabaráttu vinstrisinna í Verkamannaflokknum. Telur Pincher mikla hættu stafa af ítökum kommúnista innan verkalýðshreyfingarinnar í Bretlandi og rifjar meðal annars upp, að 1950 hafi þáverandi forsætisráðherra úr Verka- mannaflokknum, Clement Atlee, skipað nefnd til að spá fyrir um viðfangsefni breska kommúnistaflokksins, þegar ljóst var, að kjósendur veittu honum ekki lengur brautar- gengi. Var niðurstaða nefndar- innar sú, að kommúnistar myndu hefja undirróðursstarf- semi til að ná áhrifum og völd- um eftir öðrum leiðum en á þingi og til að ná markmiði sinu myndu þeir beita kröftunum á þremur sviðum: í verkalýðsfélög- unum, í fjölmiðlum og í skólum. Bókin Their Trade is Treach- ery er í senn ógnvekjandi og dapurleg. Þar eru enn einu sinni dregnar saman staðreyndir um ásókn KGB og svívirðilegar að- ferðir þessarar voldugu stofnun- ar til að grafa undan stjórnkerfi lýðræðisríkjanna. Og enn einu sinni er þar lýst, hve veikgeðja vestrænir menn, jafnvel í æðstu embættum, eru andspænis þessu ósvífna myrkravaldi. Ofurtrú æskumanna á hugsjónir komm- únismans er misnotuð og þeim snúið á braut svika við eigin þjóð, blíðmælgi og fjárgjafir af- vegaleiða menn og jafnvel sendi- herra Breta í Moskvu fellur fyrir „the oldest trick in the world" og lætur þjónustustúlku á vegum KGB draga sig á tálar og i rúmið fyrir framan falda ljósmyndavél. Lýsingin á því, hve breska utanríkisráðuneytið vill láta fara mildum höndum um sov- éska sendiráðsstarfsmenn og viðskiptafulltrúa, kemur ekki á óvart, þegar litið er til þróunar mála hér á landi. Höfundur bendir á hið mikla ójafnræði, sem ríkir milli fjölda og réttinda breskra sendiráðsmanna i Moskvu annars vegar og sov- éskra í London hins vegar. Til dæmis verði þeir bresku að sæta því, að KGB sjái þeim fyrir bíl- stjórum og þjónustufólki, en Sovétmenn hafi með sér bæði bílstjóra og þjónustufólk að heiman. Það er svo sannarlega furðulegt, hve embættismanna- kerfin á Vesturlöndum eru yfir- ('hapman Pincher, höfundur bók- arinnar Their Trade is Treachery. leitt treg til að takmarka umsvif sovéskra sendiráðsstarfsmanna í löndum sínum og tími til þess kominn, að firrur varðandi sam- drátt í viðskiptum eða óbætan- legt tjón á slökunarstefnunni í sambandi við slíkt aðhald víki fyrir raunhæfum, ströngum að- gerðum. Fyrir okkur Islendinga er eft- irtektarvert að lesa það, sem Chapman Pincher hefur eftir Oleg Lyalin, sem var í viðskipta- nefnd Sovétríkjanna, en flúði og skýrði yfirvöldum frá starfsemi KGB og útsendara stofnunar- innar í Bretlandi. Þar kemur meðal annars fram, að KGB hafi gert áætlanir um skemmdarverk og útrýmingu á þeim mönnum, sem taldir voru óvinir Sovétríkj- anna. Og hvað segja Islendingar um jæssa lýsingu? „I þessum áætlunum var gert ráð fyrir því, að unnin yrðu skemmdarverk á síðustu 24 tím- unum fyrir skyndiárás Sovét- Anthony Blunt. Erá því var skýrt í nóvember 1979, að hann hefði ver- ið sovéskur njósnari. Þegar opin- berlega var flett ofan af Blunt var hann listráöunautur bresku drottn- ingarinnar. Sir Roger Hollis, sem var yfirmað- ur bresku gagnnjósnastofnunar- innar MI5. Hann lést 1973 en starfaði í MI5 frá 1936 til 1965, þar af níu ár sem yfirmaður. Pincher leiðir likur að því, að hann hafi verið í þjónustu KGB. manna á Bretland, ráðist yrði á ratsjárstöðvar, fjarskiptastöðv- ar og aðra þá staði, sem skiptu miklu á stríðstímum. Lyalin lét þess sérstaklega getið, að hann hefði átt að sjá til þess, að sprengd yrði í loft upp aðvörun- arstöð gegn langdrægum eld- flaugum í Fylingdales í Norður- Yorkshire. Hann hafði í fórum sínum kort af staðnum og af þeim svæðum, þar sem sovéskar víkingasveitir myndu ganga á iand af Norðursjó og hafa með sér nauðsynlegt sprengiefni. Hann skýrði frá því, hvernig hópar breskra svikara hefðu ver- ið ráðnir til að aðstoða við þessa aðgerð og eyðileggingu á Vulc- an-sprengjuþotum, sem biðu í viðbragðsstöðum á ákveðnum flugvöllum hlaðnar kjarnorku- sprengjum. Þessir hópar gætu gripið til falinna vopna og sprengiefnis. Þá hefði skemmd- arverkahópunum einnig verið úthlutað loftskeytatækjum, svo að þeir gætu tekið við fyrirmæl- um frá Moskvu um að hefjast handa og gert grein fyrir ár- angri aðgerða