Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ1982
17
„Smábátaútgerðin
er spegilmynd af
vandamálum tog-
araútgerðarinnar"
— sagði Snæbjörn
Arnason, skipstjóri
á Pilot frá Bíldudal
„Sjávarútveg.sráöunejtið úthlutar
leyfum til veiða, án tillits til stærðar
skelfi.sks- og rækjustofna. Hér er
bátum fjölgað þrátt fyrir að kvóti sé
sá sami og fyrr en kjör þeirra sem
fyrir hafa verið rýrð að sama skapi.
Að mínu áliti er ráðuneytið að
ganga á snið við lög frá 25. apríl
1975, um samræmda vinnslu sjávar-
afla og veiðar sem háðar eru sér-
stökum leyfum,“ sagði Snæbjörn
Arnason, skipstjóri á Pilot BA 6 í
samtali við Morgunblaðið.
„Þá er hér mikill hiti í mönnum
með framkvæmd þessara veiða
hér á Bíldudal að öðru leyti. Sjáv-
arútvegsráðuneytið ákvað að
hörpudiskaveiðar mættu ekki
fara fram úr 400 tonnum, en hef-
ur látið það afskipt hvernig þess-
um kvóta er skipt milli báta. Það
eru þrír bátar sem fengið hafa
leyfi til þessara veiða, en sú hefur
orðið raunin á, að aðeins tveir
þeirra hafa stundað þær til þessa,
Snæberg BA og Þröstur BA, en
eigendur þriðja bátsins, Pilot,
hafa ekki enn séð sér fært að fara
á sjo, þrátt fyrir leyfið, vegna
rangrar samkeppni við sölu afl-
ans. Eg fékk sent bréf frá eina
skelfiskkaupandanum á Bíldudal,
Rækjuveri, þar sem mér var tjáð,
að fyrirtækið sæi sér ekki fært að
kaupa minn afla vegna þess að
hinir bátarnir tveir hafi boðið
lægra verð, þ.e. verð undir lög-
ákveðnu verði Verðlagsráðs. En
þess skal getið, að mér er meinað
af ráðuneytinu að selja afla minn
annars staðar," sagði Snæbjörn.
„Það er því í raun fyrirtækið
Rækjuver, en ekki ráðuneytið,
sem stjórnar því, hvernig þessum
400 tonna kvóta er skipt. Þá
finnst mér furðulegt að sam-
gönguráðuneytið skuli veita rétt-
indalausum mönnum undanþágu,
án tillits til þess, hvort menn með
full réttindi og annasöm skólaár
að baki, þurfi að sitja heima. Hér
á Bíldudal er áhöfnin á einum
skelfiskbátnum öll með undan-
þágu, og það eru einmitt þeir sem
hafa selt sinn afla á ólöglegu
verði og gert það að verkum, að
menn með full réttindi og ára-
tuga reynslu þurfa að sitja
heima, af þeirri ástæðu einni að
þeir vilja fara að boði stjórn-
valda, og selja afla sinn á réttu
verði."
Snæbjörn Árnason skipstjóri
Líttu við á Amarhóli í hádeginu og láttu okkur
stjana við þig. Engin óþarfa bið og betri matur á betra
verði fyrirfinnst ekki.
Sýnishorn úr matseðli dagsins:
Rjómalöguð laxasúpa
Salat
Skötuselur í vermouth-hlaupi
kr. 65,-
ARHARIIÓLL
Hvíldarstaðurí hádegi.höll að kveldi.
4-hurða
Sedan
Nú fæst HONDA CIVIC í 4ra hurða Sedan útgáfu
Verd midad vid gengi 8. júní 1982
BEINSKIPTUR 5 GÍRA KR. 129.000.- M/RYÐVÖRN OG SKRÁNINGU
SJÁLFSKIPTUR KR. 132.800.- M/RYÐVÖRN OG SKRÁNINGU
HONDA Á ÍSLANDI — SUÐURLANDSBRAUT 20 — SÍMI 38772