Morgunblaðið - 03.07.1982, Síða 19

Morgunblaðið - 03.07.1982, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1982 23 iretta verið kalt og spretta léleg. Við þekkj- um þetta frá því í fyrra og 1979.“ Þó kalt væri sagði Asgeir að sól- ríkt hefði verið undanfarið. „Hitinn hefur komist niður í eitt stig að degi óg jafnvel niður fyrir frostmark að nóttu. Sumarið er því seint á ferð- inni, en menn eru búnir að sá og tilbúnir að taka við sumrinu þegar það kemur." Gnúpverjahreppur: Nýtt skólahús að rísa „Tíðarfar hefur haldur verið að lag- ast og er bara nokkuð gott núna,“ sagði Jón Ólafsson, fréttaritari Mbl. í Gnúpverjahreppi. „Það hefur verið frekar þurrt undanfarið en nú er að spretta þó hægt sé. Það hefur sprottið töluvert siðustu daga og lítur allvel út. Túnin eru óskemmd af kali. Hins veg- ar vantar mikið á að skemmdirnar sem komu vegna kals í fyrra hafi jafn- að sig að fullu. Heyskapur er ekki hafinn hér, fyrir utan eitthvað á Haga. Ég á ekki von á að það verði um nokkurn heyskap að ræða fyrr en upp úr miðjum mánuði. Menn eru nú að rýja það sem ekki var rúið í vetur. Svo er eitthvað verið að fara með fé til fjalls, en ég á von á að það verði aðallega gert í næstu viku.“ Jón sagði að verið væri að hefja byggingu nýs skólahúss í stað Ása- skóla, sem er elsti heimavistarskóli á landinu, byggður 1923. Hið nýja skólahús mun verða nálægt félags- heimilinu í Árnesi. „Þetta er allmik- ið hús,“ upplýsti Jón. „Það verður um 600 fermetrar að flatarmáli og væntanlega fullbúið haustið 1983. Nú er búið að grafa fyrir húsinu og stefnt að því að ljúka kjallara og grunni fyrir veturinn. Auk þessara framkvæmda má geta þess að ýms- ar minniháttar byggingarfram- kvæmdir eru í gangi í sveitinni." ‘ði við lalandi Guðmundur Hallvarðsson sagðist undrandi á málflutningi jafn lang- skólagengins manns og Þorbjörn Broddason væri, um að borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins væru eins og skoðunarlausar maskínur, sem ekki hefðu þrótt til að taka til máls við umræður. Kvaðst Guðmund- ur, sem situr nú í fyrsta sinn í borg- arstjórn, ekki hafa átt von á jafn lág- kúrulegum málflutningi í jafn virðu- legum sal og fundarsalur borgar- stjórnar væri. Guðmundur gagnrýndi þann málflutning að ekki mætti byggja innan eins kílómetra radíuss frá Gufunes-radíói. Hann sagði stöð- ina búna ófullkomnum tækjabúnaði og að hún sinnti ekki þjónustuhlut- verki sínu við sæfarendur. Því væri það helzta von sæfarenda að flutning- ur stöðvarinnar yrði til að hún gæti sinnt þeirri þjónustu sem henni bæri. Sigurður Guðmundsson sagði það óneitanlega mikilvægt að Reykjavík hefði flugvöllinn í sínu umdæmi, en ef til vill mætti gera þar einhverjar þær breytingar, vegna nýjunga í flug- samgöngum, er leyfðu að hlutar svæðisins yrðu teknir undir bygg- ingar. Við umræður kom til ágreinings milli Álfheiðar Ingadóttur og Alberts Guðmundssonar forseta borgar- stjórnar. í fundarlok baðst Albert af- sökunar á orðum sínum, og við svo búið dró Þorbjörn Broddason til baka þá bókun sína þar sem hann mót- mælti þvi sem hann kallaði gerræði forseta að grípa fram í fyrir Alfheiði er hún las upp bókun frá fulltrúum Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks vegna umræðna um skipulagsmálin. • Ljósm. Mbl. Emilía Klappað fyrir undirritun samnings um efnahagssamvinnu við Sovétríkin. — Þessi mynd var tekin í ráðherrabústaðn- um við Tjamargötu í gærmorgun eftir að þeir A.N. Manzhulo, aðstoðarráðhcrra frá Sovétríkjunum, og Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra höfðu undirritað efnahagssamvinnusamning milli íslands og Sovétríkjanna. Á milli ráðherranna, við hlið Ólafs Jóhanncssnnar, stcndur M.N. Streltsov, sendiherra Sovétríkjanna á íslandi, og þá sjást Tómas Árnason viðskiptaráðherra, Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri, llaraldur Kröyer sendiherra og Guðmund- ur Eiríksson, deildarstjóri í utanrikisráðuneytinu. * Nyr þáttur í samskiptum Islands og Sovétrikjanna: 3. gr. Skipti á vörum og þjónustu, sem leiðir af samningi þessum, fara fram samkvæmt samningum milli íslenskra einstaklinga og lögaðila annars vegar og sovéskra utanrík- isviðskiptastofnana hins vegar á grundvelli langtíma bókana um gagnkvæmar vöruafgreiðslur milli landanna. 