Morgunblaðið - 17.08.1982, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982
Bretland:
Spencer jarl gagnrýnir
fyrrum eiginkonu sína
I/ondon, 16. ágú.st. Al\
SPENt'ER jarl, hinn 58 ára gamli
faðir Díönu prinses.su, svaraði í g*r
ásökunum fyrrum eiginkonu sinnar
varöandi einkalíf þeirra og skilnað
sem birst höfðu í dagblöðum í Lond-
on daginn áður.
Þar hafði fyrrum eiginkona
Veður
víða um heim
Akureyri 11 skýjaó
Amslerdam vantar
Aþena vantar
Barceiona 27 lóttskýjaó
Berlín 23 heióskírt
Brtlssel 28 heióskirt
Chicago 29 skýjaó
Oyttinni 18 skýjað
Feneyjar 30 léttskýjaó
Frankturt vantar
Genf 26 skýjaó
Hetsinki 21 skýjaó
Hong Kong 27 rigning
Jerusalem 27 heióskfrt
Jóhannesarborg 23 heióskirt
Kaíró 35 heióskírt
Kaupmannahófn 20 rigning
Las Palmas 24 lóttskýjaó
Lissabon 27 heióskirt
London 19 skýjað
Los Angeies 26 heióskfrt
Madrid 33 heióskírt
Malaga 30 lóttskýjaó
Maliorcfca 30 lóttsfcýjaó
Mexífcóborg 25 heióskfrt
Miamí 30 rigning
Moskva 21 skýjaó
Nýja Delhi 34 skýjaó
New York 30 heióskfrt
Osló 21 heióskirt
Paris 23 heióskírt
Perth 20 skýjaó
Rio de Janeiro 32 heiðskírt
Reykjavík 11 skýjeó
Rómaborg 31 heióskírt
San Francisco 22 heióskírt
Stokkhólmur 18 skýjaó
Sydney 15 rigning
Tel Aviv 30 heióskírt
Tókýó 26 rigning
Vancouver 20 skýjaó
Vínarborg vantar
bórshötn 7 súld
hans, frú Shand Kydd, sagt frá
baráttu þeirri er hún háði vegna
yfirráðaréttar yfir tveimur barna
þeirra hjóna, Díönu og bróður
hennar Karli.
I fyrstu mun jarlinn hafa sam-
þykkt að hún hefði yfirráðarétt
yfir börnum þeirra fjórum, en
skipti síðan um skoðun í málinu og
krafðist þess að hafa umsjón með
tveimur þeirra. Hún höfðaði þá
mál gegn honum í þeirri von að
henni yrðu dæmd börnin tvö, en
tapaði því árið 1968.
Hún segist hafa tekið þessa
ákvörðun nú að opna umræðu um
þessi mál, þar sem hún hafi orðið
vör við að misskilnings gætti í
allri umræðu um þau, þar sem al-
mennt er talið að hún hafi „yfir-
gefið" fjöiskylduna.
SÆNSKA stórfyrirUekið ABBA, sem
menn kannast e.t.v. við þegar minnst
er á samnefndan söngflokk, yfirtók
nýverið rekstur danska fiskiðn-
aðarfyrirtækisins Sunnan A/B og
dótturfyrirtækis þess Sunnan A/S í
Frederikshavn. Að sögn forstjóra
Sunnan A/S, Kalph Blomström, hefur
þessi breyting í för með sér aukna
Fimmburar fæð-
ast í Frakklandi
Nico, Frakklandi, 14. ágúst. AP.
KIMMBPKAR komu í heiminn í Nice í
Frakklandi í dag þegar Marie-Laur-
ence Henneteau, 23 ára gömul hús-
móðir, varð léttari. Eignaðist hún þrjár
stúlkur og tvo drengi og heilsast þeim
eftir atvikum.
Fæddust fimmburarnir tæpum
tveimur mánuðum fyrir tímann og
voru ekki nema 4 merkur að þyngd að
meðaltali. Konan hafði tekið frjó-
semislyf. Þetta eru tuttugustu
fimmburarnir í Frakklandi sl. 17 ár
og þriðja slíka fæðingin, sem vitað er
um á þessu ári.
„Ég skil ekki hversvegna henni
fannst hún knúin til að gera
þetta," sagði Spencer jarl varð-
andi ásakanir fyrrum eiginkonu
sinnar og bætti við: „Þetta gerir
ekkert nema valda Díönu sárs-
auka.“ Hann sagði einnig að mjög
vinsamlegt samband hefði verið á
milli þeirra hjóna nú á undanförn-
um árum, en þau sáust síðast sam-
an við skírn barnabarns þeirra,
Vilhjálms prins af Wales, fyrr í
þessum mánuði.
