Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1982
Ast er...
... ab sleikja úr
honum fýluna.
TM Reg U S Pat. Off — all rights reserved
e1982 Los Angetes Times Syndicate
Þú mátt ckki láta dagskipan mína
falla í hendur óvinanna. Verðir þú
handtekin með hana þá veróur þú
að éta hana.
Með
morgunkaffinu
HÖGNI HREKKVtSI
Vandamál vélh jólapiltanna:
Hljóta að vera sálfræði-
leg en ekki félagsleg
Skúli Helgason, skrifar:
„Hinrik Morthens nefnir í dálk-
um Velvakanda 10.7. kvörtun
mína á sama vettvangi skömmu
áður vegna ónæðis af völdum
mótorhjólastráka í Breiðholti, og
ráðleggur mér að kynna mér
vandamál þeirra. Svo mörg voru
þau orð.
En með leyfi að spyrja: Hvaða
vandamál þessara pilta valda því,
að þeir þurfa að vera fretandi á
þessum hjólum sínum inni á milli
íbúðarblokka og á gangstígum
fullum af smábörnum? Og hvaða
vandamál eru þess valdandi, að
sumir þeirra aka um í umferðinni
á óskráðum og ótryggðum tor-
færuhjólum? Og hvaða bílar eru
það, sem aka á þá inni á milli
þessara sömu íbúðarblokka? Þetta
hljóta að vera sálfræðileg vanda-
mál, en alls ekki félagsleg eins og
Hinrik ýjar að.
Það sem ég talaði um var ekki
akstur löglegra mótorhjóla í um-
ferðinni, heldur leikaraskapur
þessara kauða á hjólatíkum sínum
þar sem þeir ættu og eiga alls ekki
að vera. Finnst Hinrik Morthens
ekkert athugavert við þá notkun
þessara tækja, sem ég var að lýsa?
Ef svo er ekki, þá er hann enn á
gelgjuskeiði og finnst hann áreið-
anlega ekki bera neina ábyrgð
gerða sinna, því að þar stendur
hnífurinn í kúnni. Þessir blessaðir
drengir skilja ekki þá hættu, sem
þeir skapa sér og öðrum, og ennþá
síður skilja þeir það ónæði og
óþægindi, sem þeir valda öðrum.
Vídeósón sýndi í kapalsjónvarpi
sínu síðastliðinn vetur hverja
myndina annarri ógeðslegri um
mótorhjólagengi í Bandaríkjun-
um. Og ég er ansi hræddur um, að
þessir óþroskuðu unglingar hafi
dregið af þeim mjög svo rangar
ályktanir og séu a.m.k. í sumu að
reyna að stæla eitthvað af því,
sem þar var sýnt.
Ef Hinriki Morthens og öðrum
verjendum þessa háttalags finnst
sjálfsagt, að skellinöðrur og tor-
færuhjól séu brennandi og fret-
andi öll kvöld og fram á nætur í
þéttbyggðum íbúðarhverfum, þar
sem menn eru að hvíla sig fyrir
erfiði og streitu næsta dags, þá á
hann og aðrir, sem þannig hugsa,
mikið og brýnt erindi til sálfræð-
ings, til Iækningar á vanþroska
hugarheimi. Ég sagði vanþroska,
því að það þarf mikinn og alvar-
legan vanþroska til þess að hreyta
skít í góðan lækni, sem þarf að
standa í því að tjasla þessum
sömu kauðum saman, eftir að þeir
eru búnir að hálfdrepa sig og
kannski aðra með háttalagi sínu.
Nær hefði verið þessum sömu að
þakka fyrir ábendingar Ásmundar
Brekkan, þakka honum fyrir það
sem hann hefur þegar gert og
hætta öllum leikaraskap með líf
og limi sína og annarra, svo að
maður minnist nú ekki á geðheils-
una, því að það er lélegur bílstjóri
og lítt eftirsóknarverður starfs-
maður, sem fer til vinnu sinnar
slæmur á taugum og illa sofinn
vegna einkennilegra vandamála
unglinga á fretandi vélhjólum."
