Morgunblaðið - 17.08.1982, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982
Furstahjónin af Monaco farin af landi brott:
Fyrir utan Rammagerðina aö aflokinni verslunarferðinni, en töluverður mannfjöldi haföi safn-
ast saman fyrir framan búöina og klappaði fyrir fjölskyldunni, þegar hún kom út.
Ljósm. Mbl. KÖE
Veifað til mann-
fjöldans
fi Eins og sagt hefur verið frá í
9 Morgunblaðinu, voru furstahjónin
9 af Monaco ásamt tveim börnum
ú sínum, þeim Albert og Caroline,
9 væntanleg hingað til lands á laug-
B ardaginn var með franska
U skemmtiferðaskipinu Mermoz.
1 Skipið var upphaflega á áætlun
Ij hingað á laugardagsmorgninum, en
U því seinkaði vegna ísreks fyrir
I vestan land og varpaði ekki akker-
9 um í Sundahöfn fyrr en klukkan
8 15.45. Þá hafði mikill mannfjöldi
B safnast þar saman til að taka á
I móti furstahjónunum, lögreglan
fl telur að það hafi verið rúmlega
I 2.000 manns, sem þar hafi verið
5* saman komin, og að sögn hennar
I var þar áberandi eldra fólk að
9 ræða, svo það má búast við að að-
I dáendur Grace Kelly hafi ekki látið
:a sig vanta. Það var skýjað og fremur
I hvasst niðri við Sundahöfn. Tölu-
| verðan mannfjölda mátti sjá á
1 göngum skipsins horfa til lands, en
fl ekkert sást til furstahjónanna eða
I barna þeirra.
„Við höfum reynt að komast
yfir að sjá mikið, á mjög
stuttum tíma,“ sagði Grace
Kelly, furstafrú af Monaco
og fyrrverandi kvikmynda-
leikkona, þegar Morgun-
blaðið náði tali af henni við
Geysi, skömmu áður en hún
fór af landi brott, og spurði
hana hvaða áhrifum hún
hefði orðið fyrir af íslandi.
„Við hefðum gjarnan viljað
hafa lengri tíma. I»að er fal-
legt land, sem þið eigið
hérna. Land fullt af andstæð-
um, og það er það sem gerir
það athyglisvert,“ sagði hún
einnig. I>egar hún var spurð
að því hvernig ferð þeirra
hefði verið, sagði hún: „Góð,
við höfum átt skemmtilega
ferð.“
Grace Kelly, fyrrverandi
kvikmyndaleikkona og núverandi
furstafrú af Monaco..
Ljósm. Mbl. Emil!*.
Komið til kvöldverðar aö Bessastööum.
Það hefur verið um það bil
klukkutíma eftir aö skipið lagði að,
sem kurr fór um mannfjöldann og
fólk heyrðist segja: „Þarna eru
þau.“ Og mikið rétt, þarna voru þau
á efsta þilfarinu, öll fjögur, og veif-
uðu til mannfjöldans. Það var
klappað fyrir þeim, en þau stóðu
ekki við nema örstutta stund.
Verslunarferð.
Það hefur verið 15 til 20 mínút-
um síðar sem Caroline sást í dyr-
unum fyrir ofan landganginn.
Skömmu síðar komu þau öll saman
út og gengu niður landganginn,
Kelly fyrst, þá furstinn, Caroline
og Albert síðastur. Mannfjöldinn
var farinn að þynnast, en þeir sem
höfðu haft þolinmæði til að bíða,
fylgdu furstahjónunum eftir að bíl-
um forsetaembættisins, sem biðu
aðeins til hliðar við landganginn.
Ekið var beina leið niður í bæ, í
Rammagerðina við Hafnarstræti,
þar sem furstahjónin og fylgdarlið
þeirra versluðu. Þau hafa tafið í
versluninni í um það bil klukku-
tíma, reikuðu um og skoðuðu það
sem var á boðstólum. Miðað við
bögglana sem þau höfðu á brott
með sér, hafa þau verslað mikið.
Það var einkum Grace Kelly, sem
var dugleg við að versla. Meðal þess
sem þau versluðu var handavinna,
skinn, íslenskt keramik og teppi.
Af handavinnunni má nefna lopa-
peysur, handunnin sjöl, kjóla, húf-
ur og vettlinga. Að sögn Gunnars
Haukssonar, þess sem afgreiddi
fjölskylduna, komu þau honum
fyrir sjónir, sem alþýðlegt og gott
fólk og hið sama kom fram hjá
fleirum sem Morgunblaðið ræddi
við og áttu samskipti við fjölskyld-
una, meðan á dvöl hennar stóð hér
á landi.
Að lokinni verslunarferðinni, var
farið í útsýnisferð um bæinn. Farið
Furstinn viö veiðarnar í Laxá í Kjós, ásamt Þórólfi Halldórssyni, sem er fylgdarmaður viö árnar.
Ljósm. Mbl. KÖE
— sagði Grace Kelly
Ljóóm. Mbl. KÖE
var upp Miklubraut, um Hlíðarnar,
Háaleytið, Fossvoginn, þaðan upp í
Breiðholt og síðan um Elliðavoginn
til skips.
Kvöldverður á
Bessastöðum
Furstafjölskyldan var boðin til
kvöldverðar að Bessastöðum, til
forseta íslands, Vigdísar Finn-
bogadóttur. Var gert ráð fyrir, að
hún kæmi þangað klukkan 20.15
um kvöldið. Þetta var fámennur
kvöldverður, gestir hafa ekki verið
nema milli 10 og 15, að frátöldum
furstahjónunum og börnum þeirra.
Má þar nefna Gunnar Thoroddsen,
forsætisráðherra, og konu hans,
frú Völu Thoroddsen, Albert Guð-
mundsson, alþingismann, og konu
hans, frú Brynhildi Jóhannsdóttur,
franska sendiherrann á íslandi og
fleiri. Fóru gestirnir að tínast til
Bessastaða skömmu fyrir átta. Um
Caroline prinsessa af Monaco mátar
íslenska prjónahúfu.
Ljósmynd. Mbl. KÖE
20.20 kom furstafjölskyldan. Fengu
ljósmyndarar að skjótast inn fyrir
dyrnar stutta stund og mynda þau
ásamt forseta íslands.
Komu ekki hingað í
leit að góðu veðri
Á sunnudaginn var fyrirhugað
að furstafjölskyldan færi í ferð um
Suðurland. Aðeins tveir íslend-
ingar voru með í förinni, þau dr.
Sturla Friðriksson, erfðafræðing-
ísland er fullt
af andstæóum