Morgunblaðið - 17.08.1982, Side 37

Morgunblaðið - 17.08.1982, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982 19 Urslitakeppni yngri flokkanna Landsmótiö í golfi í Grafarholti Páll Grímsson, fyrirliði 4. (lokks Fram, hampar hér íslandsmeistarabikarn- um, eftir að lið hans hafði lagt Val að velli í úrslitaleiknum á Akureyri á sunnudaginn. Sjá nánar um keppnina og einnig um keppni 5. flokks á bls. 26. Mynd Reynir Kiríksson. Hér má sjá alla verðlaunahafa á landsmótinu í golfi sem fram fór um helgina. Þessi mynd var tekin í lokahófinu á Hótel Sögu á laugardaginn. Sjá nánar um landsmótið á bls. 22 og 23. Mvnd Öskar Siemundsson. Karlalandslióin þegar tilkynnt STRAX að aflokinni keppni í meist- araflokki karla í Grafarholti á laug- ardag voru karlalandsliðin, sem keppa eiga fyrir íslands hönd á mót- um erlendis í haust, tilkynnt. Þrír efstu menn í meistara- flokknum, Sigurður Pétursson og Ragnar Ólafsson, báðir GR, ásamt Björgvin Þorsteinssyni, GA, munu keppa fyrir íslands hönd á HM áhugamanna, sem fram fer í Sviss í september. Er það Eisenhower- keppnin svonefnda. Á sama tíma fer fram keppni í undanriðlum World Cup í Belgíu. Þar keppa tólf þjóðir og komast fjórar áfram. ísland er eina þjóð- in, sem teflir fram áhugamönnum, allar hinar eru með sína bestu at- vinnumenn. Það eru þeir Hannes Eyvindsson, GR, og Óskar Sæ- mundsson, GR, sem keppa þar. Fyrsta kvenna- landsliðið valið um helgina FVRSTA kvennalandsliðið í golfi var tilkynnt í lokahófi, sem efnt var til á Hótel Sögu, að landsmótinu loknu á laugardagskvöld. Val liösins kom ekki verulega á óvart, enda virtist nokkuð einsýnt hvernig það kæmi til með að verða skipað. Það voru þær Sólveig Þorsteins- dóttir, GR, Ásgerður Sverrisdótt- ir, GR, og Þórdís Geirsdóttir, GK. Sólveig hélt utan til Bandaríkj- anna til náms á sunnudag. Gæti farið svo að varamaður yrði að koma í hennar stað. Ef af því verður tekur Jóhanna Ingólfsdótt- ir, GR, sæti hennar. Kvennalandsliðið heldur utan til keppni í undanriðlum Evrópu- keppni landsliða i haust. Stórleikur í kvöld EINN stórleikur er í 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld, Víkingar og Vestmanneyingar leika í Laugar- dalnum kl. 19.00. Leikur þessi var á dagskrá fyrr í sumar en var þá frest- að. KR skaust í annað sætið FRAMARAR náðu ekki að lyfta sér af botni 1. deildarinnar í knatt- spyrnu, er þeir léku gegn KR-ingum í gærkvöldi. Knattspyrnan sem liðin sýndu var ekki rismikil, en KR-liðið var þó töluvert skárra. Lauk leikn- um þannig að þeir skoruðu tvö mörk gegn engu marki Fram. Staðan var 1-0 i hálfleik. Sigurinn var fyllilega sann- gjarn. KR-ingar fengu betri færi og voru líflegri á allan hátt. Á fyrstu 10 mín. fengu þeir tvö mjög góð færi, fyrst Óskar Ingimund- • Óskar Ingimundarson skorar hér annað mark KR í gærkvöldi. Á inn- felldu myndinni hleypur hann fagnandi í burtu ásamt Hálfdáni Örlygssyni. Mynd GuAjón Birgúaon. Arnðr búinn að skrifa undir „Ég skrifaði undir eins árs samn- ing við Lokeren á mánudaginn fyrir viku, daginn eftir að ég kom út aftur,“ sagði Arnór Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Lokeren í Belgíu, er blm. spjailaði við hann í gærkvöldi. Vitað var að nokkur fræg félög höfðu reynt að fá Arnór til sín, en ekkert varð úr því að hann færi nú. En að ári liðnu sagðist Arnór alveg eins vilja breyta til, annars væri hann ekki mikið farinn að hugsa um það ennþá þar sem