Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1982
19
Orsakir slyss
enn ókunnar
New Orleans, 12. júlí. AP.
ÁFRAM er haldið að leita að lík-
um þeirra sem fórust með Boeing
727, þotu Pan American og létust
á jörðu niðri sl. laugardag í öðru
mesta flugslysi sem orðið hefur í
Bandaríkjunum. Allir sem voru
með þotunni, eða 145 manns, fór-
ust og a.m.k. 8 manns á jörðu
niðri, þegar þotan hrapaði í fjöl-
mennu úthverfi New Orleans.
Ekkert hefur enn komið fram
sem skýrt gæti orsakir slyssins.
Síðast þegar heyrðist til áhafn-
arinnar nokkrum mínútum fyrir
slysið, kom ekkert fram, sem
benti til þess að ekki væri allt í
lagi um borð í vélinni og sjón-
arvottar af slysinu segja að eld-
ingu hafi ekki lostið niður í vél-
ina. Aðkoman á slysstað var
hræðileg og illa hefur gengið að
bera kennsl á líkin. Margir far-
þeganna voru með fjallháar
peningaupphæðir á sér, enda
næsti viðkomustaður vélarinnar
spilaborgin Las Vegas. Á mynd-
inni sjást hjálparsveitarmenn
leiða einn íbúa hverfisins brott
af slysstað.
Sihanouk væntir
hernaðaraðstoðar
Hangkok, Thailandi, 12. júlí. AF.
NORDOM Sihanouk, prins, bað í dag um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjun-
um og öðrum ríkjum sem ekki aðhyllast kommúnisma til að koma herafla
Hanoi-stjórnarinnar út úr Kambódíu.
Sihanouk, sem áður var bæði konungur og helsti valdamaður Kambódíu,
sagði við fréttamenn að stjórnvöld í Víetnam ætluðu „að þurrka Kambódiu
út af landakortinu og mannkynssögunni", og bætti við: „Hitler er á lífi í
Hanoi“.
Blaðamannafundurinn fylgdi í
kjölfar tilkynningar í gær þess
eðlis að þrír flokkar undir stjórn
Sihanouks hefðu myndað sam-
steypustjórn á kambódískri
grundu. Samsteypan er mynduð af
flokki Sihanouks, kommúnista-
flokki Rauðu Khmeranna sem eru
fyrrum andstæðingar Sihanouks
og þriðja flokknum sem er á móti
kommúnisma og kallar sig
KPLNF.
Sihanouk var í haldi hjá Rauðu
Khmerunum meðan á stjórnartíð
þeirra stóð, 1975 til 1979, er þeir
urðu að víkja fyrir innrásaröflum
Víetnama.
Aðspurður hvort hann og leið-
togi KPNLF yrðu ekki troðnir
undir í samstarfinu með Rauðu
Khmerunum, sagði hann að það
væri algjörlega komið undir
stjórn Bandaríkjanna og annarra
ríkja sem ekki að hyllast komm-
únisma, en í þeirra valdi væri að
veita þeim þann stuðning sem rtieð
þarf, til að styrkja her þeirra og
koma á jafnvægi milli aflanna í
samsteypunni.
Hann viðurkenndi að samsteyp-
an ætti langt í land með að geta
snúið aftur til Phnom Penh, höf-
uðborgar Kambódíu, en þar sitja
nú við völd stuðningsmenn Ha-
noi-stjórnarinnar með aðstoð
180.000 víetnamskra hermanna.
Einnig er almenningsálitið í land-
inu ekki hliðholl Rauðu Khmerun-
um þar sem enn er í minnum ha-
fðir ógeðfelldir stjórnarhættir
þeirra.
Anker Jörgensen
sextíu ára í dag
Kaupmannahöfn, 12. júlí. Frá frétUriUra Mbl., Ib Björnbak.
ANKER Jörgensen, forsætisráó-
herra Dana, er sextugur í dag,
þriðjudaginn 13. júlí, og i tilefni af
afmælinu verður upp á ýmsu fitjað
til að gera honum daginn sem eftir-
minnilegastan. Jörgensen er nú um
stundir vinsælastur einstakra stjórn-
málamanna í Danmörku.
Anker Jörgensen varð fyrst for-
sætisráðherra árið 1972 þegar
Jens Otto Krag valdi hann sem
sinn eftirmann og var það í fyrsta
sinn í 50 ár, að forsætisráðherr-
ann hafði ekki áður gegnt öðru
ráðherraembætti. Hann hefur set-
ið á þingi síðan 1964 en á bakhjarl
sinn í verkalýðshreyfingunni, var
formaður Félags ófaglærðra
verkamanna, sem er stærsta
verkalýðsfélagið í Danmörku.
Anker Jörgensen og kona hans,
Ingrid, eiga fjögur börn og hafa
lengi búið í fimm herbergja íbúð á
þriðju hæð í blokk í einu verka-
mannahverfi Kaupmannahafnar.
Afmælisdagurinn hefst klukkan
hálf átta að morgni hjá Anker en
þá verður hann sóttur í gömlum,
opnum slökkviliðsbíl og ekið til
kaffisamsætis með flokksmönnum
sínum í Folkets Hus. Að því búnu
hefur Anker boð inni í forsætis-
ráðuneytinu og síðan málsverður
á Langeliniepavillonen, en þar
verða m.a. Willy Brandt, fyrrum
kanslari, og Kalevi Sorsa, for-
sætisráðherra Finna, en hann
verður fulltrúi annarra norrænna
forsætisráðherra.
