Morgunblaðið - 17.08.1982, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.08.1982, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982 41 T SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI 1L • Dúlla týnd Kona úr Vesturbænum hringdi vegna læðunnar Dúllu, sem eins og margir muna sendi Velvakanda greinarstúf er birtist í Morgun- blaðinu þann 29. júní sl. Nú hefur Dúila verið týnd síðan um hádeg- isbilið á fimmtudag. Dúlla er bröndótt og er mjög forvitinn köttur. Hún á það til að skjóta sér inn um hurða- og gluggarifur til að svala forvitni sinni. Heimili Dúllu er í Vesturbænum, að Rán- argötu 23, en hún er merkt með símanúmerinu 19214. Ef ekki skyldi svara í því númeri, þá sagði konan að það væri sjálfsagt að hringja í símanúmerið 14090, sem er hennar númer, því hún væri góður vinur Dúllu og hafi átt með henni margar gleðistundir í heim- sóknum hennar til sín. • Kurteisi og kúltur NN hringdi, en hún hefur verið búsett í Kaupmannahöfn um ára- bil. „Það sem fer í taugarnar á mér er, að í hvert einasta skipti sem ég kem hingað heim, en það er yfirleitt tvisvar sinnum á ári, þá verð ég alltaf vör við hversu marg- ir Islendingar eru ókurteisir og ómenningarlegir í síma. Það má hringja og það má hringja í skakkt númer, en það mætti nota kurteisi og kúltúr. í Kaupmanna- höfn og víða ánnars staðar segir fólk þegar það hringir upp: „Góð- an daginn, ég heiti...“ þ.e. kynnir sig kurteislega og segir síðan: „Er þessi við?“ — eða „Má ég tala við þennan?" Hér á landi segir fólk iðulega ókurteist: „Hver er ’etta?" án þess að kynna sig og skellir síðan tólinu á ef það finnur, að það hefur hringt í rangt númer. Er nokkurt mál að gera bragarbót hér á?“ • Gremst að sjá slíkan sóðaskap Reiður ökumaður hringdi: „Ég get ekki orða bundist yfir sóða- skap, sem ég varð vitni að síðast- liðinn laugardag. Ég ók Skúlagöt- una á áttunda tímanum um kvöld- ið og á undan mér var hvítur Ren- ault-sendibíll, E 2060. Skyndilega kom stór rauð pappadolla, sem notuð er undir kók, fljúgandi út um hægri hliðarrúðuna og lá eftir á götunni. Það er keppikefli flestra höfuð- borgarbúa sem ég þekki að reyna að halda höfuðborginni hreinni. Því gremst manni ósegjanlega að sjá slíkan sem Skagamanninn í umræddri bifreið. Hrein torg, fög- ur borg, er slagorð sem er í fullu gildi.“ Ekki er hægt að sjá annað á þessari mynd, en að borgin sé hrein og fögur. Reiður ökumaður sem hringdi varð hins vegar vitni að sóðaskap, sem annar ökumaður sýndi, er hann átti leið um Skúlagötuna á laugardag. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja rnilli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituö, en nöfn, nafnnúmer og heimilisröng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæöa til að beina því til lesenda blaösins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. GÆTUM TUNGUNNAR Rétt er að segja: Mig dreymir, þig dreymir, konuna dreym- ir, manninn dreymir, barnið dreymir, konurnar dreymir, mennina dreymir, okkur dreymir, mennina dreymir. Bendum börnum á þetta! Of r Dagatal íylgiblafianna ALLTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM íÞRórm ALLTAFA FIMMTUDÖGUM Alltaf á fostudögum ALLTAF Á LAUGARDÖGUM ALLTAF Á SUNNUDÖGUM Sl^RA CXi EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fróðleikur og skemmtun Mogganum þínum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.