Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1982
21
Rummenigge:
„Ekki minnast
á fótbolta
vid mig
næstu vikur“
Vestur-þýaka ieikmennirnir
rengu Kóðnr raóttökur er þeir
komu til Frankfurt í ger, þrítt
fyrir ad þeir hafí tapað úrslita-
leiknum gegn ítölum. UM
5.000 manns tók á móti þeim.
Walter Wallmann, borgar-
stjóri, sem tók á móti leik-
mönnunum, sagði þeim að
vera ekki niðurdregnum, það
væri frábær árangur að kom-
ast í úrslitaleikinn.
Jupp Derwall, sem hefur
verið gagnrýndur harðlega i
blöðum fyrir að hafa komið
iila fram við blaðamenn,
sagði við þá á flugvellinum í
Frankfurt að hann myndi
fyrst í stað taka sér frí frá
knattspyrnu.
Karl-Heinz Rummenigge
sagðist líka fara í frí. „Ég á
þriggja vikna sumarfrí og ég
skal svo sannarlega nýta það.
Við höfum allir verið svo
strekktir undanfarið, líkam-
lega og andlega, að við viljum
ekki heyra minnst á fótbolta
á næstunni."
Hundruðir aðdáenda fögn-
uðu þeim félögum er þeir óku
í opnum Benz-sportbíl í gegn-
um borgina til veislu sem
haldin var liðinu til heiðurs.
Rossi besti leik-
maður keppninnar
FRÉTTAMENN völdu á sunnudag- I
inu bestu leikmenn HM-keppninnar
og hlaut ítalinn Paolo Rossi flest |
Símamynd Al*.
• Gulldrengurinn Paolo Rossi skorar fyrsta mark ítalíu í úrslitaleiknum. Rossi, lengst til hægri,
skallar boltann fast í jörðina og þaðan fór hann í netið. Rossi er nú þjóðhetja á Ítalíu. En hann
var markahæsti leikmaður HM-keppninnar og var líka kjörinn leikmaður HM-keppninnar. Sá
sem er á miðri mynd er Antonio Cabrini en honum mistókst að skora úr vítaspyrnu í leiknum.
stig, 437, og annar vard Brasilíumað-
urinn Falcao, með 252 stig. Karl-
Heinz Rummenigge, V-Þýskalandi,
varð þriðji með 207 stig og Zbigniew
Boniek hlaut 179 stig og varð fjórði.
Adidas-fyrirtækið stendur fyrir
þessu kjöri og gefur til þess verð-
laun. Hlýtur Rossi gullknöttinn,
Falcao hlýtur silfurknöttinn, og
Rummenigge bronsknöttinn.
Adidas veitir einnig marka-
hæstu leikmönnum keppninnar
viðurkenningu. Rossi varð marka-
hæstur með 6 mörk og fær hann
gullskóinn að launum. Rummen-
igge hlýtur silfurskóinn, en hann
varð annar í keppninni um marka-
kónginn, skoraði 5 mörk, og
Brasilíumaðurinn Zico fær
bronsskóinn fyrir mörkin 4 sem
hann gerði. Boniek frá Póllandi
skoraði einnig 4 mörk en hann lék
einum leik meira en Zico, og
hreppir Zico því verðlaunin.
Simamynd AP.
• Fyrirliði Ítalíu, Dino Zoff, borinn í gullstól á Santiago Bernabau-leikvanginum í Madrid eftir að
hann haföi tekið við heimsbikarnum úr hendi forseta FIFA, eftir að lið Ítalíu hafði sigrað
V-Þýskaland 3—1 í úrslitaleik keppninnar. Gífurlegur fögnuður var um alla Ítalíu eftir að
sigurinn var í höfn og forseti landsins sem var á leiknum kyssti alla leikmennina á báðar kinnar
að leik loknum er hann óskaði þeim til hamingju meö sigurinn. Sjá bls. 22, 23, 24, 25 og 28.
Heimsmeistarakeppninni í knatt-
spyrnu á Spáni er nú lokið. Hún
hófst 13. júní með leik Argentínu og
Belgíu, og lauk á sunnudaginn með
úrslitaleik ítala og Vestur-Þjóðverja.
Mörg óvænt úrslit litu dagsins Ijós í
keppninni eins og venjulega og kem-
ur fyrst upp í hugann sigur Alsírbúa
yfir Vestur-Þjóðverjum.
Keppni þessi var gífurlega vin-
sæl meðal fólks og er talið að um
500 milljónir manna hafi að jafn-
aði fylgst með hverjum leik í bein-
um útsendingum í sjónvarpi. 2,5
milljarðar fylgdust með úrslita-
leiknum, og í allt er talið, að sjón-
varpsáhorfendur á leikjum frá
keppninni hafi verið um 30 millj-
arðar.
Heimsmeistarar Ítalíu léku í
forkeppni HM í riðli með Luxem-
borg, Danmörku, Júgóslavíu og
Grikklandi. Liðið sigraði í 5 leikj-
um, gerði 2 jafnteUi og tapaði að-
eins einum leik, gegn Dönum í
Kaupmannahöfn, 1—3. Eru Danir
að sjálfsögðu að springa úr monti
eftir keppnina, og slá dönsku blöð-
in þeim sigri nú upp aftur.
ítaiirnir byrjuðu ekki með nein-
um glæsibrag á Spáni. Þeir gerðu
jafnteUi í þremur fyrstu leikjum
sínum, gegn Póllandi, Perú og
Kamerún, og komust upp úr for-
riðlinum á hagstæðari markatölu
en Kamerún.
En leikmenn liðsins uxu með
hverjum leik, og eru verðugir
heimsmeistarar. Þeir hafa marga
mjög góða leikmenn og knatt-
spyrna þeirra er frábærlega vel
skipulögð af snillingnum Enzo
Bearzot, þjálfara þeirra. Gamli
maðurinn Dino Zoff hefur sjaldan
verið betri í markinu, vörnin er
örugglega sú sterkasta í heimi í
dag og miðjuleikmenn og fram-
herjar liðsins eru einnig mjög góð-
ir. Liðið byggir leik sinn á skyndi-
sóknum og eru leikmenn alltaf
eldfljótir fram og stórhættulegir,
eins og sást vel í leiknum við Þjóð-
verja á sunnudaginn.
Ilprútlirl
Bikarkeppni KSÍ:
8 liða úrslit
í næstu viku
FYRIR helgina var dreg- arri deild. KR-ingar
ið í bikarkeppni KSÍ, en mæta Reyni Sandgerði,
leikir í 8 liða úrslitum en önnur lið sem leika
verða spilaðir miðviku- saman eru þessi: KA —
daginn 21. júlí. Sjö fyrstu Víkingur, Breiðablik —
deildar lið eru eftir í IA og Keflavík — Fram.
keppninni, og eitt úr ann-
Adidas-verðlaunin:
ítalir urðu heimsmeistarar
ESPARA 82