Morgunblaðið - 13.07.1982, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1982
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1982
29
plis»r0iiínmMíili||>
Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Askrift-
argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakið.
„Við erum óneitan-
lega að sökkva ...“
Brátt líður að því að Alþýðubandalafíið hafi átt ráð-
herra í ríkisstjórn í fjöjíur ár, ef frá eru taldir nokkr-
ir mánuðir í kringum áramótin 1979—80. A þessum fjór-
um árum hefur fiskafli verið meiri en nokkru sinni. Salt-
fiskur hefur selst fyrir hærra verð og betur en áður.
Skreiðarmarkaðurinn í Nígeríu hefur verið góður. Fisk-
verð á okkar bestu mörkuðum í Bandaríkjunum hefur
verið hærra en áður. Síðustu mánuði hefur orðið dálítið
hlé á þessari velgengni út á við og þá kemur í ljós, að
engar fyrningar eru til innan lands. Ollu hefur verið eytt
jafnóðum og meira en það, safnað hefur verið svo miklum
skuldum í útlöndum á tímum góðærisins, að nú þegar
aðeins dregur úr því sér fjármálaráðherra Ragnar Arn-
alds það eitt framundan sem hann orðaði svo í Þjóðvilja-
grein um helgina: „Við erum óneitanlega að sökkva á kaf
í ískyggilega skuldasöfnun vegna ört vaxandi viðskipta-
halla, ef ekkert er að gert.“
Hvers vegna flutti fjármálaráðherra þessi varnaðarorð
ekki fyrr? Er það ekki hann sjálfur sem hefur notið sín
best meðal erlendra bankastjóra við þær undirskriftir
sem nú hafa breyst í skuldafen? Og hvað hefur verið gert
við fjármagnið? Mestu eyðsluráðherrarnir hafa verið
flokksbróðir fjármálaráðherra, sjálfur Hjörleifur Gutt-
ormsson, iðnaðarráðherra, og formaður Framsóknar-
flokksins, Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráð-
herra. Alþýðubandalagsmenn segja Steingrím hafa stuð-
lað að vitlausri fjárfestingu með ofinnflutningi á togur-
um. En hvað liggur eftir Hjörleif Guttormsson? Vilja
alþýðubandalagsmenn vinsamlega benda mönnum á af-
rekin hans. Iðnaðarráðherra hefur safnað skjalabunkum
samhliða skuldum en hann hefur alls ekkert gert til að
bæta þjóðarhag. Þvert á móti hefur hann spillt áliti þjóð-
arinnar út á við. Af stefnu þeirra alþýðubandalagsmanna
hefur það eitt leitt að mati fjármálaráðherra, að ekki er
unnt að taka meiri lán. Af því má draga þá einföldu
niðurstöðu, að erlendir aðilar hljóta að verða eignaraðilar
í fjárfrekum stjóriðjufyrirtækjum en ekki lánveitendur.
Án samstöðu um „nauðsynlegar gagnaðgerðir" sökkv-
um við í skuldafenið segir Ragnar Arnalds. Hann spáir
einnig nýrri verðbólguöldu. „.. .Og ný verðbólgualda er
þar með skollin yfir. Við þetta er svo því að bæta, að í
ríkisstjórninni er ekki samstaða um nein úrræði í þessum
málum ...“ Orð Ragnars Arnalds? Nei, kveðjuorð Her-
manns Jónassonar þegar vinstri stjórn hans hrökklaðist
frá 4. desember 1958. Ragnar Arnalds situr e'nn í ríkis-
stjórn, en hann hefur flutt kveðjuorðin: „Við erum óneit-
anlega að sökkva ...“
Sigur ítala
Italir unnu verðskuldaðan sigur í úrslitaleik heims-
meistarakeppninnar í knattspyrnu í Madrid á sunnu-
daginn. Þótt ítalska liðið hafi komist í undanúrslitin á
einkennilegum forsendum, þar sem það flaut upp úr riðli
sínum án þess að hafa unnið einn leik, sýndu Italir eftir
það, að þeir eru vel að heimsmeistaratitlinum komnir.
Frá því var sagt að um helmingur mannkyns eða tæpir
tveir milljarðar manna hafi fylgst með leiknum á sunnu-
daginn. Má með sanni segja, að fátt sameini jarðarbúa
betur en keppni af þessu tagi og þarf því gleði sigurvegar-
anna og þjóðar þeirra ekki að koma neinum á óvart.
Hamingjusvipurinn á Pertini, hinum aldurhnigna Ítalíu-
forseta, í heiðursstúkunni á leikvanginum í Madrid sagði
heiminum meira en mörg orð um gleði ítala.
