Morgunblaðið - 24.07.1982, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1982
13
Sverrir Kristinsson og Hrafnhildur Schram við eitt verkið á sýningunni; málverk eftir ísleif Konráðsson. Þessi mynd
mun prýða frímerki sem Póst- og símamálastofnunin gefur út í haust í tilefni árs aldraðra.
Trúlega eitt þekktasta verkið á sýningunni; Vorleikur eftir Stefán Jónsson
frá Möðrudal, olíumynd frá 1950. Myndin vakti hneykslan margra og kallaði
jafnvel á lögregluaðgerðir, þá er listamaðurinn sýndi hana fyrst á Lækjar-
torgi sumarið 1950.
Mynd eftir hinn misskilda listamann, Sölva Helgason. Margir hafa orðið til
þess að segja að Sölvi hefði getað orðið mikill listmálari, hefði hann notið
undirstöðukennslu og ytri aðstæður sem innri verið honum hagstæðari. —
Myndin er í eigu Þjóðminjasafns.
Friðrik G. Friðriksson við lauf og annan gróður, sem áður og fyrri var
notaður til að lita vaðmál er íslendingar hafa klæðst um aldir.
ippusson á Hólabrekku í Mýrar-
hreppi.
í sýningarskránni gerir Friðrik
G. Friðriksson svofellda grein
fyrir sýningunni:
„Þegar undirbúningur og vinna
hófst að handmenntasýningu í til-
efni öldrunarársins 1982, varð í
upphafi ljóst að velja þurfti til
sýningar úr mörgum ágætum
munum. Ýmsir möguleikar komu
einnig til greina við uppsetningu
og fyrirkomulag sýningargripa.
Þegar um slíkan vanda er að ræða,
er ekki augljós farsælasta leiðin
til úrlausnar. Það varð úr, að leit-
að var aðallega til hagleiksfólks
úti á landi eftir góðum gripum, en
jafnframt var reynt að hafa það í
huga að sýningin gæfi svolítið yf-
irlit yfir hluti gerða úr ólíkum
efnum.
Þeir sem hér koma við sögu,
vinna úr járni, tré, leðri, steini,
ull, jurtum o.fl. Hugmyndinni um
notagildi hlutanna, form og feg-
urð, kemur síðan hver og einn til
skila eftir sínu höfði, eins og að-
stæður leyfa.
Á þessari sýningu er gerð til-
raun til að gæða sýningarmunina
lífi með því að sýna á myndbandi
það hagleiks- og snilldarfólk sem
að verkunum stendur. Fleiri koma
einnig fram í myndinni. Þetta fólk
er allt orðið roskið en í fullu fjöri
eins og sjá má.
Myndbandatæknin býður upp á
ýmsa möguleika en hefur einnig
sínar takmarkanir. Þau tæki sem
hér eru notuð, gefa ekki möguleika
á klippingu. Sýningargestir eru
því beðnir um að sýna umburðar-
lyndi gagnvart tæknigöllum og
hafa það í huga að hér eru leik-
menn að verki. Hér er ekki um að
ræða tæmandi heimildarmynd,
heldur aðeins sýnishorn af vinnu
einstaklinga sem vinna úr mis-
munandi efnum og tjá sig með
ólíkum hætti.
Tilgangur þessarar sýningar er
fyrst og fremst sá að vekja fólk á
öllum aldri til umhugsunar um
skapandi kraft hvers einstaklings.
En sá kraftur er óháður aldri.“
Málþing um
öldrunarmál
í tengslum við sýninguna á
Kjarvalsstöðum er þar efnt til
málþings, umræðufunda um ýmis
mál er snerta elli og samfélagið.
Það er Samband lífeyrisþega ríkis
og bæja sem sér um þennan þátt.
Þá má nefna að landssamtökin
Líf og land efna til síðdegisvöku á
Kjarvalsstöðum í dag, laugardag,
þar sem flutt verða erindi og leik-
in tónlist í tilefni árs fatlaðra.
Enn má nefna, að á meðan sýn-
ingu stendur, eru gefnar út sýn-
ingarfréttir um efni það sem á
dagskrá er dag hvern, mynd-
bandasýningar, fyrirlestra og
fleira. Má fá fréttablöðin hjá
gæslufólki sýningarinnar alla
daga sýningarinnar.
Sýningin er opin alla daga milli
klukkan 14 og 22 og stendur til 8.
ágúst.
Spænskir togarar veiða
í óleyfi við Svalbarða
Osió, 22. júlí. Frá fréttariUira
Mbl. Jan-Krik Lauré.
UM ÞAÐ bil tíu spænskir togar-
ar eru nú á ólöglegum veiðum á
norsku yfirráðasvæði við Sval-
barða. Norska utanríkisráðu-
neytið hyggst mótmæla þessum
veiðum formlega einhvern
næstu daga. Upp komst um
veiðar skipanna um síðustu
helgi og varðskipið Grimsholm
er nú á leið á svæðið.
Að sögn Finns Bergersens
skrifstofustjóra í norska sjáv-
arútvegsráðuneytinu leikur
ekki vafi á því að Spánverj-
arnir veiði undirmálsfisk.
Bergersen segir ennfremur að
engu sé líkara en spænsk yfir-
völd hafi ekki stjórn á veiðum
spænsku togaranna, því þeim
hafi fyrr í þessum mánuði
verið vísað af miðunum yið
Svalbarða eftir formlegar
viðræður norskra og
spænskra stjórnvalda.
v\ö sVnura'da9
Sumarbústaði
Höfum til sýnis og sölu 45 fm sumar-
bústaöi, íslenzk völdunarsmíö og hönnun.
Húsin eru teiknuö af Gunnari G. Ein-
arssyni, arkitekt.
Sýningin stendur yfir í dag laugardag,
sunnudag og mánudag kl. 13—17 aö
Melabraut 24, Hvaleyrarholti, Hafnar-
firöi.
Trésmiðja Magnúsar og Tryggva,
Melabraut 24, Hafnarfiröi, sími 52816.
vantar
þi3 3Ódan bíl?
notaóur - en í algjörum sérf lokki
Til sölu þessi Skoda 120 LS, árg. '80. Sérlega fallegur bfll, vínrauö-
ur og ekinn aöeins 24.000 km.
Ath. 10% afsláttur á notuöum bilum til mánaðamóta.
Opið í dag frá 1—5.
yíSS*)
JÖFUR hf
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi
- Simi 42600