Dagblöð í Lundúnum í dag hafa
eftir ónafngreindum vinum Díönu
prinsessu að hún sé í miklu upp-
námi yfir opinberri deilu foreldra
hennar um fjölskyldumál þeirra,
en talsmaður Buckinghamhallar
sagðist ekki vita um viðbrögð
prinséssunnar við fréttunum.
framleiðni og atvinnumöguleika.
Sunnan A/S hefur til þessa lagt
höfuðáherslu á rækjuvinnslu, en
ennfremur hefur fyrirtækið fengist
við vinnslu humars og kræklings.
Móðurfyrirtækið, Sunnan A/B,
hefur aftur á móti séð um sölu og
dreifingu í Svíþjóð. Hjá fyrirtæk-
inu i Frederikshavn starfa tæplega
20 manns og velta þess hefur verið
um 30 milljónir danskra króna á
ári. Hefur markaðshlutdeild fyrir-
tækisins á rækjum í Danmörku
verið 30%, auk þess sem rækja hef-
ur m.a. verið flutt út til Svíþjóðar.
Þá var einnig skýrt frá því, að
Sunnan A/S muni yfirtaka fram-
leiðslu á niðurlagðri síld, sem
ABBA-fyrirtækið hefur til þessa
haft með höndum og selt m.a. til
Þýskalands.
ABBA-samsteypan er nokkuð
stór aðili í sænskum fiskiðnaði.
Með yfirtöku Sunnan-fyrirtækisins
slá forráðamenn hennar tvær flug-
ur í einu höggi. Auka umsvif sín
enn frekar og komast með annan
fótinn inn í Efnahagsbandalag
Evrópu.
ABBA-veldið fjárfest-
ir í dönskum fiskiðnaði
Er hjónaband innan bresku konungsfjölskyldunnar að fara í hundana?
Anna eyddi afmælisdeginum
í Balmore-kastala án Marks
I>ondon, 16. ágú.st. AP.
ANNA prinsessa, einkadóttir Elísa-
betar II Bretadrottningar, varð 32
ára gömul á sunnudag. Daginn fyrir
afmælið veltu bresk blöð sér uppúr
því í tilefni afmælisins, hvort hún
væri enn hin umhyggjusama eigin-
kona og móðir eða hvort hún væri
afbrýðisöm ung eiginkona í vand-
ræðum í hjónabandinu.
Undanfarna mánuði hafa slúð-
urblöðin í Bretlandi fylgst mjög
grannt með einkalífi hennar.
Hvöss ummæli hennar við hin og
þessi tækifæri hafa gert það að
verkum að hún er einn umdeild-
asti meðlimur konungsfjölskyld-
unnar. I skoðanakönnunum, sem
gerðar hafa verið um vinsældir
einstakra meðlima konungsfjölsk-
yldunnar, hefur Anna jafnan deilt
neðsta sætinu með frænku sinni,
Margréti prinsessu.
Að sögn slúðurblaðanna tók
fyrst að bera á ósætti á milli
þeirra hjóna sl. haust. Anna hefur
verið gift Mark Phillips í 8 ár.
Hafa fregnir þess efnis að eitt-
hvað væri ekki í lagi þeirra hjóna
í millum fengið byr undir báða
vængi undanfarna mánuði. Hefur
Anna tekið sér ferðir á hendur
einsömul til Nepal, V-Þýskalands,
Bandaríkjanna og Kanada.
Áður en hún fór til Kanada birti
víðlesnasta dagblað Bretlands,
News of The World, fregn þess
efnis, að hjónaband þeirra Önnu
og Marks væri í stórlegri hættu.
Daginn eftir birti Daily Star við-
tal við Mark þar sem hann sagði
að mikil og tímafrek vinna á bú-
garði þeirra hjóna kæmi í veg
fyrir að hann gæti ferðast með
konu sinni.
Á afmælisdegi sínum dvaldi
Anna, ásamt börnum sínum
tveimur, Pétri 4 ára og Söru 1 árs,
og fleiri meðlimum konungsfjöl-
skyldunnar í Balmoral-kastala í
Skotlandi. Mark var hins vegar á
búgarðinum. Talsmaður Buck-
ingham-hallar hefur þráfaldlega
neitað að tjá sig nokkuð um hjóna-
líf þeirra Önnu og Marks.
Anna BreUprinsessa og Mark á brúðkaupsdaginn.
ísraelskur hermaður leitar á borgarbúa í Beirút, sem er grunaður um að
vera meðlimur PLO.
Hrun veldis
PLO í Beirút
Beirút, 16. ágú.st. AP.
EFTIR linnulausar loftárásir ísraela eru herbúðir PLO í Beirút
bókstaflega í molum. Öll stjórn samtakanna er óvirk og ólíft er í
verustöðum þeirra, að sögn fréttamanna, sem hafa kynnt sér
ástandið.
