Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1982
15
Dalvík:
Enn ekki
búið að
ráða bæj-
arstjóra
Dalvík, 9. apríl.
ENN er allt á huldu um hver verður
hæjarstjóri á Dalvík. Hinn 25. júní síð-
astliðinn rann út frestur sá, er gednn
var út til umsóknar um embættið. Tiu
manns sóttu um starfíð og sjö þeirra
óskuðu nafnleyndar. Þeir þrir sem
heimiluðu nafnhirtingu voru Svarfdæl-
ingarnir Þorsteinn Arnason, Björn
Mikaelsson og Ævar Hjartarson.
Þrátt fyrir fundi í bæjarstjórn og
bæjarráði frá því að umsóknarfrest-
ur rann út hefur hinn nýkjörni
meirihluti framsóknarmanna ein-
hverra hluta vegna ekki treyst sér
til að ganga frá ráðningu. Að und-
anförnu hafa þó sést hér á sveimi
þingmenn og aðrir fulltrúar Fram-
sóknarflokksins í kjördæminu, enda
er nú fyrirhugað að ganga frá ráðn-
ingu bæjarstjóra á bæjarstjórnar-
fundi hinn 15. júlí næstkomandi.
Að loknum kosningum hafa orðið
miklar breytingar á starfsliði bæj-
arskrifstofunnar. Auk bæjarstjóra
Valdimars Bragasonar lætur nú af
störfum Karl Guðmundsson bæjar-
ritari, sem ráðinn hefur verið sveit-
arstjóri í Hveragerði og Kristín
Þorkelsdóttir bæjarbókari, sem þeg-
ar hefur látið af störfum. Þessar
stöður hafa nú verið auglýstar og
þann 6. júlí síðastliðinn rann út um-
sóknarfrestur um starf bæjarritara.
Fimm umsækjendur voru um starf-
ið. Fjórir óskuðu nafnleyndar, en sá
fimmti var Svarfdælingurinn
Rögnvaldur Friðbjörnsson. Almenn-
ingur hér er heldur óhress með
þessa nafnleynd og telur að hinn
óbreytti borgari eigi ekki síður rétt
á að vita um nöfn umsækjenda, en
hinir sjö kjörnu bæjarfulltrúar.
Fyrir kosningar hétu frambjóðend-
ur kjósendum auknum upplýsingum
um málefni bæjarins og því finnst
fólki skjóta skökku við nú í upphafi
kjörtímabils að fá ekki vitneskju um
umsækjendur í þau störf er varða
hvern íbúa bæjarfélagsins.
Kosið hefur verið í allar nefndir
og ráð á vegum bæjarins og hafa
ekki síður orðið mannaskipti þar. í
flestum nefndum hafa framsókn-
armenn meirihluta og formann, en
þau tíðindi gerðust þó að í hafnar-
nefnd gómaði Alþýðabandalagið
formennsku. Nýkjörinn forseti bæj-
arstjórnar er Kristján Olsen útibú-
stjóri.
Fréttaritarar.
Menntaskólarnir í Rvík:
177 fengu
ekki
skólavist
177 af þeim 883 sem sóttu um skóla-
vist í menntaskólunum í Reykjavík,
fengu ekki skólavist i skólunum og
var vísað á aðra skóla.
Menntaskólarnir í Reykjavík eru
þrír, Menntaskólinn í Reykjavík,
Menntaskólinn við Hamrahlíð og
Menntaskólinn við Sund. í MR
byrja í haust 227 nemendur sem er
heilum bekk minna en í fyrra, í MH
byrja 248 og í Menntaskólanum við
Sund byrjar 231 nemandi í haust.
Eins og áður sagði eru það 177
nemendur sem ekki fá skólavist í
þessum þremur skólum og var þeim
vísað á aðra skóla, drjúgur hluti eða
yfir 80, eru nemendur sem útskrif-
uðust úr grunnskólunum í Breið-
holti og var þeim vísað á
Fjölbrautaskólann í Breiðholti; hin-
ir eru utan af landi.
Menntaskólinn á Akureyri vísaði
60, af þeim 240 sem sóttu um skóla-
vist, frá, en þar byrja 180 nýjir
nemendur í haust.
KM-
húsgögn,
Langholtsvegi 111,
sími 37010 - 37144.
SVEFNHERBERGISHÚSGÖGNI
Vinsælu svefnherberg-
ishúsgögnin eru nú
komin aftur í miklu úr-
vali.
Einnig geysigott úrval
af alls konar húsgögn-
um af ýmsum geröum.
-
*
\
I
I
útsölumarkaóurinn
Kjörgarói, Laugavegi 59, kjallara, sími 28640
Nýjar vörur bætast við daglega
t.d. peysur — buxur — pils — skyrtur — kjólar —
þykkir bolir — jakkar — úlpur — handklæði og
margt margt fleira.
Komið og gerið góð kaup á
úrvals vörum á lágu verði
í
í
/
í
í