Morgunblaðið - 17.08.1982, Page 2

Morgunblaðið - 17.08.1982, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982 Dalvík: Söguleg ráðn- ing bæjarritara Dalvik, 12. *ífUHt. B/EJARRÁÐ Dalvíkur hefur nú ráðið nýjan bæjarrilara í stað Karls Guð- mundssonar sem tók við starfi sveitarstjóra i Hveragerði nú um miðjan águst. Hefur ráðningin gengið sögulega fyrir sig og tekið langan tíma. Fimm umsóknir voru um stöðuna. I frétt í Degi á Akureyri var tilkynnt hver ráðinn yrði í stöð- una áður en fjallað var um málið í bæjarstjórn eða bæjarráði. Er málið kom til umræðu í bæjarráði hafði viðkomandi dregið til baka umsókn sína. Þegar bæjarráð hafði nú komið sér saman um hver þá skyldi ráðinn barst tilkynning um að hann hefði einnig dregið umsókn sína til baka. Þá flutti Helgi Þorsteinsson tillögu um að staðan yrði auglýst að nýju. í tví- gang óskuðu framsóknarmenn frestunar á afgreiðslu á tillögu Helga, en að lokum var tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn einu og samþykkt með tveimur at- kvæðum að ráða Snorra Finn- laugsson, erindreka Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, í starfið. Fréttaritarar. Almenna bókafélagið: Fyrsta bindi Dalalífs eftir Guðrúnu frá Lundi ALMENNA bókafélagið mun í haust senda frá sér fyrsta bindi hins kunna ritverks Guðrúnar frá Lundi, Dalalíf. Skáldsagan Dalalíf kom á sínum tíma út í fimm bindum, á árunum 1946 til 1951, en bækurnar hafa verið ófáanleg- ar um langt skeið. Nú er ætlunin að gefa Dalalíf út í þremur bindum. „Okkar á milli“ frumsf nd KVIKMYND Hrafns Gunnlaugs- sonar, „Okkar á milli, í hita og þunga dagsins", var frumsýnd á laugardaginn að viðstöddum sér- stökum boðsgestum, eins og venja er þegar um frumsýningu er að ræða. Mátti þar þekkja ýmsar þekktar persónur úr íslensku þjóð- lífi, bæði úr stjórnmálalífínu og menningarlífínu og var ekki annað að heyra en myndin hlyti góðar viðtökur meðal frumsýningargesta. A meðfylgjandi mynd, sem Ijós- myndari Morgunblaðsins, Ragnar Axelsson, tók skömmu fyrir frum- sýningu, má sjá Hrafn Gunnlaugs- son bjóða Vilhjálm Hjálmarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, velkominn og við hlið Hrafns er nóbelskáldið Halldór Laxness. Eiríkur Hreinn Finnbogason norrænufræðingur hjá Almenna bókafélaginu sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, að sögusvið Dalalífs væri íslensk sveit fyrir 50 til 100 árum. Sagan væri öll eitt verk, þar sem hver kynslóðin tæki við af annarri, og því tæki hún yfir langt tímabil. „Þetta lýsir heimi sem okkur er að mestu eða öllu horfinn nú,“ sagði Eiríkur Hreinn, „og á sínum tíma voru þessar bækur bókstaflega lesnar upp til agna. Þetta minnir í sumu nokkuð á sögur Jóns Trausta, þar sem sögusviðið er stórt og fjöldi fólks kemur við sögu. Á verkum Guðrúnar og Jóns er þó sá mikli munur að bækur hennar eru rómantískar en Jón Grænlandsflug með farþega af Mermoz í SAMBANDI við komu franska skemmtiferðaskipsins Mermoz nú um helgina til Reykjavíkur, hafði Arnarflug tekið að sér að flytja furstahjónin af Monaco til Kulusuk á Grænlandi ásamt fleiri farþegum á skipinu. Þegar Ijóst var að komu skipsins myndi seinka mikið ákváðu furstahjónin aö hætta við Græn- landsferðina, en flestir farþegar skipsins höfðu eftir sem áður áhuga á útsýnisflugi yfir Grænland. Þrátt fyrir heldur slæma spá og fremur hryssingslegt veður, tókst að verða við óskum farþeganna. Á laugardag var flogið með 110 far- þega í þotu Arnarflugs frá Kefla- víkurflugvelli í útsýnisflug yfir Is- land, þar sem Grænlandsflug reyndist óráðlegt. Daginn eftir reyndist veðrið heldur hagstæðara og flaug þotan þá tvívegis til Grænlands með samtals 187 far- þega. Að auki flugu tvær Fokker Friendship-vélar Flugleiða með 134 farþega í fjórum ferðum. 