Morgunblaðið - 17.08.1982, Síða 20
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982
Verða félagarnir Hafsteinn Hauksson og Birgir Viðar Halldórsson fyrstu atvinnurallökumenn landsins?
Hafsteinn Hauksson og Birgir Viðar Halldórsson:
„Stefnum á sigur 1 Ljóma-
rallinu og atvinnu-
mennsku í framtíðinniu
Áskorunjtil ríkis-
stjórnar íslands
vegna innrásar Isra
elshers í Líbanon
Keppni i rallakstri fer sifcllt harðn-
andi hér á landi og útbúnaður rallbíla,
sem taka þátt í Ljómarallinu, ber þess
glögg merki. Bílakostur islenskra rall-
ökumanna hefur tekið stórstígum
framförum og nægir þar að nefna bíl
bræðranna Omars og Jóns Ragnars-
sona. liinsvegar er hér á landi keppn-
isbíll, sem er betur búinn en Renault
bræðranna. Er það Ford Escort RS
2000 þeirra Hafsteins Haukssonar og
Birgis Viðars Halldórssonar. Bíllinn
sigraði í Tommaralli ’82 og Húsavík-
urrallinu '82, en þá undir stjórn
llafsteins Aðalsteinssonar, sem nú hef-
ur dregið sig í hlé. Keypti Hafsteinn
Hauksson hlut nafna síns Aðalsteins-
sonar og á nú helming í bílnum á móti
Birgi Viðari. Hafsteinn Hauksson er
vel þekktur sem rallökumaður og hef-
ur marga sigra að baki, sem ættu að
hjálpa mikið i Ljómarallinu, en þar
mun keppnisreynslan vega þungt.
Morgunblaðið ræddi við þá
Hafstein og Birgi um Ljómarallið og
framtíðaráætlanir þeirra og kom þá
margt fróðlegt í Ijós. En áður en við
spjöllum við þá félaga er rétt að lýsa
bíl þeirra, en það er eins og fyrr
segir Ford Escort RS 2000. RS-
skammstöfunin stendur fyrir „rally
sport“, en þá nafngift hljóta bílar
sem smiðaðir eru samkvæmt kröfum
keppnisdeildar Ford í Englandi. Nú-
verandi heimsmeistari, Ari Vatanen,
ekur samskonar bíl og þeim er um
ræðir, nema hvað vélin í bíl íslend-
inganna er ekki sú rétta. Til bráða-
birgða munu þeir nota 160 DIN-
hestafla 2000-vél, en í framtíðinni
verður notuð 200 DIN-hestafla
BDA-vél, sem bíllinn er reyndar
smíðaður fyrir. Hún er hinsvegar
ekki tilbúin enn. í RS Escort Haf-
steins og Birgis er m.a. að finna
fimm gíra kassa, læst drif, sérhann-
að lokað olíukerfi og mesti kostur
bilsins er fjöðrunin. Fjaðrirnar eru
lausar frá hásingunni, sem fest er
upp með stífum og gegna því fjaðr-
irnar eingöngu því hlutverki að
fjaðra og myndast ekkert tog frá
hásingunni. Gefur þetta mun betri
rásfestu en venjuleg fjöðrun býður
upp á. Að framan eru stillanlegir
Bilstein-gasdemparar, sem gefa
þann möguleika að hækka má bílinn
um 10 sentimetra. Að lokum er vélin
búin tveim tvöföldum Weber-
blöndungum og sérhönnuðum púst-
flækjum.
Hafsteinn og Birgir, nú eruð þið með
samning við Ford hér á landi, upp á
hvað hljóðar hann, t.d. í Ljómarallinu?
„Samningurinn við Ford er hag-
stæður að okkar mati. Við fáum
fulla viðgerðarþjónustu frá Ford á
meðan á rallinu stendur og verður
einskonar móðurstöð starfrækt, þar
sem aðrir Ford-bílar geta fengið að-
stoð. Varahlutalager okkar sér Ford
um og verða m.a. hásingar, fjaðrir
og stærri varahlutir hafðir í viðgerð-
arbílnum."
Verðið þið ekki í vandræðum vegna
varahlutaleysis, þar sem þetta er eini
bíll sinnar tegundar hér á landi?
„Nei, a.m.k. ekki í sambandi við
vélina. Við stílum reyndar upp á að
hún bili, ef eitthvað þarf að bila. Það
er varla hætta á öðrum bilunum,
nema ef eitthvert sérstakt óhapp
verður."
