Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 48
Heimsmeistararnir:
Anægðir en
ÍTALIK fengu frábærar móttökur,
•'ins og við mátti húast, er þeir snéru
heimleiðis í gær. 30.000 manns biðu
liðsins er það lenti í Kóm. Gífurleg
fagnaðarlæti brutust út meðal fjöld-
ans er Sandro l’ertini, hinn aldni
forseti landsins steig út úr flugvél-
inni. A eftir honum kom Knzo Bear-
zot, þjálfari, með hina glæsilegu
gylltu styttu, sem heimsmeistaratitl-
inum fylgir.
Bearzot veifaði styttunni hátt yfir
höfði sér, og sama leik léku leik-
menn hans. Lýðurinn veifaði alls
kyns borðum, með áletrunum á
borð við þessa: „Rossi, Conti, Ant-
ognoni — við erum hinir sönnu
meistarar."
Hópurinn staldraði ekki lengi
við á flugvellinum, heldur flýtti
sér inn í borgina, þar sem forset-
inn bauð til veislu. Gn á torginu
fyrir utan höll forsetans hélt lýð-
urinn áfram að syngja og fram-
leiða hávaða með öllum tiltækum
ráðum.
Hvergi voru fagnaðarlætin
skringilegri en í Feneyjum. Tveir
trúðar höfðu þar málað fíl úr
dýragarðinum bláan, og gengu síð-
an með hann um götur.
ítalir ánægðir... en sárir
„Við erum að sjálfsögðu mjög
ánægðir með að snúa heim sem
heimsmeistarar, en við erum einn-
ig sárir vegna þeirra ljótu hluta
sem sagðir hafa verið um okkur,"
sagði Enzo Bearzot, er hann kom
heim. Bearzot sagði að hann og
menn hans væru enn í sárum
vegna skrifa blaðamanna.
„Hólið sem við fengum eftir síð-
ustu leiki okkar virkaði eins og
salt í sárin frá þeim sem skrifað
hafa þessa hræðilegu hluti um
okkur. Við erum ekki sárir vegna
þess að menn hafa deilt á leik-
skipulag okkar, heldur vegna þess
að sagt hefur verið að við séum
hér aðeins til að hafa fé út úr yfir-
völdum og að við högum okkur
ekki eins og atvinnumönnum
sæmir."
Bearzot sagði að síöustu fjórir
sigrar, gegn Argentínu, Brasilíu,
Póllandi og Vestur-Þýskalandi,
hafi sýnt að ítölsku leikmennirnir
kunni að berjast og þjást, „og þeir
kunna einnig að skora mörk,“
sagði þjáifarinn.
„Þó við beitum skyndisóknum
og leikum með sterka miðju er
ekki þar með sagt að við leikum
varnarleik," sagði Bearzot. Hann
bætti við: „Við skoruðum 10 mörk
gegn þessum sterku þjóðum og
það vorum við sem sýndum betri
leik, góðan sóknarleik. Næstum
allir leikmenn mínir geta skorað,
og þeir gera það. Þetta er framtíð
knattspyrnunnar, að leikmenn
geti gert hvað sem er, séu mjög
jafnir, og spilið byggist á hraða og
krafti." Bearzot sagðist nú ætla að
taka sér þriggja daga frí til að
hugsa um sína_eigin framtíð.
Mönnum þótti Bearzot heldur
fölur og uppspenntur eftir úrslita-
leikinn en hann hafði skýringar á
reiðum höndum. „Ég borðaði ekki
matarbita 24 klukkustundum fyrir
leikinn. Ég var of taugaóstyrkur
til að hugsa um mat.“
• Dino Zolf, fyrirliöi Italiu, baetti
rós í hnappagatið moö þvi aö
loiAa liö aitt til sigura i hoima-
meistarakeppninni { knatt-
spyrnu. Er þaö f þriöja sinn sem
Ítalía hreppir þennan eftirsötta
titil. Zoff sem stendur i fertugu
segir: Þaö er eins meö gamla
markmenn eins og gömul vin.