Flugleiðavél seink-
aði vegna tilkynn-
ingar um sprengju
SKÖMMU eftir klukkan 15.00 í gær var flugvallarlögreglunni á Glasgow-
flugvelii tilkynnt um aö líkur væru á sprengju í flugvél, sem fór í loftió
skömmu eftir klukkan 15.00. Meóal þeirra flugvéla, sem til greina komu, var
vél frá Flugleiöum. Flugi hennar seinkaói lítillega vegna þessa, en síðar kom
í Ijós að tilkynningin átti við aóra flugvél, þannig að fluginu heim til íslands
var haldió áfram eins og ekkert hefði í skorizt.
Flugstjóri í ferðinni var Jón
Ragnar Steindórsson og sagði
hann í samtali við Morgunblaðið,
að þegar vélin hefði verið að
hækka flugið eftir flugtak um hálf
fjögur, hefði verið tilkynnt um
möguleika á því að sprengja væri í
vélinni. Þá hefði verið gripið til
þess ráðs að snúa aftur til Glas-
gow og fékkst leyfi til tafarlausrar
lendingar öryggisins vegna. Flug-
mennirnir hefðu verið í stöðugu
sambandi við flugvöllinn og er
þeir hefðu beðið um nánari upp-
lýsingar kom í ljós, að átt hefði
verið við flugvél, líklega frá Air
Lingus, sem hefði farið í loftið um
stundarfjórðungi á undan Flug-
leiðavélinni. Þá hefði verið snúið
við að nýju og ferðinni til Islands
seinkaði aðeins um 7 mínútur. Þá
hefðu öryggisins vegna verið gerð-
ar ráðstafanir á Keflavíkurflug-
velli við komuna þangað.
Jón Ragnar sagði ennfremur, að
áhöfn vélarinnar hefði tekið þessu
mjög rólega og hann hefði til-
kynnt farþegum að nauðsynlegt
væri að snúa aftur til Glasgow
vegna smáatriðis, sem þyrfti að
laga. Hann hefði ekki talið rétt að
láta farþega vita um hvað málið
snerist og raska þannig sálarró
þeirra. Sjálfur sagðist hann hafa
verið mjög rólegur enda væru ís-
lenzkir flugmenn vanir svona til-
kynningum síðan úr þorskastríð-
inu og kipptu sér því ekki verulega
upp við þetta.
Enn er ekki kunnugt um það
hverjir stóðu að baki þessari til-
kynningu, né heldur hvort
sprengja hafi sprungið í einhverri
þeirra véla, sem frá Glasgow fóru
á umræddum tíma.
Skattskrá Vesturlands 1981:
Soffanías Cesils-
son skatthæstur
Akranusi, 12. júlí.
SKATTSKRÁ Vesturlands 1981,
vegna eigna og tekna á árinu 1980,
hefur verð lögð fram. Heildarálagning
á lögaðila nam 26.982.069 krónum og
heildarálagning á einstaklinga nam
118.162.303 krónum.
10 skatthæstu einstaklingar eru:
1. Soffanías Cecilsson, útgerðar-
maður, Grundarfirði, 729 þús.
2. Kristján Guðmundsson, útgerð-
armaður, Rifi, 391 þús.
3. Guðjón Bergþórsson, skipstjóri,
Akranesi, 179 þús.
4. Viðar Karlsson, skipstjóri,
Akranesi, 169 þús.
5. Baldur Bragason, tannlæknir,
Ólafsvík, 156 þús.
6. Guðmundur Björnsson, for-
stjóri, Ólafsvík, 155 þús.
7. Pétur Geirsson, veitingamaður,
Botnsskála, 154 þús.
8. Guðmundur Árnason, læknir,
Akranesi 154 þús.
9. Guðjón Guðmundsson, yfir-
læknir, Akranesi, 138 þús.
10. Jósef H. Þorgeirsson, alþingis-
maður, Akranesi, 132 þús.
10 skatthæstu lögaðilar eru:
1. Hvalur hf., Strandarhreppi,
2.190 þús.
2. Kaupfélag Borgfirðinga, Borg-
arnesi, 1.703 þús.
3. Haraldur Böðvarsson & co. hf.,
Akranesi, 1.230 þús.
4. Hraðfrystihús Ólafsvíkur hf.,
Ólafsvík, 1.008 þús.
5. Síldar- og fiskimjölsvinnslan
hf., Akranesi, 861 þús.
6. Þorgeir og Ellert hf., Akranesi,
846 þús.
