Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1982 27 Jafntefli hefði réttari mynd af ÍSLENDINGAR léku vináttulands- leik við Finna í Helsinki á sunnu- daginn, og sigruðu Finnar í leiknum með þremur mörkum gegn tveimur, eftir að hafa leitt 2—0 í hálfleik. Leikurinn þótti heldur slakur, sér- staklega fyrri hálfleikur, en þá gerð- ist mjög fátt markvert. Sigurmark Finnanna var fádæma klaufalegt, en þeir skoruðu það á síðustu mínútu leiksins. Fyrirgjöf utan af kanti fór framhjá öllum varnarmönnum ís- lenska liðsins og í markið. Finnarnir voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum og skoruðu þá tvö mörk eins og áður kemur fram. Fyrra markið kom strax í byrjun leiksins og það seinna fáum mínútum fyrir leikhlé. Is- lendingarnir voru mjög daufir í fyrri hálfleik og gekk ekkert upp hjá liðinu. Dæmið snerist við í síðari hálf- leiknum, þá voru íslendingarnir betra liðið og léku mjög vel. Gott spil sást oft á tíðum hjá okkar strákum og góð barátta var í lið- inu, en þeir náðu ekki að skora þrátt fyrir mörg góð tækifæri. Um miðjan hálfleikinn skipti Jóhann- es Atlason, landsliðsþjálfari, Gunnari Gíslasyni inn á fyrir Árna Sveinsson og stuttu seinna kom Ómar Torfason í stað Ragn- ars Margeirssonar. Við þessar skiptingar kom nýtt blóð í liðið og fáum mínútum seinna fengu Islendingar víta- gefió leiknum spyrnu er Lárusi var brugðið inni í teig. Marteinn Geirsson, fyrir- liði, sá um að skora af öryggi úr vítinu. 10 mínútum eftir að Marteinn minnkaði muninn jöfnuðu svo ís- lendingar. Janus Guðlaugsson óð þá upp kantinn og gaf vel fyrir og Atli Eðvaldsson skoraði með glæsilegum skalla. Síðustu mínútur leiksins fékk hvorugt liðið færi til að skora og benti allt til þess að leiknum lykt- aði með jafntefli. En á síðustu mínútunum kom svo klaufamarkið sem sagt var frá í upphafi og tryggði Finnum sigur. Sá sigur var ekki sanngjarn, jafntefli hefði gefið réttari mynd af gangi mála. Marteinn Geirsson: „Þetta var leikur sem við áttum alls ekki að tapa“ ÞETTA var leikur sem við áttum alls ekki að tapa. Jafntefli voru sann- gjörn úrslit. Við fengum á okkur mikið klaufamark undir lok leiksins og það var okkur dýrkeypt, sagði Marteinn Geirsson fyrirliði íslenska landsliðsins. — Við áttum mjög góðan síðari hálfleik gegn Finnum, en sá fyrri var slakur af okkar hálfu. Við tók- um vel á í þeim síðari og náðum að jafna metin, eftir að hafa verið 2—0 undir í leiknum. Samleikur okkar var þá góður og góð barátta í leikmönnum. Að mínum dómi var finnska liðið mjög svipað að getu og við. Þeir léku með fimm atvinnumenn á móti okkur. En það var sárt að tapa þó svo að þetta hafi bara verið vináttu- landsleikur. Við áttum það alls ekki skilið eins og við lékum, sagði Marteinn. — J>R Brynjólfur hljóp 1500 m á 3:51,88 BRYNJÓLFUR Hilmarsson UÍA hljóp 1500 metra á 3:51,88 mínútum á miklu stórmóti í Stokkhólmi á þriójudag. Brynjólfur keppti i unglingaflokki og varð sjöundi, en mikill uppgangur hefur verið hjá sænskum millivegalengda- og lang- hlaupurum í ár. Sigurvegarinn, Jonny Kroon, fékk tímann 3:41,64 og annar stórefnilegur sænskur unglingur, Janne Person, hljóp á 3:41,68 mín. Þetta er bezti tími Brynjólfs í ár, en hann hljóp á 3:49,77 mín. í fyrra. Jafnframt hefur Brynjólfur hlaupið 800 metra á 1:54,94 mín. í sumar. Hefur Brynjólfur æft vel frá því í haust, og búist við að hann bæti sig • Óskar Jakobsson keppir á