Þeir veröa betri eftir því sem þeir
veröa eldri. Þaö er allavega rétt
hvaö hann sjélfan varöar. Hann .
hefur sjaldan veriö betri. ,-ö
Fjórir heimsmeistarar
í úrvalsliði keppninnar
FJOKIK af heim.smeisturum ítala
voru valdir í úrvalslið IIM-keppninn-
ar sem fréttamcnn AP völdu eftir
leikinn á sunnudaginn. Dino Zoff,
hinn fertugi fyrirliði þeirra, var val-
inn besti markvörðurinn og hinir
Italarnir voru varnarmennirnir ( 'lau-
dio Gentile og Fulvio Collovati, auk
framlínumannsins Paolo Kossi, sem
varð markahæsti leikmaður keppn-
innar með 6 mörk.
Aðeins einn Vestur-Þjóðverji
komst í liðið, Karl Heinz Rumm-
enigge, sem varð næst marka-
hæstur í keppninni með 5 mörk.
Liðið var skipað þessum leik-
mönnum, en stillt er upp í leik-
kerfið 4-4-2: Dino Zoff (Ítalía),
Claudio Gentile (Ítalía), Luizihno
(Brasilía), Fulvio Collovati (ítal-
ía), Junior (Brasilía), Zbigniew
Boniek (Pólland), Michel Platini
(Frakkland), Jean Tigana (Frakk-
land), Zico (Brasilía), Paolo Rossi
(Ítalía), Karl Heinz Rummenigge
(V-Þýskaland).
Fréttamenn AP völdu einnig' B-
lið keppninnar og í því er einn
leikmaður úr liði, sem nú lék í úr-
siitakeppni HM í fyrsta skipti. Er
það Tony Costly, miðvörðurinn
sterki frá Hondúras. Annars er
varaliðið skipað þessum leik-
mönnum: Rinat Dasaev (Sovétrík-
in), Manny Kaltz (V-Þýskaland),
Daniel Passarella (Argentína),
Tony Costly (Honduras), Kenny
Sansom (England), Alain Giresse
(Frakkland), Osvaldo Ardiles
(Argentína), Socrates (Brasilía),
Roberto Falcao (Brasilía), Pierre
Littbarski (V-Þýskaland) og Diego
Maradona (Argentína).
Abraheim Klein frá ísrael var
valinn besti dómari keppninnar.
yyítalirnir voru bestir“
— segir Frans Beckenbauer
FLESTIK Vestur-Þjóðverjar viður-
kenndu eftir úrslitalcikinn að sigur
Itala hefði verið sanngjarn. Frans
Beckenbauer sagði, að Þjóðverjar
hefðu átt skilið að verða í öðru sæti.
Hann sagði að réttlæti væri til í
knattspyrnu; ítalir hefðu verið besta
lið keppninnar, og að besti leikmað-
ur keppninnar hefði að sínu mati
verið Conti hjá Ítalíu.
Fyrirsagnir þýsku dagblaðanna
voru allar á þann veg að Italir
hefðu verið vel að sigrinum komn-
ir.
„1—3, slæmt," sagði Bildzeitung
í risafyrirsögn, „en þið börðust
eins og hetjur.“ Blaðið sagði einn-
ig: „Slæmt — en Italirnir voru
betri — til hamingju.“
Frankfurter Allgemeine sagði:
„Þjóðverjarnir, heimsmeistarar
1954 og 1974, töpuðu sanngjarnt.
Eftir jafnan og markalausan fyrri
hálfleik, sem var nokkuð grófur,
léku ítalir mun betur og höfðu er-
indi sem erfiði, en Þjóðverjarnir
fóru alveg úr sambandi."
Jupp Derwall, þjálfari vestur-Þýska landsliðsins, veifar hér til mannfjöldans sem hyllti landsliðið er það kom heim
frá Spáni, umkringdur leikmönnum sínum. llm 4.000 manns voru fyrir utan Frankfurt City Hall, þegar leikmenn og
forráðamenn liðsins gengu út á svalir byggingarinnar. simamynd ap.
