Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 1
48 SIÐUR MEÐ MYNDASOGUBLAÐI 174. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 12. AGUST 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Enn springa tvær sprengjur í París l'ari.s. 11. ágúst. AP. TVÆR sprengjur sprungu í París í nótt og dag með þeim afleiðingum að flmm særöust, þar af ein kona alvarlega. Kyrri sprengjan sprakk fyrir framan skrifstofur innflutningsfyrir- tækis, sem hefur sérhæft sig í verzlun með ávexti frá ísrael. Kona, sem var þar á ferð að viðra hundinn sinn, meiddist alvarlega, þegar þessi sprengja sprakk. Síðdegis í dag sprakk síðan sprengja í bíl fyrir framan ræð- ismannsskrifstofu Iraks í borginni með þeim afleiðingum að eldur kom upp í húsinu, gluggar brotn- uðu í nærliggjandi húsum, og fjór- Ólæs þjófur stal stafrófs- kverum Versólum, Frakklandi, 11. ágúst. AP. ÓL/E8 maöur og atvinnulaus hefur verið handtekinn eftir að hafa brotizt inn í smábarna- skóla í Versöium einu sinni í tuániifli, samtals tuttugu sinn- um, til að ná sér í stafrófskver og skriftarbækur. Maðurinn skýrði lögregl- unni frá því þegar hann var gómaður, að heitasta ósk hans væri að læra að lesa og þess vegna hefði hann einnig tekið nokkuð af kennslubók- um í landafræði og náttúru- fræði, sem hann ætlaði að kynna sér þegar hann hefði náð valdi á lestrinum. Spaclolini reynir stjórnar- myndun á ný Pertini ítalíuforseti fól í gær Gio- vanni Spadolini, fráfarandi for- sætisráðherra og leiðtoga Lýð- veldisflokksins, að reyna að mynda nýja stjórn í landinu. Sú ríkisstjórn yrði hin 42. á ítalíu frá stríðslokum. Spadolini hefur ákveðið að reyna að mynda samsteypustjórn sömu fimm flokka og mynduðu síðustu stjórn, en líklegt þykir að stjórnar- myndunin muni taka nokkuð lang- an tíma. Á myndinni sést Spado- lini ræða við fréttamenn eftir að hann kom af fundi ítalíuforseta. Simamynd AP. Spadolíni ir slösuðust, þó enginn alvarlega. Líklegt er talið að hér hafi verið að verki aðilar hliðhollir ísrael til að hefna fyrir árásirnar á veit- inga- og dvalarstaði Gyðinga í borginni að undanförnu, en írak hefur veitt hryðjuverkasamtökum Palestínumanna undir forystu Abu Nidal stuðning. Hópur Nidals er talinn bera ábyrgð á árásinni á veitingahúsið sl. mánudag, þegar sex manns fórust, fjórir Frakkar og tveir Bandaríkjamenn. Við jarðarför nokkurra fórnar- lambanna úr þeirri árás í dag sagði rabbíinn sem jarðsöng, að ekki kæmi til greina fyrir franska Gyðinga að stofna eigin varðsveit- ir til að gæta öryggis í hverfum Gyðinga. „Ríkið og lögreglan bera ein ábyrgð á að gæta lífs okkar og eigna," sagði rabbíinn. Lögreglumenn og sjúkralioar gera aft sánim konu, sem meiddist, pegar sprengja sprakk framan við skrifstofur ísraelsks fyrirla'kis í París í fyrrinótt. simamynd ap. „Jaftivægi í Líbanon þýðir frið fyrir ísrael í 40 ár" — segir Begin í ísraelsku blaði Beinit, Jerús&lem, WaMhinglon, II. ágúst. AF. PHILIP Habib, hinn sérlegi sendimaður Bandaríkjastjórnar í Miðausturlöndum, átti í dag viðræður við Begin, forsætis- ráðherra Israels, og hélt að þeim loknum á ný til Líbanon. Nú vantar aðeins herzlumun á að Habib hafí tekizt að fá alla aðila að deilunni í Líbanon til að fall- ast á áætlun hans um brottflutn- ing skæruliða PLO frá Beirut. Af hálfu ísraels eru enn gerð- ar athugasemdir við það að gert er ráð fyrir frönskum liðssveit- um í alþjóðlega gæzluliðinu, sem koma mun til Beirut á með- an brottflutningurinn á sér stað. Einnig eru Israelar ósáttir við hugmyndir Habibs um það V-þýzka stjórnin vill hjálpa AEG Bonn. Il.