4. gr. Samningsaðilar munu eftir megni og í samræmi við gildandi lög og reglugerðir hvors landsins um sig greiða fyrir stofnun og við- haldi viðskiptasambanda milli full- trúa hlutaðeigandi stofnana og fyrirtækja beggja landanna og skiptum á upplýsingum um efna- hags- og viðskiptamál. 5. gr. Fulltrúar sem samningsaðilar hafa tilnefnt til að athuga fram- kvæmd viðeigandi bókana sem í gildi eru milli landanna um gagn- kvæmar vöruafgreiðslur og til þess að semja og samþykkja viðeigandi tillögur og ráðstafanir á sviði við- skipta milli landanna beggja skulu hittast, hvenær sem það telst nauð- synlegt, til skiptis í Moskvu og Reykjavík, til þess að fylgjast með framkvæmd þessa samnings um efnahagssamvinnu og gera tillögur um þróun hans. Samvinna um efiiahagsmál, iðnað, vísindi og tækni Hér fer á eftir samningur milli ríkisstjórna íslands og Sovétríkj- anna um efnahagssamvinnu, sem ritað var undir í Reykjavik í gær af Ólafi Jóhannessyni utanríkisráð- herra og A.N. Manzhulo, aðstoðar- ráðherra í sovéska utanríkisvið- skiptaráðuneytinu. Ríkisstjórn lýðveldisins íslands og ríkisstjórn Sovétríkjanna, sem æskja þess á grundvelli jafn- réttis og beggja hags að stuðla að þróun efnahagssamvinnu ís- lands og Sovétríkjanna, þ.m.t. samvinnu á sviði iðnaðar, vís- inda og tækni, sem þar við tengist, sem hafa hliðsjón af erindaskipt- um samningsaðilanna hinn 25. maí 1927, viðskipta- og greiðslusamningi milli íslands og Sovétríkjanna frá 1. ágúst 1953, eins og honum var breytt með bókun 31. október 1975, bókun frá 11. september 1980 um gagnkvæmar vöruafgreiðsl- ur frá Islandi og Sovétríkjunum á árunum 1981—1985, samningi milli íslands og Sovétríkjanna um menningar-, vísinda- og tæknisamvinnu frá 25. apríl 1961 og samningi milli ríkis- stjórnar íslands og ríkisstjórn- ar Sovétríkjanna um vísinda- og tæknisamvinnu og samráð á sviði sjávarútvegs og rann- sókna á lifandi auðæfum hafs- ins frá 25. apríl 1977, sem hafa að leiðarljósi ákvæði lokasamþykktar ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem undirrituð var í Helsinki 1. ágúst 1975, sem sem eru þess fullvissar, að aukin samvinna í efnahagsmál- um muni hafa jákvæð áhrif á þróun viðskipta milli landanna og auka fjölbreytni þeirra, sem óska eftir að efla og auka tví- hliða samskipti íslands og Sov- étríkjanna á traustum grund- velli og til langframa, hafa orðið ásáttar um eftirfarandi: 1. gr. Samningsaðilar munu stefna að því að efla efnahagssamvinnu milli hlutaðeigandi íslenskra stofnana og fyrirtækja og sovéskra stofnana og að skapa hagstæð skilyrði fyrir þróun slíkrar samvinnu, á grund- velli jafnréttis og beggja hags og í samræmi við gildandi lög og reglu- gerðir hvors landsins um sig. 2. gr. Samningsaðilar munu ákvarða með gagnkvæmu samkomulagi þau svið, þar sem þeir telja langtíma samvinnu æskilega skv. samningi þessum, og skal í því efni sérstak- lega tekið mið af getu hvors lands- ins um sig og þörfum þess fyrir búnað, tækni og hráefni. 