Morgunblaðið - 17.08.1982, Side 42
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982
S/ENHKI tcnnislcikarinn Björn
Borg hcfur um nokkurt skeið verð
talinn sá bcsti i heimi. Nú hafa Svíar
eignast „nýjan Borg“, en það er
hinn 17 ára Mats Wilander, sem
skaust upp á stjörnuhimininn fyrr í
sumar er hann sigraði mjög óvænt á
Opna franska meistaramótinu.
Mann verður ekki 18 ára fyrr en 22.
þ.m. og er hann því sá yngsti sem
sigrað hefur á franska mótinu til
þessa, en Borg varð 18 ára á meðan
mótið fór fram árið 1972, er hann
sigraði.
Fastlega er reiknað með þvi að
Wilander verði valinn tennismaður
ársins, titill sem ávallt fellur i skaut
þcim sem mest kemur á óvart á
keppnistímabilinu, og má ekki rugla
saman við heimsmeistaratitilinn.
Fyrir utan það getur hann búist við
því að verða kjörinn „heiðursmaður
ársins" fyrir framkomu sína í und-
anúrslitunum í Frakklandi gegn
José-Luis Clerc.
Wilander hafði sigrað í tveimur
fyrstu lotunum, 7—5 og 6—2 og
leiddi 6—5 i þeirri þriðju. Hann
vantaði því aðeins eitt stig til sig-
urs, og dómarinn dæmdi leikinn
búinn eftir eitt „smass" Clerc, þar
sem hann taldi boltann hafa lent
utan vallar. Wilander var þó ekki
á sama máli og benti dómaranum
á það. Síðan hélt leikurinn áfram
og Wilander bar sigur úr býtum.
Mörg hundruð blaðamenn, frá
fjórum heimsálfum, urðu vitni að
þessu, og hylltu þeir Svíann unga
óspart fyrir þessa „einstæðu
• Eftir sigurinn í Pcrís. Mmts (Lv.) og Guillermo Vilas. Vilas er hér að hrósa hinum unga Svía eftir að hafa tapað fyrir honum í úrslitaleik opna franska
meistaramótsins fyrr á þessu ári.
Mats Wilander — „nýi Borg“ Svíanna:
„Gæti slegið á fiöl sem hvfldi á
bolta án þess að skrika fótur"
íþróttamannslegu framkomu."
Wilander segir sjálfur: „Það er
gegn minni samvisku að sigra á
dómaramistökum. Það eyðileggur
gleðina sem er samfara því að
sigra.“
Kom ekki öllum
á óvart
En einn var sá maður sem lét
sér hvergi bregða þó Wilander
kæmi svona skemmtilega fram,
Áke Magnusson formaður Vaxjo
TS, þar sem Mats hlaut sína
tennis-skólun. „Þetta er dæmigert
fyrir Mats,“ segir hann. „Hann vill
ekki fá neitt gefins, þvert á móti.
Hann elskar mótlæti, og einhvern
veginn fær hann alltaf innblástur
þegar leikirnir eru erfiðir. I von-
lausum stöðum verður Mats alltaf
betri og betri og hefur þá mest
gaman af því að spila."
Kenning Áke þessa Magnusson,
um það, hvers vegna Mats Wiland-
er hefur nú á mettíma breyst í
einn besta tennisleikara í heimi,
er athyglisverð. 1980 var hann sá
283 í röðinni í heiminum og í fyrra
var hann númer 69. Magnusson
segir: „Þegar Mats var lítill lék
hann sér í tennis, á meðan jafn-
aldrar hans, sem höfðu mun betri
aðstöðu til æfinga, keyrðu sig al-
gjörlega út við æfingar. Mats gekk
ekki of langt við æfingarnar, og
skemmdi ekki líkamlegan styrk
sinn. Það kemur honum til góða
nú.“
Leikstíll Wilanders hefur ekkert
breyst síðan hann sigraði á meist-
aramótinu í Smálöndum, fyrir 13
ára og yngri, en þá var hann að-
eins 9 ára gamall. Þá voru stór-
hættuleg bakhandarslög hans
einnig baneitruð í augum and-
stæðinganna, og komu þeim iðu-
lega í mikil vandræði. Hann hefur
mjög gott auga fyrir leiknum og
mikla tilfinningu fyrir því sem
hann er að gera. Þá er hann einnig
mjög sterkur líkamlega.
Wilander er afskaplega metnað-
argjarn. Árið eftir að hann sigraði
á mótinu í Smálöndum var hann
alveg viss um að hann næði að
verja titilinn. Svo viss raunar, að
hann vildi ekki eyða tíma sínum í
að keppa á mótinu, og sneri sér
þess í stað að íshokký.
„Nýr Borg“
Philippe Chatrier, maðurinn á
bak við Opna franska meistara-
mótið, segir að Wilander sé „nýr
Björn Borg", og telur ekki útilokað
að honum takist að sigra sex sinn-
um á mótinu, eins og Borg gerði.
„Hann er nægilega teknískur,
spurningin er aðeins hvort hann
hafi taugar og skapsmuni til
þess,“ segir Chatrier. Hann segir
ennfremur: „Mats Wilander er
besta dæmið um það, að hæfi-
leikamikill tennisleikari getur náð
á toppinn án þess að vera „pró-
grammeraður". Hann er ekki
„framleiddur" af einum né nein-
um, heldur hefur hann náð þess-
um árangri algjörlega af sjálfs-
dáðum.
En hversu góður er Wilander
miðað við Borg? „Borg er fljótari,
en ég þori ekki að fullyrða að hann
hafi verið betri á sama aldri," seg-
ir Gullermo Vilas, en hann tapaði
einmitt fyrir Svíanum unga í úr-
slitaleiknum í París.
