Morgunblaðið - 17.08.1982, Síða 39

Morgunblaðið - 17.08.1982, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982 21 Víkingar halda for- ystunni — tóku stig af UBK á Blikadaginn BLIKAR og Víkingar deildu stigun- um er liðin mættust á Kópavogsvelli á laugardag. í heildina var leikurinn jafn og jafnteflið því við hæfi. Bæði lið geta betur en þau sýndu í þessum leik, en á milli sýndu leikmenn beggja liða skemmtilega takta og byggðu upp laglegar sóknarlotur, sem yljuðu áhorfendum. Blikar héldu knattspyrnudag sinn á laugardaginn og stóð hann frá morgni fram á miðja nótt. Þeir hafa eflaust ætlað sér sigur á Vík- ingum í þessum leik, en urðu að sætta sig við jafntefiið. Með sigri hefðu þeir komist í hóp efstu liða, en fyrst það tókst ekki geta þeir tæpast gert sér vonir um sigur á mótinu. Þeir eru nú með 14 stig eins og nokkur önnur lið. Víkingar eru hins vegar efstir í deildinni með 17 stig, en hver verður á topp- UBK — VÍKINGUR inum í lokin er ómögulegt að segja fyrir um. Slík er flækjan í deild- inni að nánast allir geta sigrað og flestir fallið. Víkingar byrjuðu leikinn á laug- ardaginn með miklum látum og þeir Sverrir Herbertsson, Helgi Helgason og Ómar Torfason áttu skot að Blikamarkinu. Er stund- arfjórðungur var liðinn tók Sig- urður Grétarsson mikla rispu frá miðju valiarins og prjónaði sig í gegnum vörn Víkinga. Er hann var að komast i ákjósanlegt skot- færi varð honum fótaskortur og tækifærið, sem virtist svo upplagt, ÍM rann út í sandinn. Skömmu síðar bjargaði Vignir Baldursson á línu. Á 28. mínútu leiksins skoraði Helgi Bentsson laglegt mark fyrir Blikana. Sótt var upp vinstri kant- inn, skipt yfir á hægri og að lokum var knettinum rennt inn í teiginn á Helga. Hann lék á Stefán Hall- dórsson, miðvörð Víkings, og skor- aði örugglega framhjá Ögmundi. Ögmundur Kristinsson bjargaði tvívegis snilldarlega á 14. mínútu seinni hálfleiks er Helgi Bentsson komst í gegn. Af Ögmundi hrökk hnötturinn eftir skot Helga fyrir fætur Hákons Gunnarssonar, sem skaut að markinu, en enn varði Ögmundur. Þórarinn Þórhallsson bjargaði síðan á línu áður en Vík- ingar skoruðu mark sitt. Auka- spyrna frá miðju vallarins hitti koll Sverris Herbertssonar, sem ..^v & • Helgi Bentsson á hér í höggi við varnarmann og markvörð Víkings. Helgi skoraði mark Breiðabliks. Mynd KrLstján Einarmon • Sverrir Herbertsson sækir hér að Guðmundi markverði UBK. Sverrir jafnaði fyrir Víking í leiknum. Mynd Kristján Kinarsson skallaÖi örugglega netið frá markteigi. Staðan 1—1 og fleiri mörk voru ekki skoruð. Beztu menn liðanna að þessu sinni voru Ólafur Björnsson hjá UBK og Helgi Bentsson. Þá sýndi Þorsteinn Hilmarsson skemmti- lega hluti og sömu sögu má segja um fleiri leikmenn Breiðabliks, en á milli féll leikur þeirra niður í meðalmennskuna. Af Víkingunum voru þeir drýgstir Þórður Mar- elsson, sem lék síðari hálfleikinn, Stefán Halldórsson og Sverrir Herbertsson. Annars virðist skorta leikgleði hjá alltof mörgum leikmanna Víkings. Ef þeir hins vegar ná að einbeita sér að verk- efninu og beina kröftunum að þeim leikjum sem eftir eru þá ætti Víkingum að takast að verja titil- inn, því liðið er heilsteypt. í stuttu máli: Islandsmótið 1. deild, Kópavogs- völlur 14. ágúst. Breiðablik—Víkingur 1—1 (1—0) Mark UBK: Helgi Bentsson á 28. mínútu. Mark Vikings: Sverrir Herbertsson á 70. mínútu. Dómari: Þóroddur Hjaltalín, dæmdi leikinn ágætlega og var samkvæmur sjálfum sér. Áhorfendur: 640. niður og skaut á markið en þvert fyrir það svo Akurnesingum tókst ekki að nýta þetta tækifæri. Akurnesingar voru greinilega sterkari þó þeir léku undan vind- inum og markið lá í loftinu. Þegar 38 mínútur voru liðnar af leiknum fékk Árni Sveinsson laglega send- ingu inn í vítateig Keflvíkinga, tók knöttinn niður á brjóstið, sneri sér við og skaut hörkuskoti á markið, en markvörður Keflvíkinga, Þorsteinn Bjarnason, varði