Morgunblaðið - 17.08.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982
33
Franskir bílaframleiðendur:
Útflutningur jókst
um 3% janúar-júní sl.
FRÖNSKUM bílaframleiðendum
hefur tekizt, að auka útflutning sinn
um 3% fyrstu sex mánuði ársins, á
sama tíma og þeir hafa verið að tapa
markaðshlutdeild heima fyrir.
Talsmaður bílaframleiðendanna
sagði á fundi með blaðamönnum í
vikunni, að staðan væri allt önnur
og betri nú, ef ekki hefðu komið til
löng og kostnaðarsöm verkföll
starfsmanna í vor.
— Það er nokkuð víst, að fram-
leiðsla Citroen, Talbot og Renault
hefði verið 100.000 bílum meiri á
tímabilinu janúar-júní ef ástandið
hefði verið eðlilegt, sagði talsmað-
urinn.
Fyrstu sex mánuði ársins jókst
bílasala í Frakklandi um liðlega
8,7%, en á þessu tímabili voru alls
seldar um 1,06 milljónir nýrra bíla
í landinu. Frönsku framleiðend-
urnir töpuðu markaðshlutdeild
eins og áður sagði, en innfluttir
bílar fóru úr 25,6% hlutdeild í
28,6%.
Talsmaðurinn sagði, að tímabil-
ið janúar-júní væri tímabil „hinna
glötuðu tækifæra". — Það er al-
veg ljóst, að við munum ná okkar
hlut á heimamarkaði á nýjan leik
og það jafnvel áður en árið er á
enda, sagði talsmaðurinn enn-
fremur.
Svlþjóðarfréttir:
Um 5% samdráttur í
iðnaðarframleiðslu
Vöruskiptajöfnuður Svía var
jákvæður um liðlega 2.100 milljón-
ir sænskra króna fyrstu sex mán-
uði ársins, sem er nokkru skárri
útkoma en á sama tíma í fyrra.
Útflutningur var um 17%
meiri í krónum talið fyrstu sex
mánuðina en á sama tíma í
fyrra, en á sama tíma var inn-
flutningur um 16% meiri. Heild-
arverðmæti útflutnings var um
82.000 milljónir sænskra króna,
en verðmæti innflutnings hins
vegar um 79.900 milljónir
sænskra króna. Raunveruleg
aukning útflutnings á þessu
tímabili er samkvæmt upplýs-
ingum viðskiptaráðuneytisins
um 3%, en raunveruleg aukning
innflutnings er á bilinu 1—2%.
Iðnaðarframleiðsla
Iðnaðarframleiðsla jókst um
liðlega 3% í maímánuði sl., en
hins vegar, ef litið er á fyrstu
fimm mánuðina saman, hefur
orðið um 5% samdráttur í iðnað-
arframleiðslunni. Sem dæmi um
samdráttinn má nefna, að járn-
vinnsla dróst saman um 20%
fyrstu fimm mánuði ársins og
pappírsframleiðslan dróst sam-
an um 12% á þessum tíma.
Nejrtendaverð
Á tímabilinu janúar-júní
hækkaði neytendaverð í Svíþjóð
um tæplega 6%, en til saman-
burðar hækkaði það um liðlega
6,9% meira á sama tímabili árið
1981. Á tímabilinu júlí 1981 til
júní 1982 hækkaði neytendaverð
hins vegar um 8,5%.
Fjárfesting erlendis
Fjárfesting sænskra aðila er-
lendis var um 2.900 milljónir
sænskra króna fyrstu sex mán-
uði ársins, en til samanburðar
fjárfestu Svíar fyrir liðlega 2.300
milljónir sænskra króna á sama
tíma í fyrra. Aukningin milli ára
er því liðlega 26%. Mest var fjár-
fest í Bandaríkjunum, eða fyrir
um 750 milljónir sænskra króna.
í Bretlandi var fjárfest fyrir um
280 milljónir sænskra króna,
fyrir um 220 milljónir sænskra
króna í Danmörku, fyrir um 210
milljónir sænskra króna í
Frakklandi og fyrir um 200
milljónir sænskra króna í Nor-
egi.
SAAR-SCANIA:
Um 20% söluaukn
ing tímabilið
janúar til
MIKILL uppgangur hefur verið
hjá SAAB-SCANIA samsteypunni
sænsku síðustu misserin, en sam-
kvæmt upplýsingum talsmanns
fyrirtækisins, hefur það stöðugt
verið að bæta stöðu sína síðustu
fjögur árin. Fyrstu fjóra mánuði
þessa árs var sala samsteypunnar
upp á liðlega 5.869 milljónir
sænskra króna, samanborið við
4.911 milljónir sænskra króna á
sama tíma í fyrra. Aukningin milli
ára er því um 20%.
Sala samsteypunnar erlendis
jókst um 22% og er nú orðin um
56% af heildarsölu hennar.
Heildartekjur samsteypunnar
jukust um 23% á fyrrgreindu
tímabili, en þær voru í ár liðlega
401 milljón sænskra króna, sam-
apríl
anborið við um 325 milljónir
sænskra króna á sama tíma í
fyrra.
Salan á SAAB-bílunum hefur
aukizt mest af framleiðslu sam-
steypunnar, þrátt fyrir almenn-
an samdrátt í bílasölu í heimin-
um. Markaðshlutdeild SAAB í
Svíþjóð jókst úr 12,6% á þessum
tíma í fyrra í um 14% í ár. Þá
varð gríðarleg aukning á sölu
SAAB-bíla í Bandaríkjunum, en
þar var aukningin milli ára um
40%.