En nú bila þessir bílar oft i röllum
erlendis, reyndar i mun stífari keppni
en hér fer fram. Er hætta á svipuðu hjá
ykkur?
„Þeir kunna bara ekkert að keyra
þessir menn ...“ sagði Hafsteinn
skellihlæjandi. Birgir tók þarna við:
„Nei, í alvöru talað þá þurfa kapp-
arnir úti að þjösnast á bílunum til að
ná árangri. Það eru svo margir bílar
jafngóðir okkar ...“ Þarna skelltu
félagarnir uppúr og linntu ekki lát-
um fyrr en eftir smátima. Voru þeir
reyndar gamansamir á meðan á við-
talinu stóð og léku á als oddi.
Nú er bíll ykkar góður, en nægir það
á keppnisreynslu Ómars og Jóns?
„Eg álít að við séum á betri bíl en
Ómar,“ svaraði Hafsteinn, „en á
móti kemur að ég hef aldrei ekið
hílnum í keppni, einnig höfum við
Birgir aldrei keppt saman. Það er
því Ijóst að hörkukeppni verður um
toppsætin. Við stefnum á fyrsta sæt-
ið, en erum langt frá því að vera
búnir að bóka sigur. Það má segja að
við séum hæfilega bjartsýnir."
Eigið þið ekki fleiri keppinauta en
þá Omar og Jón Ragnarssyni?
„Jú, alveg örugglega."
Ilverjir munu veita ykkur keppni?
„Það verður náttúrlega enginn
stutt á eftir okkur, svona hálfum
degi á eftir ...“ sagði Hafsteinn
hlæjandi. „Við reiknum með fyrst að
telja Ómari, síðan má nefna Eggert
Sveinbjörnsson á Escort og Braga
Guðmundsson á Lancer og síðast en
ekki síst má búast við a.m.k. einum
ítala í toppbaráttunni," sagði Haf-
steinn og Birgir skaut inn í: „Það er
líka spurning hvað Birgir Bragason
á Skoda RS gerir. En þeir fyrsttöldu
verða ofarlega."
Hvað með Jóhann Hlöðversson, sem
keppinaut á toppnum?
Jóhann er tvímælalaust ökumað-
ur, sem ekið gæti til sigurs. Bíll hans
er hinsvegar dálítið gamall og óvíst
hvort hann þolir álagið af rallinu
áfallalaust. Jóhann er toppökumað-
ur,“ sagði Hafsteinn.
Ilvaða aðferð eða tækni munuð þið
nota í akstrinum í Ljómarallinu?
„Stefnan er að aka af öryggi. Við
ætlum ekki í neinn sunnudagsakstur
og stefnum á sigur. Við munum
hugsanlega taka því rólega fyrsta
daginn og sjá síöan að morgni ann-
ars dags hvernig staðan er. Miklar
líkur eru á því að þeir, sem detta úr
keppni, falli út á fyrsta degi ralls-
ins,“ svöruðu Hafsteinn og Birgir.
Hvernig verða aðal keppnisleiðirnar,
Kjölur og Fjallabaksleið, eknar?
Hafsteinn varð fyrir svörum:
„Þessar tvær leiðir munu skipta öllu
máli. Þar verður refsitíminn spurn-
ing um minútur, en ekki sekúndur
eins og á flestum hinna leiðanna.
Hraðinn hjá okkur verður mikill á
þessum leiðum, en öryggið í fyrir-
rúmi.“
Þið takið þá enga áhættu?
„Enga áhættu," svaraði Hafsteinn.
„Ég hef að mínu mati aldrei tekið
áhættu þó stundum hafi þannig litið
út. Það er erfitt að meta aðstæður
rétt í hvert einasta skipti og tvisvar
hefur það brugðist hjá mér (innskot
blm.: Hafsteinn á þar við veltu á
Húsavík á sl. ári, og síðan útafakstur
í Tommaralli þar sem bíll hans eyði-
lagðist). „Það er þetta atriði sem
gerir rall spennandi. Það er margt
óvænt sem gerist, sem jafnvel kallar
fram ósjálfráð viðbrögð. Samvinna
ökumanna skiptir máli, þegar að-
stæður eru erfiðar. Rall á Islandi er
skemmtilegt sökum þess að við höf-
um réttu vegina, þetta er óháð veðr-
áttu. Viðgerðarþjónusta, dekk, út-
búnaður bíls, likamlegt ástand öku-
manna, allt þetta skiptir máli í
rallkeppni. Þetta gerir rallakstur
skemmtilegan. Rallakstur er einnig
alveg kjörinn fyrir íslenskar aðstæð-
ur.“
Er einhver skrekkur í þér Hafsteinn
eftir útafaksturinn í Tommarallinu?