hann hefði gert nýjan samning við Lok- eren. Að sögn Arnórs hefst 1. deild- arkeppnin í Belgíu annað kvöld, og leikur Lokeren þá við Waregem á útivelli. — SH. arson er hann átti þrumuskalla af markteig eftir horn, en Guðmund- ur Baldursson slæmdi hendi í knöttinn og bjargaði, og svo er Ágúst Már Jónsson óð upp allan völl og skaut miklu bylmingsskoti frá vítateig. Guðmundur henti sér niður og varði en náði ekki að halda knettinum. Varnarmaður bjargaði síðan í horn á síðustu stundu áður en Sæbjörn náði að skora. Éftir góða byrjun KR vöknuðu Framarar til lífsins og jafnaðist leikurinn um tíma, en síðan náðu KR-ingar yfirhöndinni aftur. Þeir náðu forystunni á 39. min. er Marteinn Geirsson, fyrirliði Fram, skoraði „glæsilegt" sjálfs- mark með skalla af markteig. Fyrirgjöf kom frá hægri, og Mart- einn, sem var aleinn, sneri sér í átt að markinu og sendi knöttinn í fallegum boga efst í bláhornið, óverjandi fyrir Guðmund mark- vörð. Eftir leikhlé voru KR-ingar áfram sterkara liðið og ógnuðu Fram-vörninni nokkrum sinnum. Leikmenn voru þó of eigingjarnir, eða seinir að losa sig við knöttinn þannig að oft varð lítið úr. Um miðjan hálfleikinn kom svo síðara markið. Skoraði það Óskar Ingimundarson af stuttu færi, eft- ir að Fram-vörnin hafði galopn- ast. Voru þeir tveir á auðum sjó, Óskar og Hálfdán Örlygsson, og átti Óskar ekki í vandræðum með að finna leiðina í netið. Besta færi Fram fékk Valdimar Stefánsson er hann skaut framhjá á markteigshorninu. Halldór Arason skoraði reyndar eitt mark fyrir Fram en það var dæmt af vegna rangstöðu, sem undirrituð- um sýndist vera nokkuð dularfull- ur dómur. Staða Fram er. nú mjög slæm í deildinni, þeir eru neðstir með 13 stig, einu stigi minna en KA og Keflavík. Liðið hefur leikið 14 leiki eins og ÍBK, en KA er reyndar með einum leik meira. Við sigur- inn skaust KR upp í annað sætið, er með einu stigi minna en ís- landsmeistarar Víkings, en hafa leikið einum leik meira — SH Staðan EFTIR leiki hclgarinnar er staöan í 1. deildinni þessi: Víkingur 13 5 7 1 21 — 15 17 KR 14 4 8 2 11—10 16 ÍBV 13 6 3 4 16—12 15 Valur 15 5 4 6 16—14 14 ÍA 14 5 4 5 16—16 14 ÍBI 15 5 4 6 22—25 14 Breiðablik 15 5 4 6 13—17 14 KA 15 4 5 6 14—16 13 Keflavík 14 5 3 6 13—17 13 Fram 14 3 6 5 14—15 12 2. deiid Þróttur R 14 Þór, Akureyri 14 Reynir FH Einherji Njarðvík Völsungur Fylkir Skallagrímur Þróttur N 1 22—7 2 25—13 20—14 15 16—19 15 19— 21 14 20— 22 13 15—17 12 12—15 14—23 6—20 22 17 12 11 9 Rosberg stendur best að vígi • Arnór Guðjohnsen. ÍTALINN Elio de Angelis sigraði um helgina í austurríska Grand-Prix kappakstrinum. Keppnin var mjög jöfn og spennandi og ekki munaði nema hálfri bíllengd á sigurvegaran- um og Finnanum Keke Rosberg. Sigurvegarinn ók vegalengdina á 1 klukkustund 25 mín. og 2,212 sek. Finninn reiknaðist 0,125 sek. á eftir Angelis. Jacques Laffite, Frakklandi, varð þriðji, Patrick Tambay fjórði og Niki Lauda, sem þarna ók á heimavelli varð að gera sér fimmta-sætið að góðu. Finninn Rosberg stendur nú best að vígi í keppninni um heims- meistaratitilinn. Hann er annar í stigakeppninni með 33 stig, en fyrstur er sem fyrr Didier Pironi, sem slasaðist mjög alvarlega fyrir skömmu og keppir því ekki meira. Irinn John Watson er þriðji með 30 stig, og Lauda er fjórði með 26 stig. Þetta var 13. G-P-keppnin á tímabilinu og því eru aðeins þrjár eftir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.