Reykjavíkurleikunum. Tekst honum að bæta árangur SÍnn í kúlu Og kringlu? Ljósm. IV)r»rinn Kagnarsson Þrír Bandaríkjamenn á heimsmælikvarða keppa á Reykjavíkurleikunum ÞRÍR bandarískir frjálsíþrótta- menn, sem allir eru á heimsmæli- kvarða, keppa á Reykjavíkurleikun- um í frjálsíþróttum á Laugardals- velli helgina 17. og 18. júli. Eru þeir bandarískur háskólameistari í kúlu- varpi og kringlukasti á þessu ári, margfaldur bandaríkjameistari og fyrrum heimsmethafi í kringlukasti, og einnig stangarstökkvari á alþjóðamælikvarða. Þessar frjálsíþróttakempur eru: John Powell, heimsmethafi í kringlukasti. Hann var næstbezt- ur í kringlukasti í heiminum í fyrra með 69,98 metra, sem er hans bezti árangur. Hann hefur kastað rétt tæpa 68 metra í sumar, og því til alls líklegur hér, ekki hvað sízt ef einhver andvari verð- ur í Laugardal. Dean Crouser, bandarískur há- skólameistari í kúluvarpi og kringlukasti í ár. Hann er aðeins 22 ára og að áliti sérfræðinga efni- legasti kúluvarpari og kringlu- kastari, sem fram hefur komið. Framfarirnar eru miklar milli ára hjá honum, hann varpaði kúlu 19 metra í fyrra, en hefur varpað 21,07 í ár. Þá hefur hann varpað kringlu rúma 65 metra í ár, spjóti 75 metra og sleggju 63 metra. Hann hefur verið öruggur með um 21 metra í kúluvarpi í sumar. Nat Durham, ungur stangar- stökkvari, sem stokkið hefur 5,41 metra í ár. Ljóst er af þessu, að þessir íþróttamenn koma til með að setja sterkan svip á Reykjavíkurleikina. Powell er að vísu sterkari en okkar beztu menn, Erlendur, Óskar og Vésteinn, en það á við um þá þremenningana, að þeir vaxa við hverja raun, og því verð- ur enginn svikinn, sem kemur að fylgjast með keppni þessari, en auk Powell og Crouser verður sænski kringlukastarinn kunni, Ricky Bruch, meðal þátttakenda. Jafnframt má við því búast, að Oskar Jakobsson reyni að leggja Crouser að velli í kúluvarpinu, og snúa þannig við úrslitum frá bandaríska háskólameistaramót- inu, þar sem Crouser vann Óskar með nokkrum sentimetrum. Loks er Durham verðugur keppinautur fyrir þá Sigurö T. Sig- urósson og Kristján Gissurarson. Sigurður hefur verið við að setja met á hverju móti og Kristján er í örri framför, skauzt yfir 5,00 metra á síðasta móti. Jón reynir við met í 5 km hlaupi á Reykjavíkurleikunum JÓN Diðriksson hlaupari úr UMSB, keppir í 1.500 og 5000 metra hlaupum á Reykjavíkurlcik- unum í frjálsíþróttum 17. og 18, júlí, og reynir hann við íslandsmet i síðarnefndu greininni. íslandsmetið i 5 km hlaupi á Sigfús Jónsson ÍR, 14:26,2, sett 1975, en Jón hljóp á 14:39,6 við slæmar aðstæður á Akureyri S fyrra. Jón hefur æft vel S vetur og sumar og hlaupið betur en nokkru sinni fyrr í keppnum. Á hann góða möguleika á að setja met í 5 km, en þá munar mikið um stuðning og hvatningu frá áhorfendum, rétt eins og þegar Bretinn Moorcroft setti heims- met í greininni á dögunum, hann sagði góðan stuðning áhorfenda hafa jafngilt sekúndu á hverjum hring, en það er einmitt munur- inn á meti Sigfúsar og árangri Jóns á Akureyri, að jafnaði sek- únda á hring. Jón fær verðuga andstæðinga í metstilrauninni, tvo Svía sem hlaupið hafa rétt undir 14 mín- útum, og tvo Wales-búa, sem einnig hafa hlaupið rétt innan við 14 mínútur. Ætti hann að geta notið góðs af þessum hlaup- urum, en best yrði, ef íþrótta- unnendur flykktust á völlinn og hvettu hann áfram af krafti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.