7. Sigurður Ágústsson hf., Stykk-
ishólmi, 570 þús.
8. Vírnet hf., Borgarnesi, 566 þús.
9. Heimaskagi hf., Akranesi 499
þús.
10. íslenska járnblendifélagið hf.,
Skilmannahr., 455 þús. — Júlíus.
Sótti veikan rússnesk-
an sjómann á haf út
ÞYRLA FRÁ varnarliðinu á Kefla-
víkurflugvelli sótti um hádegi á
sunnudag veikan rússneskan sjó-
mann af 5.000 tonna togara, 150 míl-
ur suðaustur af Reykjanesi, sam-
kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk
hjá Slysavarnafélaginu í gær.
Sjómaðurinn var með lifhimnu-
bólgu og þungt haldinn og var
hann fyrst fluttur á Borgarspítal-
ann, en síðan á Landakotsspítala.
Auk þyrlunnar fór flugvél af
Hercules-gerð í ferðina, en hún
leitaði togarann uppi og frá flug-
vélinni fékk þyrlan eldsneyti.
Flugferðin tók um 4 klukkustund-
ir.
Sjómanninum líður eftir atvik-
um, samkvæmt upplýsingum frá
Slysavarnafélaginu.
Komið með sjómanninn á Borgarspitalann.
Mikill knattspyrnuáhugi
Það er ekki ofsögum sagt af knatt-
spyrnuáhuga íslendinga. Á meðan
sjónvarpið sýndi úrslitaleik heims-
meistarakeppninnar í knattspyrnu
beint síðastliðinn sunnudag, má
heita að umferð um borgina hafi
lagzt niður. Einn og einn maður sást
þó á ferli, en ekki er hægt að segja að
umferðin á Miklubrautinni á með-
fylgjandi mynd sé táknræn fyrir sól-
rikan sunnudag.
Á hinn bóginn brá fólk sér
gjarnan á leik, bæði fyrir og eftir
útsendinguna og mátti þá sjá fólk
af báðum kynjum og á öllum aldri
sparka boltanum. Á Höfn í Horna-
firði brá amma þessara áhuga-
sömu pilta sér í vítaspyrnukeppni,
þannig að það þurftu fleiri en
Frakkar og Þjóðverjar að ganga í
gegn um þá eldraun. Því miður eru
okkur ekki kunn úrslit vítaspyrnu-
keppninnar á Höfn, en úrslit henn-
ar eru vafalaust flestum kunn.
Gert ráð fyrir sjónvarpi í júlí í fjárhagsáætlun 1983:
Tel líkurnar góðar á
að af þessu geti orðið
segir Ingvar Gíslason
RÍKISÍITV ARPIÐ gerir i fjár-
hagsáætlun sinni fyrir næsta ár,
ráð fyrir þvi að sjónvarpsútsend-
ingar verði í júlímánuði á næsta
ári, samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk hjá Andrési
Björnssyni útvarpsstjóra.
„Þetta er gert í fullu samráði
við mig og ég mun að sjálfsögðu
beita mér fyrir framgangi þessar-
ar tillögu. Eg tel líkurnar góðar á
því að af þessu geti orðið," sagði
Ingvar Gíslason menntamála-
ráðherra í samtali við Morgun-
blaðið. „Fjárhagstillögur útvarps-
ins eru skýrar og unnar í samráði
menntamálaráðherra
við mig og ég mun fylgja þeim eft-
ir eins og þær eru. Hitt er annað
að þetta er ekki einfalt mál og
verður að vinna í samráði við rík-
isstjórn og Alþingi. En ég stend
algerlega á bak við þetta og er því
fylgjandi í einu og öllu að þetta
verði réynt," sagði Ingvar.
Ingvar sagði að þetta væri til-
raun til að koma til móts við þær
hugmyndir sem ræddar hafa verið
um að það sé eðlilegt að sjónvarp
starfi í júlímánuði eins og útvarp-
ið.
„Það er mikið talað um að fella
sumarfrí sjónvarpsins niður, en
þetta er ekki einhliða ákvörðun
sem ég tek,“ sagði Andrés
Björnsson útvarpsstjóri. „Út-“
varpsráð hefur lýst yfir vilja sín-
um, en það eru fleiri aðilar sem
taka ákvörðun. Engin ákvörðun
hefur enn verið tekin, málið krefst
mikils undirbúnings. Það þarf aö
breyta töluvert uppbyggingu sjón-
varpsins og viðamiklar athuganir
þurfa að fara fram. Þetta er
spurning um fjármál og hvernig
hægt er að nota starfsliðið, en í
fjármálum erum við háðir opin-
b<*rum aðilum, ríkisstjórn á hverj-
um tima,“ sagði Andrés Björns-
son.
