Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ1982 Súluhlaup hófst á sunnudaginn Mannvirki ekki í hættu HLAUP hófst í ánni Súlu í V—Kkaftafellssýslu á sunnudag, en menn eystra urðu varir við vöxt í ánni seint á laugardagskvöld. Áin Súla rennur úr Grænalóni. í samtali við Morgunblaðið sagði Þorsteinn Jóhannsson vega- verkstjóri á Svínafelli, að þetta hlaup væri í minna lagi og taldi hann að það hefði nú náð hámarki. Hlaup í Súlu eru árviss, að sögn Þorsteins. Áin hefur vaxið mikið, en Þorsteinn sagði að þetta hlaup væri ekki stórt miðað við mörg önnur hlaup sem hann hefur séð í ánni. Orsök hlaupanna er sú að sam- ansafnað vatn í Grænalóni brýst fram þegar lónið er fullt. Græna- lón er í krika á milli fjalls og jök- uls á bak við Eystrafjall. Þar safn- ast saman leysingavatn af jöklin- um, að sögn Þorsteins. Þorsteinn taldi að mannvirki væru ekki í hættu, þó hefði aðeins hrunið utan úr efstu varnargörð- unum vestan megin. Megin- straumur árinnar fellur vestur að Núpshlíð og mest mæðir á varn- argörðum sem þar eru inn með hlíðinni. Hrunið hefur utan úr efstu görðunum en hvergi komið skarð í og ekki talið að hætta sé á ferðum. Myndlista- og handfðaskóli íslands: Fræðsluráð mælti með Torfa Jónssyni Á FUNDI fræðsluráðs Reykja- víkurborgar sem haldinn var í síðustu viku var samþykkt með samhljóða atkvæðum að mæla með Torfa Jónssyni í stöðu skólastjóra Myndlista- og handíðaskóla íslands. Torfi hefur verið kennari við auglýsingadeild skólans um 13 ára skeið, en hætti kennslu um tíma, en hóf aftur störf við skól- ann og hefur síðan verið deild- arkennari auglýsingadeildar skólans. Mál þetta er nú í höndum menntamálaráðherra, en hann veitir stöðuna. Fimm menn sóttu um stöðu skólastjóra Myndlista- og hand- íðaskólans, einn óskaði nafn- leyndar. Umsækjendur auk Torfa voru: Ásgeir Einarsson, Jeppi valt út í ána og brann LAM) KOVKK-jeppi vall á móts við ba'inn Keiti.staói í Leirársveit í ga'r. Lenli bíllinn úl í Leirá ng brann þar, samkva'int upplý.singum sem Mbl. fékk hjá lögreglunni á Akranesi í j>aLr. Ökumaður komst af eigin ramm- leik út úr bílnum og telur lögreglan mildi að það hafi tekist. Hann skarst mikið í andliti og kvartaði um eymsli í brjósti, en að öðru leyti eru meiðsli hans ekki talin alvarleg. Bíllinn var bílaleigubíll frá Bílaleigu Akureyr- Níels Hafstein og Ólafur Lárus- son. Siglt mót sumri og sól Morgunblaðió/ Lárus Karl 500 þúsund króna tjón er fugl fór í þotuhreyfil ÞAÐ óhapp vildi til þegar Boeing 720 þota Arnarflugs kom inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli í fyrrakvöld, aö fugl flaug inn í einn fjögurra hreyfla vélarinnar og skemmdi. Að sögn Guðmundar Magnús- sonar, flugrekstrarstjóra Arnar- flugs verður viðgerð lokið seinni- partinn í dag og fer vélin inn í áætlun, sem raskaðist lítilsháttar. Tjónið er metið á um hálfa milljón króna. Nýr sveitar- stjóri í Vogum LEIFUR Albert ísaksson kennari, hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Vatnsleysustrandarhreppi. Sextán umsóknir bárust, en hreppsnefnd samþykkti ráðningu Leifs með samhljóða atkvæðum. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra um vanda útgerðarinnar: Verði ekkert gert óttast ég að togararnir stöðvist _ - v. « . « v. « . ■« a a aa . voro fvorminHon bpttíi r)Qrf oll „Getur vel verið að þá þurfi að grípa til þess sem hendi er næst“ „í GREIN Ragnars Arnalds er margt sagt af raunsæi, hann metur t.d. stöðuna eins og hún er, miðað við aflabrest og sam- drátt þjóðarframleiðslu. Hann dregur upp dökka mynd, en hins vegar sakna ég hins, að hann skuli ekki benda á leiöir til þess að mæta þessu. Það er ekki nóg að gagnrýna, það þarf einnig að benda á hvað gera á í staðinn,“ sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegs- ráðherra í samtali við Morgun- blaðið, en álits hans var leitað á grein sem Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra skrifaði í Þjóð- viljann um síðustu helgi. Ein ástæða þess að ég sendi fjöl- miðlum skýrslu starfshópsins var sú að það er farið að tala meira Akranesi, 12. júlí. ÞORGEIR Jósefsson var í dag gerður að heiðursborgara Akraness, en hann átti áttræðis Þorgeir Jósefsson heið- ursborgari Akraness afmæli í dag. Bæjarstjórn