En hvað sem öðru líður er það á
hreinu að Wilander er jafn vinsæll
meðal landa sinna og Borg. Dag-
inn sem úrslitaleikurinn var leik-
inn í París, var heil umferð í All-
svenskan, 1. deiidinni í fótboltan-
um. Tenniskeppnin hófst kl. 14.00
og var leiknum að sjálfsögðu sjón-
varpað beint. Knattspyrnuleikirn-
ir hófust kl. 18.00, eða fjórum klst.
síðar. Það hafði mjög slæm áhrif á
aðsókn að leikjunum að Wilander
skyldi vera lengur en 4 tíma að
sigra Vilas, því að á fimm völlum
af sex var áhorfendatalan sú
lægsta á keppnistímabilinu.
Len Heppell, sérfræðingur 5 lík-
amshreyfingum og stjórnun
vöðva, hefur séð bæði Borg og Wil-
ander leika á árinu. Borg sá hann
í keppni í Portúgal í mars, stuttu
eftir „come-back“ hans í Kaup-
mannahöfn, og segir Heppell að
hann hafi minnt sig á klaufabárð,
hann væri svo þungur og að hreyf-
ingar hans væru ekki réttar. „Ég
sagði þjálfara hans hvað væri að
og hann vildi að ég segði Borg það
sjálfum. En mér fannst það ekki
rétti tíminn til þess. Borg verður
að komast í andlegt jafnvægi, fyrr
er ekki hægt að laga vitleysurnar
sem eyðilagt hafa leik hans. Besta
ráðið sem ég get gefið honum nú
er að fylgjast gaumgæfilega með
Wilander, því hann er sá tennis-
leikari í dag sem er mýkstur í
hreyfingum. Hann rennur um
völlinn með sama glæsileik og ör-
yggi og einkenndi Borg er hann
var ungur."
Þessi sami Heppell segir að Wil-
ander sé eins og eftirprentun af
Borg. „Hann hafi einnig þann
hæfileika að slá boltann himin-
hátt yfir netið, en samt sem áður
látið hann lenda innan vallar. Og
eins og Borg, á hann engar „dúnd-
ur“ uppgjafir, en hann gerir held-
ur ekki mikil mistök í þeim. En
það sem minnir mest á Borg eru
hreyfingar hans. Hvernig hann
hreyfir höfuðið og búkinn á undan
fótunum. Wilander er í svo góðu
jafnvægi er hann slær boltann, að
hann gæti staðið á fjöl, sem hvíldi
á bolta, án þess að skrika fótur.“
Flytur hann til
Monte Carlo?
Eitt og hálft ár er nú síðan Wil-
ander gerði samning við fyrirtæk-
ið International Management
Group, en fyrirtækið sér um að
koma íþróttamönnum og lista-
mönnum á framfæri, og meðal
þeirra er Björn Borg. Miklar líkur
þykja á því að IMG vilji flytja
heimli Wilanders frá Vaxjö,
eitthvert þar sem skattaálögur
eru ekki jafn gífurlegar á menn,
t.d. til Monte Carlo, Monaco, smá-
ríkisins við Miðjarðarhafið. Hefur
mönnum dottið sá staður í hug
vegna þess að þar búa bæði Björn
Borg og Ingimar Stenmark, auk
þess sem sænski knattspyrnumað-
urinn Ralf Edström leikur með
liði Monaco, þannig að Wilander
ætti að geta haft góðan félagsskap
þar.
Wilander fékk u.þ.b. 840.000
krónur íslenskar fyrir sigurinn í
París, en það virtist ekki hafa
veruleg áhrif á hann. „Peningar
skipta ekki öllu máli, heldur að
þrífast sem tennisleikari — og að
verða betri í íþróttinni," sagði
Mats á blaðamannafundi eftir
keppnina.
Seinna var hann spurður að því
hvort hann væri enn ákveðinn í að
búa í Svíþjóð í minnst 10 ár til
viðbótar, sagði hann, að kannski
væri ekki rétt af sér að halda slíku
fram eins og hann hefði gert, þeg-
ar peningar væru í spilinu.
„McCormack (yfirmaður IMG)
hefur ákveðnar hugmyndir í sam-
bandi við mig. Þegar ég kanna þær
nánar getur vel verið að ég muni
flytja."
Það hefur ekki stigið Wilander
til höfuðs að hljóta slíka frægð og
frama. „Ég tek þessu bara eins og
það kemur," segir hann. „Auðvitað
er ég mjög glaður með árangur
minn á franska mótinu, en ég tel
að það hafi verið mér í hag hve
óþekktur ég var. Andstæðingar
mínir hafa eflaust búist við að
sigra mig léttilega."
Wilander hóf að leika tennis er
hann var 7—8 ára. Faðir hans og
eldri bræður hvöttu hann til dáða
og Bjfirn Borg varð fljótlega fyrir-
mynd hans. „Ég og Borg minnum
hvor á annan á ýmsan hátt, en
þrátt fyrir það er leikur okkar
mjög frábrugðinn," segir Mats.
„Forhöndin hjá mér er t.d. ekki
eins góð og hjá honum, og þess
vegna leik ég öðruvísi."
Unnusta Wilanders er 18 ára,
Annette Olsen að nafni. Þau
kynntust fyrir fjórum árum, og
segir John-Anders Sjögren, þjálf-
ari Wilanders, að með hana við
hlið sér sé Mats miklu öruggari og
ákveðnari í keppni. Þá vitum við
það.
Þýtt og endursagt — SH.
• Mats ásamt unnustu sinni, Annetiu Olsen.