glæsi- lega, en fékk knöttinn í andlitið og var því ekki tilbúinn er Skúli Rós- antsson sendi knöttinn inn á hann augnabliki síðar. Sigþór Ómarsson var hins vegar tilbúinn og náði að komast inn í sendinguna, lék á Þorstein og skoraði örugglega úr eina marktækifæri fyrri hálfleiks- ins. Yfirburðir Akurnesinga voru umtalsverðir í fyrri hálfleik, en þeim tókst þó ekki að skapa sér • Guðjón Þórðarson, besti maður vallarins. Einkunnagjöfln BKKIÐABLIK: Guðmundur Ásgeirsson Ólafur Björnsson Valdimar Valdimarsson Þórarinn Þórhallsson Helgi Helgason Vignir Baldursson llákon Gunnarsson Sigurður Grétarsson Ilelgi Bentsson Þorsteinn Hilmarsson Sigurjón Kristjánsson 5 VÍKINGUR: Ögmundur Kristinsson 6 Þórður Marelsson (vm) 7 Magnús Þorvaldsson 5 Helgi Helgason 6 Stefán Halldórsson 7 Jóhannes Bárðarson 6 Gunnar Gunnarsson (vm) 6 Ómar Torfason 6 Sverrir Herbertsson 6 Jóhann Þorvarðarson 5 Heimir Karlsson 5 Aðalsteinn Aðalsteinsson 6 Kagnar Gíslason 5 6 7 5 6 6 5 6 6 7 6 Víðir enn á sigurbraut Víðir úr Garðinum er enn á sig- urbraut. Liðið lagði Selfyssinga að velli 3—0 á föstudagskvöldið og skoruðu þeir Björgvin Björgvins- son, Vilberg Þorvaldsson og Guð- mundur Knútsson mörk Víðis. Víðir er fyrir löngu kominn í úr- slit í 3. deildinni og fer með 4 stig með sér í úrslitakeppnina. Spurn- ingin er hins vegar sú hvort HV eða Selfoss fylgja þeim í úrslitin. Þessi lið vann Víðir bæði tvívegis í riðlinum. Öruggur sigur ÍA í fremur slökum leik AKURNESINGAR sigruðu Kefivík- inga örugglega 2:1 (1:0) í fremur slökum leik í fyrstu deild íslands- mótsins í knattspyrnu á Akranesvelli á laugardaginn. Sterkur vindur og taugastríð setti mark sitt á leikinn, enda er staðan i fyrstu deildinni þannig að hver leikur er barátta um sigur í deildinni eða fali niður í aðra deild. Fyrir leikinn voru Akurnes- ingar með 12 stig en Kefivikingar 13 svo nauðsynlegt var fyrir bæði liðin að sigra í leiknum, bæði til að forð- ast fall og eiga möguleika á sigri í deildinni. Með sigri sínum eygja Ak- urnesingar cnn sigurmöguleika í deildinni, en falldraugurinn hangir í skottinu á Keflvíkingum. Leikurinn var eins og áður sagði fremur slakur og fátt um tæki- færi. Akurnesingar áttu þó fyrsta færi leiksins, en í fyrri hálfleik léku þeir undan sterkri golu. Á þriðju mínútu brutust þeir upp vinstri kantinn og Sigþór sendi laglega yfir vítateiginn inn á Sig- urð Jónsson. Hann tók knöttinn frekari færi fremur en Keflvíking- um. í síðari hálfleik réttu Keflvík- ingar heldur úr kútnum þótt þeir léku á móti vindinum og á 50. mín- útu fékk Einar Ásbjörn knöttinn einn og óvaldaður eftir auka- spyrnu fyrir miðju marki, en mis- heppnað skot hans fór framhjá. Hann bætti hins vegar betur um er hann fékk knöttinn í svipuðu færi, aftur einn og óvaldaður er hann skoraði og jafnaði metin, 1:1. Eftir þetta mark sóttu Skaga- menn heldur í sig veðrið, en þurftu þó aðstoð Keflvíkinga öðru sinni til að skora sigurmarkið. Það var á 68. mínútu að Keflvíkingar glopr- uðu boltanum til Sigþórs, rétt utan vítateigs þeirra, Sigþór þakk- aði gott boð og æddi einn inn í vítateig Keflvíkinga og skaut á markið. Þorsteinn Bjarnason, markvörður, sá hins vegar við honum og varði skot hans glæsi- lega, en boltinn hrökk til Krist- jáns Olgeirssonar, sem skoraði ör- ugglega af stuttu færi. Leikmenn Akurnesinga voru fremur jafnir að getu, áttu hvorki slæman né góðan dag, en mest bar þó á Guðjóni Þórðarsyni. Keflvík- ingar voru einnig allir fremur jafnir að getu, enginn skaraði fram úr nema Þorsteinn Bjarna- son, markvörður, sem ekki verður sakaður um mörkin. í stuttu máli: íslandsmótið, fyrsta deild, ÍA : ÍBK 2:1 (l.-O). Mörk ÍA: Sigþór Ómarsson á 38. mínútu og Kristján Olgeirsson á 68. mínútu. Mark ÍBK: Kinar Ásbjörn Ólafs- son á 55. mínútu. Dómari: Hreiðar Jónsson. Áhorfendur: 680. HG. mmmmmmmmmmmmmmma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.