Allt frá því PLO var hrakin
frá Jórdaníu fyrir 12 árum hafa
samtökin búið um sig í Beirút og
byggt upp bækistöðvar sínar,
skref fyrir skref. Nýttu samtök-
in sér það til hins ýtrasta, að
veikburða ríkisstjórn í Líbanon,
gerði fátt til að sporna við upp-
gangi þeirra í höfuðborg lands-
ins.
Með dyggum fjárstuðningi
olíuframleiðsluríkja Araba tókst
PLO að reka eigin opinbera
þjónustu; skóla, sjúkrahús, út-
varpsstöð og eigið dagblað. Um
tíma státuðu samtökin af því að
geta teflt fram 40.000 manna
herliði, sem væri reiðubúið til að
berjast fyrir því landi, sem Pal-
estínumenn hafa ásakað Israela
um að hafa stolið af sér.
Meira en 100.000 Palestínu-
menn bjuggu í múhameðstrú-
arhverfi vesturhluta Beirútborg-
ar áður en árásirnar hófust, en
alls munu þeir hafa verið um
300.000 talsins í landinu. Skipt-
ust íbúarnir í fjóra meginhluta.
Loftárásir ísraela undanfarn-
ar 9 vikur hafa gerbreytt öllu.
Alvarlegasta áfall Palestínu-
manna hefur verið hin skipu-
lagða eyðilegging búða þeirra,
sem í flestum tilvikum eru að-
eins steinkofar með tinþökum
við örmjóa gangstíga.
Stór hluti búða þeirra er nú
aðeins rústir einar. Sprengjur
ísraela hafa jafnað þær að
mestu við jörðu. Þegar gengið er
um þær má sjá þriggja metra
djúpa sprengjugíga og hrúgur
mulins steins á víxl. Vatns- og
rafmagnsleiðslur liggja eins og
hráviði um allt.
Ef að líkum lætur verða búð-
irnar aldrei endurbyggðar. Leið-
togar PLO hafa ásakað ísraela
um gereyðingarstarfsemi og
segja sprengur þeirra aðeins
hafa miðað að því að leggja búð-
ir þeirra í rúst og þurrka Palest-
ínumenn út af kortinu.
„Israelar eru að sækjast eftir
einhverju mun mikilfenglegra en
eyðileggingu búða okkar," segir
einn leiðtoga PLO, Jamil Hilal.
„Þeir hafa engar áhyggjur af
þeim 7—10.000 skæruliðum, sem
í borginni eru. Þeir munu koma
eftir tvo mánuði eða svo og segja
að búðir okkar séu ekki hæfar til
íbúðar og krefjast þess að flótta-
mönnum okkar verði dreift á
önnur Arabaríki."
Ein er sú spurning, sem
brennur á vörum margra. Hvað
verður um flóttamennina þegar
skæruliðar PLO hafa yfirgefið
Beirút? Hætt er við að þeim
mæti ómældir erfiðleikar þegar
þeim verður ljóst, að þeir geta
ekki með svo góðu móti snúið
aftur. Flóttamannabúðirnar
hafa að mestu verið jafnaðar við
jörðu.
Sjálfsmorð kínverskrar
kennslukonu veldur ugg
Peking, 14. ágúst. AP. O O
KENNSLUKONA nokkur, sem var
'bitur eftir að hafa verið barin
óþyrmilega af bónda nokkrum og yf-
irvöld sýndu málinu lítinn áhuga,
hengdi sig í dyragætt bóndans, sam-
kvæmt einu helsta kínverska dag-
blaðinu í morgun.
Þar sagði einnig að bóndinn
hefði verið handtekinn fyrir að
hafa neytt kennslukonuna til að
fremja sjálfsmorð og leiðtogi
kommúnistaflokks héraðsins hefði
verið rekinn fyrir að hafa sýnt
málinu of lítinn áhuga.
Að auki hefur kínverska
menntamálaráðuneytið krafist
rannsóknar á atvikinu og tilkynnt
að hart yrði tekið á hvers lags
ofbeldi gagnvart kennurum sem
jafnvel neyddi þá til að fremja
sjálfsmorð.
Málsatvik munu vera þau að í
október sl. kom til orðaskipta milli
bóndans og kennslukonunnar er
hún var að reyna að verja fjóra
nemendur sína, en bóndinn ásak-
aði þá um að hafa stolið hnetum
úr garði sínum. Eftir að orðaskipt-
unum var lokið skipti engum tog-
um að bóndinn tók hana á lær sér
og barði illþyrmilega.
Afleiðingar urðu síðan ofan-
greindar eftir að kennslukonunni,
sem hætti störfum vegna þeirrar
niðurlægingar er hún hafði orðið
fyrir, fannst engin leið önnur fær
er yfirvöld sýndu málum hennar
ekki áhuga.