Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1982
13
Aðalfundur Prestafél. íslands:
Sr. Þorbergur
Kristjánsson end-
urkosinn formaður
AÐALFUNDUR Prestafélags íslands
var haldinn að Hólum í Hjaltadal hinn
29. júní sl. i tengslum við prestastefn-
una.
í skýrslu sinni vék formaður fyrst
að biskupaskiptunum á sl. hausti og
sagði m.a.: „Sigurbjörn Einarsson sat
biskupsstól þannig, að lengi verður
minnst fyrir margra hluta sakir. Sem
boðanda Orðsins ber hann svo hátt, að
hiklaust má jafna til höfuðskörunga,
fyrr og síðar.
fslcnskir prestar árétta enn þakkir
honum til handa — biðja um blessun
Guðs fyrir hann og hús hans.
Á aðalfundi PI 1982 fögnum við
jafnframt komu Péturs Sigurgeirs-
sonar til biskupsembættis. Hann
hefir lengi verið sóknarprestur í
fjölmennu prestakalli og þjónað
samtímis einni fámennustu og af-
skekktustu sókn landsins. Það er
haft fyrir satt, að honum hafi tekist
vel í báðum tilfellum að svara kröf-
um daganna. Hann kemur þannig
með mikla prestlega reynslu og lífs-
vísdóm til hins ábyrgðarríka starfs.
Félagar PÍ fagna því — biðja um
heillir honum til handa og fjöl-
skyldu hans og handleiðslu hins
hæsta.
Herra Pétur var áður vígslubisk-
Refabú
rísa í
Svarf-
aðardal
Dalvik, 9. apríl.
MIKILL áhugi virðist vera á
refarækt í Svarfaðardal. í bygg-
ingu eru refabú á þremur bæj-
um, Ytra-Garðshorni, Þverá í
Skíðadal og í landi Sökku reisir
hlutafélagið Ilalalæða sitt bú.
I Ytra-Garðshorni og á
Þverá er refaræktin hliðar-
búgrein við hinar hefðbundnu
búgreinar, en Dalalæða býr
einungis með refi. Allir þessir
aðilar stefna að því að hefja
störf í þessari búgrein með
kaupum á refum með haust-
inu. Munu þeir kaupa fóður
frá minkabúinu á Böggvis-
stöðum á Dalvík, en þar rekur
Þorsteinn Aðalsteinsson eitt-
hvert stærsta loðdýrabú
landsins með minkum og ref-
um.
Veðrátta í Svarfaðardal hef-
ur verið óvenju þurrviðrasöm
að undanförnu og gætir þess
víða í grassprettu. í þessari
viku gerði þó töluverða úr-
komu, sem var kærkomin
gróðri, þrátt fyrir kulda, sem
henni fylgdi, en ef hlýir dagar
kæmu nú á næstunni má
vænta þess að grasspretta
verði vel í meðallagi.
Eins og í öðrum sveitar-
hreppum gengu íbúar Svarfað-
ardalshrepps til sveitarstjórn-
arkosninga laugardaginn 26.
júní. Undanfarin tvö
kjörtímabil hafa farið fram
hlutbundnar kosningar til
hreppstjórnar og voru tveir
listar í kjöri. Að þessu sinni
voru kosningarnar óhlut-
bundnar. Veruleg breyting
varð á skipun hreppsnefndar,
en í hana voru kosnir nýir
menn, nema Halldór Jónsson
oddviti á Jarðbú, sem hlaut
mikinn meirihluta atkvæða og
var hann einnig kosinn sýslu-
nefndarmaður. Auk Halldórs
voru kjörnir Gunnar Jónsson,
Brekku, Jón Þórarinsson,
Hæringsstöðum, Yngvi Ei-
ríksson, Þverá í Skiðadal, og
Atli Friðbjörnsson, Hóli.
Fréttaritarar.
up Hólastiftis hins forna. Við þeim
titli hefur nú tekið sr. Sigurður
Guðmundsson, prófastur á Grenjað-
arstað. Hann bjóðum við velkominn
á þennan vettvang og væntum þess,
að vígslubiskupsembætti megi inn-
an tíðar opna víðari dyr og verk-
meiri en verið hefir. Víst er, að hinn
nýi vígslubiskup Hólastiftis hefir
margt til brUnns að bera, sem brúka
má í biskupsembætti. Hann er vask-
legur maður og víllaus — fundvís á
úrræði, sér oft færan veg, þar sem
öðrum virðist björg loka leiðum. Við
samfögnum sr. Sigurði með vegs-
aukann og traustið — biðjum Guð
að blessa hann og ástvini hans.“
Þá ræddi formaður ýmis atriði, er
varða starfsaðstöðu presta og kjör
og lagði áherslu á, að prestar gætu
illa unað því öllu lengur að greiða
hluta embættiskostnaðar af eigin
launum.
Sr. Birgir Ásgeirsson skýrði frá
gangi samninga og gerði sérstaklega
að umtalsefni bókun í sérkjara-
samningi, þar sem gert er ráð fyrir
nýjum reglum um endurgreiðslu út-
lagðs kostnaðar sóknarprests í emb-
ættisþágu.
Sr. Þórir Stephensen var talsmað-
ur nýstofnaðrar námsmats- og
námsleyfanefndar.
Sr. Þórhallur Höskuldsson kynnti
áfangaskýrslu starfskjaranefndar.
Umræður urðu um þessi mál og sér-
stök samþykkt gerð varðandi akst-
urskostnað.
Félag brauðlausra presta fékk að-
ild að PÍ. Sr. Árni Bergur Sigur-
björnsson var kosinn í kjaranefnd í
stað sr. Birgis Ásgeirssonar, er eigi
gaf kost á endurkjöri. Úr stjórn áttu
að ganga sr. Karl Sigurbjörnsson,
sr. Þorbergur Kristjánsson og sr.
Þórhallur Höskuldsson, en voru all-
ir endurkjörnir.
(Fréttatilkynning.)
Sjáifvirkur símsvari
16780
Upplýsingar um skipaferðir allan sólarhringinn.
Nú höfum við tekið í notkun sjálfvirkan símsvara sem veitir
upplýsingar allan sóiarhringinn um ferðir skipa og beina
síma fyrirtækisins utan venjulegs skrifstofutíma
Sími á
skrifstofu
21160
HAFSKIP HF.
Símsvari allan
sólarhringinn
16780