Þjóðverjar telja úrslit-
in sanngjörn og í Róm
ríkir afslöppuð gleði
„HÉR líta menn yflrleitt svo á, að
úrslit lciksins hafi verið sanngjörn,
og að Þjóðverjar hafi aldrei átt
möguleika gegn ítölunum í leikn-
um,“ sagði Valur Ingimundarson í
Miinchen í Vestur-Þýskalandi í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, er hann
var spurður hvernig Þjóðverjar
tækju úrslitum Ileimsmeistara-
keppninnar í knattspyrnu.
„Blöð hér segja Þjóðverja ekki
hafa átt möguleika í leiknum,"
sagði Valur ennfremur, „en ekki
ber á neinni gremju út í leikmenn
fyrir þeirra frammistöðu. Bent er
á að skammt sé liðið frá hinum
sögulega leik gegn Frökkum, og að
þreyta hafi setið í mönnum í sjálf-
um úrslitaleiknum. Einnig er bent
á meiðsli Rummenigges. Þó er tal-
að um að nokkur heppni hafi fylgt
Vestur-Þjóðverjum í allri keppn-
inni, og talað er um að ekki hafi
verið leikin rétt leikaðferð í
úrslitaleiknum. Einkum er talað
um að þar hafi réttir menn ekki
verið settir til höfuðs réttum
mönnum í liði ítala. Loks er svo
talað um það hér, að nú sé kominn
timi til að gera breytingar á
landsliði Þjóðverja, það hafi stað-
ið sig vel um árabil, en nú eigi að
breyta og yngja ujtp.
Annars voru Italir hér meira
áberandi en Þjóðverjar eftir úr-
slitaleikinn, en fjöldi þeirra býr í
Bæjaralandi. Þeir þustu út á götur
með fána og gleðilæti, á meðan
Þjóðverjar höfðu fremur hægt um
sig,“ sagði Valur að lokum.
Afslöppuð gleði
á Ítalíu
„Hér eru menn að vonum glaðir
og ánægðir með sigur sinna
manna," sagði Hilmar Kristjáns-
son í Róm er blaðamaður Mbl.
ræddi við hann í gær. „Fánar
blakta hvarvetna og menn ehu
glaðir í bragði, en þó voru gleði-
lætin meiri eftir sigurinn gegn
Argentínumönnum og síðar
Brasilíumönnum og Pólverjum.
Nú er eins og fólk geti aftur andað
léttara, því samfara gleðinni yfir
fyrri sigrum var einnig mikil
spenna og óvissa um framhaldið.
Nú er sigurinn í höfn og fólk and-
ar léttar á ný.
Enginn skyldi þó taka þetta sem
svo, að ég sé að gera lítið úr gleð-
inni hér, sem vissulega er mikil,
en þetta er samt öðruvisi en var.
En Rossi, sem var í skammar-
króknum í tvö ár, og félagar hans
í ítalska landsliðinu, eru óneitan-
lega þjóðhetjur hér og sigurvíman
liggur í loftinu," sagði Hilmar að
lokum.
Halldór Ásgrímsson varaformaður Framsóknarflokksins
Ekki hægt að ætlast til að afstaða manna
liggi fyrir fyrr en ráðstafanir eru ákveðnar
„VIÐ höfum alltaf gengið út
frá því sem vísu, að þegar
menn eru að tala um hluti sem
krefjast löggjafar á Alþingi, þá
séu menn að gera það á þeim
grundvelli að ríkisstjórnin hafi
meirihluta,“ sagði Halldór Ás-
grímsson alþingismaður og
varaformaður Framsóknar-
flokksins í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi. Halldór
var að því spurður, hvort hann
væri sammála þeirri skoðun
forystumanna Alþýðubanda-
lagsins, að fá þyrfti skýlausa
stuðningsyfírlýsingu við
stjórnina frá Eggert Haukdal.
„Við göngum út frá því að við
framsóknarmenn stöndum að
þessum málum, og einnig Al-
þýðubandalagið og þeir aðilar úr
Sjálfstæðisflokknum sem standa
að ríkisstjórninni," sagði Halldór
ennfremur. „En þetta verður
auðvitað hver hópur að gera upp
við sig, en mikilvægast er að
okkar mati að taka afstöðu til
málefna. Við höfum lengi sagt að
koma þurfti til efnahagsaðgerða
til að taka á efnahagsvandanum,
ekki síst hinum mikla viðskipta-
halla. Til þessara mála viljum
við taka afstöðu á málefnalegum
grundvelli, og við gerum ráð
fyrir því að það geri hinir einnig.
