Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1982
Vel lítur út með
kartöfluuppskeru
Sandaræktin hins vegar illa farin, segir Skarphéðinn
Larsen, bóndi að Lindarbakka í Nesjahreppi í Hornafirði
A LINDARBAKKA í Nesjum i
Hornadröi búa ung hjón myndar-
legu búi, þau Guörún Margrét
Kveinsdóttir og Kkarphéöinn Larsen,
ásamt 4 börnum sínum. Þau búa
blönduöu búi meö 360 fjár og kart-
öflurxkt á 3 hekturum. Kartöflu-
Fjölskyldan að Lindarbakka í Nesj-
um, taliö frá vinstri: Sveinn Pálmi,
Kkarphéöinn Larsen, Guðrún M.
Kveinsdóttir, meö Róbert í fanginu.
Fremst er Svanhildur Rósa ásamt
hcimilishundinum. Marteinn Óli var
í heimsókn uppi á Jökuldal þegar
myndin var tekin.
ræktinn gefur af sér um 50 til 60
tonn í góöu ári.
Aðspurður sagði Skarphéðinn
að útlit með kartöfluræktina í ár
væri þokkalegt í augnablikinu, en
yfirleitt réðist uppskeran af veð-
urfari síðari hluta sprettutímans
og sagðist vona að veðráttan yrði
kartöfluræktendum hagstæð á
uppskerutímanum.
Um það hvort bændur ættu að
stunda kartöflurækt eingöngu þ.e.
með stórræktarfyrirkomulagi eða
sem aukabúgrein, svaraði Skarp-
héðinn bóndi því til, að sér fyndist
ráðlegra að bændur stunduöu
kartöflurækt sem aukabúgrein því
hann sagðist vera er sannfærður
um að þá myndu bændur koma
með betri vöru á markaðinn, þar
sem stórræktin krefðist meiri
hraða, og þar af leiðandi stærri og
fljótvirkari véla, sem rýrðu gæði
uppskerunnar. — Einnig tel ég,
bætti Skarphéðinn við — það spor
afturábak að menn skuli fá hag-
stæð lán úr Bjargráðasjóði vegna
uppskerubrests og jafnvel vegna
þess að komast ekki yfir að taka
upp á haustin. Bjargráðasjóðslán-
in freista vafalaust margra til að
fara út í stórræktun á kartöflum,
sem síðan skapa hættu á offram-
leiðslu í góðu árferði. Þess má
geta að árið 1980 var metuppskera
í Austur-Skaftafellssýslu en það
ár var uppskeran um 550 tonn, en
árið 1979 var algjör uppskeru-
brestur og var þá uppskeran að-
eins um 50 tonn, og sést á þessu
hve sveiflukennd kartöfluræktin
getur verið. í A-Skaftafellssýslu
Kkarphéöinn bóndi athugar einn kartöfluakurinn ásamt Kveini Pálma og
Kvanhildi Rósu. í baksýn er nýja íbúðarhúsiö á Lindarbakka. í baksýn má
sjá stórhrotið og fagurt útsýniö.
Aætlun
ferjunnar á
Lagarfljóti
Kgibwtödum, 12. júlí.
I»ÓRHALLUR Sigurösson, útgerðar-
maður á Lagarfljóti, hóf nú um helg-
ina reglulegar áætlunarferöir á bát
sínum milli Kgilsstaöa og Hall-
ormsstaðar.
Aætlunarferðir Þórhalls verða
fyrst um sinn a.m.k. eingöngu um
helgar, þ.e.a.s. föstudaga, laugar-
daga og sunnudaga. Báturinn fer
nefnda daga kl. 12 á hádegi frá
Lagarfljótsbrú til Atlavíkur í
Hallormsstaðaskógi en úr Atlavík
kl. 22. Ferðin tekur um 45 mínút-
ur. Far Þórhalls tekur 6 farþega í
sæti.
Fyrir hádegi er hægt að leigja
bátinn til ferða frá Egilsstöðum
og eftir hádegi til ferða úr Atla-
vik.
— Ólafur
stunda um 22 bændur kartöflu-
rækt, sagði Skarphéðinn.
Um grassprettuna sagði hann,
að útlitið hefði ekki verið gott sök-
um mikilla þurrka í júnímánuðr. 6.
júlí kom hins vegar langþráð rign-
ing sem gjörbreytti ástandinu til
hins betra. Þó tel eg tvísýnt að
„sandaræktin" nái sér þar sem
hún er mjög illa farin vegna
þurrkanna undanfarið. Sláttur er
af augljósum ástæðum ekki al-
mennt hafinn en búast má við að
sláttur geti hafist á næstu dögum
þar sem grasspretta hefur tekið
vel við sér.
