Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 44
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ1982
P
ítalir heimsmeistarar
Italir héldu
sigurgöngunni
áfram lögðu
V-Þjóóverja 3—1
— Þýsku leikmennirnir réöu ekkert við sterka
vörn og vel útfærða sókn ítölsku leikmannanna
„OKKUR tókst það, þetta er hamingju-
ríkasti dagur í lífi mínu. Ég hef unnið
sleitulaust að því að ná þessum árangri
og það tókst,“ sagði þjálfari Ítalíu, Enzo
Bearzot, er lið hans haföi sigrað V-Þjóö-
verja, 3—1, í úrslitaleik heimsmeistara-
keppninnar í knattspyrnu á sunnudags-
kvöldið í Madrid. Sigur ítala var sann-
gjarn, þeir voru betra liðið í leiknum og
kórónuöu glæsilegan feril sinn í þessari
12. heimsmeistarakeppni í knattspyrnu
meö sigrinum. Leikmenn tryggðu Italíu
heimsmeistaratitil í þriöja sinn frá upp-
hafi. Það voru ekki nein smáliö sem Ítalía
sigraði í keppninni. ítalir komu, sáu og
sigruöu svo sannarlega. Liö þeirra kom
taplaust frá keppninni, skoraöi 12 mörk
en fékk á sig 6. Leikmenn Ítalíu sendu
fyrrverandi heimsmeistara Argentínu
heim í undanúrslitunum, síðan sigruðu
þeir lið Brasilíu, sem flestir höfðu hallast
ad því að myndu sigra í keppninni. Marg-
ir voru á því að Brasilía væri með besta
liöið. Loks sigruöu þeir Pólverja örugg-
lega, 2—0, í 4 liöa úrslitunum og settu
svo punktinn yffir allt saman með því aö
vinna glæsilegan sigur á V-Þjóöverjum,
3—1. Leikmenn Ítalíu réðu sér ekki fyrir
gleöi þegar leiknum lauk og vissu varla
hvernig þeir áttu að láta. Á Santiago
Bernabeu-leikvanginum í Madrid tryllt
ust ítölsku áhorfendurnir bókstaflega af
fögnuöi þegar leiknum lauk, og ítalska
fánanum var veifað í gríð og erg alls
staðar um völlinn. Ítalíuforseti, sem var
meöal áhorfenda í heiðursstúkunni, réði
sér heldur ekki fyrir fögnuði, hann stökk
á fætur við hvert mark Ítalíu og gladdist
ákaft. Það skipti hann litlu hvað öll þau
fyrirmenni sem í stúkunni voru hugsuðu
um þessi gleöilæti hans. Fögnuður hans
í lok leiksins var einlægur eins og allra
ítala
Varlega leikiö
í upphafi
Leikur liðanna fór mjög varlega
af stað. Ljóst var að liðin tóku
enga áhættu, léku bæði sterkan
varnarleik og öruggan. Fyrstu 15
mínúturnar fór leikurinn að
mestu fram á miðjunni og fá
hættuleg marktækifæri komu.
Það voru V-Þjóðverjar sem voru
mun ákveðnari í fyrri hálfleikn-
um. Voru meira með boltann og
léku mun betur saman. Vörn Ital-
íu var mjög örugg og aldrei hægt
að finna í henni veilur. Þá voru
leikmenn Ítalíu mjög vakandi
fyrir skyndisóknum og voru þær
mjög hættulegar.
Eftir sjö mínútna leik meiddist
Graziani hjá ítölum og varð að
fara út af. Altobelli kom í hans
stað. Og það var hann sem átti
fyrsta hættulega marktækifærið
þegar hann náði fyrirgjöf frá
Tardelli en Bernd Föster bjargaði
skoti hans í horn.
Vítaspyrna fer for-
göröum hjá ítölum
Á 26. mínútu leiksins er dæmd
vítaspyrna á V-Þjóðverja. Fyrir-
gjöf kom inn á vítateiginn og
Conti hugðist hoppa upp og skalla
en var hindraður ólöglega af Bri-
egel. Það var Cabrini sem fram-
kvæmdi vítaspyrnuna. Cabrini
hitti boltann illa og skot hans fór
framhjá stönginni. Skömmu síðar
var Conti fyrsti leikmaðurinn í
leiknum bókaður fyrir brot á
Klaus Fischer. Þegar 30 mínútur
voru liðnar af leiktímanum var
leikurinn enn í járnum en þó voru
ítalir smátt og smátt að komast
meira inn í leikinn.
Italía
V-Þýskaland
3:1
Fyrsta vítiö sem
fer forgöröum í
úrslitaleik HM
Það áttu margir von á því að
leikmenn Ítalíu myndu brotna
niður við að vítaspyrna Cabrinis
færi forgörðum en það var nú síð-
ur en svo. Leikraenn efldust ef
eitthvað var. Þetta er í fyrsta
skipti í úrslitaleik í heimsmeist-
arakeppni í knattspyrnu sem víta-
spyrna mistekst og ekki er skorað.