Þá bráðnar jökull
og brennur land
Borgnesingur skrifar:
„Spurt var í þessum þáttum um
kvæði Jórunnar Guðmundsdóttur,
sem hún orti í tilefni af komu
dönsku konungshjónanna hingað
til lands, og tilfærð Beltisþulan. í
11. árgangi Hlínar, sem Halldóra
Bjarnadóttir gaf út, birtist kvæði
Jórunnar, sem Beltisþulan er
seinni hluti af. Fyrri hlutinn heit-
ir Kveðja og hefst á þessum
ávarpsorðum til drottningarinnar:
Velkomin sért á vora strönd, sem
voldugri efir skoðað land.
Jórunn Guðmundsdóttir fædd-
ist á Laugabóli í Norður-ísa-
fjarðarsýslu. Hún kom hingað
suður og nam í Hvítárbakkaskóla,
sem hér var. Síðar giftist hún
borgfirskum bónda, Magnúsi Sig-
urðssyni úr Reykholtsdal. Jórunn
bjó á Arnþórsholti í Lundar-
reykjadal upp frá því og til dauða-
dags árið 1967.“
Kveðja
Velkomin sért' á vora strönd,
sem voldugri hefir skoðað lönd.
Sko! Tignarleg er hún móðir min,
og margt á hún til í fórum sín.
í Heklu og Kötlu á hún eld,
sem ei mun sýndur þér — eg held —
þó það sé hin mesta sjón að sjá,
er samt þessi stóri galli á,
að faum við það skin að skoða,
er skelfing á ferð og allt í voða.
I*á bráðnar jökull og brcnnur land
og breytist ræktuð jörð i sand.
í fossunum geymir hún aflið allt,
á þá, min drottning, lita skalt.
I»ví fossinn leikur svásan söng
á silfurhörpu í klettaþröng
um liðna frægð og forna neyð
og framtíðina á sigurleið.
Ilann kveður líka um æsku og ást,
um ósk og von, er stundum brást.
Gleði’ er að skoða fagran foss
og fá í staðinn úðakoss,
og sjá á flúð við fætur hans
flissandi öldur stíga dans.
I dölum geymir hún skart og skraut,
skinandi fríð er hver ein laut.
Þar skógur vex og fuglafjöld
flögrandi syngur morgna og kvöld,
og blópiin spretta i brekkum víða,
blágresis-klasar mest þar prýða,
eyrarrós, blóðrót, fjólan frið,
með fegurð sinni þær skreyta hlíð.
Svo vex þar reyr, sem ilmar æ,
og allir girnast á hverjum bæ.
Hann það hið mesta ilmgras er,
sem íslenzkar konur velja sér.
Niðri’ undir hárri hamrabrún,
þar hefir bóndinn ræktað tún.
A blettinum kringum bæinn hans
blómin gullfogur mynda krans.
Af sóley og fiflum sést þar mest,
svo koma þau, er skreyta bezt:
hrafnklukka og baldursbrá
og brosandi smárar til og frá.
Þar vex svo einnig blómið blá
mcð blöðin fin og krónu smá.
Það gefur lofuð manni mey
til minnis, það heitir: Gleym mér ei.
Læki og vötn hún líka á,
þar lax og silung veiða má
þar spegla fjöll sinn feikna búk
með fannaslæðu yfir jökul-hnjúk.
Hóla’ og blómskrýddar brekkur má
Brosandi þar á höfði sjá.
Alftirnar synda og syngja þar
sér og mönnum til ununar.
Svo himneskt er þeirra Ijóð og lag
um lífið og heiðan sumardag,
að öldurnar hvísla upp við sand:
„Ó, hvað er fagurt þetta land”.
Svo bið ég ættlands blómin mín
brosandi fagna komu þín.
Skrúðanum græna, skógur minn,
skrýðstu nú fljótt í þetta sinn!
Vættir landsins, þið vitið bezt,
að vandi er að fagna tignum gest.
Látið drottningu sjálfa sjá,
að sólklæðum brosi landið á. —
Vér þökkum sýndan sóma þann
að sækja heim okkar frónska rann. —
l*ér sé auðna, ástúð, lotning,
þú íslands tignarháa drottning!