Um sauðburðinn sagði Skarp-
héðinn, að frjósemi hefði aldrei
verið meiri, og hefði sauðburður-
inn gengið mjög vel, hjá sér.
— Einar.
INNLEN'T
Frétlir frá Kgilsstöðum:
Þjóðdansahátíð í Valaskjálf
KgibwtöAuin, 12. júlí.
SÍÐASTLIÐINN fimmtudag var
fjölsótt þjóðdansahátíö í Valaskjálf
hér á Egilsstööum. Þar sýndu
vestur-þýskur þjóödansaflokkur úr
Svartaskógi, sem veriö hefur á ferð
um landið aö undanfórnu, og Fiör-
ildin á Egilsstöðum, með þátttöku
áhorfcnda í lokin.
Að sögn stjórnanda þýska
þjóðdansaflokksins, Kurt Kreut-
el, stofnaði hann þjóðdansa-
flokkinn fyrir 52 árum, þá 16 ára
að aldri. Félagar eru nú 50 að
meðtöldum barnaflokkum. Þjóð-
dansaflokkurinn sýnir iðulega
við hátíðleg tækifæri og kvöld-
vökur hvers konar í heimabæ
sínum, Pforzheim, og víðs vegar
í Vestur-Þýskalandi. Auk þess
hefur flokkurinn sýnt í Sviss,
Austurríki, Ítalíu, Tékkóslóv-
akíu, Hollandi, Frakklandi,
Spáni, ísrael og Tyrklandi. Til
íslandsferðarinnar fékk flokkur-
inn opinbera styrk frá heimabæ
sínum eftir að þeim barst heim-
boð frá Fiðrildunum á Egilsstöð-
um. Kreutel kvaðst mjög ánægð-
ur með móttökurnar hér.
Þjóðdansaflokkurinn Fiðrildin
á Egilsstöðum var stofnaður
1975 og hefur starfað óslitið síð-
an undir stjórn Þráins Skarp-
héðinssonar. Fiðrildin hafa oft
sýnt hér heima og auk þess í
Noregi og Búlgaríu. Á yfirstand-
andi starfsári hafa 60 félagar
reglulega sótt æfingar Fiðrild-
anna. Fiðrildin hafa auk þess
efnt til sérstakra dansnámskeiða
fyrir grunnskólanemendur á
Héraði — sem hafa verið mjög
vel sótt — og vakið áhuga nem-
enda á þjóðdönsum. Enda voru
ungmenni drjúgur hluti þeirra
250 gesta — sem sóttu þjóð-
dansahátíðina á fimmtudaginn.
Fiðrildin færðu gestum sínum
gjöf í lok sýningar, íslenskt
blágrýti, unnið og slípað af Álfa-
steini sf. í Borgarfirði eystri,
með áletruðum nöfnum gesta og
gestgjafa.
— Ólafur.
5 ^ jgj
Þjóödansari og áhorfandi.
Ljósm. Mbl. ÓUfur.
Félagsheimiliö í Kirkjubæ. Ljówn. Mbi. ólafur.
Tungumenn vígja félagsheimili
KgilKKtööum, 12. júlí.
KÍÐAKTLIÐINN laugardag var
vígt nýtt félagsheimili í Kirkjubæ í
Hróarstunguhreppi. Margmenni
var við vígsluathöfnina, drjúgur
hluti hcimamanna og margt gesta.
Félagsheimilið er 190 ferm. að
grunnfleti og byggingarkostnað-
ur um kr. 400.000, að sögn Árna
Þórarinssonar, Straumi, for-
manns eigendanefndar félags- f
heimilisins. Það var Trésmiðja
Fljótsdalshéraðs í Fellabæ —
sem reisti húsið, en frágangur
allur úti og inni var unninn í
sjálfboðavinnu heimamanna og
brottfluttra Tungumanna.
Formaður byggingarnefndar var
Jakob Þórarinsson.
Að sögn oddvita Hróarstungu-
hrepps, Gunnars Guttormsson-
ar, Litla-Bakka, eru eigendur fé-
lagsheimilisins Hróarstungu-
hreppur, kvenfélag, ungmenna-
félag og búnaðarfélag hreppsins.
Árni Þórarinsson bauð gesti
velkomna, bornar voru fram
veglegar veitingar og ávörp og
árnaðaróskir fluttar. Gísli Hall-
grímsson, fyrrum skólastjóri í
Hróarstunguhreppi, gaf félags-
heimilinu nafnið Tungubúð. Frá vígsluhátíðinni.