6. gr. Samningur þessi öðlast gildí við undirritun hans og gildir í fimm ár. Að þeim tíma liðnum mun samn- ingurinn gilda áfram, þar til annar hvor samningsaðili hefur tilkynnt hinum skriflega um uppsögn. Samningurinn rennur þá út sex mánuðum eftir dagsetningu slíkrar tilkynningar. Uppsögn samningsins hefur ekki áhrif á gildi samninga, sem gerðir hafa verið með stoð í honum. Gjört í Reykjavík hinn 2. júlí 1982 í tveimur frumritum, hvort tveggja eintakið á íslensku og rússnesku, og skulu þeir textar jafngildir. Fyrir hönd ríkisstjórnar lýðveldisins fslands Ólaíur Jóhannesson (sign.) Fyrir hönd ríkisstjórnar Sovétríkjanna A.N. Manzhulo (sign.) r * Akvæði um samráð í samningum Islands við önnur ríki: Fyrirvaralaust orðalag í nýja samningnum við Sovétríkin í SAMNINGUM um efnahagssam- vinnu milli íslands og Sovétríkj- anna, sem undirritaður var í gær, er i 5. grein kveðið á um það, að fulltrúar landanna skuli „hittast, hvenær sem það telst nauðsynlcgt, til skiptis í Moskvu og Reykjavík, til þess að fylgjast með fram- kvæmd þessa samnings um efna- hagssamvinnu og gera tillögur um þróun hans.“ Ákvæði þetta hefur verið skýrt á þann hátt, að hvor aðili um sig geti fyrirvaralaust stefnt hinum til viðræðna við sig um málefni þau, sem um er samið. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær telur Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneyt- isstjóri, hér ekki um nýmæli að ræða. Þetta hafi komið fram í „samningum", sem ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hafi gert við Sovétríkin á árinu 1975. Samskonar ákvæði sé að finna í samningi íslands við Efnahags- bandalag Evrópu, samningi við Pólverja frá 1975 og við Tékkó- slóvaka frá 1977, eins og stendur í fréttinni. Morgunblaðið hefur kannað þá samninga, sem hér um ræðir og umrædd ákvæði í þeim. í ljós kom, að ekki er í C-deild Stjórn- artíðinda frá 1977 birtur neinn samningur við Tékkóslóvaka, svo að ekki var unnt að kanna efni hans. í samningi íslands við Efna- hagsbandalag Evrópu frá 5. mars 1973 segir í 2. tölulið 32. greinar, að sameiginleg nefnd aðila skuli koma saman eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Síð- an segir orðrétt: „Nefndin kemur saman til aukafundar hvenær sem sérstök nauðsyn ber til, að beiðni annars aðilans, eftir því sem mælt verður fyrir um í starfsreglum hennar." Þetta orðalag er annað en í nýja samn- ingnum við Sovétmenn, því að gert er ráð fyrir, að aðilar setji sér starfsreglur utan samnings- ins um það með hvaða hætti og þá væntanlega á hvaða forsend- um sé boðað til aukafundar. Samningurinn við Pólverja frá 1975 ber heitið viðskipta- og greiðslusamningur. Hann var undirritaður 30. apríl 1975 og kemur í stað samnings frá 12. september 1969. Samkvæmt ákvæðum samningsins gilti hann til 31. desember 1980. Samningurinn er aðeins birtur á ensku í Stjórnartíðindum, þann- ig að efni 5. greinar hans um samráð er ekki til í opinberri þýðingu á íslensku. í 5. greininni segir, að sameiginleg nefnd aðila skuli hittast árlega í Póllandi eða á Islandi og annars að beiðni annarrar hvorrar ríkistjórnar- innar þann dag og á þeim stað, sem sarnkomulag verður um hverju sinni. Orðalagið í þessum samningi er því ekki eins skil- yrðislaust og í hinum nýja efna- hagssamvinnusamningi við Sov- étmenn. Um „samningana" frá 1975 við Sovétmenn er það að segja, að þar er um bókun við viðskipta- samning Islands og Sovétríkj- anna frá 1953 að ræða, svipaða bókun og Tómas Árnason undir- ritaði í september 1980. Við at- hugun á slíkum bókunum frá fyrri árum kemur í ljós, að það er fyrst í bókun, sem undirrituð var 2. nóvember 1971 og auglýst hér á landi 8. nóvember 1971 með undirskrift Einars Ágústs- sonar, utanríkisáðherra, í ráðu- neyti Ólafs Jóhannessonar, sem ákvæðið um að fulltrúar ríkis- stjórnanna skuli hittast „hvenær sem nauðsynlegt þykir" kemur inn í bókanir við viðskiptasamn- inginn. Þá var Lúðvík Jósepsson viðskiptaráðherra. Á grundvelli þessara bókana hafa fulltrúar Islands og Sovétríkjanna fram til þessa rætt um viðskiptamál á fundum sinum, en samkvæmt hinum nýja samningi frá því í gær eiga þeir að ræða um efna- hagssamvinnu landanna „hve- nær sem það telst nauðsynlegt."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.