„Já, svona ómeðvitað. Ég finn ekki
fyrir honum í akstri, en líklega er ég
meira hikandi en ef ég hefði ekki
lent í þessum útafakstri. Vonandi
ekki of hikandi," svaraði Hafsteinn
hugsi og Birgir bætti við: „Við erum
búnir að ræða öll hugsanleg atriði í
sambandi við aksturinn og við mun-
um ræða saman í hvert skipti, sem
okkur finnst eitthverju ábótavant
. . . þetta er fyrsta keppni okkar sam-
an og hver keppni gefur okkur kost á
að kynnast betur, og ... já, þú skil-
ur,“ nú skelltu félagarnir rétt einu
sinni uppúr og Hafsteinn bætti um
betur og sagði: „Eða þannig sko.“
Hvað gerið þið ef bilar hjá ykkur á
sérleið í Ljómarallinu?
„Hvað gerum við? Við hvetjum
bara þá sem á eftir koma,“ sagði
Hafsteinn, en Birgir kvað þá nátt-
úrulega reyna að finna bilunina af
fremsta megni, en þeir væru sann-
arlega engir bifvélavirkjar. „Það er
helst að við lögum rúðupissið," sagði
Hafsteinn. „Við kunnum ekkert að
gera við, við björgum því sem bjarg-
að verður og reynum að fá góð ráð
gegnum talstöðina í bílnum."
Nú hafið þið hug á að keppa í er-
lendu ralli á næsta ári. Horfið þið
eitthvað til Ford i Englandi í sambandi
við framtíð ykkar i rallakstri?
„Já, vissulega. Við ætlum utan til
keppni á næsta ári og verðum þá
vonandi með sigra hér heima í bak-
höndinni," svaraði Hafsteinn.
Þið erum semsagt að leita eftir ein-
hverskonar samningi við Ford í Eng-
landi?
„Já, við gerum okkur vonir um að
komast á samning hjá Ford. Það má
segja að það hafi komið grænt ljós
frá þeim á siðastliðnu ári. Við höfum
hug á því að sýna lit í skoska al-
þjóðarallinu í júní nk., og ef árang-
urinn verður góður munum við
leggja aðaláhersluna á að keppa er-
lendis. Keppnisdeild Ford er opin
fyrir okkur ef við náum góðum
árangri í skoska rallinu, en þar
verða yfir 100 keppendur. Við þyrft-
um helst að ná tíunda til fimmtánda
sæti í þeirri keppni. Við förum í
haust að fylgjast með RAC-rallinu
og verður það liður í undirbúningi
okkar fyrir utanförina."
Hafið þið leitt hugann að hinum nýja
Escort RS, sem núna virðist ætla að slá
eldri rallbílum við?
„Já, hann er framtíðin hjá okkur.
Við notum núverandi bíl út þetta ár
og næsta. Nýi Escortinn er það sem
koma skal. Reyndar er þetta undir
því komið hvernig okkur gengur í
skoska rallinu. Við höfum hugsað
okkur að taka bílinn með um 200
DIN-hestafla vél. Það má í rauninni
segja að við séum að byrja rallakstur
fyrir alvöru í dag,“ svöruðu þeir Haf-
steinn og Birgir að lokum.
- G.R.
Morgunblaðinu hefur borizt eftir-
farandi áskorun frá sjö kunnum ís-
lendingum:
„Við undirrituð teljum okkur
vini Gyðinga, og höfum látið
okkur anntum tilveru ísraels.
Því erum við harmi slegin vegna
árásarstríðs Israelsríkis í Líban-
on, árásarstríðs sem bitnar á þús-
undum saklausra manna í flótta-
mannabúðum, þorpum og borgum
Líbanons.
Þótt við á undanförnum árum
höfum orðið vitni að því, að samúð
heimsins við málstað ísraels hefur
dvínað, ekki sízt vegna óbilgirni
Ísraelsríkis gagnvart arabískum
þegnum sínum og íbúum herteknu
svæðanna, höfum við þagað. Við
vonuðum ef til vill, að ísrael sæi
sig um hönd. En eftir innrás ísra-
elshers í grannríkið Líbanon og
þær ægilegu blóðsúthellingar og
þá óskaplegu eyðileggingu, sem
hún hefur haft í för með sér, þá
getum við ekki þagað lengur.
