Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ1982
25
i
rifust en ítalir
iu hver í annan
hálfleik og hann hafði búist við, og
ítalir hefðu síðan komið mjög
sterkir til síðari hálfleiks og hefðu
átt sigurinn skilið. „Ég er ánægð-
ur með leik okkar í heildina hér á
Spáni, og með það að ná öðru sæti.
Við höfum sýnt að við erum enn
með eitt sterkasta lið í heimi."
Bearzot sagði að lykillinn að
velgengni liðsins væri sigurinn yf-
ir Argentínu. „Það var upphafið í
leikjunum gegn öllum þekktustu
liðunum í keppninni. Við unnum
þau öll örugglega. Sigrar okkar
voru sanngjarnir, og við skoruðum
mörg mörk. En leikurinn við
Argentínu var sennilega sá mik-
ilvægasti fyrir okkur, því þá óx
sjálfstraust okkar verulega.
Við vorum spenntir í úrslita-
leiknum, eins og allir hljóta að
skilja. Okkur vantaði Antognoni,
þrír menn meiddust hjá okkur
strax í upphafi, og við höfðum
margt til að vera hræddir um,“
sagði Bearzot.
Hann sagði að framherjimj
Graziani, sem varð að fara út af
eftir nokkrar mínútur, hefði feng-
ið slæmt högg á öxlina. Claudio
Gentile og Giuseppe Bergomi,
voru báðir farnir að haltra
snemma, vegna meiðsla í ökklum.
„En ég sá að þeir myndu ekki
láta bugast og ég hafði það á til-
finningunni að við myndum sigra
hvort sem var. Það hlaut að koma
að því að við nýttum hraða okkar í
framlínunni til að skora, og ég
vissi að meiri líkur voru til þess ef
liðið fengi að haldast óbreytt.*
Við sigruðum. Enzo Boarzot, þjálfari ítala, lyftir
hér FIFA-bikarnum hátt á loft eftir leikinn, og
brosir til ítðlsku áhorfendanna. símimynd ai>.
2—O. ítalinn Marco Tardeili skorar hér annað
mark liðs síns i leiknum, meö glæsilegu skoti
rétt utan vítateigs.
3—1. Paul Breitner (sést ekki á myndinni) skorar hér hjá Dino Zoff eina mark Þjóðverja í leiknum. Þrátt fyrir
góða tilraun tekst Zoff ekki að verja. símamynd ap.
ekki. Nú lögðu V-Þjóðverjar allt
undir og pressuðu ákaft en ekkert
gekk. A 81. mínútu náðu svo Italir
skyndisókn, iéku vörn Þjóðverja
sundur og saman og Altobelli sem
kom inná sem varamaður innsigl-
aði sigur Italíu með marki frá
vítapunkti. Altobelli fékk góða
sendingu, fór sér í engu óðslega
þegar Schumacher hljóp út á móti
og sendi boltann af öryggi í netið.
Ítalía hafði gert út um leikinn.
Breitner skorar eina
mark V-Þjóöverja
Sjö mínútum fyrir leikslok skor-
aði svo loks gamla kempan Paul
Breitner fyrir V-Þjóðverja. Eftir
pressu á mark Ítalíu barst boltinn
út til Breitners sem afgreiddi
hann snyrtilega með viðstöðu-
lausu skoti í netið framhjá Zoff
3—1. En mark þetta kom of seint.
Þýska liðið átti ekki lengur neina
möguleika á að jafna metin.
ítölsku leikmennirnir gerðu í
því að halda boltanum og láta síð-
ustu mínúturnar renna út. Og það
tókst þeim. Sigurinn var þeirra.
Bæði iiðin greinilega
orðin þreytt
Það var greinilegt á leiknum að
leikmenn beggja liða voru orðnir
þreyttir eftir mjög erfiða undan-
keppni. Leikmenn Italíu léku leik-
inn af sérstakri skynsemi. Þeir
létu V-Þjóðverja um að vinna í
fyrri hálfleiknum, vörðust vel en
fóru sér í engu óðslega. Þeir beittu
skyndisóknum við og við. í síðari
hálfleiknum settu þeir síðan allt á
fulla ferð um miðbik hálfleiksins
og þá tókst þeim að brjóta Þjóð-
verjana alveg niður. Síðan héldu
þeir fengnum hlut.
Þýsku leikmönnunum gekk afar
illa að finna leið í gegnum hina
geysilega sterku vörn ítalanna.
Þau voru ekki mörg marktækifær-
in sem V-Þjóðverjar fengu í
úrslitaleiknum. Varla kom fyrir
að Zoff þyrfti að taka á honum
stóra sínum.
Liöin
Liðin sem léku voru þannig
skipuð:
V-Þýskaland: Harald Schu-
macher, Manfred Kaltz, Karl
Heinz Forster, Uli Stieleke, Bernd
Forster, Hans Peter Briegel,
Wolfgang Dremmler (Horst Hru-
bech), Paul Breitner, Karl Heinz
Rummenigge (Hanz Muller),
Pierre Littbarski, Klaus Fischer.
Ítalía: Dino Zoff, Claudio Gent-
ile, Fulvio Collovati, Gaetano
Scirea, Antonio Cabrini, Gabriele
Oriali, Marco Tardelli, Francesco
Graziani (Altobelli), Franco Caus-
io 89. mín. (vm), Giuseppe Berg-
omi, Bruno Conti, Paolo Rossi.
Dómari var frá Brasilíu Arn-
aldo Cesar Coelho.
Áhorfendur voru 110 þúsund. 30
stiga hiti var á meðan á leiknum
stóð.
Sigurhringur ítala. ítölsku leikmennirnir hlaupa hér sigurhring meö heimsmeistarabikarinn. Þeir eru frá
vinstri: Bruno Conti, Giuseppe Bergomi, Gaetano Scirea (með bikarinn), Claudio Gentile, Alessandro
Altobelli, Paolo Rossi og Dino Zoff.
Vi
'I