Ekki allir eins
glaðir og Zoff
DINO Zoff, hinn fertugi fyrirliði ít-
ala, náði hápunkti stórkostlegs ferils
síns sem knattspyrnumanns á
sunnudaginn, er hann leiddi sína
menn til sigurs í heimsmeistara-
keppninni. En margir aðrir gamal-
reyndir kappar fóru ekki eins
ánægðir heim frá Spáni, þar sem
þeir voru langt frá sínu besta.
Gömlu mennirnir í enska lands-
liðinu, Kevin Keegan og Trevor
Brooking, áttu báðir við meiðsli að
stríða og gátu ekki sýnt hvað í
þeim býr, og koma ekki til með að
leika í annarri úrslitakeppni HM,
þar sem þeir eru 31 og 33 ára
gamlir. Margir aðrir eru í svipaðri
aðstöðu. Má þar nefna Pólverjann
Lato, sem komst nú í annað sinn
mjög nálægt því að leika í úrslita-
leik heimsmeistarakeppninnar.
Annar Pólverji, Szarmach, sem
lék með Lato í landsliðinu 1974, er
einnig rúmlega þrítugur og ekki
væntanlegur til stórafreka í fram-
tíðinni. Teofilo Cubillas og Elias
Figueroa frá Suður-Ameríku,
tveir af bestu leikmönnum sinnar
kynslóðar, hafa heldur ekki mögu-
leika á að leika í úrslitum.
Figueroa, varnarmaður frá
Chile, sem þrisvar hefur verið kos-
inn Knattspyrnumaður Suður-
Ameríku, er nú orðinn 36 ára, og
Perúmaðurinn Cubillas, sem leik-
ur með Fort Lauderdale Strikers í
Bandaríkjunum, er þremur árum
yngri.
Búist er við að margir af „gömlu
mönnunum" úr HM-keppninni
fari nú til Bandaríkjanna, og ljúki
ferli sínum þar. Einn þeirra er
hinn 32 ára gamli Spánverji, En-
rique Castro „Quini“, sem komst í
heimsfréttirnar í fyrra er honum
var rænt.
Tveir aðrir sem fylgt gætu í
fótspor hans eru þeir Wilfried
Van Moer frá Belgíu, sem orðinn
er 37 ára, og tékkneski leikmaður-
inn Antonin Panenka, en hann er
fjórum árum yngri.
ítölsku blöðin:
Nvtt sölumet
r
ÍTÖLSK dagblöð, voru að sjálfsögðu
yfirfull af frásögnum um úrslitaleik-
inn. Knattspyrnuáhugamenn virtust
ekki fá nóg af leiknum með því að
sjá hann beint í sjónvarpi, og síðan
endurtekningar aftur og aftur langt
fram eftir nóttu, því blöðin settu nýtt
sölumet í gær.
Corriere dello Sport, í Róm, seldist
í næstum 1,7 milljónum eintaka í
gær, nærri 300.000 eintökum
meira en það hefðu nokkurn tíma
selst áður, en það var á fimmtu-
daginn eftir sigurinn á Pólverjum.
Gazzetta dello Sport, sem gefið
er út í Mílanó, seldist í 1,4 milljón-
um eintaka í gær, en 1,25 milljón á
fimmtudaginn. „Við erum
sterkastir í heimi," sagði blaðið II
Tempo í 8 dálka fyrirsögn, og
fyrirsagnir annarra blaða voru
allar á sömu lund.
Sjá mátti fyrirsagnir eins og:
„Stórkostlegir meistarar", „Hetj-
ur“, „Það er dásamlegt að vera
Itali" og „Stóri draumurinn varð
að veruleika." Birtar voru myndir
af Paolo Rossi á forsíðum næstum
allra blaðanna, ásamt myndum af
Dino Zoff og þjálfaranum Bearzot.