Akr- aness hélt honum og konu hans, Svanlaugu Sigurðardótt- ur, hóf á Hótel Akranesi, en þar voru margar ræður fluttar. Svanlaug átti áttræðisafmæli 2. júlí sl. Á hótelinu var opið hús og komu þar margir, bæjarbúar og aðrir. Þar voru samankomnir margir viðskiptamenn Þorgeirs og Ell- erts, og voru margar ræður flutt- ar. Meðal annara töluðu fulltrúar frá Félagi ísl. iðnrekanda og Fé- lagi skipasmíðastöðva. Tilefni þess að Þorgeir var gerður að heiðursborgara á Akranesi var framtak hans í atvinnumálum, í málum bæjarstjórnar og sjúkra- hússins og fleiri málum. Hófið fór mjög vel fram og margar góðar ræður fluttar til heiðurs þessum athafnasama um hana opinberlega en gert var ráð fyrir. Eg hef engan áhuga á því að reka ríkissjóð með halla og það getur vel verið að afia þurfi tekna fyrir því sem greitt er úr ríkissjóði að einhverju leyti, —ég skal ekki meta það,— ég hef ekki fengið nægar upplýsingar um stöðu ríkissjóðs. Hins vegar kem- ur það fram í grein Ragnars að nú á þessum mánuðum er á annað hundrað milljóna króna tekjuaf- gangur og honum er kannski ekki illa ráðstafað til að koma í veg fyrir að atvinnuleysi skapist í landinu," sagði Steingrímur. „Ef ekki verður eitthvað gert vegna útgerðarinnar og þess óvænta halla og þeirra áfalla sem Vörubíll valt VÖRUBÍLL valt á Krísuvíkurvegi, skammt frá gatnamótum Keflavík- urvegar, um klukkan 9.30 í gær- morgun, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá lögreglunni í Hafnarfirði í gær. Ökumaðurinn slasaðist, fékk áverka á höfði og var hann fluttur á slysadeiid. hún hefur orðið fyrir nú á fyrstu mánuðum, og það gert fljótt, þá óttast ég að togararnir stöðvist. Það getur vel verið að þá verði að grípa til þess sem hendi er næst, til að koma í veg fyrir stöðvun togaranna. En ég tek það fram að það þýðir ekki að gagnrýna, nema skoða dæmið í heild sinni og þær efnahagsráðstafanir sem þurfa að vera framundan. Þetta þarf allt að tengjast þeim,“ sagði Steingrímur. „Þegar þessir menn meta það að 300 milljónir þurfi til útgerðar- innar, þá eru þeir aðeins að skoða þann þátt, enda ekki beðnir um annað. Það er ekki hægt að gagn- rýna það eitt út af fyrir sig. Eg tel að Ragnar hafi metið stöðuna rétt og geri fastlega ráð fyrir því að fram komi aðrar hugmyndir til úrbóta," sagði Steingrímur Her- mannsson. Steingrímur Hermannsson: Ég trúi ekki öðru en Eggert átti sig „ÞESSI ríkisstjórn hefur lengi byggt á litlum meirihluta og hann er kannski veikari í dag en hann hefur áður verið, ég satt að segja veit það ekki,“ sagði Steingrímur Her- mannsson sjávarútvegsráöherra í samtali við Morgunblaðiö, en hann var spuróur um meinta óvissa stöðu ríkisstjórnarinnar. „Ég hef ekki rætt við Eggert Haukdal, hann var ekki ánægður með efnahagssamninginn við Rússa, en ég held að menn átti sig á því að sjálfsagt var að gera þennan samning og það geri Egg- ert líka. Ég trúi ekki öðru. Alþýðu- flokkurinn er að minnsta kosti bú- inn að átta sig,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Brotist inn í Gullsmíðastofuna, Laugavegi 20B, um helgina: Verðmæti þýfisins nem- ur hundruðum þúsunda — segir Þorgrímur Jónsson, eigandi verslunarinnar )7 Þorgeir Jósefsson Júlíus BROTIST VAR inn í Gullsmíða- stofuna Laugavegi 20 B um helg- ina og var miklu stolið af skart- gripum, en ekki liggur verðmæti þýfisins nákvæmlega fyrir. Sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið fékk hjá Þorgrími Jónssyni, eiganda verslunarinnar nemur verðmæti þýfisins hundruðum þús- unda króna. Sagði Þorgrímur að farið hefði verið inn í verslunina bakatil og ekki urðu menn varir við stuldinn fyrr en í gærmorgun, þegar að var komið. Var lítill gluggi spenntur upp og fóru þjófarnir þar inn. Var glugginn síðan látinn í sömu skorður, þannig að ekki sá á. „Það má segja að búðin hafi ver- ið hreinsuð, það voru svo til allir verðmætustu hlutirnir teknir, nema þeir sem voru inni í ramm- byggðum peningaskáp," sagði Þorgrímur. Sagði Þorgrímur að örfáir hlutir hefðu verið skildir eftir, ódýrari silfurhlutir og örfáir hlutir úr gulli. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur nú að rannsókn málsins, en það er enn óupplýst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.