25 manns fóru í smærri flugvélum. Bræla haml- ar hvalveiðum HVALVEIDAR hafa að mestu legið niðri síðustu daga vegna brælu á miöunum. I»ó veiddist einn búrhval- ur í gær, en hvalbátarnir hafa ýmist verið í höfn eða landvari. Trausti var á hinn bóginn raunsæ- ismaður mikill. Dalalíf er um margt merkilegt ritverk, og per- sónurnar eru mjög trúverðugar." Guðrún Árnadóttir frá Lundi er látin fyrir nokkrum árum. Eftir hana liggja fjölmargar skáldsög- ur, og lesendahópur hennar var stór, þótt ekki ætti hún upp á pallborðið hjá bókmenntafræðing- um eða öðrum þeim er töldu sig hafa vit á bókmenntum. Mun þar einkum hafa komið til hve skorta þótti á raunsæi samtímans í sög- um hennar. Á síðari árum hefur álit manna á verkum Guðrúnar hins vegar verið að breytast, eins og hin nýja útgáfa AB á Dalalífi er glöggt dæmi um. Halldór Lax- ness ræðir nokkuð um Guðrúnu í Islendíngaspjalli, og sumir segja að síðan hafi menn ekki talað illa um verk hennar. Hvað sem satt er í því, þá er það staðreynd að Al- menna bókafélagið mun í haust hefja endurútgáfu á verkum hinn- ar vinsælu skáldkonu. Ríki, Reykjavíkiirborg og VMSS: Féllust á kröfu trésmiða um þriggja ára samning VERKFALLI félaga í Tré- smiðafélagi Reykjavíkur, sem starfa hjá ríki, Reykja- víkurborg og VMSS, hefur verið aflýst, eftir að aðilar náðu samkomulagi í gærdag. Aðilar deildu aðallega um eitt atriði, en það er lengd samningsins. Trésmiðirnir gerðu kröfu um, að samning- urinn yrði til þriggja ára, eins og sá samningur, sem Meistarasamband bygg- ingarmanna og Samband Þennan myndarlega guðlax fékk Hvanneyjan I trollið f síðustu viku. Ekki er kunnugt um að fleiri en þrír guðlaxar hafí veiðzt hér við land. Hvanney fékk guðlax llöfn, llomafirði, 13. ágúst. HVANNEY SF 54 frá Hornafirði fékk guðlax, 37 kíló að þyngd, í trollið í síðustu veiðiferð sinni. Eftir því sem bezt er vitað hafa aðeins veiðzt tveir guðlaxar áður hér við land. Guðlaxinn er nú geymdur í frosti í fiskiðjuveri KASK. Eins og fram hefur komið í þorski auk guðlaxins. fréttum fékk Hvanney trollið í í fljótu bragði virðist hér ein- skrúfuna síðastliðinn mánudag og var þá dregin inn til Vest- mannaeyja til viðgerðar. Að henni lokinni hélt Hvanney aft- ur á veiðar og að loknum tveggja daga túr kom hún hingað til Hafnar með 20 lestir af fallegum stakt tækifæri til að láta stoppa guðlaxinn upp og hafa hann til sýnis í Byggðasafni Austur- Skaftafellssýslu. Er ekki að efa að ferðamenn, sem hingað koma, hefðu gaman af. Einar byggingarmanna gerðu með sér á dögunum, en vinnu- veitendur á hinn bóginn léðu ekki máls á öðru en að samningurinn yrði til liðlega árs, eins og heildarsamning- ur ASÍ og VSÍ. í gærdag féllustu fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborgar og Vinnumálasambands samvinnufélaga á að greiða laun samkvæmt samningi þeim er Meistarasamband byggingarmanna og Sam- band byggingarmanna gerðu með sér í vor. Samningurinn er í megindráttum í anda samkomulags ASI og VSI, að öðru leyti en því, að hann er til lengri tíma eins og áð- ur sagði. Hljómbær setur upp gervihnattarloftnet HLJÓMBÆR mun setja upp gervihnattarloftnet í september, en loftnet þetta fær fyrirtækið frá Svíþjóð. Verður það sent þaðan á miðvikudag. Loftnetsdiskurinn er þrír metrar í þvermál og verður loftnetið sett upp á þaki húss fyrirtækisins við Hverfisgötu. í samtali við Morgunblaðið sagði Þorvaldur Sigurðsson, verk- stæðisformaður hjá Hljómbæ, að hægt væri að taka við sendingum frá gervihnöttum sem uppi væru, en þetta væri einungis gert í til- raunaskyni. Sagði hann að fyrst yrði reynt að ná sendingum frá rússneskum gervihnetti, sem dreifði sjónvarpsefni um Sovétrík- in. Sagði Þorvaldur að loftnetið kostaði um 300 þúsund krónur, en ekki væri ljóst hver yrði kostnað- ur við uppsetningu þess. Ekki kvað hann ætlunina að dreifa sjón- varpsefni því sem fengist með til- komu loftnetsins. Hermann Pálsson Skipaður prófessor í Edinborg Dr. Hermann Pálsson hefur veriö skipaður prófessor í norrænum fræð- um við Edinborgarháskóla. Samkvæmt frétt í skoska blað- inu „The Scotsman" hefur Her- mann starfað við háskólann í rúmlega 30 ár og er sérfræðingur í íslendingasögum. Átti hann m.a. þátt í því að haldnar voru alþjóð- legar ráðstefnur norrænna bók- mennta- og málfræðinga, „The International Saga Conferences".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.