Við trúum því ekki að neinn aðili
að ríkisstjórninni fari frá henni
áður en reyni á málefnasam-
stöðu. Við trúum því illa að nokk-
ur fari úr stjórninni eða hætti
stuðningi við hana fyrr en ekki
næst málefnasamstaða. Á það
þarf að reyna."
— Þú telur þá ekki að nú þurfi
að liggja fyrir skýlaus stuðnings-
yfirlýsing frá Eggert Haukdal,
áður en tillögur liggja fyrir?
„Það er ekki hægt að ætlast til
að slík afstaða manna liggi fyrir,
ekki hjá okkur, né í
Alþýðubandalagi eða hjá sjálf-
stæðismönnum, fyrr en fyrir
liggur hvort ágreiningur er um
málefni. Þannig eiga menn að
vinna í stjórnmálum, þetta er
ekkert tilfinningamál."
Halldór sagði að lokum að enn
væri ekkert að frétta af væntan-
legum efnahagsráðstöfunum rík-
isstjórnarinnar eða- tillögum
hennar. Unnið væri að þessum
málum og ekki ljóst hvenær því
lyki.
Skáklandskeppnin:
Naumur sig-
ur Englands
UM HELGINA áttust íslendingar og Englendingar við í undanrásum
Evrópukeppni landsliða í skák. Keppnin fór fram í Middlesborough í norð-
vestur Englandi og lauk með naumum sigri Englendinga sem hlutu átta og
hálfan vinning gegn sjö og hálfum vinningi íslenska landsliðsins. Fyrri
daginn sigruðu Englendingar örugglega, með fimm vinningum gegn þremur,
en á sunnudaginn höfðu Islendingar betur, hlutu fjóra og hálfan vinning
gegn þremur og hálfum.
unglinRa, kom inn fyrir Mestel,
sem þurfti að fara til Kanaríeyja
þar sem millisvæðamót í skák
hófst í gær. Á íslenska liðinu varð
sú breyting að Haukur Angan-
týsson, sem hafði tapað erfiðri
biðskák við Chandler fór út, en
Sævar Bjarnason kom inn.
Seinni keppnisdagur:
Friðrik — Nunn 0—1
Guðmundur — Speelman V4 — 'k
Margeir — Stean 1—0
Jón — Keene Ví> — 'k
Helgi — Chandler 1—0
Ingi — Littlewood 0—1
Jóhann Hartston 1—0
Sævar — Taulbut 'k — 'k
Þeir keppendur úr íslensku
sveitinni sem komu til landsins í
gær voru þokkalega ánægðir með
frammistöðuna, enda enska sveit-
in miklum mun stigahærri en sú
íslenska. Engu að síður töldu þeir
að ekki hefði mátt miklu muna að
sigur ynnist og þegar litið væri til
baka virtist svo sem heppnin hefði
verið með Englendingunum, t.d.
hefði Haukur Angantýsson leikið
af sér drottningunni í síst lakari
stöðu í biðskákinni við Chandíer
og þeir Ingi R. og Friðrik Ólafsson
gersamlega heillum horfnir.
Þriðja þjóðin í riðlinum voru
Svíar, en þeir voru úr leik eftir að
hafa tapað 7—9 gegn íslensku
sveitinni og 6W—9'k gegn Eng-
lendingum. Viðureignin um helg-
ina réði því úrslitum um það hvor
sveitin kæmist áfram í úrslit, en
Englendingum nægði jafntefli til
að komast áfram. Báðar þjóðirnar
tefldu fram mjög sterkum liðum,
íslenska sveitin var sú sterkasta
sem nokkru sinni hefur teflt fyrir
íslands hönd og í ensku sveitina
vantaði aðeins stórmeistarann
Miles. Það vakti t.d. athygli að
hinn þekkti og öflugi alþjóða-
meistari William Hartston komst
aðeins á áttunda borð og alls
tefldu Englendingar fram fjórum
stórmeisturum.
Fyrri keppnisdagur
Friðrik — Nunn 0—1
Guðmundur — Speelman 'k — 'k
Margeir — Stean 1—0
Jón — Keene 'k — 'k
Helgi — Mestel ‘k — 'k
Haukur — Chandler 0—1
Ingi — Littlewood 0—1
Jóhann — Harston 1—0
Eftir fyrri daginn urðu smá-
vægilegar breytingar á liðunum.
Taulbut, fyrrum Evrópumeistari