Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1982 Unglingameistaramótið í golfi á Akureyri í dag og á morgun Unglingameistaramót íslands í golfi 1982 fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri, í dag og á morgun. I»etta er i áttunda sinn sem haldið er sér- stakt íslandsmót unglinga. Keppt er í fjórum flokkum; stúlk- ur 15 ára og yngri og stúlkur 16 ára — 21 árs, og piltar 15 ára og yngri og piltar 16 ára — 21 árs. Miðað er við almanaksár. Margir af okkar bestu og efni- legustu kylfingum munu keppa á Akureyri þessa daga, m.a. í eldri stúlknaflokki verður núverandi ís- landsmeistari, Sólveig Þorsteins- dóttir GR o.fl. í yngri flokki pilta verða m.a. Guðmundur Arason GR sem nýkominn er frá Doug Sanders-mótinu í Skotlandi. Ulfar Jónsson GK, Héðinn Gunnarsson GA og Kristján Hjálmarsson GH o.fl. í eldri flokki pilta eru margir af okkar betri kylfingum í dag. M.a. núverandi unglingameistari, Gylfi Kristinsson GS, Páll Ket- ilsson GS, Sigurður Sigurðsson GS, Magnús Jónsson GS, Jón Þór Gunnarsson GA, Magnús Ingi Stefánsson NK, Hilmar Björg- vinsson GS og núverandi drengja- meistari, Karl Ómar Jónsson GR o.fl. Búast má við harðri keppni í öllum flokkum á fyrsta íslands- móti sem haldið er á Jaðarsvelli eftir að hann varð 18. holu völlur sl. sumar. Hafa Akureyringar undirbúið hann vel undir átökin. Mót þetta mun hafa mikið að segja um verkefni sumarsins fyrir unglingana, en þau eru m.a. Evr- ópumeistaramótið í París í ágúst, alþjóðlegt unglingamót í Brússel í ágúst og verið er að vinna að ungl- ingamóti á írlandi í september. Golfklúbbur Akureyrar mun sjá um framkvæmd mótsins fyrir hönd GSÍ. Leiknar verða 72 holur, 36 holur hvorn dag. • Hér er Frans Beckenbauer fyrir kveðjuleik sinn í Hamborg fyrir skömmu. Með honum eru tveir aðrir fyrrum fyrirliðar þýska landsliðs- ins í knattspyrnu, Fritz Walter (t.v.) og Uwe Seeler (th.). Tekur Beckenbauer knattspyrnuskóna fram að nýju eftir stutt hlé? Leikur Beckenbauer med Köln næsta vetur? MIKLAR likur eru nú taldar á því að Frans Beckenbauer taki fram knattspyrnuskó sína á ný og leiki með F(' Köln í þýsku Bundeslig- unni næsta vetur. Aðeins rúmur mánuður er síðan Beckenbauer lék kveðjuleik sinn með Hamburg- er SV og var hann ákveðinn að hætta fyrir fuilt og allt. Hann starfar sem blaðamaður á HM á Spáni og þar var fram- kvæmdastjóri Köln, Hannes Löhr, staddur og bauð hann Frans samning. „Eg hélt í fyrstu að hann væri að grínast," sagði Beckenbauer. En þegar Löhr orðaði þetta aftur varð honum ljóst að hér var um fúlustu al- vöru að ræða. „Þrátt fyrir að margir snjallir leikmenn séu hjá Köln hafa þeir átt í erfiðleikum með miðvallar- leikmenn, og ég kunni vel við mig á miðjunni hjá Hamburger, þegar ég loksins var orðinn góð- ur af meiðslunum," sagði Beck- enbauer. Hann lék sem kunnugt er um árabil með Bayern Múnchen og þýska landsliðinu og var þá sem aftasti maður varnarinnar. Kölnarmenn höfðu augastað á Johan Cruyff, hollenska snill- ingnum, en ekkert varð úr því þannig að Beckenbauer kom inn í myndina. Fer Ardiles