Fyrri hálfleikur var nokkuð harð-
ur og nokkuð um það að illa væri
brotið á leikmönnum beggja liða.
Marktækifæri voru hins vegar fá.
Besta tækifæri V-Þjóðverja kom á
39. mínútu þegar Breitner tók
aukaspyrnu af um 30 metra færi
og Fischer skallaði naumlega
framhjá. Staðan í hálfleik var
jöfn, 0—0.
Ítalía nær forystu 1—0
Strax í upphafi síðari hálfleiks
voru leikmenn Italíu mun líflegri
og sprækari en í þeim fyrri. Sókn-
arþungi þeirra var meiri og sam-
leikur betri. Á 57. mínútu leiksins
kom svo fyrsta markið. Gentiie
var eldfljótur að framkvæma
aukaspyrnu og sendi út í vítateig-
inn og góð fyrirgjöf kom inn í
markteiginn. Þar var Paolo Rossi
og kom hann á fullri ferð og náði
að skalla boltann í jörðina og
framhjá Tony Schumacher af
stuttu færi. Var þetta sjötta mark
Rossi í HM-keppninni. Eftir mark
þetta færðist mikið fjör í leikinn.
Mikill hraði var nú keyrður upp af
V-Þjóðverjum og enn meiri harka
kom í leikinn. Hver aukaspyrna af
annari var dæmd. Á 62. mínútu
skipti Derwall Dremmler út af og
setti Hrubesch inná. Aðeins
tveimur mínútum síðar náði
Hrubesch að skalla á mark Ítalíu
en Zoff varði örugglega.
Á 67. mínútu áttu V-Þjóðverjar
mjög gott marktækifæri. Breitner
átti fast skot sem Zoff hélt ekki og
aðeins rétt áður en Rummenigge
tókst að pota boltanum í netið
náði Collovati að stýra boltanum í
hendurnar á Zoff aftur.
Glæsilegt mark
hjá Tardelli
Það var Tardelli sem kom ítöl-
um í 2—0. V-Þjóðverjar sóttu
mjög og reyndu að jafna metin.
Við það opnaðist vörn þeirra illa.
Þeir Scirea og Bergomi léku bolt-
anum á milli sín inn í vítateignum
áður en þeir fundu Tardelli sem
náði að skjóta glæsilegu vinstri
fótar skoti úr frekar þröngri að-
stöðu og skora gullfallegt mark al-
veg út við stöngina.
Þetta mark kom á 69. mínútu
leiksins og nú var greinileg ör-
vænting farin að færast í leik
þýska liðsins. Derwall tók nú
Rummenigge út af og setti Hanz
Muller inná til þess að reyna að
létta leik liðsins, en allt kom fyrir
• Antonio Cabrini (t.v.) og Claudío
Gentile fagna þriðja marki Itaiíu, þar
sem þeir sitja ofan á hrúgu leikmanna
sem eru að kyssa Alessandro Alto-
belli, þann er skoraði. Sigurinn var
kominn i höfn.
■pr
Urslitin rédust í leikhléi:
Þjóðverjarnir
stöppuðu stálii
BÁÐIR þjálfararnir voru sammála
um það, aö sigur ítala í úrslitaleikn-
um hefði ráðist í hálfleik. ítalarnir
þjöppuðu sér þá saman á ný, eftir að
('abrini hafði misnotað vítaspyrn-
una, en Þjóðverjarnir rifust vegna
leikskipulagsins.
„Það haföi slæm áhrif á okkur að
misnota vitið. Það var hlutur sem
hafði ekki aðeins áhrif á leikmann-
inn, heldur allt liðið,“ sagði Bearzot,
þjálfari Ítalíu. „En í hálfleik söfnuð-
ust allir leikmennirnir saman kring-
um Cabrini og hresstu hann upp.
Þeir ætluðu að koma til leiks í seinni
hálfleik nógu ákveðnir og sterkir til
að sigra. Og það tókst.“
Jupp Derwall, þjálfari Þjóðverj-
anna, sagðist hafa eytt leikhléinu í
það að rífast við Uli Stielike, mið-
vörð liðsins. „Hann heimtaði að ég
færði hann framar í seinni hálf-
leiknum, til að fá meiri kraft í
miðjuna. Þegar ég skipti fyrri
leikmanninum inn á, andmælti
hann því mjög greinilega og hélt
áfram að kalla allan seinni hálf-
leikinn," sagði Derwall. Hann
hafði sett Horst Hrubesch inn
fyrir Wolfgang Dremmler.
„En ég hafði þegar ákveðið leik-
aðferð mína þegar ég vissi að Gi-
ancarlo Antognoni léki ekki með
Ítalíu, og ég hélt því að þeir léku
varnarleik. Ég vissi að ég tók
mikla áhættu með því að Iáta
Rummenigge byrja inn á, en ég
vonaði að við gætum náð forystu í
leiknum áður en hann gæti ekki
leikið lengur."
Derwall sagði að menn sínir
hefði ekki verið eins sterkir í fyrri