Á þessu fjögurra mánaða
tímabili fækkaði starfsmönnum
samsteypunnar um 250. Þeir
voru 40.750, en eru nú 40.500. Þar
af starfa 33.500 í Svíþjóð og 7.000
erlendis.
Lífið er saltfiskur
Eftir Njál Benedikts-
son í Garði
Skúli Þorleifsson, fiskmatsmað-
ur, skrifar í Morgunblaðið 13. ág-
úst 1982 um meðferð á saltfiski, og
er það vel að jafn reyndur maður
sem Skúli er í saltfiskverkun láti
til sín heyra.
Skúli var verkstjóri hjá Bæjar-
útgerð Reykjavíkur í nokkur ár og
síðar fiskkaupandi, fiskverkandi
og fiskmatsmaður og er það enn.
Portúgal hefur verið okkar besti
markaður á saltfiski á liðnum ár-
um. Portúgalir hafa ekki verið
eins kröfuharðir á fiskgæði og ít-
alir og Spánverjar. Nú í ár hafa
Portúgalir kvartað mikið um að
saltfiskurinn hafi versnað. Það er
eðlilegt að við veltum því fyrir
okkur hverjar séu ástæðurnar
fyrir því. Ekki hefur framleiðslu-
eftirlitið látið á sér standa, þeir
hafa mann og SÍF líka til að taka
út fiskinn áður en honum er af-
skipað. Þeir hafa tekið vigtarpruf-
ur og athugað gæði fisksins áður
en hann fer um borð.
Hafa verkunaraðferðir breyst?
Hér áður fyrr var fiskurinn salt-
aður í held kör. Það var saltað það
mikið í karið, að þegar rifið var
upp úr því yrði eftir salt sem dygði
í 'Á til að salta aftur í karið. Þá
var fiskurinn þveginn úr pæklin-
um um leið og hann var rifinn
upp, saltið var líka skolað áður en
pæklinum var hellt úr karinu, síð-
an var fiskinum staflað í stæður
og vel saltaður. Fiskurinn var lát-
inn standa í stæðunni í 12—15
daga, þá var hann rifinn upp og
allt salt látið detta af honum, ekki
Njáll Benediktsson
Nú í ár hafa Portúgalir
kvartað mikið um að
saltfiskurinn hafi versn-
að ... Ég held fiskverk-
endur góðir að það verði
að taka upp gömlu að-
ferðina aftur, að salta
fiskinn meira og hætta
að pressa saltlítinn fisk.
slegið saman svo fínna saltið í
fiskvöðvanum héldist kyrrt. Þá
var fiskurinn sortéraður og eitt og
tvö fiskur látinn sér en þrjú og
fjögur fiskur látinn sér, því þrjú
og fjögur fiskur þurfti að standa
sex dögum lengur en eitt og tvö
fiskur. I þessar stæður var fiskur-
inn lítið saltaður, rétt gránaður
með diski. Þannig var fiskurinn
geymdur þar til honum var pakk-
að eftir 5—6 vikur frá því hann
var veiddur.
Nú hefur margt breyst í salt-
fiskverkun. Fiskvinnsluskólinn
hefur útskrifað fiskmatsmenn -
sem lítið hafa unnið við saltfisk-
verkun. Þeir hafa unnið meira við
freðfisk, auk þess hafa tæknifræð-
ingar komið með ýmis sjónarmið
og nýjar hugmyndir.
Að vísu er enn saltað í pækilkör,
en það er lítið saltað í karið, það
er tekið úr karinu eftir 2—3 sólar-
hringa. Sú aðferð þekkist sums-
staðar að það er látinn pallur ofan
á karið og síðan er hvolft úr því á
pallinn, það er ekki verið að skola
fiskinn úr pæklinum áður. Síðan
er fiskurinn hafður á þessum palli,
og látið síga af honum eins og það
er kallað, kannski í 2—3 sólar-
hringa, síðan er honum staflað í
stafla eða á palla. En með þessari
aðferð hefur allur pækill sigið úr
fiskinum og hann þornað og saltið,
sem í hann er látið, gengur mjög
seint inn í fiskvöðvann og veldur
það fisklosi og vigtarrýrnun. Það
er frumskilyrði að saltið gangi
fljótt inn í fiskvöðvann. Saltkrist-
allinn bindur fiskvöðvann saman
og heldur eggjahvítuefninu í fisk-
inum og gerir hann bragðbetri.
Ég held fiskverkendur góðir að
það verði að taka upp gömlu að-
ferðina aftur, að salta fiskinn
meira og hætta að pressa saltlít-
inn fisk.
16. ágúst 1982,
Njáll Benediktsson.
IDE-HURÐIN
Massívar furuhurðir
Ljósar og dökkar
— íslensk staöalmál
60, 70, 80 cm.
Afhending oftast sam-
dægurs, gullfalleg
smíöi. Lægsta veröiö.
Ýmsar fulningahuröir
ásamt úrvali af sléttum
huröum.
Vönduð
vara við
vægu verði
Bústofn
Aðalstræti 9.
Sími 17215.
Idnbúö 6, Garðabæ.
Sími 45670.
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
O
Þl AIGLYSIR l'M ALLT
LAND ÞEGAR Þl ALG-
LÝSIR I MORGINBI.ADIM