til Frakklands? — óvíst hvaö verður um Ricardo Villa arinn sammála í þetta skipti. Brassarnir voru miklu betri í seinni hálfleik og skoruðu þá tvö mörk sem Zico byggði upp. Það fyrra kom á 67. mín. Zico sendi frábæra sendingu inn fyrir vörn Argentínu, til Falcao sem vippaði boltanum yfir Fillol í markinu, á fjærstöngina þar sem Serginho skallaði af krafti í netið, einn og óvaldaður. Snillingurinn Zico var algjörlega óstöðvandi og á 74. mín. sendi hann glæsilega sendingu inn fyrir vörnina á bakvörðinn sókndjarfa, Junior, sem skoraði með þrumuskoti hjá Fillol. Heims- meistararnir létu mótlætið fara mjög í skapið á sér og á síðustu mínútum leiksins brutu þeir nokkrum sinnum mjög gróflega af sér. Eins og áður sagði þurfti Zico að fara út af eftir gróft brot Pass- arella, og Batista, sem kom inn fyrir hann, var tekinn í bakaríið af Maradona og sá stjarnan rauða spjaldið fyrir. Ramon Diaz lagaði stöðuna að- eins einni mín. fyrir leikslok er hann skoraði með föstu skoti rétt utan teigs. Auðveldur sigur Brass- anna var í höfn og nægir þeim jafntefli gegn Ítalíu á mánudag- inn til að komast í undanúrslit. • Zico fagnar marki. Hann sýndi stórkostlegan leik í gær gegn Arg- entínumönnum og var stjarna leiks- ins. • Knska knattspyrnufélagið Tott- enham hefur tilkynnt að það hafi fallist á þá kröfu Osvaldo Ardiles, að selja hann frá félaginu. Eru nú hafn- ar samningaviðræður við franska lið- ið Paris St. Germain. Ardiles er sem kunnugt er Argentínumaður og eftir að Falklandseyjadeilan braust út tók hann ákveðna afstöðu með heimalandi sínu og ákvað i kjölfarið á ósigri Argentinu að stiga aldrei fæti aftur á breska grund. „Búið er að ganga frá samningum í flestum aðalatriðum," sagði Peter Day, stjórnarmaður hjá Tottenham í sam- tali við AP. Framtíð Ricardo Villa hjá félag- inu er ótrygg, en hann er sem kunnugt er einnig Argentínumað- ur. Day sagði; „Við getum ekkert sagt á þessu stigi málsins, Villa er um þessar mundir í sumarleyfi • Osvaldo Ardiles leikur sennilega með franska liðinu Paris St Ger- main næsta vetur. heima í Argentínu og við höfum ekkert heyrt frá honum um hríð. Allir leikmenn félagsins hafa fengið boð um að mæta til æfinga 19. júlí og Villa fékk einnig slíkt boð og því má segja að við væntum hans. Þó verður að skoða málið frá fleiri sjónarhornum en horni fé- lagsins, það er ekki víst að það sé æskilegt hans vegna að leika áfram með okkur. A hinn bóginn hðfum við engin tilboð fengið í hann og þvi á huldu hvaða stefnu málið tekur. Fari svo að Tottenham sjái af báðum Argentínumönnum sínum, er missir liðsins mikill. Þeir hafa verið lykilmenn hjá liðinu sem hefur haslað sér völl sem eitt besta knattspyrnulið Bretlands- eyja. Skörð þeirra verða ugglaust vandfyllt. Heimsmeistarar Argentinu eru nú úr leik í keppninni BRASILÍUMENN sigruðu heims- meistara Argentinu í C-milliriðli HM í gær með þremur mörkum gegn cinu í mjög góðum leik. Brasilia yfir- spilaði andstæðinga sina algjörlega í leiknum, sérstaklega í síðari hálfleik er þeir tóku öll völd á miðjunni. Zico var