Við mótmælum harðlega þessari
innrás og fordæmum blóðsúthell-
ingar og eyðileggingu þá, sem
Israelsher er valdur að.
Við scndum hinum hrjáðu Pal-
estínumönnum og Líbönum sam-
úðar- og stuðningskveðjur, og lýs-
um jafnframt stuðningi við þær
þúsundir hugrakkra Gyðinga í
Israel, m.a. ísraelskra hermanna,
sem hafa lýst sig andvíga stríðinu
og styðja þjóðarréttindi
Palestínumanna.
Við vekjum athygli á eftirfar-
andi:
— ísrael hefur haft að engu allar
ályktanir Allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna og Ör-
yggisráðsins um brottför her-
liðs síns frá Líbanon.
— ísrael hefur virt að vettugi all-
ar ályktanir Allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna og Ör-
yggisráðsins, er beindust gegn
innlimun austurhluta Jerúsal-
em og Golanhæða í ísrael.
— Palestínumenn, sem nú eru um
fjórar milljónir, hafa misst
ættjörð sína í Palestínu. For-
Bjp, llöfdafitrönd, 16. ijpist.
15. ÁGÚST var venjuleg Hólahá-
tíð haldin á Hólum í Hjaltadal.
Veður var gott eins og vant er að
vera á Hólahátíð, en kólnaði held-
ur, þegar leið á daginn. Skaga-
fjörður skartaði sínu eins og
venjulega. En snækrýndir fjalla-
toppar eru þó alls staðar eftir, eftir
mikið úrfelli, sem gerði 9. og 10.
ágúst.
Um 160—170 manns sóttu
Hólahátíð og voru 14 prestar
hempuklæddir, sem gengu til
kirkju. Hólahátíðin fór fram eft-
ir áður auglýstri dagskrá, og var
ystusamtök Palestínumanna,
PLO, eru viðurkennd sem full-
trúi Palestínuþjóðarinnar af
117 ríkjum, þar á meðal Is-
landi.
— Ymsir helstu forystumenn
PLO hafa gefið í skyn vilja
samtakanna til að viðurkenna
Israelsríki.
Við fögnum því að ríkisstjórn Is-
lands hefur samþykkt að leggja
fram kr. 800.000 til hjálparstarfs í
Líbanon og skorum jafnframt á
hana að beita sér fyrir því
— að hún geri ríkisstjórn Israels
það ljóst, að það geti haft al-
varlegar afleiðingar fyrir sam-
skipti Islands og Israels, ef hún
láti ekki tafarlaust af árás-
arstríði sínu í Líbanon og dragi
herlið sitt þaðan,
— að stjórn Israels og PLO hefji
þegar í stað viðræður um sam-
búð þjóðanna á grundvelli
gagnkvæmrar viðurkenningar,
— að Norðurlöndin veiti PLO
fulla viðurkenningu sem full-
trúa Palestínuþjóðarinnar og
hafi samráð við líknarstofnan-
ir Palestínumanna og Líbana
um brýna aðstoð,
— að hún geri Bandaríkjastjórn
grein fyrir áhyggjum sínum
vegna stuðnings Bandaríkj-
anna við árás Ísraelsríkis á
Líbanon.
Áskorun okkar ljúkum við með
ósk um, að íslendingar megi með
einhverjum hætti stuðla að friði
og kærleika meðal þeirra þjóða,
sem nú berast á banaspjót í Land-
inu helga.
Reykjavík, 11. ágúst
1982.
Árni Bergmann, ritstj.,
séra Árni Pálsson,
Elías Davíðsson, kerfisfr.,
Haraldur Ólafsson,
dósent,
dr. theol, Jakob Jónsson,
Jóhanna Kristjónsdóttir,
blaðamaður, .
Vilmundur Gylfason,
alþingismaður.
í alla staði mjög ánægjuleg sam-
koma fyrir þá, sem hana sóttu,
og eiga þeir góðar minningar frá
henni. Stjórnaði Árni Sigurðsson
formaður Hólafélagsins sam-
komunni.
Miklum heyskap er nú senn
lokið á Hólum. Annars er hey-
fengur misjafn í Skagafirði.
Sums staðar er nokkuð mikið eft-
ir óslegið enn. En sprottið hefur
nú eftir að rigningar hófust. í
dag er norðan kuldastormur og
úrkoma á útsveitum. Mjög haust-
legt er orðið í Skagafirði.
— Björn í Bæ
Hólahátíð - ánægju-
leg samkoma