Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.06.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ1982 Nýr vinstri meirihluti í Kópavogi: Bæjarstjóraskiptum mótmælt Framsókn fórnar stefnu fyrir bæjarstjóra, segir Richard Björgvinsson FULLTRÚAR Alþýðubandaiags, Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks í bæjarstjórn Kópavogs hafa komið sér saman um samstarfsyflrlýsingu til næstu fjögurra ára. í þessari yfírlýs- ingu er gert ráð fyrir að Kristján Guðmundsson, félagsmála- stjóri Kópavogs, taki við starfi bæjarstjóra af Bjarna Þór Jónssyni. Samstarfsyfirlýing flokkanna þrigga var í gærkvöldi kynnt á fundi fulltrúaráðs Framsóknar- flokksins í Kópavogi og á almenn- um flokksfundi Alþýðuflokksfé- lags Kópavogs. I kvöld verður hún síðan kynnt á fundi í Alþýðu- bandalagi Kópavogs. A morgun er ráðgert að leggja samstarfsyfir- lýsinguna fyrir bæjarstjórnarfund og kjósa bæjarstjóra fyrir yfir- standandi kjörtímabil. Starfsfólk á Bæjarskrifstofum Kópavogs hefur nær einróma mót- mælt fyrirhuguðum bæjarstjóra- skipti. Máli sínu til áréttingar hef- ur það skrifað nöfn sín undir sam- eiginlega yfirlýsingu sem hér fer á eftir: „Á kreik er kominn orðrómur um að samkomulag hafi verið gert við samninga um meirihluta- samstarf, þess efnis að núverandi bæjarstjóri, Bjarni Þór Jónsson, verði ekki endurráðinn. Við starfsmenn bæjarins, sem unnið höfum undir hans stjórn, lítum svo á að aðstæður við ráðn- ingu hans hafi verið þannig að þeir menn, sem knúðu hann til að taka því starfi, þegar þeim lá mest við, hafi siðferðilega skyldu til að tryggja honum starfið áfram, þar eð hann hefur gegnt því með sóma og áfallalaust og aflað sér virð- ingar og trausts, jafnt starfs- manna og bæjarbúa." Undir þessa yfirlýsingu skrifa þrjátíu starfsmenn Bæjarskrif- stofa Kópavogs, en það munu, eft- ir því sem Mbl. kemst næst, vera nær allir þeir sem viðstaddir voru er undirskriftalistinn var látinn ganga um vinnustaðinn. Aðspurður kvað Bjarni Þór Jónsson bæjarstjóri það rétt, að til hans hefði verið leitað er fyrr- verandi bæjarstjóri féll frá á miðju síðasta kjörtímabili, og hann beðinn um að taka að sér þennan starfa. í fyrstu kveðst hann hafa færst undan þessari beiðni en eftir ítrekaðar óskir fall- ist á hana. Bjarni Þór upplýsti að hér hafi verið um að ræða sömu aðila og nú eru að koma sér saman um samstarfsyfirlýsingu. „Ég get alveg staðfest það, enda er þetta komið út um allt,“ svaraði Björn Ólafsson, bæjarfulltrúi Al- þýðubandalags, er Mbl. bar undir hann þann orðróm sem vitnað er til hér að framan, þess efnis að Bjarni Þór yrði látinn víkja fyrir Kristjáni Guðmundssyni. Guð- mundur Oddsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks, sagði: „Bæjar- stjóraskiptin í Kópavogi eiga ekk- ert skylt við nein pólitísk hrossa- kaup.“ Richard Björgvinsson, bæjar- fulltrúi sjálfstæðismanna, sagði hins vegar: „Eftir því sem ég hef heyrt, hefur Framsóknarflokkur- inn fórnað allri sinni stefnu í skólamálum, framhaldsskóla Kópavogs, til að ná saman þessum meirihluta og til að Kristján Guð- mundsson verði gerður bæjar- stjóri." Nefnd kannar möguleika á háskólakennslu á Akureyri MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að skipa nefnd til þess að gera tillögur um, hvernig vinna megi að því að efla Akureyri sem miðstöð mennta og vísinda utan höfuðborgarinnar. í þessu sambandi ber að hafa í huga margs konar menningarstarfsemi, sem nefndinni er ætlað að kanna nánar og meta, hvort flokkast skuli undir viðfangsefni hennar, að höfðu samráði við ráðherra. Sérstaklega er nefndinni ætlað að kanna, hverjir möguleikar séu á að taka upp kennslu á háskólastigi á Akureyri. í nefndina eru skipaðir: Birgir Magnússon, rektor Háskóla Is- Thorlacius, ráðuneytisstjóri í lands, og Tryggvi Gíslason, skóla- menntamálaráðuneytinu, og er meistari Menntaskólans á Akur- hann formaður, dr. Guðmundur eyri. 3 Veiðin glæðist VEIÐIN er að glæðast í þeim tveim- ur laxveiðiám sem veiði er hafin i, Norðurá í Borgarfirði og Laxá á Ás- um. llpp úr Norðurá voru komnir 19 laxar í gær, en úr Laxá voru komnir 3 laxar. Haukur Pálmason, bóndi á Röðli, sagði í samtali við Morgun- blaðið að laxinn væri farinn að ganga, enda væri áin orðin 11 stiga heit og hefði hitnað verulega síðustu daga. Sagði Haukur að einn laxanna hefði vegið 14 pund, en þeir hefðu allir verið nýrunnir. Einn fiskurinn fékkst í Mánafossi, sem er veiðistaður ofarlega í ánni. I veiðihúsinu við Norðurá feng- ust þær upplýsingar í gær, að 19 laxar væru komnir úr ánni, en það er mun minni veiði en á sama tíma í fyrra. Þá höfðu veiðst um 70 laxar. í upphafi veiðitímans var Norðurá mjög vatnsmikil og skoluð og kenndu menn því m.a. um trega veiði. Nú hafa aðstæður batnað við ána og hún hlýnað og veiði aukist. Af þeim 19 löxum, sem veiðst hafa, veiddust 17 á maðk en tveir á flugu samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk í veiðihúsinu. Tóku fiskarnir báðir túbu, annar túbu sem ber nafnið „Kjaftopna", en hinn á „Bóa“. Þvímiður! Franldtórtamferðirnar eru uppseldar. I staðiim bendum við á bæjarins bestuí ‘Bæjarins bestu sérfargjöld til útlanda hjá Flugleiðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.