stórkostlegur í þessum leik, hann skoraði fyrsta markið og lagði upp tvö hin siðari, en varð síðan að fara af velli í lokin, er Daniel Pass- arella braut mjög illa á honum og meiddist hann töluvert. Passarella hafði áður gult spjald i leiknum og þótti heppinn að vera ekki rekinn af velli. Stirnið Maradona var siðan rekinn út af í lokin fyrir hræðilega gróft brot. Greinilegt að þeir voru ekki ánægðir með gang mála, heims- meistararnir. Argentína byrjaði mun betur í gær og strax á 2. mín. fékk Peres í marki Brassanna að taka á honum stóra sínum. Kempes gaf fyrir og Barbas skallaði fast á markið en Peres varði mjög vel. Heimsmeist- Michel Hidalgo: vHitinn gæti sligað Irana verulega“ ÚRSLITALEIKUR eins milliriðils HM-keppninnar er viðureign Frakka og Norður-íra sem fram fer í Madrid á morgun. Georg Schmidt, þjálfari Austurríkismanna vildi ekki spá um úrslit leiksins er AP lagði þá þraut fyrir hann. Schmidt sagði: „Þegar við drógumst í milliriðil með þessum þjóðum töldum við að þær væru jafn liklegar til afreka, önnur þjóðin ekki lakari en hin. Það reyndist rétt, leik- ur þeirra getur farið hvernig sem er.“ Michei Hidalgo, þjálfari Frakka sagði hins vegar: „Jafntefli íra og Austurríkismanna voru góð úrslit fyrir okkur. Nú er undir okkur sjálfum komið hvað úr HM- draumum okkar verður. Við vitum mæta vel hvað býr í írska liðinu, festa, viljastyrkur, kraftur og seigla. Þegar leikið er gegn þeim má aldrei slaka á klónni, það fengu Austurríkismenn að reyna er þeir slökuðu á eftir að hafa náð forystu á ný.“ Norður-írar og Frakkar léku vináttulandsleik rétt fyrir HM-keppnina. írar voru þá í öldu- dal og Frakkar sigruðu 4—0. En Hidalgo segir: „Þeir eru miklu betri nú, sérstaklega í vörninni. Þá eru þeir Hamilton og Brith- erstone athyglisverðir framherj- ar. En það er spurning hvort liðið getur leikið annan eins leik í slík- um hita á sunnudaginn. Við höf- um fengið betri tíma til að hvíla okkur, en hitinn gæti átt eftir að sliga írana illa.“ Brasilía — Argentína 3-1 ararnir fengu 2 horn á fyrstu 6 mín. og komu argentínsku vörn- inni nokkrum sinnum í klípu. Zico skoraði síðan fyrsta mark leiksins á 12. mín., í fyrstu hættu- legu sókn Brasilíu. Þeir fengu aukaspyrnu 25 metra frá marki og framkvæmdi Eder hana. Þrumu- skot hans small í þverslánni, Zico og Serginhö voru fyrstir á vett- vang og sá fyrrnefndi potaði bolt- anum í markið af örstuttu færi. Fjórða mark hans í keppninni varð staðreynd. Eftir markið urðu Argentínumenn daufari en áður og Brasilía tók völdin. Falcao og Zico fengu báðir góð færi í fyrri hálfleik en misnotuðu þau. Falcao reyndar tvö, í fyrra skiptið hitti hann ekki markið en seinna skotið lenti í þverslánni. Peres í marki Brasilíu varði seint í hálfleiknum frábærlega vel skalla frá Passar- ella eftir horn. Diaz kom inn fyrir Kempes strax eftir hlé, og sóttu Argent- ínumenn mun meira fyrstu mín. Perez varði vel frá Diaz og Mara- dona heimtaði vítaspyrnu eftir að hann var felldur, en ekki var dóm- ESPANA '82

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.