sinna. Einu sinni á ári væri sent stutt skeyti til Moskvu með þessum tækjum, til að ganga úr skugga um, að þau væru í lagi. 1980 fannst sovéskt senditæki vafið í plast og í járnboxi fyrir tilviljun, þar sem það hafði verið grafið í jörðu á afskekktri hæð í Norður-Wales. Tækið var þannig úr garði gert, að auðvelt var að stilla það á fyrirfram ákveðnar bylgjulengdir, sem allar voru auðkenndar á ensku, og einnig fylgdi búnaður til að senda skeyti með gatastrimli, sem styttir mjög sendingartima. Al- mennar leiðbeiningar á ensku voru skráðar á míkrófilmu. Við rannsókn kom í ljós, að sex Sov- étmenn höfðu dvalist á nálægu hóteli og sögðust vera í viðskiptanefnd, á hinn bóginn fóru þeir aldrei út úr hótelinu nema að kvöld- eða næturlagi. í gestabók hótelsins voru skráð nöfn fjögurra manna, sem vísað var frá Bretlandi 1971 í hópi 105 sovéskra njósnara. Loftskeyta- tækið var í svo góðu lagi, að það hlaut að hafa verið grafið upp af og til og snurfusað. Öryggisyf- irvöld eru í litlum vafa um, að tækið hafi verið í umsjá bresks skemmdarverkahóps í sovéskri þjónustu, líklega með bækistöð í Liverpool." Um það bil áratugur er liðinn síðan sovésk loftskeytatæki fundust í Kleifarvatni. Þá hafa menn hér á landi oftar en einu sinni orðið undrandi, þegar þeir mæta bifreiðum sovéska sendi- ráðsins eða starfsmönnum þess á hinum fáförnustu slóðum, og hvergi efast menn um það, að KGB hafi ítök í leiðöngrum vís- indamanna, sem sendir eru til rannsókna í öðrum löndum. Bók Chapman Pinchers á er- indi til allra þeirra, sem áhuga hafa á því að kynnast þeirri myrkraveröld, þar sem útsend- arar KGB starfa og grafa undan öryggi lýðræðisríkjanna. Þeir eru líklega miklu fleiri en marg- an grunar, sem lifa á svikum við eigin þjóð í þjónustu heims- kommúnismans. Akureyri: Sigríður Jóhannesdótt- ir og Leifur Breiðfjörð opna myndvefnaðar- sýningu Sigríður Jóhanncsdóttir og Leifur Breiðfjörð opna sýningu á myndvefnaði í Hússtjórnar- skóla Akureyringa laugardag- inn 12. júní. Þetta er fyrsta einkasýning þeirra á myndvefn- aði en áður hafa þau tekið þátt í mörgum samsýningum innan- lands og erlendis. Sýningin er haldin í boði Hússtjórnarskólans í tilefni af uppsetningu á steindum glugga eftir Leif Breiðfjörð í húsnæði skólans. Sýningin er hluti af Vorvöku Akureyrar og verður opin daglega 12. júní til 27. júní frá klukkan fjögur til átta, laugardaga og sunnudaga frá klukkan tvö til átta. Myndvefnaður á sýningu Sigríðar Jóhannesdóttur og Leifs Breiðfjörð. 32. þing BSRB: Kjaradeilunefnd lögð niður og fullur samn- ingsréttur um öll atriði „32. þing BSKB leggur áher.slu á, að samningsréltarmál opinbcrra starfs- manna verði tekin til gagngerðrar endurskoðunar. f komandi kjarasamningum verði tryggt að lögin um kjarasamninga fé- lagsmanna í B8RB verði endurskoðuð. Þá endurskoðun annist sameiginleg nefnd BSRB og stjórnvalda. Megin viðfangsefni í þeirri endur- skoðun verði eftirfarandi: 1. Skipulag stéttarfélaga starfs- manna í þjónustu hins opinbera verði samræmt í samráði við heiidarsamtök og einstakar starfsstéttir. Miðað verði við fé- lagafrelsi og frjálsa ákvörðun starfsmannahópa. 2 Fullur samningsréttur og þar með verkfallsréttur gildi um öll atriði kjarasamninga og þar á meðal röðun í launaflokka. 3. Kjaradeilunefnd verði lögð niður og ákvörðunarvald um undanþág- ur í verkfalli sé algjörlega í hönd- um samtakanna sjálfra. 4. Einstök sveitarfélög og forstöðu- aðilar hálfopinberra stofnana og sameignarstofnana sveitarfélaga og ríkisins annist hver um sig samninga gagnvart starfs- mönnum sínum. 5. Þeim opinberum starfsmönnum, sem ekki eru félagsmenn í bæj- arstarfsmannafélögum verði tcyggóur atkvæðisréttur um aðal- kjarasamning bæjarstarfsmanna eða ríkisstarfamanna eftir því sem við á. 6. Lögin um kjarasamninga gilda fyrir alla opinbera starfsmenn sem eru í þriðjungi starfs eða meira. Ennfremur nái lögin til af- leysingafólks, þ.á m. sumarafleys- ingamanna. 7. Félagsdómur dæmi í málum sem rísa milli samningsaðila út af brotum á lögum um kjarasamn- inga svo og ágreiningi um skiln- ing á kjarasamningi og gildi hans og um félagsréttindi opinberra starfsmanna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.