Efnahagsmálin eru Dönum
þung í skauti um þessar mundir og
Anker á erfiða tíma í vændum. I
dag ætlar hann þó að gleyma þeim
og taka þátt í gleðskapnum, sem
hinir fjölmörgu vinir hans og
kunningjar standa fyrir í tilefni af
sextugsafmælinu.
Útsýn býöur viöskiptavinum sínum ótrúlega hagstæöa bílaleigusamn-
inga og flugfargjald til Luxemburg og heim aftur. Lesið þessa veröskrá
og hugleiöiö hvort þarna sé ekki einmitt þaö sem hentar orlofsáætlun
yöar í ár.
Bíll, ótakmarkaöur kílómetrafjöldi og flugfar fram og til baka pr. mann:
Brottför 23. júlí 6. ágúst, 13. ágúst og 10. sept.
Innifaliö:
í þessum gjöldum er innif.
flugfarseðill KEF-LUX-KEF,
bill í umsaminn dagafjölda.
þ.e. 1—4 vikur m/ ótakmörk-
uöum kílómetrafjölda,
ábyrgöatrygging (skyldutr.)
gegn 3. aöila, en leigutaki ber
sjálfsábyrgö aö upphæö kr.
3.350.00. Kaskótrygging þ.e.
Collison Damage Waiver —
CDW. Vegakort fylgja bílnum.
Ekki innifaliö:
Flugvallarskattur á islandl, nú
kr. 200.00, né annarsstaöar,
bensín, olíur o.þ.h.
Útsýn bendir á aó félagar í
FÍB sem taka meö sér al-
þjóöleaa fólagsskírteiniö,
sem FIB gefur út (kr. 20.00)
•iga kost á þjónustu, ráö-
leggingum og aöstoö frá
bílaklúbbum (Evrópu.
Bílaflokkur Fj. manna um bíl 1 vika 2 vikur 3 vikur 4 vikur
A. Fiat 126 5 menn Kr. 3.965 kr. 4.367 kr. 4.665 kr. 4.865
- Fíat 127 4 menn kr. 4.045 kr. 4.520 kr. 4.895 kr. 5.170
3 menn kr. 4.245 kr. 4.770 kr. 5.345 kr. 4.665
2 menn kr. 4.445 kr. 5.245 kr. 5.425 kr. 6.675
B. Ford Fiesta 5 menn kr. 4.045 kr. 4.425 kr. 4.745 kr. 4.980
- VW Polo 4 menn kr. 4.145 kr. 4.585 kr. 4.995 kr. 5.305
3 menn kr. 4.345 kr. 4.865 kr. 5.405 kr. 5.855
2 menn kr. 4.545 kr. 5.345 kr. 6.195 kr. 6.945
C. Ford Escort 5 menn kr. 4.145 kr. 4.545 kr. 5.145 kr. 5.480
— Opel Kadett 4 menn kr. 4.295 kr. 4.845 kr. 5.465 kr. 5.935
3 menn kr. 4.525 kr. 5.285 kr. 6.045 kr. 6.690
2 menn kr. 4.905 kr. 5.435 kr. 7.195 kr. 8.205
D. Ford Taunus 5 menn kr. 4.305 kr. 4.835 kr. 5.345 kr. 5.805
— Opel Ascona 4 menn kr. 4.435 kr. 5.105 kr. 5.785 kr. 6.335
3 menn kr. 4.645 kr. 5.545 kr. 6.425 kr. 7.220
2 menn kr. 5.105 kr. 6.445 kr. 7.745 kr. 8.995
E. Station 5 menn kr. 4.345 kr. 4.935 kr. 5.525 kr. 6.010
— Wagons 4 menn kr. 4.405 kr. 5.235 kr. 5.965 kr. 6.595
3 menn kr. 4.745 kr. 5.725 kr. 6.685 kr. 7.565
2 menn kr. 5.245 kr. 6.745 kr. 8.145 kr. 9.515
F. Ford Granada 5 menn kr. 4.445 kr. 5.195 kr. 5.745 kr. 6.325
— Opel Rekord 4 menn kr. 4.615 kr. 5.435 kr. 6.245 kr. 6.985
3 menn kr. 4.945 kr. 5.985 kr. 7.095 kr. 8.095
2 menn kr. 5.445 kr. 7.095 kr. 8.745 kr. 10.305
G. Ford Transit 9 menn kr. 4.145 kr. 4.485 kr. 4.845 kr. 5.095
— Minibus 8 menn kr. 4.195 kr. 4.575 kr. 4.945 kr. 5.275
7 m jnn kr. 4.245 kr. 4.695 kr. 5.145 kr. 5.505
6 menn kr. 4.325 kr. 4.735 kr. 5.345 kr. 5.815
5 menn kr. 4.325 kr. 5.045 kr. 5.795 kr. 6.245
Feröaskrifstofan
______— /____
UTSYN. / Reykjavík: Austurstræti 17, sími 26611.
''V Akureyri: Kaupvangsstræti 4, sími 22911.