áiriwt. AP. ÍF ¦* VESTUR-þýzka stjórnin er reiöubúin til þess að koma enn frekar til móts við raftækjafyrirtækið AEG-Telefunken til að forða því frá gjaldþroti, að því er skýrt var frá í stjórnarráðinu í Bonn í dag. Lothar Ruehl, talsmaður v-þýzku stjórnarinnar, sagði að stjórnin væri reiðubúin til þess að taka á sig viðbótarábyrgðir við þær 600 milljónir marka, sem þegar er búið að bjóða fram. Ekki væri þó hægt að segja hve stór viðbótarfjárhæð- in yrði en fyrirtækið, sem er hið næststærsta sinnar tegundar í V-Þýzkalandi, hefði óskað eftir viðbótarábyrgðum á meðan unnið væri að því að semja við lánardrottna og koma fjármál- um þess á réttan kjöl. AEG-Telefunken hefur um 123 þúsund manns í vinnu og þar af starfa tæplega 100 þús- und í V-Þýzkalandi. Ruehl sagði að v-þýzka stjórnin ætti beinna hagsmuna að gæta við að reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, þar sem mörg ráðuneyti hefðu útistandandi samninga við það, þ.á m. varn- armálaráðuneytið. Fyrirtækið hefur þegar lagt fram sam- komulagsdrög við skuldareig- endur sína, þar sem gert er ráð fyrir að fyrirtækið greiði 40% af gjaldföllnum skuldum en því sem eftir er yrði breytt í lengri lán. Gert er ráð fyrir að 20 þús- und starfsmönnum verði sagt UPP og gripið til ýmissa annarra sparnaðarráðstafana. hvenær gæzluliðið ætti að koma til Beirut. ísraelskar herþotur gerðu enn í dag árásir á stöðvar skæruliða í Vestur-Beirut og skriðdrekar ísraela skutu á skæruliða í borginni eftir að þeir höfðu rofið vopnahléð og sært þrjá ísraelska hermenn, að því er herstjórnin í ísrael greindi frá í dag. Flestar þjóðir í Arabaheimin- um hafa nú opinberlega greint frá því að þær séu reiðubúnar að taka við hluta PLO-skæru- liðanna. Á meðal þessara ríkja er Sýrland, sem áður hafði harðlega neitað því að nokkuð slíkt væri í bígerð, Jórdanía, ír- ak, Túnis, Súdan og Norður- og Suður-Yemen. Fréttir frá Jerúsalem hermdu í dag að Begin forsætisráðherra gerði nú ráð fyrir því að brott- flutningur skæruliðanna frá Beirut gæti hafizt í næstu viku. Haft er eftir Begin í ísraelsku blaði að ef jafnvægi komist á í Líbanon á næstunni gæti það þýtt frið fyrir ísrael næstu 40 árin. Begin segir í viðtalinu að ólíklegt sé að Sýrland og Jórd- anía muni á næstu árum hefja stríð gegn ísrael fyrst þessi ríki komu ekki skæruliðum PLO til varnar. Sprengja sprakk um borð í far- þegaþotu á flugi llonolulu. ll.igúst AP. SPRENGJA sprakk í farþegarými Jumbo-þotu Pan Ara-flugfélagsins á leift frá Tokyo til Honolulu í dag með þeim afleiftingum að einn maftur beið hana og a.m.k fjórir slösuðust. Sprengjan sprakk skömmu áftur en lending var fyrir- huguð í Honolulu og tókst flug- nianninum aft lenda vélinni án þess að meira tjón yrfti. Alls voru 285 farþegar meft þotunni. Að sögn talsmanns banda- ríska loftferðaeftirlitsins sprakk sprengjan undir sæti 16 ára jap- ansks drengs, sem var á ferð með foreldrum sínum og lét drengur- inn lífið. Við sprenginguna kom gat á gólf farþegarýmis vélar- innar og fylltist það brátt af reyk, auk þess sem loftþrýsting- ur í vélinni minnkaði mikið. Flugmaðurinn lækkaði flug vél- arinnar snarlega og tókst að lenda henni áfallalaust. Ekki er enn vitað um orsakir þess að sprengjan sprakk, né hver kom henni fyrir eða í hvaða tilgangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.